Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 24
AtvimwleysisböliðennþungtíBakkagerði: Betra aö húka heima á atvinnuieysisbótum — en fara á wrtíö annars staðar,segjribúiíþorpinu „Það er ekki heil brú í jk§sum at- vinnuleysistryggingamálum hér í Borgarfirði eystra og maður skilur ekki hvernig þetta getur viðgengizt," sagði einn af íbúum Bakkagerðis i Borgarfirði eystra í viðtali við DB í gær. í Bakkagerði voru atvinnuleysis- dagar í maí 389 talsins og kemur Bakkagerði næst á eftir Reykjavík, Siglufirði og Akureyri með fjölda at- vinnuleysisdaga. Oft í vetur hefur Bakkagerði verið í þriðja sæti yfir allt landið hvað fjölda atvinnuleysisdaga snertir. Samt er þetta smákauptún með 146 íbúa í þorpinu, en í öllum hreppnum búa 249, þar af 194 16 ára og eldri. ,,í verkalýðsfélaginu hér eru að sögn á annað hundrað manns og menn virðast komast í félagið með einkasamtölum við einhvern stjórnarmanna," sagði ibúinn, sem ekki vill láta nafns síns getið. „Aldrei eru haldnir fundir en mikill samtakamáttur ríkir um að koma fólki á atvinnuleysisskrá. Ganga af því sögur, að menn fái „lánaðan" tíma hjá öðrum, sem af- lögufærir eru með vinnutima, til að fullnægt sé skilyrðum atvinnuleysis- tryggingasjóðs um bætur. Algengt er að bændur vinni hér smátíma í sláturhúsi að hausti og komist síðan á atvinnuleysisbætur. Sögur eru um að bændur hafi syni sína að nafninu til á launum um tíma, jafnvel án þess að borga þeim kaupið, en með því komast þeir.síðan á atvinnuleysisskrána. Fólk í Bakka- gerði talar um að ekki borgi sig að fara annað á vertíð. Betra sé að húka heimaog veraáatvinnuleysisstyrk." Enginn fólksflótti hefur verið frá Bakkagerði nokkur undanfarin ár, þrátt fyrir hrikalegt atvinnuleysi þar samkvæmt skrám á sl. ári, en íbúum hefur fækkað í hreppnum um 60—70 á tveimur síðustu áratugum. Afkoma fólks er allsæmileg, margir eiga trillur og stunda sjó en jafnframt einhvern búskap. Og svo bæta atvinnuleysispeningarnir af- komuna. Fólk unir glatt við sitt. Lengst af í vetur voru 28 manns á atvinnuleysisskrá í Bakkagerði. Það er 15% af öllum ibúum hreppsins en 25-^30% af íbúum Bakkagerðis- kauptúns. Svona hefur þetta viðgengizt áreftir áraðsögn. -ASt. Eigum við ekki að bregða á leik í góða veðrinu? í dag fagna Sunnlendingar góðu veðri og viða verður liklega bruðið á leik i dag. Stemmningin er gefin með þessari mynd, þar sem góðir félagar, Iftil telpa og fallegur hundur hennar bregða á leik. — Ég get alltaf náð þér, en ég bit þó aldrei nema i skálmina þina, gæti hundurinn verið að scgja. Á litlu myndinni má sjá hversu vel fer á með þeim félögunurn eftir sprettinn. Ljösmynd Magnús Hjörleifsson. Engin kaup- tilboð ídag Sáttanefnd í farmannadeilunni kom saman til fundar kl. 10 í morgun. Líklegt þykir að boðað verði til fundar með yfirmönnum á farskipum og viðsemjendum þeirra síðdegis. Jón Þorsteinsson í sáttanefnd sagði í samtali við DB í morgun að ólíklegt vasri að nefndin legði fram hugmyndir um kauptölur á þeim fundi. Páll Her- mannsson, blaðafulltrúi farmanna, kvað farmannadeiluna í biðstöðu. Síðdegis verða fundir með undir- mönnum á farskipum, hásetum og matsveinum. í gær höfnuðu undir- menn þeim drögum að kerfisbreytingu kjarasamnings farmanna sem út- gerðirnar höfðu lagt fyrir. Verður samningsgerð í dag á grundvelli hins gamlalaunakerfis. Jón Magnússon, starfsmannastjórí Eirriskipafélagsins, sagði í morgun, að ekki væri að vænta kauptilboða í dag. Undirmenn höfðu áður látið i Ijós bjartsýni um að þau kæmu fram. -GM. Bandalag Ólafs og þingf lokks krata — athygiisverð staða í kjaramáladeilunum Liðsmenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hafa tekið sér at- hyglisverða stöðu i deilunum um, hvort ráða eigi kjaramálunum til lykta með lagasetningu. Þar hefur, myndazt bandalag Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra og þing- flokks Alþýðuflokksins annars vegar og bandalag Magnúsar H. Magnús- sonar félagsmálaráðherra og helztu stofnana Framsóknar hins vegar. í foríngjadeilunum í Framsókn sögðu menn í gær, að Ólafur hefði lagt undir sig sjónvarpið en Steingrímur héldi Timanum. Ólafur sagði í sjón- varpsþætti i fyrradag, að ekki væri tímabært að stöðva farmannaverk- fallið með lögum. Um það leyti, er þátturinn var fluttur, var Tíminn í vinnslu. Næsta morgun kom feit- letruð yfirlýsing frá Steingrimi í Tímanum undir fyrirsögninni „Ríkis- stjórnin verður að skerast í leikinn". Steingrimur itrekaði i DB í gær, að verkbannið yrði að hindra með tiltækum ráðum. Steingrímur hefur hel/.tu stofnanir Framsóknar með sér í deilunni, en Ólafur er nokkuð einangraður í flokknum. Ólafur nýtur hins vegar trausts af þingflokki Alþýðuflokksins, sem undir stjórn Sighvats Björgvinssonar og Vilmund- ar Gylfasonar beitir sér gegn laga- setningu, hvað sem Magnús H. Magnússonsegir. -HH. frfálst, áháð daghlað FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979. Handtökumáfið: Haukur ogViðar áfrýja Haukur Guðmundsson og Viðar Ólsen sem báðir hlutu fangelsisdóma vegna handtökumálsins svonefnda hafa ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Áfrýjunarfrestur var ákveðinn til 15. júní og nú hafa þeir Haukur og Viðar að höfðu samráði við lögmenn sína ákveðið að áfrýja. Lögmaður Hauks er Jón Edwald Ragnarsson og lögmaður Viðars Ragnar Aðalsteinsson. í framhaldi af því mun Ólafur Stefán Sigurðsson, setudómari í málinu, senda málsskjöl til Saksóknara ríkisins sem undirbýr málið af hálfu ákæruvaldsins fyrir málflutninginn i Hæstarétti. Er von til þess að málið verði siðan tekið fyrir í Hæstarétti næsta vetur. Haukur og Viðar voru einu aðilar málsins er hlutu fangelsisdóm en aðrir fengu skilorðsbundinn dóm. -BH Dómiir í málinu um mánaðamótin Hið svokallaða Jörgensensmál var dómtekið í Sakadómi Reykjavíkur á fimmtudaginn, en ennþá verður nokkur bið á því að dómur i málinu verði kveðinn upp, að því er Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari tjáði DB. Er vafasamt að dómurinn sjái dagsins ljós fyrir mánaðamót. Halldór kvað dóminn munu ná til tveggja þátta í þessu stóra máli, fjár- svik vegna skila á andvirði umboðs- varnings og bókhaldsbrot. Gjaldeyris- svikaþáttur þessa mikla máls var niður felldur 1972. -ASt. Átökin um bráðabirgðalögin: MagnúsH. undir3:ll Magnús H. Magnússon félagsmála- ráðherra hefur orðið illa undir í átök- um í þingflokki Alþýðuflokksins. Stefna Magnúsar um að leysa kjara- málin, meðal annars farmannaverkfall- ið, með lagasetningu hefur beðið ósigur á fundum þingflokksins. Hlutföllin eru 11:3 Magnúsi í óhag, eins og í ljós kom á þingflokksfundi í vikunni. Yfirgnæfandi meirihluti þing- flokksins fylgir þeirri stefnu, að kjara- samningar séu sem frjálsastir og ríkis- valdiðskipti sér sem minnst af málum. Þessi afstaða þingflokksins hefur leitt til þess, að ráðherrar Alþýðu- flokksins hafa ekki fallizt á tillögur, sem Steingrímur Hermannsson dóms- málaráðherra hefur helzt beitt sér fyrir um lagasetningu í kjaramálum. -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.