Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNI 1979 Hugleiðing um verkalýðsmál Kúnar Krisljánsson skrífar: íslenzkt þjóðfélag í dag er mjög laust í reipunum, innviðir hinnar stjórnarfarslegu turnbyggingar eru viða orðnir fúnir og gegnrotnir og stafar það af lítilli hugsun og lökum skilningi á því viðhaldi sem almennt er krafizt til endingar hluta og efna. Mörg dæmi eru til um það að dómsmál okkar eru i algjörum ólestri, lagasetningar úreltar og stoð- lausar í samtimanum, refsilöggjöfin fáránleg og engin raunhæf viðvörun fyrir hendi af hálfu dómsvaldsins til þess að hafa hemil á vaxandi tíðni glæpa. Almenn virðing fyrir lögum lands og þjóðar er i lágmarki, samfélagið allt er í upplausn vegna þeirrar flóð- bylgju óstöðugleika sem hrjáir allan hinn vestræna heim, og veldur óöryggi og festuleysi hjá öllum al- menningi. 1 viðbót við allt þetta bæt- ist svo sú staðreynd að mismununin í þjóðfélaginu er stígandi og stétta- skipting stöðugt að festa sig betur í sessi, þannig að atvinnulegir hags- munahópar hrifsa til sín æ stærri hluta af þeim sjóði sem með réttu til- heyrir þjóðarheildinni. Sérhagsmunir eru settir ofar hagsmunum heildar- innar og afleiðingin er stjórnleysi og vanvirt löggjafar- og dómsvald. Hagsmunahóparnir eða þrýstihóp- arnir, eins og sumir vilja nefna þá, eru orðnir svo fyrirferðarmiklir og sterkir í samfélaginu, að ríkisvaldið hefur sett ofan, glatað frumkvæði sínu og verður að miklu leyti að sitja og standa eftir geðþótta þeirra þrýsti- hópa sem standa að baki þeim flokk- um sem mynda ríkisstjórn í það og það skiptið. Mistök í kjarabaráttunni Þrýstihóparnir eru því réttnefnd bölvun þjóðfélagsins, þeir slíta fólkið úr tengslum við hin sameiginlegu markmið, raða því niður í ákveðin mengi sem beina spjótum sínum hvert að öðru. „Allt verður íslands óhamingju að vopni” var einu sinni sagt og virðist sú umsögn enn í fullu gildi. Alþýðusamband íslands er búið að víkka svo út starfssvið sitt, að inn- an vébanda þess finnast nú ýmsir sér- hópar sem raunverulega eiga þar ekki heima. Hin ólíku viðhorf og hinir að- skiljanlegu hagsmunir þeirra hópa sem fyrirfinnast innan sambandsins, skapa glundroða og fyrirbyggja þá órofa samstöðu sem verður að vera fyrir hendi, svo að fullur árangur náist við ákveðnar aðgerðir verka- lýðshreyfingarinnar, svo sem verk- föll. Ein meginmistök íslenzkrar verka- lýðshreyfingar á umliðnum árum, hafa valdið svo miklu tjóni á hinum almenna áhuga fólks á kjarabarátt- unni og slitið það svo algerlega úr sambandi við hana, að það er afar erfitt og jafnvel illmögulegt að bæta skaðann. Þessi mistök voru í því fólg- in, að einstök verkalýðsfélög voru svipt valdi til að stjórna eigin baráttu og það vald yfirfært til miðstjórnar Alþýðusambandsins i Reykjavík. Kjarabaráttan glataði gildi sínu við þetta i augum fólksins og það losnaði úr tengslum við þau áhrif sem það hefur, að berjast í eigin persónu fyrir eigin rétti. Staðbundnir hagsmunir einstakra verkalýðsfélaga voru lítils- virtir og hlutu dauða þagnarinnar í meðförum alræðisnefndarinnar i höfuðborginni. Ýmsir forvigismenn verkalýðsins hafa spillzt og runnið inn í flókið spil kerfisins og hlotið þar magafylli bitlinga. Menn sem höfðu árum saman pre- dikað yfir áhugasömum verkamönn- um nauðsyn þess, að bylta ríkjandi þjóðskipulagi og byggja á rústum þess hið stéttlausa þjóðfélag, hurfu frá hugsjónum sínum og gleyptu við bitum þeim sem hrukku til þeirra af borðum valdsmannanna. Var furða þótt menn yrðu ráðvilltir? Hugsjóna- legar fyrirmyndir hröpuðu úr hugum þeirra niður í reyk og eimyrju þess siðspillta kerfis, sem þeim hafði verið innrætt að fyrirlíta. Lærifeðurnir sem höfðu kennt og varað við tál- snörum auðvaldsins, voru sjálfir sokknir í viti viðurstyggðarinnar. Eiginhagsmunir sigruðu Hvert varð andsvar margra verka- manna við slíkri breytni forsvars- manna sinna? Jú, þeir uröu gripnir reiði, fundu í sér tilfinningu fyrir því að þeir hefðu verið sviknir, dregnir á tálar með lýsingum á hugsjónum sem áttu sér enga raunhæfa stoð. Þeir álitu, að þeir hefðu verið notaðir sem tæki tii að fullnægja framasýki for- ustumanna sinna. Þeirra stuðningur átti að vera tryggingin fyrir því, að viðkomandi forvígismenn kæmust i færi við nógu feita bita, svo sem þingmannsstörf, vellaunuð nefnda- störf og jafnvel bankastjórastöður með tið og tíma. Sumir ágætir verka- menn sneru baki við málum verka- lýðshreyfingarinnar og stjórnmálum BÍLLINN 75 ÁR Á ÍSLANDI SÝNING FORNBÍLAKLÚBBSINS LAUGARDALSHÖLL 16.-24.JÚNÍ í tilefni þess að 20. júní 1979 eru liðin 75 ár frá komu bílsins til íslands efnir Fornbílaklúbbur íslands til fjölbreyttrar sýningar í Laugardals- höllinni, sem standa mun frá 16. til 24. júní 1979. Afmælisrit, sem jafnframt er sýningarskrá, verður selt á sýningunni. í ritinu verður m.a. grein um fyrstu bílana á íslandi eftir Þór Magnús- son, þjóðminjavörð, og mikill fjöldi gamalla mynda af bílum. Á SÝNINGUNNI VERÐA: ★ ÓUPPGERÐIR GAMLIR BÍLAR ★ GAMLIR BILAR; SEM VERIÐ ER AÐ GERA UPP ★ BREYTTIR (MIXAÐIR) GAMLIR BÍLAR ★ ÞRÓUNARSAGA BÍLA - ALLT FRÁ ELSTA BÍL LAND- SINS, T-FORD 1917 TIL NÝJUSTU BÍLA ★ GÖMUL MÓTORHJÓL OG REIÐHJÓL ★ MIKILL FJÖLDI MYNDA - ALLT FRÁ FYRSTU ÁRUM BÍLSINS Á ÍSLANDI ★ ÝMSIR MUNIR TENGDIR BÍLUM - GAMLAR VÉLAR - HJÓL - MÆLABORÐ Komið og sjáið merkilega gamla bíla: Dixie Flyer 1919, Cord 1937, Austin 7 1937, Buick 1947 og allra nýjustu bílana: Mazda RX 7 sport- bíl 1979, Chevrolet Citation 1979. Sýningin verður opnuð kl. 14 laugardaginn 16. júní. 17. júní verður hún opin frá kl. 14-22.30, virka daga frá 17-22.30, laugardag 23. júní og sunnudag 24. júní frá kl. 14-22.30. Miðvikudaginn 20. júní verður sýningin opin frá kl. 19-22.30. 5 FORNBILAKLUBBUR ISLANDS almennt, höfðu fengið óbeit á þeim og glatað hugsjónaeldi sínum, vegna þeirrar staðreyndar, að leiðtogar þeirra höfðu ekki reynzt þess verð- ugir að bera kyndil frelsisins, höfðu hrasað á götu hugsjónar þeirrar sem byggir tilveru sína á jöfnuði allra manna. Eiginhagsmunir einstaklings- ins höfðu sigrað og hagsmunir heildarinnar verið fyrir borð bornir. Það hefur allt of oft gerzt. Það ber því að hafa í minni, að hver og einni sem velst til forustu, verður ósjálfrátt viðmiðun margra, jafnvel fyrirmynd. Því er það alltaf mikill skaði hverju málefni, þegar einhver sem hefur staðið framarlega í baráttu fyrir því, hverfur af vígvellinum og haslar sér jafnvel völl í herbúðum andstæðing- anna. Baráttuhugur þarf aðhald Til þess að málefni nái fram að ganga, þarf ákveðna og sterka bar- áttu, þar sem einbeittur vilji og vök ull hugur ráða oft úrslitum, því er það svo nauðsynlegt.að forustu- mennirnir séu vandanum vaxnir, óhvikulir og fastir fyrir, en þó jafnan til viðræðu, á jöfnum og sanngjörn- um grundvelli. Það mun eflaust ekki hollt, að hafa sömu mennina i eldlín- unni ár eftir ár, það er hvorki gott fyrir þá eða málefni þeirra. Bar- áttuhugur manna þarf næringu og aðhald, það er frumskilyrði að menn séu sér þess fullkomlega meðvitandi, fyrir hvað þeir eru að berjast. Þess vegna eru tengsl þeirra sem í eldlín- unni standa, við umbjóðendur sína, þann bakhjarl sem þeir styðjast við, svo óumræðilega mikilvæg og nauð- synleg. Hver sem slitinn er úr tengslum við grundvöU baráttu sinnar, verður smám saman lítös virði fyrir þá bar- áttu, getur jafnvel orðið til að skaða hana. Þess vegna verður alltaf að við- halda sönnum tengslum milli fólks al- mennt og þeirra sem berjast fyrir það, I eldlínu kjarabaráttunnar. Nú er svo komið, að það er orðið erfitt, að koma upp stjórn í verka- lýðsfélagi úti á landi, enginn vill leggja þar hönd á plóginn. Verka- lýðsfélagsfundir eru ákaflega Ula sóttir og áhugaleysið svo yfirgnæf- andi, að rík nauðsyn er öflugra að- gerða i því sambandi. Alþýðusambandið hefur leiðzt út á villigötur og orðið til þess, að drepa niður ágætt starf ýmissa félagsein- inga sem starfað hafa kröftuglega að málum verkalýðshreyfingarinnar víða um land. Raunhæfar aðgerðir nái fram að ganga Það er kominn tími tU að valdsöfn- unarþróuninni verði snúið við, þvi að hagsmunir verkalýðshreyfingarinnar byggjast á því, að valdinu verði dreift til félaganna aftur. Fólkið verður að vera í nánum tengslum við sína eigin kjarabaráttu, það er forsenda þess að almennur áhugi ríki á þessu sviði meðal þess. Það er ekki í þágu hags- muna verkalýjýshreyfingarinnar, að hrúgað sé upp skrifstofubákni i höfuðborginni, þar sem málefni verkalýðsins eru tekin fyrir með hangandi hendi, af stórum hópi manna sem fyrir löngu eru orðnir hugsjónalega staðnaðir og áhuga- lausir I störfum sínum fyrir verka- fólkið. Það er skilyrðislaus krafa al- þýðunnar i landinu, að raunhæfar aðgerðir nái fram að ganga. Þeir menn sem hafa haft forustuna á hendi undanfarin ár í kjarabaráttu fólksins, hafa ekki reynzt þess megn- ugir að verja kjör þess, hvað þá að bæta þau. Þeir búa ekki lengur yfir þeim eldmóði sem-nauðsynlegur er til þess að starf þeirra beri góðan ár- angur. Það er orðin brýn þörf fyrir nýja menn og meðal fólksins í land- inu hljóta að fyrirfinnast margir ein- staklingar, bæði karlar og konur, sem hafa til að bera þá hæfileika og þann eldmóð áhuga sem forustulið verkalýðshreyfingar þarf að hafa. Gegn miðstýringu ASÍ Saga liðinna ára og áratuga er dapurleg. Það hefur margt farið öðruvísi en til var stofnað í sambandi við þróun þessarar þjóðar. í staðinn fyrir einingu og þjóðlega samstöðu, höfum við lotið þungu böli sundur- lyndis og óláns í allt of ríkum mæU, langt umfram það sem eðlilegt getur talizt. Því miður hefur þróun verka- lýðshreyfingarinnar, þrátt fyrir margvíslegan ávinning á alllöngum ferli, verið hörmuleg á margan hátt. Það er staðreynd, að verkalýðshreyf- ingin á íslandi gæti verið miklu sterk- ari en hún er, og eina ástæðan fyrir því að hún hefur ekki náð þeim styrk sem hún í raun og veru getur búið yfir, er keðja mistaka í sambandi við skipulagningu og framkvæmd upp- byggingar þess Alþýðusambands- kerfis sem við þekkjum i dag. Það er ekki skoðun mín, að það eigi að leggja niður heildarstjórnun þessara mála, enda er hún nauðsynleg, að vissu marki. En það er skoðun mín ómenguð, að valddreifing sé knýj- andi nauðsyn, þar sem allt of mikið vald hefur safnazt á fáar hendur i Reykjavík, i þessum málum. Það verður að endurreisa verka- lýðshreyfinguna með almennan áhuga og almenna þátttöku fólksins í kjarabaráttunni sem kjölfestu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.