Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 Bílasalan Skeifan Skeifunni 11. Símar: 84848 35035 Meðal annars á söluskrá! ÚTBOÐ Hitaveita'Suðumesja óskar eftir til- boðum í undirstöður dœlustöðvar og miðlunargeyma á Fitjum í Njarðvík. / verkinu felst graftar- og sprengivinna ásamt gerð steyptra undirstaða. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A Keflavík og verkfrœðiskrif- stofunni Fjarhitun hf, Álftamýri 9 Reykjavík, gegn 30 þús. kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja miðvikudaginn 1. júlí 1979 kl. 14. Nýkomið Italskar leðurmokkasínur Teg. 101/104 fíauðbrúnt leður Kr. 12.700,- Opið til hádegis laugardaga. Teg.289/82 Brúnt leður, leðursóli. Kr. 15.900,- Teg. 101/6 Ljósbrúnt leður Kr. 12.700.- Teg. 413 Brúnt og svart leður leðursóli. Kr. 15.900,- Póstsendum HERRASKÓBÚÐIN ÁRMÚLA 7 - SÍMI81646 AMC Hornet árg. 1974, grænn, ekinn 60. 000 km, 2ja dyra, beinskiptur, afl- stýri og -bremsur, útvarp. Verð 2,2 millj. Ford Cortina árg. 1977, brúnsans, Ijösbrúnn vinyltoppur, ekinn 27.500 km, sjálfskiptur. Cover á sætum, út- varp. Verð 4,7 milli. Volvo 244 De Luxe, blár, ekinn 33.000 km, beinskiptur, aflbremsur, útvarp. Verð 5,2 millj. bora Gran tonno Brougham, brún- sans, Ijós vinyltoppur, ekinn 60.000 mílur. 8 cyl., 351 cub., sjálfskiptur, afl- stýri og -bremsur. Innfluttur 1978. Verð 3,4 millj. Willys árg. 1954, grænn, svört blæja, ekinn 100 þús. á vél, 8 cyl., 290 cub. Krómfelgur, breið dekk, nýtt mæla- borð. Það eru fáir svona til. Verð 2.350 þús. Nicaragua: Hörð skothríð og fæðuskortur her Somoza einræðisherra segist hafa fundið fallna erlendaskæruliða Herflugvélar Somoza einræðis- herra gerðu ítrekaðar loftárásir á fá- tækrahverfi Managua, höfuðborgar Nicaragua, í gær. Með því átti að reyna að ganga á ríiilli bols og höfuðs á skæruliðum sandinista, sem standa nú fyrir allsherjarsókn inn i höfuð- borgina til að fella Somoza einræðis- herra. Mikill matarskortur er nú í Mana- gua og öðrum borgum Nicaragua þar sem þjóðvarðliðar stjórnarinnar hafa lokað flestum herflutningsleiðum til borgarinnar. Frétzt hefur af ræn- ingjahópum, sem fara um höfuð- borgina ruplandi og rænandi. í Leon, næststærstu borginni, rjúfa skriðdrekar og stórskotalið hers Somoza einræðisherra víglínu skæru- liða sandinista og virðast fremur hafa yfirhöndina. í gær hermdu fregnir að skæruliðar hefðu meginhluta Leon á valdi sínu. Harðir bardagar hafa nú staðið í helztu borgum Nicaragua og barizt hefur verið í Managua höfuðborginni og Leon næststærstu borginni. Somoza einræðisherra hefur ásak- að Venezuela og Panama um að sjá skæruliðum sandinista fyrir vopnum og vistum. Samkvæmt heimildum þjóðvarðliða hans þá hafa í fyrsta skipti fundizt lík erlendra manna, sem tekið hafa þátt í bardögum. Er það þá i fyrsta skipti sem beinar sönnur fást fyrir erlendri íhlutun í til- raun sandinista til að fella stjórn Somoza en ætt hans hefur ríkt í Nicaragua í meira en fjóra áratugi. tkVPl-x M *\y\. Ííx >• Hernaðarástand er stöðugt I Tyrklandi og litlar horfur á að þvi verði aflétt i bráð. Efnahagslif landsins er sagt I rústum og á þvi sviði eru heldur ekki taldar neinar likur á skjótum úrbótum. viii. jr ST0KF0RINGIAR HITTAST í FYRSTA SKIPTI —ferðin er farin til að styrkja friðinn í heiminum segir Carter Bandaríkjaforseti sem hittir Leónfd Brésnef forseta Sovétríkjanna í dag Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og Leóníd Brésnef forseti Sovétríkianna munu hittast i fyrsta skipti í dag, þegar þeir hefja hinn margumtalaða fund sinn þar sem fullgilda á Salt II samkomulagið, sem stuðla á að tak- mörkun á kjarnorkuvígbúnaði stór- veldanna. Viðræður forsetanna eru taldar geta orðið mjög mikilvægar fyrir framtíðarsamskipti ríkjanna. Er það sagt þrátt fyrir, að mjög er óljóst um valdatök þeirra tvímenninga í fram- tíðinni hvors í sínu heimalandi. Leóníd Brésnef er sagður sjúkur maður, sem lengi vel var talinn svo þungt haldinn að ekki væri óhætt að hann færi í þotu til Vínar. Hann var þó talinn hafa hresstst svo síðustu vikurnar að ekki þyrfti að aka honum í hægfara járnbrautarlest um þvera Evrópu. Jimmy Carter stendur illa í Washington og vinsældir hans aldrei jafnlitlar og nú samkvæmt skoðana- könnunum. Mun fleiri Bandaríkja- menn eru sagðir mundu kjósa að Ed- ward Kennedy yrði forseti Bandarikj- anna en Jimmy Carter.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.