Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 7 Niðurstöður skoðanakönn- unarinnar urðu þessar: Fylgjandi 178 eða 591/3 % Andvígir 65 eða 212/3 % Óákveðnir 57 eða 19 % Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niður- stöðurnar þessar: Fylgjundi 73,3% Andvígir 26,7% Gæti samþykkt að fara ekki hærra en 3 prósent — segir Bjöm Bjamason, starfsmaður Iðju „Mér þykir sjálfsagt að það stanr11 sem verkalýðshreyfingin hafði gengizt inn á,” sagði Björn Bjarna- son, starfsmaður Iðju. „Láglauna- félögin höfðu fallizt á að ekki yrði grunnkaupshækkun á árinu fyrir I. desember. Þá var byggt á að ekki yrðu veru- legar launabreytingar á tímabilinu. Sú forsenda er ekki lengur fyrir hendi. Ég gæti fallizt á að þrjú prósent kauphækkun yrði sett með lögum. Hins vegar er ég ekki sam- þykkur að kaupið yrði svo fryst með lögum, en tel að almennu verkalýðs- félögin ættu að fallast á að grunn- kaup hækkaði ekki meira fyrir 1. desember.” Björn kvaðst hræddur um að ástandið breyttist ef farmenn fengju yfir 3% grunnkaupshækkun og verkalýðsfélögin mundu þá almennt líta svo á að byrja bæri slaginn af fullri hörku. -HH Björn Bjarnason. Athugasemdirfólks „Stöðvum þessa vitleysu” „Ég er fylgjandi að stöðva þessa vitleysu, með þeim fyrirvara að laun- þegar sætti sig ekki skilyrðislaust við að hið opinbera fari svo að leika sér að verðhækkunum.”, sagði kona í Reykjavík. „Fylgjandi frystingu kaups ef vöruverð fer ekki upp úr öllu valdi,” sagði karl á Akureyri. ,,Ég er tilbúinn að gefa eftir minn skerf af kökunni, svo framarlega sem aðrir gera það,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu. „Fylgjandi ef það getur bætt ástandið,” sagði kona í Hveragerði. „Kaupið er alltof lágt, en ef til vill gæti þetta hjálpað upp á ástandið,” sagði karl í Keflavik. „Það er enginn vinningur i því að heimta hærra og hærra kaup og því eins gott að frysta það, svo að allir sitji við sama borð,” sagði kona í Reykjaneskjör- dæmi. „Ef það gengur jafnt yfir alla og engin ein stétt fær meira þá er ég Enginn vinnufriður — stöðvið þessa vitleysu samþykkur frystingu,” sagði karl úti á landsbyggðinni. Þetta voru nokkur dæmi um við- horf meirihlutans, þess fólks sem vill frysta grunnkaupið. í minnihlutanum voru einnig margir mjög ákveðnir i skoðunum. „Nei, manni veitir ekki af þessu kaupi,” sagði einn úti á landsbyggð- inni. „Það þarf að frysta hálauna- taxtana en ekki taxta hinna lægra launuðu,” sagði karl í Reykjavík. „Það þarf að hækka kaup hinna lægst launuðu,” sagði kona i Hvera- gerði. , ,Ég er andvíg frystingu kaups. Það vilja allir fá meira kaup, er það ekki?” sagði kona á Akureyri. Margir hinna óákveðnu töldu sig ekki hafa næg gögn i hönduni til að taka afstöðu til málsins. -HH Hugarfarsbreyting hjá almenningi — segir Magnús L Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna „Ég álít að þær aðgerðir sem Vinnuveitendasambandið hefur beitt sér fyrir hafi mjög upplýst fólk um stöðu þjóðarbúsins og hvaða afleið- ingar óbreytt stefna hefði,” sagði Magnús E. Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, um úrslit skoðanakönnunar Dag- blaðsins. „Þetta hefur haft stórvægileg áhrif og leitt til hugarfarsbreytingar hjá al- meningi,” sagði Magnús. „Menn hafa skilið betur til dæmis að 20—30 prósenta launahækkun í krónum gæti leitt til aðeins 0,5 prósenta raunverulegrar launahækk- unar. Magnús E. Finnsson. Ég tel hugarfarsbreytinguna ntjög góðs viti,” sagði Magnús. „Hitt er annað mál, hvort hún passar verkalýðsforingjunum." -HH LUNUM? manns níðingar. í því voðalega galdrafári sem hér var vakið upp fyrir örfáum árum sættu þessir menn lang- varandi frelsissviptingu og fjölskyld- ur þeirra urðu fyrir óumræðilegri óhamingju.” -GM Hæstaréttamtarí: Ekki tilefni til athuga- semda DB spurði Björn Helgason hæsta- réttarritara, hvort vænta mætti ein- hverra athugasemda vegna ummæl- anna í leiðara Tímans. Hæstaréttar- ritari taldi þessi ummæli ekki gefa tilefni til athugasemda frá Hæsta- rétti. Þvi má bæta við til skýringar að athugasemdir af hálfu Hæstaréttar vegna efnisatriða í dómum hans eða úrskurðum eru fátíðar ef ekki óþekktar. -ÓG. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur Mánudagur 18. júní R-1 til R-220 Þriðjudagur 19. júní R-221 til R-440 Miðvikudagur 20. júní R-441 til R-660 Fimmtudagur 21. júní R-661 til R-860 Skoðunin verður framkvæmd fyrr- nefnda daga við bifreiðaeftirlitið að Bíldshöfða 8, kl. 08:00 til 16:00. Sýna ber við skoðun, að lögboðin vá- trygging sé í gildi. Tryggingargjald öku- ijianns og skoðunargjald ber að greiða við 'skoðun. Skoðun hjóla, sem eru í notkun í borg- inni, er skrásett eru í öðrum umdæmum, fer fram fyrrnefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og hjólið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. 11. júni 1979. Lögreglustjórinn í Reykjavík. HöggdeyfarTZIZl fyrirliggjandi al annars í eftirtakJa bíla: \ ÆF / framan: 1 \ / í100 s 1 \X ord sendibíll rarViáj ▼ .' .. H meðal Að Audi Bedford sendibíll BMW Buick gamli Chevelle gamli Simca Benz Dódge Fíat 132 Maveric Comet Econoline Land Rover Moskvitch Opel Plymouth Pontiac og fleiri. McPherson fram- höggdeyfar: Datsun 180 B Mazda 121/616/818/ 929 og fleiri Stýris- höggdeyfar: Scania Volvo og fleiri Að aftan: Audi 100 Buick Chevrolet Simca Benz Fíat 132 Econoline Land Rover Mazda 818 Oldsmobile Opel Plymouth Pontiac og fleiri LOAD-A JUSTERS: Höggdeyfar sem eru meö utan á liggjandi gormum. Auka burðarþol bilsins án þess að gera hann hastan: Mazda 929 Datsun 180B Galaxy Lincoln Chevrolet Simca ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.