Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 9 Forsmekkurinn áalgjöravínbannid áGrænlandi Sveitarstjórnin í Nuuk (Góðvon) stöðvaði alla sölu og veitingu áfengis fyrir nokkrum dögum í sveitarfélaginu. Var þetta gert vegna gegndarlausrar áfengisneyzlu að undanfömu, en al- gjört áfengisbann mun taka gildi á Grænlandi hinn 1. ágúst nk. Grænlendingar mokaupp rækjuogþorski Útlitið í rækjuveiðum Grænlendinga er sérlega gott um þessar mundir. Á fimm fyrstu mánuðum þessa árs er þegar búið að landa u.þ.b. helmingi meiri rækju en á sama tíma í fyrra. Þorskveiðar frænda okkar ganga heldur ekki síður, í ár er búið að veiða mjög svipað magn af þorski og um þetta leyti í fyrra, en sl. ár var eitthvert bezta þorskveiðiár á Grænlandi síðan í byrjun síðasta áratugar. Suður-Afríka: Pieter Botha forsætisráðherra vissi um fjármálasvindlið Að sögn dr. Eschel Rhoodie, manns- ins sem átti mestan þátt i því að fjár- málahneykslið mikla í Suður-Afríku komst í hámæli,með þeim afleiðingum meðal annars að Vorster forseti og fyrrverandi forsætisráðherra sá sér ekki fært annað en segja af sér, hefur Pieter Botha núverandi forsætis- ráðherra vitað um hvernig málum var háttað. Segir Rhoodie að Botha hafi vitað um í það minnsta tvö tilvik þar sem illa fengnir fjármunir hafi verið notaðir til að fjármagna áróðursað- gerðir suður-afrísku stjórnarinnar. New York: QdurfMacy’s stórverzlun —slökkviliðsmaður ferst Mikill eldur kom upp í stórverzlunar- deild Macy’s í New York í gærkvöldi. Einn slökkviliðsmaður fórst í eldinum og átta manns urðu fyrir líkamstjóni. Meira en tvö þúsund manns urðu að yfírgefa verzlunina, þegar barizt var við eldinn. Kambódía: Mikil farsótt breiðisthrattút Tveir franskir læknar í Kambódíu hafa tilkynnt að þar hafi farsótt gripið um sig og muni hún fara sem eldur í sinu ef alþjóðlegar hjálparstofnanir komi ekki hið skjótasta til aðstoðar. Saudi-Arabía hugleiðir olíuhækkun Talið er að fulltrúar Saudi-Arabíu muni grípa til þess ráðs, að hækka skráð olíuverð á heimsmarkaði til að reyna að bæta úr því öngþveiti, sem á þeim málum er nú. Nú telja Saudi- Arabar 14,55 dollara hæfilegt verð fyrir olíufatið en önnur ríki í OPEC samtökum olíusöluríkja selja fatið á allt að tuttugu og sex dollara. Bretland: Healeytalinn vænlegastur arftaki Callaghans Denis Healey, fyrrum fjármálaráð- herra í stjórn James Callaghans fyrrum forsætisráðherra Verkamannaflokks- ins brezka, er vænlegastur til að taka við af Callaghan sem foringi flokksins. Kom þetta fram i skoðanakönnun, sem birt var í gær. Nýjar bif reiðaverk- smiðjur f Evrópu General Motors með verksimðjur fyrír tvo miHjarða dollara á Spáni og í Austumki Stærstu bifreiðaverksmiðjur í hagstæðaerlenda fjárfestingu. reiðaverksmiðjumar tilkynntu að Bandaríkjunum, General Motors, Það vekur athygli að tilkynning þær væru hættar við eins milljarðs eru nú með í undirbúningi mestu fjár- GM um fjárfestingar í Evrópu kemur dollara fjárfestingu sína í evrópákum festingu sína utan Bandaríkjanna tU aðeins fáum vikum eftir að Ford-bif- verksmiðjum. þessa. Ætlunin er að fjárfesta tvo ■ milljarða doUara í því skyni að auka framleiðslu GM á evrópskum bílum um rúma 300 þús- und bUa áári. Tvær nýjar verksmiðjur verða reistar á Spáni. Auk þess er verk- smiðja í Austurríki í bígerð og jafn- framt er ætlunin að efla bifreiðaverk- smiðjur GM sem fyrir eru í Evrópu. Ákvörðunin að reisa verksmiðjur á Spáni er einna mikilvægust. Forráða-, menn GM hafa lýst yfir ánægju sinni með lýðræðisþróun á Spáni frá falli. Frankó-stjórnarinnar og telja að nú hafi verið sköpuð þar skUyrði fyrir Búizt er við því að verksmiðjur GM í Evrópu verði komnar í fullan gang árið 1982 og þá verði starfs- menn um 12 þúsund. Erlendar fréttir REUTER KEFLAVIK Nýr umboðsmaður Margrét Sigurðardóttir Faxabraut 8B — Sími 92-3053. BIAÐIÐ Tvo háseta og tvo beitingamenn vantar á ms. Kristján Guðmundsson frá Súgandafirði sem fer á grálúðuveiðar um næstu helgi. Upplýsingar í síma 94-6190, Súganda: firði. Benz 240 D Nú er orðið dýrt að keyra stðra bensínbíla. M. Benz 2‘30 dísil árg. '75, sjálfskiptur með aflstýri og -bremsum. Grœnn, 5 cyl. Vmis skipti mögulea. SKEIFAN 5 — 86010 og 86030, Fallegur einkabíll Audi 100 LS árg. '76, sjálfskiptur með aflstýri. Vetrardekk á felgum fylgja. Sami eigandi frá upp- hafi, fullorðinn maður, einstakt snyrtimenni. Aðeins ekinn 33 þús. km. Gulbrúnn. ii! !!!!!!! Ilíiiill BÍLAKAUP IJJ4I I I l li11 • SKEIFAN 5 — SlMAR 86010 og 86030

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.