Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 15. JUNÍ1979 — 133. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVFRHOLTI 1 l.—ADALSÍMI 27022. Þrír af hverjum fjórum vilja frysta grunnkaupið —samkvæmtskoðanakönnunDagbladsins—Siábls.6og7 Farmenn hafna gerð- ardóms- tillögu sátta- nefndar- innar Sáttafundur var í farmannadeilunni til kl. 4 í nótt. Þar lagði sáttanefnd ríkisins fram tillögu um að ágreinings- mál farmanna og viðsemjenda þeirra yrðu lögð í gerðardóm. „Við erum með tillögu sáttanefndar til skoðunar," sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSl', í samtali við DB í morgun. Farmenn hafa hins vegar visað tillögu sáttanefndar á bug. Páll Hermannsson, blaðafulltrúi farmanna, taldi í morgun að fátt nýtt hefði gerzt á samningafundum í nótt, en deilumál virtust þó hafa þokazt eitthvaðáfram. Hallgrímur Sigurðsson, formaður Vinnumálasambands samvinnufélaga, kvað bjartsýni ekki ríkja eftir fundinn i nótt. Hann kannaðist ekki við að Vinnumálasambandið væri með í bígerð tillögur um launaliði eins og dagblaðið Tíminn staðhæfir í morgun. Boðað hefur verið til nýs sátta- fundar í dag kl. 14. -GM/ Óþarfa leit að skemmti- siglingarmanni í gærkvöldi var hafin leit að manni á trillubát sem lagði af stað úr Reykja- vikurhöfn og hugðist koma að landi við Dalsmynni í Hvalfirði um kl. 6. Milli 9 og 10 var hafin leit með tveimur flug- vélum er á lofti voru og á björgunar- bátnum Gísla Johnsen. Eftir stutta stund fannst bátskænan í fjöru við Brautarholt á Kjalarnesi en maðurinn hvergi. Hafðist þó upp á honum litlu siðar og leit því aflýst, en hún orsakaði talsvert ónæði margra að óþörfu. Er maðurinn fannst kom í ljós að ekkert hafði amað að hjá honum en hann hafði breytt áætlun sinni án þess að láta nokkurn vita. Auk áðurgreindra aðila hafði lögreglan i Reykjavík skyggnzt um á öllu hafnarsvæðinu eftirbátnum. -ASt. Unnið við skurð eins hvalsins I hvalstóðinni I gærdag. Þessi hvalur hefur ekki náð þvi að njóta verndar Greenpeace-manna. DB-mvnd Arni Páll. Inngrip gæti veríð tvíeggjað vopn: „YMSAR LEIÐIR FÆRAR" — segir Þröstur Sigtryggsson skipherra um mótaðgerðir við truf lanir Greenpeace á hvalamiðunum „Það eru ýmsar leiðir færar," sagði Þröstur Sigtryggsson skipherra í sam- tali við DB i morgun er hann var inntur eftir því hvaða aðferðum Landhelgis- gæzlan gæti beitt til að hindi a aðgerðir Greenpeacemanna. Hefur Hvalur hf. leitað til Landhelgisgæzlunnar eftir þvi að hún sjái til þess að hvalbátarnir fái að veiða í friði. Landhelgisgæzlan hefur síðan komið boðunum áfram til dómsmálaráðu- néytisins sem taka mun endanlega ákvörðun um aðgerðir. Þau mál eru í athugun í ráðuneytinu og óvíst til hvaða aðgerða verður gripið. En fullur vilji dómsmálaráðherra er fyrir hendi um að reyna að halda aftur af Rainbow. Warrior á friðsamlegan hátt. En að sögn Baldurs Möllers, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, gera menn sér þar grein fyrir því að ef gæzlan væri látin grípa inn aukna auglýsingu fyrir menn, ekki einungis hér á og erlendis, svo inngrip i gætu orðið tvíeggjað vopn. Landhelgis- í, þýddi það Greenpeace- landi heldur aðgerðirnar -Itll Stjórnar Viímundur Gy if ason dómsf ólunum? —um alvarlega ásökun í leiðara Tímans á bls. 6 og 7 Munið Ijósmyndakeppnina um SUMARMYND DAGBLAÐSINS 79

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.