Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 28
frjálst, úháð dagblað Af húnvetnskum hrossamálum: Graðhestamir seldir er Bjöm mætti ekki hjá sýslumanni — söluverðið samtals 232 þúsund en uppboðskostnaður 180 þúsund. — Björn á Löngumýri kærír til Hæstaréttar Graðhestar Björns á Löngumýri verða seldir á uppboði og hann fær söluverðið að frádregnum kostnaði ef hann mætir ekki við embættið og gerir hreint fyrir sínum dyrum. Svo einfalt er það mál. Svo segir Jón ísberg sýslumaður á Blönduósi í bréfi til DB, en Björn Pálsson fyrrum al- þingismaður á Löngumýri hefur kært sýslumann og heldur því fram að hann hafi logið í þá i dómsmálaráðu- neytinu um hvernig staðið hafi verið að töku tveggja stóðhesta hans. Björn Pálsson varð ekki við til- mælum sýslumanns og voru stóðhest- arnir seldir á uppboði í gær. Söluverð þeirra var 80 þúsund og 152 þúsund en kostnaður við uppboðið varð 180 þúsund. Björn hefur kært uppboðið til Hæstaréttar en hann telur að ólög- lega hafi verið staðið að töku grað- hestanna. Jón ísberg sýslumaður segir í bréfi sínu, að sú grein laga, sem graðhest- arnir voru teknir eftir sé efnislega samhljóða grein í búfjárræktarlögun- um, sem Björn Pálsson hafi átt þátt í að samþykkja, sem alþingismaður í sinni tíð. Fyrrnefnda lagagreinin er nr. 21 frá 1965 en núgildandi grein nr.31/1973. Sýslumaður telur í bréfi sínu að fregnir af máli þessu, það er töku stóðhestanna tveggja, sýni hvernig gera megi úlfalda úr mýflugu. Slík mál komi fyrir í Húnavatnssýslum næstum á hverju ári og til dæmis í fyrra og nú i vetur. Hafi menn þá beygt sig undir lögin og greitt útlagð- an kostnað og smásekt. Hafi því ekki komið til framkvæmda á ákvæðum laga um uppboð á hestunum. Sýslu- maður segir að Birni verði einnig gefið þetta tækifæri. Noti hann sér það ekki verði hestar hans boðnir upp eins og áður segir. Með bréfi Jóns ísbergs sýslumanns til DB fylgir ljósrit af lögregluskýrslu og skýrslu þess er náði hestunum. Eru þær undirritaðar af Frímanni Hilmarssyni lögreglumanni og Þor- steini Gunnarssyni bónda Syðri- Löngumýri. Efnislega styðja þessar skýrslur tví- menninganna málflutning hún- vetnskra yfirvaldai málþófinu vegna graðhestanna tveggja. Segir þar meðal annars, að Björn á Löngumýri hafi sagzt mundu láta lúskra á Þorsteini Gunnarssyni bónda ef hann ætti eitthvað við að taka hestinn. Kemur þetta fram í skýrslu Þorsteins af málsatvikum. Þorsteinn segir einnig tvo syni Björns á Löngumýri hafa fælt grað- hestana tvo með því að aka með feikna hraða að þeim, þar sem þeir voru í vörzlu lögreglu og fleira fólks. Hafi þó tekizt að handsama þá aftur og þeir verið afhentir hreppstjóra Svínavatnshrepps. - ÓG Lánveitingar til frystihúss kaupfélagsmanna á Patreksfirói: Slagur í ríkisstjóm og Framkvæmdastofnun Harðar deilur hafa staðið í Fram- kvæmdastofnun og ríkisstjórn um lánveitingar til byggingar frystihúss á Patreksfirði. Málið sat fast í Framkvæmda- stofnun, þar til Olafur Jóhannesson forsætisráðherra skarst i leikinn. Vildi Ólafur, að ríkisstjórnin sendi Framkvæmdastofnun bréf og bæði um, að lánveiting yrði samþykkt. Eðlilegast hefði verið, að slíkt bréf kæmi frá sjávarútvegsráðherra, Kjartarii Jóhannssyni, en Kjartan neitaði. Ólafur sendi þá bréfið á eigin vegum. í þessu máli halda and- stæðingar lánveitinganna því fram, að hraðfrystihúsið Skjöldur hf., Vatneyri, geti annað allri vinnslu fyrir Patreksfjörð. Skortur sé á hrá- efni og \innuafii, og 50 manns frá Ástralíu þar við vinnu. Kaupfélagið og Regiun hl. eru með annað hrað- frystihús í uppbyggingu og biðja um fjármagn til þeirrar framkvæmdar. Kaupfélagsmenn telja, að full þörf sé á frekari aukningu aðstöðu á Pat- reksfirði. Bréf forsætisráðherra var tekið fyrir í stjórn Framkvæmdastofnunar, sem hefur með Byggðasjóð að gera, en lánsbeiðni var stíluð til. Kjartan Ólafsson (AB) bar þar upp tillögu um að lána 40% af stofnkostnaði. Karl Steinar Guðnason (A) lagði til, að af- greiðslu yrði frestað og málið kannað nánar. Tillaga Karls var felld en lán- veitingin samþykkt. Sjálfstæðismenn klofnuðu í afgreiðslunni. Með lán- veitingunni voru Kjartan Ólafsson, Ólafur Jónsson (AB), lngvar Gísla- son (F) og Jón G. Sólnes (S). Á móti voru Karl Steinar Guðnason, Sig- hvatur Björgvinsson (A) og Ólafur G. Einarsson (S). Gert er ráð fyrir, að 100 milljónir gangi til frystihússbygg- ingar kaupfélagsmanna í fyrstu lotu. - HH FÖSTUDAGUR 15. JUNÍ1979. Sjórall 79: Fjarskipta- netið reynt * á morgun Á morgun hyggst Félag farstöðvaeig- enda reyna til fullnustu fjarskiptakerf- ið, sem félagið hefur komið upp vegna Sjóralls Dagblaðsins og Snarfara 1. júlí í sumar. Eru viðkomandi FR menn beðnir að hlusta á rás 6 á milli kl. 14 og 16 á morgun. Að sögn Reynis Einarssonar, FR manns, sem hefur umsjón með framkvæmd málsins, er þetta gert til að finna út hvort einhvers staðar sé veik- an hlekk að finna í kerfinu, þar sem úr- bóta sé þörf. - GS Bdur íbát við Grandagarð Slökkviliðið var kallað út á Granda- garð Iaust fyrir klukkan 4 í nótt vegna reyks er lagði frá trillubátnum íris RE- 138. Er að var komið þurfti að brjóta upp lokaðan lúkarinn en reykinn lagði frá eldavél niðri í honum. Var hún af- tengd og klæðning umhverfis hana rif- in frá og slökkt með vatni. Litlar skemmdir urðu á bátnum. - ASt. Auðurvann r ballett Auður Bjarnadóttir, hin efnilega unga ballettdansmær, sigraði í ballett- keppni er fram fór í Finnlandi í gær. Keppendur voru 20 samtals, bæði piltar og stúlkur, frá öllum Norður- löndum, á aldrinum 16—22 ára. Var balletthátíð þessi haldin í borg- inni Kuopio í tilefni 10 ára afmælis listahátiðarinnar þar í borg. í öðru sæti í keppninni varð finnsk stúlka, en í því þriðja sænsk. Mótdans- ari Auðar var Þjóðverji, samstarfs- maður hennar frá ballettinum í Múnchen þar sem Auður er starfandi ballettdansari. - BH Auður Bjarnadóttir, hin tvítuga ballett- dansmær. LFVIRK SLÁTTUVÉL Þrátt fyrir slæmt vor er nú komið að því að garðeigendur í Reykjavík eru farnir að slá bletti sína, með ýmsum aðferðum, eins og gengur. Einn garðeigandi við Bústaðaveginn notaði hestinn sinn sem alsjálfvirka sláttuvél á blettinn, jafnframt því sem hesturinn dreifir þar áburði og örvar þar með enn frekari sprettu. Skammt þar frá sem eitt hestafl vann að „slætti” unnu þrjú „mannöfl” að snyrtingu umhverfisins á vegum borgarinnar. Þær heita, frá vinstri talið, Ingibjörg, Linda og Brynja og eru í vinnuskóla borg- arinnar. G.S./DB-mynd: Sv. Þorm. Fylgifískur skenmrti- feröaskipsins „Það verður suðvestan átt og rigning um vestanvert land í dag, væta sunnanlands en líklega þurrt á NA- landi,” sagði Páll Bergþórsson veður- fræðingur í morgun. í ljósi þess að erlent skemmtiferða- skip var á höfninni í morgun eiga þessi tíðindi ekki að koma á óvart. Það skip sem hér um ræðir er italskt að nafni Achille Lauro um 24 þúsund tonn að stærð. Það kom inn á höfnina kl. 7 i morgun og fer aftur i kvöld. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.