Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 5 Erþettaekki fombíll, eða hvað? Á tímum fornbíladýrkunar og virðingar við gamla hluti þótti DB-mönnum það nokkuð stinga í stúf að sjá þennan gamla slökkvibíl standa yfirgefinn, hraktan og hrjáðan á æfingasvæði slökkviliðsins við rætur Öskjuhlíðar. Hann hefur trúlega gert sitt gagn þessi og hefur nú verið settur til hliðar. DB-mynd: Hörður. Kannt þú að setja saman lagstúf? Lýst er eftir lögum við tvö Ijóð! Ef þú ert maður tónelskur og getur sett saman lagstúf með stuttum fyrir- vara þá er hér tækifæri við þitt hæfi. Lýst er eftir lögum við meðfylgjandi ljóð eftir Ingibjörgu Þorbergs og Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Undandarið hefur hæftleikafólk í laga- og ljóða- smíð viðs vegar um heiminn sett saman Ijóð og lög í tilefni barnaárs (hvað annað?!) á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Ljóð Ingi- bjargar og Ingólfs voru valin sem fram- lag íslands og nú vantar bara lögin við þau. Þegar lögin eru fundin er ætlunin að láta barnakór syngja þau inn á band og senda síðan út í lönd. Þar verða val- in 24 lög til útgáfu á hljómplötu. Tónlistin við Ijóðin verður að vera ný og óbirt, þ.e. hún má ekki hafa verið flutt opinberlega komið út á plötu eða verið prentuð. Flutningur söngsins, með öllum erindum má ekki taka meira en 4 minútur en hver þátt- takandi má skila inn eins mörgum lögum og hann lystir. Dómnefnd fyrir íslands hönd skipa 7 manns. Formaður hennar er Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á íslandi en talsmaður hennar er Erla Elin Hansdóttir, Stóragerði 30, 108 Reykjavík, sími 34260. Skilafrestur rennur út 20. júní. -ARH We’re children of the world today We’re black, we’re white, we’re any race Together we’re one lovely face. We’re children of the world today Just children of the world today We’ll Iive to grow and friends we’ll stay All children of the world today. We all need food, we all must learn Our rights are equal tinghs to earn We’re children of the world today o.s.frv. Our time will come to rule and lead Remember folks it’s love we need We’re children of the world today o.s.frv. Ingibjörg Þorbergs. Við erum börn! Við erum börn og biðjum um betri heim og frið en ennþá geisar ógn og strið sem enginn ræður við. Við erum börn og biðjum um betra líf og frið en ennþáskortir ýmsa brauð öryggi oggrið. Við erum börn og biðjum um betri heim og frið en verður aðeins vonin ein semveitirokkurlið? Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. Þingi BSRB loklð: Krístján Thoría- cius endurkjörinn Þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lauk í gær með stjórnarkjöri. Kristján Thorlacius var endurkosinn formaður en varaformenn voru kosnir Þórhallur Halldórsson og Haraldur Steinþórsson. Hersir Oddsson gaf ekki kost ásér til endurkjörs. Átta manna meðstjórn var endur- kosin, en nýir í varastjórn BSRB eru Björn Björnsson, Helgi Andrésson, Hildur Einarsdóttir og Elsa Lilja Eyjólfsdóttir. -GM. Ríkissaksöknari: Ástæða til úttekt- ar á kláminu —aðgerðir ákveðnar í Ijósi niðurstaðna rannsókna „Samkvæmt ábendingum teljum við vissar ritsmíðar af þessu tagi gefa til- efni til að formleg rannsókn fari fram á útgáfu þeirra, hverjir bera ábyrgð á þeim og fleiri atriðum,” sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari í viðtali við DB í gær er hann var spurður hvað lægi að baki þess að hann hefur falið Rannsóknarlögreglu ríkisins opinbera rannsókn á þessum málum. Sagði hann rannsóknina eiga að þjóna þeim tilgangi að viðkomandi yfirvöld gætu fótað sig á hvað væri á seyði í þessum málum, hvort ástæða þætti til að gera eitthvað og hvað væri hægt að gera með tilliti til prentfrelsis. Málið væri a.m.k. á hreyfingu nú. Eitt hinna svonefndu klámrita, Bósi, hefur verið tekið af markaði nú þegar. Með tilliti til könnunar DB á innihaldi þeirra klámbókmennta sem á markaði voru í gær er með öllu óljóst i hverju það blað hefur getað gengið lengra í afskræmingu kynlífs en þar er að finna. Kveikja rannsóknarinnar er m.a. sú að kaupendur þessara bókmennta eru einkum óharðnaðir unglingar með litla heilbrigða þekkingu á kynlífi. Það er skoðun flestra opinberra embættismanna, sem um þetta mál fjalla og DB hefur náð tali af, að umræddar bókmenntir gangi langt framyfir klámhugtakið. Oft megi fremur líkja þessu við geðveiki. Að rannsókn lokinni munu viðeigandi dómstólar dæma um hvort saknæmt klám er á ferðinni eða ekki. í Ijósi þess verða svo ef til vill einhverjar ráðstaf- anir gerðar, svo sem að stöðva útgáfu ákveðinna rita. Rannsóknin nær ekki til erlendra klámrita á markaði hér.f Það er álit ýmissa fróðra manna um þessi mál að sárafáir unglingar geti lesið texta þeirra blaða og því séu þau líklega skað- lausari en hin islenzku. GS. Sýnishorn af klámbókmenntum á markaðnum. Ef til vill vantar einhver rit á myndina, sem þar eiga heima, en eitt þeirra var ófáanlegt í gær eftir upptöku Rannsóknarlögreglu ríkisins. DB-mynd: Hörður PéturPétursson: „Engar fyrirætlanir um stofnun stjómmálaflokks” „Nei, þetta er hugmynd sem ég er að heyra fyrst núna,” sagði Pétur Péturs- son útvarpsþulur í samtali við DB er hann var inntur eftir því hvort hann væri í þann mund að stofna óháðan stjórnamálaflokk. Því fráleitara kvað hann það einnig vera að þeir ættu von á tveimur þingmönnum, einum kjör- dæmakjörnúm og öðrum landskjörn- um. „Hins vegar ætla ég'að taka Sigurð Líndal á kné mér í Dagblaðinu á þriðjudag,” sagði Pétur og hvggxi væntanlega taka fyrir innlegg Siguri'a i umræðuþáttinn i sjónvarpinu STÓR OG SMÁ GEYMSLU- VANDAMÁL. UPPBYGGING KZ INNRÉTTINGA ER ÁN VERKFÆRA. MIKLIR BREYTINGAMÖGULEIKAR. KZ INNRÉTTINGAR I SKRIFSTOFUNA, VÖRU- GEYMSLUNA, BÍLSKÚR- INN OG BÚRIÐ. E4 EGGERT KRIS.TJÁNSSON & CO. HF.. SUNDAGORÐUM 4, SlMI 85300 I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.