Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 14
Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 Islandsmeistarar öldunga — HK. Islandsmeistarar 4. flokks pilta — HK. [slandsmeistarar 3. flokks oilta — Þrottur slandsmeistarar 2. flokks pilta — Laugar. íslandsmeistarar 3. og 4. flokks stúlkna — HK. Markvarzla Gísla hápunkturinn —í Jafntef lisleik Kef lavíkur og Fram í gærkvöld Það er annars dálítið undarlegt með teinn Geirsson fast að marki ÍBK. Gísli Keflvíkinga. Sl. haust áttu þeir þrjá henti sér á eftir knettinum, en tókst landsliðsmarkverði. Þorstein Ólafsson, ekki að halda honum. Guðmundur Þess verður vart langt að bíða að Gisli Torfason boli félaga sínum, Þor- steini Ólafssyni, úr landsliðsmarkinu haldi hann áfram að sýna álíka mark- vörzlu og hann gerði í gærkvöldi. Markvarzla hans var hápunkturinn í viðureign ÍBK og Fram á malarvellin- um, en leikurinn var slakur og ekki vel leikinn lengst af. Jafntefli varð 1-1 eftir að staðan hafði verið sú sama i leikhléi. Staðan í 1. deild Staðan í 1. deildinni er nú þessi: Keflavík Vestmannayjar Akranes Fram KR Valur KA Þróttur Haukar Víkingur Þorstein Bjarnason og Bjarna Sigurðs- son. Nú standa þeir hins vegar uppi markmannslausir, a.m.k. að nafninu til. Varla verða þeir þó á flæðiskeri staddir í sumar með Gísla í markinu. Leikurinn í gærkvöldi var mikill bar- áttuleikur og það var greinilegt í upp- haft að liðsmenn beggja liða virtust nokkuð taugaspenntir. Bæði liðin áttu möguleika á að ná forystu í deildinni með því að sigra, en þar sem jafntefli varð bættust þau í hóp þriggja annarra liða með 5 stig og er nú helmingur 1. deildarliðanna í efsta sæti! Framarar höfðu undirtökin framan af og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Keflvík- ingar skoruðu á 14. mínútu. Ásgeir Elíasson ætlaði þá að gefa til mark- varðar síns, en Gísli Eyjólfsson komst inn í sendinguna. Guðmundur mark- vörður varði skot hans i fyrstu tilraun en Gísli fékk knöttinn aftur og urðu þá ekki á nein mistök. Framarar jöfnuðu metin á 44. mínútu. Eftir hornspyrnu skallaði Mar- HK MQSTARII ÖLDUNGAFLOKKI Fjórða íslandsmót öldunga í blaki var háð á Akureyri snemma i vor. Sjö lið mættu til leiks og var hart barizt. Tvö lið reyndust hafa talsverða yfir- burði þegar til kom — HK og Skauta- félag Akureyrar. Þau unnu andstæð- inga sína þannig að leikur þeirra inn- |byrðis varð hreinn úrslitalcikur. ' Skautafélagsmenn, sem urðu íslandsmeistarar í fyrra, voru ekki á þeim buxunum að gefa titilinn eftir átakalaust og börðust eins og ljón í leiknum. Þeir hófu leikinn af miklum ;eldmóði og voru yfir framan af fyrstu hrinu. HK náði þó undirtökunum eftir mikla baráttu og tókst að sigra 15-11. í annarri hrinunni snerist dæmið við þannig að HK tapaði 8-15. í úrslita- hrinunni Ieit fyrst út fyrir stóran sigur HK en smám saman náðu Skauta- félagsmenn að saxa á forskotið og loks að jafna metin 13-13. HK var sterkara á endasprettinum og vann 15-13 og varð þar með fyrsta liðið á SV-horninu til að vinna þennan titil. Mynd af íslandsmeisturunum er hér til hliðar en auk þess birtast hér á síð- unni myndir af sigurvegurum í yngri flokkunum, en myndir af þeim hafa borizt íþróttasíðunni nýlega. Steinsson var fyrstur að átta sig og sendi boltann upp i þaknetið og jafnaði metin. Kári Gunnlaugsson bakvörður hefði þarna átt að geta komið í veg fyrir mark. Hættulegasta færi fyrri hálfleiksins féll hins vegar Pétri Ormslev í skaut. Hann komst einn inn fyrir vörn ÍBK en Gísli hirti knöttinn af tám hans og sýndi þá hæfni, sem myndi sóma hvaða markverði sem væri. Gísli var mjög ör- uggur í hornum og innköstum og góm- aði iðulega knöttinn í slikum tilvikum, en Hooley-stíllinn er greinilega ekki fjarri Hólmbert þjálfara Fram í horn- um og innköstum. Keflvíkingar voru ívið sterkari í síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skapa sér almennileg færi. Marteinn Geirsson átti þó hættulegan skalla í þverslá Keflavíkurmarksins og skömmu fyrir leikslok fékk Sigurbjörn Gústafsson mjög svipað færi en skalli hans fór rétt yfir þverslána. Þegar upp var staðið var hægt að segja með sanni að jafntefli hafi verið við hæfi í þessum leik. Af Keflvíkingum bar að sjálfsögðu mest á Gísla Torfasyni, sem átti mjög góðan leik i markinu. Þá áttu þeir Óskar Færseth, Sigurður Björgvinsson og Guðjón Guðjónsson allir mjög góðan Ieik. Hjá Fram var Marteinn Geirsson yfirburðamaður í liði sinu, en Pétur Ormslev var skeinuhættur í framlínunni en týndist þó oft inn á milli. Þá barðist Gunnar Guðmunds- son ótrauður að vanda. Guðmundur Haraldsson dæmdi leik- inn og fórst það prýðilega úr hendi enda voru allar línur skýrt markaðar i Keflavík að þessu sinni. -emm íþróttir Gísli Torfason er hér i Jandsleik gegn Hollandi. Hann varði mark tBK af snilld I gær- kvöldi og sýndi þar á sér nýja og óþekkta hlið. Þorsteinn til Malmö? Sterkur orðrómur er nú á kreiki i Keflavík þess efnis að Þorsteinn Ólafsson sé á förum til Svíþjóðar á ný og hefur stórliðið Malmö FF verið nefnt í því tilefni. Þorsteinn fór til Svíþjóðar i vikunni og kom aftur heim i gærdag. Ekkert hefur fengizt staðfest í þessu máli enn sem komið er en það yrði Keflvikingum mikil blóðtaka ef hann færi frá þeim nú, jafnvel þótt Gisli Torfa- son sýndi snilldartilþrif í markinu þessa dagana. Þá má geta þess hér i leiðinni að Reynir Óskarsson, sá kunni kappi hér á árum áður hefur tekið fram knattspyrnuskóna á ný og hafið æfingar með Keflavíkurliðinu. Hann byrjar því á heppilegum tíma ef það reynist eiga við rök að styðjast að Þorsteinn fari út. -emm. Israel kemur enn á óvart! — á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik ísrael, þjóðin sem enginn bjóst við neinu sérstöku af á Evrópumeistara- mótinu í körfuknattleik, kom enn frek- ar á óvart í gærkvöldi með að sigra sjálfa Spánverja með 88 stigum gegn 84 eftir að Spánverjarnir höfðu leitt 42-41 I hálfleik. Fyrr i úrslitakeppninni unnu ísraelar Evrópumeistara Júgóslava og í gær máttu Slavarnir þola tap fyrir „stóra bróður”, Rússlandi, 77-96. Sovétmennirnir, sem fram að þessu höfðu ekki sýnt neitt sérstakt í úrslita- keppninni, léku mjög harða vörn og við henni áttu Júgóslavarnir ekkert svar. Yfirburðir Rússa voru ótrúlegir og það var erfitt að sjá að Júgóslavar væru Evrópumeistarar sl. þriggja ára. Sovétmenn leiddu 41-34 í hálfleik og í síðari hálfleiknum juku þeir forystuna jafnt og þétt án þess að Júgóslavarnir næðu nokkurn tíma að ógna þeim. Leik Akraness ogValsfrestað Stórleik helgarinnar í kiiatt- spyrnunni — leik Akraness og Vals, sem vera átti á Akranesi á morgun hefur nú verið frestað vegna þess að grasvölluruinn á Akranesi er ekki í leikhæfu ástandi. Samkomulag varð á milli liðanna að leika leikinn í Laugar- dalnum nk. fimmtudag og víxla þannig leikjum liðanna. Valsmenn munu því leika á Akranesi í síðarí umferðinni. Það verður að segjast eins og er að þessi ráðstöfun er ærið gáfulegri en að vera að þvælast með leikinn á möl úr því á annað borð hægt er að leika á grasi. Væri óskandi að fleiri félög reyndu að komast að svipuðu sam- kontulagi ef þau eiga möguleika á að leika á grasinu.LeikirVikins og KA og Vestmannaeyinga og KR verða eftir sem áður háðir á áður ákveðnum tíma, nema ekki verið fiogið til Eyja. Þróttur og Keflavík leika á mánudagskvöld og á þriðjudag leika Fram og Haukar. Báðir þessir leikir fara fram í Laugar- dalnum. LEKUM MEÐ HJARTANU EKKIHEILANUM Þó nú sé að verða vika frá Evrópuleik íslands og Sviss er leikurinn enn mjög til umræðu hjá knattspyrnuáhugamönnum. Landsliðsþjálfarinn, dr. Youri Ilitchev, hefur sætt verulegri gagnrýni i sambandi við störf sin með landsliðið frá blaða- mönnum og fleirum og menn eru ekki á eitt sáttir hvernig landsliðið var skipað. Þá hefur víða komið fram að bjartsýni hafi verið allt of miki! fyrir leikinn — ekkert nema sigur virtist komast að i hugum margra sem að leiknum stóðu. Tapið gegn Sviss var því enn sárara og reiðin hefur bitnað á landsliðsþjálfar- anum að mcstu. írski dómarinn Farrell hefur einnig fengið sinn skammt. DB sneri sér til dr. Youri i gær og ræddi við hann um landsleikinn frá hans sjónar- hóli. „Það eru mörg atriði, sem fléttast saman,” sagði laridsliðsþjálfarinn „en það er mín skoðun að alltof mikillar bjartsýni hafi gætt í blöðum fyrir leikinn. Það voru mistök hjá blaðamönnum. Það var alltaf talað um sigur — of mikil sigurvissa. Það gleymdist að við áttum að leika gegn liði, sem var vel undir leikinn búið, liði, sem mjög hefur reynt að bæta sig á alþjóðavettvangi á síðustu mán- uðum. Áður var erfitt hjá Sviss að fá leikmenn til landsleikja — nú verða félögin að gefa leikmenn eftir að ósk landsliðsþjálfarans. Leikmenn Sviss voru viku saman fyrir landsleikinn við ísland — og voru einnig mjög vel undirbúnir, samæfðir, fyrir fyrri leikinn í Bem. Þá var einnig litið framhjá þeirri staðreynd að svissneska liðið Grasshoppers Zurich náði mjög góðum árangri í Evrópu- bikarnum á síðasta keppnistímabili. Komst í undanúslit og var þá slegið út af sigurvegurunum í keppninni — Notting- ham Forest. Þegar ég kom heim eftir Evrópuleik Sviss og Austur-Þýzkalands varaði ég við of mikilli bjartsýni. Sagði þásem var, að svissneska liðið hefði leikið vel þrátt fyrir tapið. Það var ekki sanngjarnt eftir gangi leiksins. Sviss aðeins lítið land Það var ekki hlustað á aðvörun mína. Fréttamenn litu aðeins á að Sviss er lítið land án þess að vita hvað þar er mikið gert fyrir knattspyrnuna. Sigur og ekkert nema sigur kom til greina — rætt um hve mörg mörk íslenzka liðið mundi skora. í heild hafði þessi bjartsýni slæm áhrif á leik íslenzka liðsins — hin almenna bjart- sýni allra. Leikmenn eru þar ekki undan- skildir. Auðvitað vildi ég sem þjálfari ná sigri — vinna. Þess vegna lékum við með þremur framherjum — og ég reiknaði með að við myndum ná frumkvæðinu til þess úti á köntunum, þar sem Sviss mundi leggja aðaláherzluna á að styrkja miðju varnar sinnar. Síðan mundi Teitur Þórðarson gera sitt bezta fyrir framan markið sem miðherji af enska skólanum. Fyrir leikinn æfðum við uppbyggingu frá köntunum og' hvernig við kæmumst í gegn þar — og þegar að leiknum kom taldi ég að við mundum skora mörk með fyrirgjöfum þaðan. Við þurftum góða tengiliði, sem geta byggt ppp spilið með kantmönnunum — en það, sem skeði, þegar í leikinn var komið, var, að leikur- inn á miðjunni hjá okkur var slakur. Leikmenn þar, sem geta leikið mjög vel, náðu sér ekki á strik og Teitur fékk ekki þá aðstoð, sem ég ætlaðist til — heldur ekki leikmennirnir úti á jöðrunum. Leikurinn gegn Sviss þróaðist því alls ekki eins og ég bjóst við. Leikmenn mínir gleymdu hinum taktisku hliðum — og veikleika svissneska liðsins — í ákafa sinum að reyna að skora mörk. Háar sendingar — margar misheppnaðar. Það var barizt — leikið með hjartanu ekki heilanum. Margar sendingar fóru for- görðum vegna flýtis og þá þurfti að fara að berjast til að ná knettinum aftur. . Leikmenn okkar þreyttust á þvi að elta knöttinn — í stað nákvæmra sendinga — og margir þeirra eru ekki undir það búnir að leika í 90 mín. í háum gæða- flokki. Leikmenn Islands voru mjög þreyttir — meira eftir fyrri hálfleikinn. Erfitt að byggja upp aftur Þegar lið missir af stjórnuninni — fer ekki eftir réttu taktíkinni — er erfitt að byggja upp leikinn aftur. I leikhléinu ræddi ég við leikmenn — sagði að þeir hefðu gleymt að spila fótbolta. Hefðu flýtt sér um of. Þeir yrðu að reyna að hreinsa heilann — leika ekki bara með hjartanu — og að leikur tengiliða okkar hefði ekki verið í háum klassa. Við reyndum að spila í byrjun s.h. og svo skoraði ísland mark. Þá slöppuðu leikmenn af um stund. Þetta er sálfræði- legt atriði — gerist oft, jafnvel hjá sterk- ustu liðum. Leikmenn Sviss nýttu sér það, efldust, í millibilsástandinu sem skapaðist vegna afslöppunarinnar, þegar leikmenn Islands þurftu að hafa vaid á leiknum. Tían hjá Sviss jafnaði, þegar þrír leikmenn okkar hefðu átt að geta komið í veg fyrir að hann skoraði. Þegar Sviss komst svo yfir í leiknum urðum við að reyna aðrar leiðir. Leikaðferðin á köntunum hafði ekki tekizt — alltof mikið bil hafði skapazt milli Teits og Ásgeirs. Við urðum að halda knettinum niðri — leika saman. Tvær breytingar Fyrst kom Árni Sveinsson inn á fyrir Guðmund Þorbjörnsson. Það hefur RÆTT VIÐ DR. YOURIILITCHEV, LANDS- LIÐSÞJÁLFARA, UM LEIKINN VID SVISS verið gagnrýnt að ég tók Guðmund ekki fyrr út af. Ég valdi hann í liðið til að styrkja sóknina — þar var ég óheppinn. Þetta var ekki sá Gúndi sem var í mínum huga — lék ekki eins og ég þekki hann. Fljótur dripplari og ég vonaði að hann kæmist í sóknina til að skjóta á markið. Það tókst ekki undan vindinum í fyrri hálfleik — en eg vonaði að það mundi breytast í þeim síðari. Honum tækist betur að leika gegn vindinum — en það var sama sagan. Þegar leið á hálfleikinn var orðið erfitt að koma knettinum fram til Teits — þegar farið var að leika knettinum niðri á vellinum. Þess vegna breytti ég sóknar- leiknum. Tók Teit út af — alls ekki vegna þess að hann hefði átt slakan leik, heldur vegna breytinga á sóknarleiknum. Ef til vill voru það mistök hjá mér að taka Teit ekki fyrr útaf. Arnór kom inn á miðjuna. Hann getur haldið knettinum — og til að brúa bilið milli Arnórs og Ásgeirs ýtti ég Atla fram á mUli þeirra. Teitur var farinn að þreytast — það var erfitt fyrir hann að hlaupa upp og niður til að brúa bilið sem hafði mynd- azt. Við urðum að halda knettinum niðri á vellinum — ekki bara hlaupa og sparka — ef við áttum að vinna upp forskot Sviss. Karl kom inn á — leikmaður, sem íeikur fyrir aðra og það opnaðist fyrir hann hægra megin. Atli gjörþekkir leik- aðferðina — bæði frá Val og landsUðinu. Þegar Teitur kom út af þakkaði ég honum mjög vel fyrir leikinn — hann hafði vissulega staðið fyrir sínu. Ég tel að þessar breytingar hafi heppn- azt — það sýndi sig að íslenzka liðið fór að leika knattspyrnu og okkur tókst að skapa tækifæri. Því miður tókst okkur ekki að nýta það til marka. Leikurinn tapaðist. Ég vil ekki afsaka neitt — en sem þjálfari ber ég ábyrgðina. Ásgeir náði sér ekki á strik — var þreytt- ur eftir erfitt ferðalag. Ef hann hefði leikið eins og í Sviss hefði framvarða- leikur okkar verið í háum klassa, því Ásgeir er einn af beztu leikmönnum Evrópu. Ég er viss um að hann verður sterkur gegn Hollandi og Austur-Þýzka- landi í haust. Þá var það gagnrýnt að Trausti lék allan leikinn. Hann fékk það hlutverk að gæta hins hættulega Ponte, sem hafði verið okkur svo erfiður í Bern, þar sem Árna hafði ekki tekizt að hafa tök á honum. Trausta tókst þetta vel framan af — en þegar hann þreyttist fór hann að tapa i viðureignum sínum við Ponte. Óheppnir með dómara Við höfum verið óheppnir með dómara í Evrópuleikjunum. Þeir hafa tekið af okkur mörk ekki aðeins nú gegn Sviss heldur einnig gegn Hollandi, Austur-Þýzkalandi og Póllandi. Þar var írinn Farrell enginn undantekning. Ef hann hefði aðeins leiðrétt eitt af þremur stóratriðum i leiknum hefðu úrslit orðið önnur. Hann tók af okkur tvö góð mörk og sleppti vítaspyrnu á Sviss. Við fáum nær undantekningarlaust óþekkta dómara í leiki okkar — engin nöfn — og svo þora þessir dómarar engu, þegar ísland á í hlut. Þeir eru hræddir — íslenzku liðin koma þeim á óvart með meiri getu en þeir reikna með. Hvernig getur ísland skorað mark? — og svo þegar knötturinn liggur í neti mótherj- anna, eða við eigum að fá víti, bregðast þeir við á furðulegan hátt. Eru hræddir við að dæma á mótherja íslands — þeir þora ekki að hætta á neitt. Það gæti litið illa út fyrir þá úti í hinum stóra heimi ef Island vinnur sigur. Þekktir dómarar — Dr. Youri Ilitchev viðurkenndir menn — þurfa ekkert um slíkt að hugsa. Enginn efast um hæfni þeirra — enginn hegnir þeim þó ísland vinni. Ekkert að afsaka Fyrir leikinn við Sviss ræddi ég við hvern einstakan leikmann og liðið í heild — reyndi að byggja þá sem bezt upp fyrir leikinn. Sló á strengi þjóðarstolts og þann möguleika, sem ísland hefur gegnum íþróttir til að vekja á sér athygli. Eftir langa dvöl á íslandi er ég orðinn íslendingur í hjartanu — og geri mitt bezta. Ég er ekki að afsaka neitt og sem þjálfari ber ég ábyrgðina. Ef illa gengur þjáist ég meira en nokkur annar. Ég hef hér rætt um leikinn sem sérfræðingur — atriði fyrir hann og meðan á leiknum stóð,” sagðidr. Youri Ilitchev að lokum. -hsím. Belov skoraði 22 stig fyrir Rússa, en hin unga og upprennandi stjarna þeirra, Tarakanov, skoraði 21 stig og sýndi frábæran leik. Eins konar Pétur Guðmundsson þeirra Rússa. ísraelar hristu af sér slenið eftir tapið gegn ítölum á miðvikudag og unnu Spánverjana mjög óvænt í gær. ísrael vann Júgóslavíu 77-76 í síðustu viku og möguleikar Júgóslava á að endur- heimta titil sinn eru nú sáralitlir. Það var risinn Berkovich, sem var allt í öllu hjá fsraelum og hann skoraði 33 stig upp á eigin spýtur auk þess, sem hann hirti aragrúa frákasta bæði í vörn og sókn. Við sigurinn tóku ísraelar forystu í úrslitakeppninni en keppnin þar er nú mjög jöfn. fsrael hefur hlotið 4 stig úr þremur leikjum, en hin liðin fimm i úr- slitakeppninni hafa öll tvö stig, en sum þeirra hafa þó aðeins leikið tvo leiki. Dankersen bikarmeistari! Leikmenn Dankersen fagna bikarsigrinum með kampavlni og tilheyrandi I búningsherberginu eftir sigurinn gegn Kiel. Ólafur H. Jónsson er fyrir miðri mynd, en Axel er lengst til hægri af þeim, sem standa á gólfinu. Ölafur H. Jónsson Handboltapunktar ” frá V-Þýzkalandi Minden 11.6. Síðasti stórviðburður handknatt- leiksins hér í Þýzkalandi var úrslita- leikur bikarkcppninnar. Dankersen og Kiel áttust við. Gífurlegur áhugi var fyrir þessum leik á meðal aðdáenda Kiel. Um 4000 manns komu frá Kiel í Alsterdorfer Sporthalle í Hamborg en aðeins 560 frá Dankersen. Það var því litið á þennan leik, sem svokallaðan heimaleik fyrir liðið frá N-Þýzkalandi. Áhugi áhangenda Kielarliðsins er skiljanlegur. Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma, sem liðið náði að komast í úrslit bikarkeppninnar. Fara verður allt aftur til ársins 1963 til að finna nafn liðsins, sem sigurvegara í kcppni. Þetta var fimmti úrslitaleikur bikarkeppn- innar — Dankersen tvívegis og Gummersbach einnig tvívegis höfðu unnið áður. Dankersen tók strax forystu og leiddi yfirleitt með 2—3 mörkum i fyrri hálf- leik. Staðan var 4—1 eftir 10 mín. leik og greinilegt að taugar leikmanna Dankersen voru betri. Markvörður Kiel, Örtel að nafni, átti síðan stærsta þáttinn í að forskot Dankersen varð ekki meira. Hann varði stórkostlega í þessum leik. f hálfleik leiddi Dankersen síðan 9—7. Síðari hálfleikinn byrjaði Kiel svo með miklum látum — náði að jafna 9—9 eftir 5 mín. Skyndilega var allt opið á ný og fögnuður áhorfenda gífur- legur. Dankersen komst þó á 11—9 og síðan 11 —10 en Kiel jafnaði um miðjan hálfleikinn. Þegar hér var komið sögu virtist leikur Dankersen vera að riðlast — sóknarleikurinn of bitlaus. Ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef Ber- hard Busch hefi ekki notið við. Hann 'skoraði nú 3 mörk á 5. mín. kafla og Gróttaenn á útivelli í gærdag var dregið í 3. umferð und- ankeppni bikarkeppni KSÍ og drógust eftirtalin lið saman: Ármann-Fylkir Ísafjörður-Grótta Breiðablik-Leiknir Svarfdælir-Þór, Ak. KS-Tindastóll Þróttur-Einherji/Austri Þau lið sem sigra í sínum viðureign- um komast i aðalkeppnina.sem hefst 4. júlí með þátttöku allra 1. deildar- liðanna. Mjög erfitt er að spá í hvaða sex lið komast í aðalkeppnina, en liklegt er að það verði ísafjörður, Breiðablik, Þór, KS, Þróttur og Ármann. Það er þó öruggt að ekkert lið getur bókað sér sigur fyrirfram því leikirnir virðast allir vera mjög spennandi og gaman verður að sjá hvcrnig Gróttu, Ármanni, Leikni og Svarfdælum reiðir af í viðureignum sínum við 2. deildarliðin. staðan varð 14—11. Dankersen náði síðan að auka muninn í 15—11 á 52. mín. og þar með voru úrslitin ráðin. Lokatölur urðu 19—14. Þriðji bikar-. sigur Dankersen á 5 árum var í höfn. Mörk Dankersen skoruðu : Busch 6, Axel, Ólafur og Franke 3 hver, Krebs 2, Meyer og Waltke 1 hvor. Fyrir Kiel skoruðu Graeper og Júgóslavinn Timko mest — 4 hvor. Spennandi og skemmtilegum úrslita- leik var lokið og fögnuður leikmanna Dankersen innilegur. Þar með tekur Dankersen þátt í Evrópukeppni bikar- hafa næsta ár. Ekki eru þó allir bjart- sýnir á frama liðsins í þeirri keppni. Fjórir af beztu leikmönnum liðsins hverfa á braut. Ólafur H. Jónsson snýr aftur heim til íslands. Waltke fer til Nettelstedt, Busch til Leverkusen og Kramer leggur skóna á hilluna. Eflaust verður erfitt að fylla skarð þessara leikmanna, ekki sízt þegar litið er á að liðið hefur leikið með óbreyttan mannskap síðustu 4 árin. Sagt eftir leikinn Vlado Stenzel: Athyglisverðast var að í úrslitum bikarsins voru tvö lið, sem ekki voru á meðal hinna efstu í deilda- keppninni. Þetta var sérstaklega spenn- andi leikur tveggja góðra liða. Betra liðið vann enda reyndari leikmenn hjá Dankersen. Horst Bredemeier, Dankersen: Ég er yfir mig ánægður. Úrslit leiksins sýna getumuninn á þessum tveimur liðum, þó útlitið hafi verið nokkuð tvísýnt um miðjan seinni hálfleikinn. Gerd Welz, Kiel: við fundum okkur ekki í þessum leik. Allur okkar leikur miðaðist um of við Júgóslavann Timko. Leikmenn Dankersen voru betri og liðið vann verðskuldaðan sigur. Kær kveöja, Axcl Axelsson Ólafur H. Jónsson. Margir leikmenn yfirgefa Spán Mikill fjöldi erlendra knatt- spyrnumanna býr sig nú undir að yfir- gefa Spán eftir að ný lög þess efnis að aðeins tveir erlendir leikmenn megi leika með hverju liði öðluðust gildi. Mörg spænsku liðanna hafa 5—6 út- lendinga á sínum snærum og nú verða þau að velja og hafna hverja þau vilja hafa áfram. Allt bendir til þess að Mario Kempes, verði árið 1982 sá eini hinna 95 erlendu leikmanna, sem erin verður eftir, en Spánverjar eru gestgjafar í næstu HM keppni 1982. Auk þess munu þessi nýju lög hafa áhrif á 91 leikmann, sem leikur með 2. og 3. deildarliðum á Spáni. Johan Neeskens sem var hjá Barcelona er einn þeirra sem hefur horfið af landi brott, en ástæður hans voru þó aðrar. Kappinn sá nefnilega fram á gjaldþrot ef hann kæmist ekki í eitthvað feitt, sem hann á endanum gerði. Hann samdi í vikunni við New York Cosmos og fær litlar 100 milljónir á ári næstu 5 árin. Argentínumaðurinn Enrique Wolf hefur snúið heim en hann lék með Real Madrid og landi hans Carlos Guerini var einnig farinn fyrir lok keppnistíma- bilsins. Daniel Bertoni, einn af heims- Sigurður Sverrisson meisturum Argentinu, mun hins vegar verða áfram hjá félagi sínu, Sevilla, um sinn, en hætt er við að Ijóminn fari af spænsku knattspyrnunni við brottför allra þessara frægu kappa, sem prýtt hafa 1. deildarliðin þar. Mario Kempes verður áfram hjá Valencia.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.