Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 5 Verðiðáolíunni: SKRÁNINGIN FÆST ÚR „PLATTS OUGRAM” „Platt’s Oilgram” er nafnið á tíma- ritinu sem segir til um hver sé verð- skráningin á oliunni í Rotterdam, Curacao og víðar. Upplýsir tímaritið hve mikið við þurfum að borga fyrir oliuna sem er komin vel á veg með að setja okkur á hausinn. Tímarit þetta er prentað og póstlagt daglega svo olíufélögunum berst það mjög reglulega. Er samkvæmt þessu daglega tímariti reiknað út verðlag olí- unnar sem Rússarnir eru síðan að bera í okkur af og til með risastórum olíu- skipum sínum. Sem kunnugt er fóru íslendingar fram á að verðið á bensíni yrði miðað við Rotterdammarkaðinn. Var það á meðan hann var okkur hagstæður en nú er hann orðinn okkur óhagstæður svo að nú er meiningin að fara fram á að fá eitthvað hagstæðara til að miða við. Það gæti hins vegar orðið til þess að ef olíuverð lækkaði þar yrðu íslendingar af þeirri hagkvæmni sem það gæti haft í för með sér að miða olíuverðið við Rotterdammarkaðinn. Ritið Platt’s Oilgram er ekki heimilt að sýna opinberlega, að sögn Vilhjálms Jónssonar, forstjóra Olíufélagsins hf., og ekki heimilt að endurrita upplýsing- ar úr því, samkvæmt áskriftarsamningi Hinar sjö systur oliugróðafyrírtækj- anna. olíufélaganna við útgáfustjórn Platt’ s Oilgram. -BH. Peningalyktin hefur á undanförnum árum hrjáð margan íslendinginn, en það eru líka til staðir þar sem aldrei er kvartað yfir svo dýrmætri lykt sem fiskimjölsverksmiðjurnar spúa frá sér. í Keflavík hefur geisað heilagt stríð gegn fiskimjölsverksmiðjunni sem stendur við aðalleiðina til bæjarins. Hefur því verið hótað að hætta rekstri verksmiðjunnar fyrst hún ekki fær starfsleyfi enn um sinn án hreinsitækja. Ókunnur borgari í Njarðvík eða Keflavík festi upp táknrænt skilti á næsta símastaur við verksmiðjuna. Er á því mynd af manni með þvotta- klemmu á nefinu. Enginn veit hver verknaðinn framdi, en merkið hefur fengið að standa óáreitt. Suður í Sandgerði spúði önnur verk- smiðja sömu tegundar miklum reyk upp í heiðan himinn. í Sandgerði er aldrei kvartað yfir þessari lykt. Hana leggur líka mjög sjaldan yfir bæinn, þvi norðvestanátt, sem til þarf, er sjald- gæf- - ASt. Tekur Ferðamáiasjóður félagssamtök fram yf ir einkaf yrirtæki? Hugleiðing- arbyggðar ámis- skilningi — segir Heimir Hannesson „Hugleiðingar í opnu bréfi Sam- bands veitinga- og gistihúsaeigenda eru byggðar á misskilningi,” sagði Heimir Hannesson, formaður Ferðamálasjóðs, í samtali við DB. Fram hefur komið í fréttum að veitinga- og gistihúsaeig- endur telja Ferðamálasjóð hygla félags- samtökum á kostnaðeinkafyrirtækja. „Starfsemi Ferðamálasjóðs hefur verið fólgin í því að ráðstafa með lán- um til einstaklinga, hlutafélaga og sveitarfélaga mjög verulegum og aukn- um fjármunum um landsbyggðina í sambandi við ný hótel. Þetta hefur verið gert í mjög auknum mæli og með betri kjörum en nokkru sinni fyrr,” sagði Heimir Hannesson ennfremur. í sambandi við sölu Flókalundar til verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörð- um tók Heimir fram að þegar sjóðs- stjórnin hefði tekið ákvörðun sína hefði hún að sjálfsögðu haft í huga hagsmuni Ferðamálasjóðs og telji að þeirra sé gætt í þessu tilviki. Á það megi einnig benda að í nágrenni Flóka- lundar sé nú rekin umfangsmikil or- lofsstarfsemi á vegum verkalýðshreyf- ingarinnar og því ekki óeðlilegt að heimamenn hefðu áhuga á að eignast staðinn. Heimir Hannesson minnti að lokum á að Ferðamálaráð hefði opinberum skyldum að gegna og orlofsmál væru einnig ferðamál sem mikilvægt væri að sinna. -GM Plnsfcos lil* QZE0 PLASTPOKAR FYLA SEM KVARTAÐ ER YFIR OG FÝLA SEM EKKIER KVARTAÐ YFIR Þeir brosa i kampinn Kefivikingarnir yfir merkinu sem að næturlagi var sett upp i námunda við fiskimjölsverksmiðjuna við innkeyrsluna i bæinn. t Sandgerði spýr fiskimjölsverksmiðja reyk án afláts. Þar er aldrei kvartað. DB-mynd Ragnar Th. Sig. 17.JUNI 1979 Þjóðhátíð Reykjavíkiir DAGSKRA I. DAGSKRÁIN HEFST: Kl. 09.55 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavik. KJ. 10.00 Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum v/Suðurgötu. Lúðrasveit verkalýðsins leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Stjórnandi Ellcrt Karlsson. II. VIÐ AUSTURVÖLL: Lúðrasveit verkalýðsins leikur ættjarðarlög á Austurvelli. Kl. 10.40 ' Hátíðin sett: Jón H. Karlsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Karlakór Reykjavíkur syngur: Yíir voru ættarlandi. Söngstjóri Páll Pampichler Pálsson. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, leggur blómsveig frá ís- lensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakór Reykjavíkur syngur þjóðsönginn. Ávarp forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar. Karlakór Reykjavíkur syngur: Island ögrum skorið. Ávarp fjallkonunnar. Lúðrasveit verkalýðsins leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Vilhelm G. Kristinsson. Kl. 11.15 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prestur séra Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Einsöngvari: Garðar Cortes. III. LEIKUR LÚÐRASVEITA: Kl. 09.30 Við Hrafnistu. Kl. 10.15 ViðHátún. Kl. 11.00 Við Borgarspítalann. Kl. 09.30 Við Elliheimilið Grund. Kl. 10.15 Við Landspítalann. Kl. 11.00 Við Landakotsspítalann. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og Herradsbygd Skola Korps leika. Stjórnendur: ólafur L. Kristjánsson og Björn Töraasen. IV. TlVOLÍ: Kl. 14.00—18.00 Skátatívolí, Kassabílaakstur og Götuleikhús nemenda úr Lciklistarskóla íslands, í Lækjargötu og á Lækjartorgi. V. LEIKUR FYRIR ALLA: Kl. 14.00—18.00 Við Kjarvalsstaði leika fóstrur, Tóti trúður (Ketill Larsen) o.fl. við börn á öllum aldri. Farið í leiki og sagðar sögur. Brúðu- leikhús, tafl o.fl. Kl. 14.45 Gengið frá Kjarvalsstöðum að Hlemmi. VI. SKRÚÐGÖNGUR: Kl. 15.15 Safnast saman á Hlemmtorgi og við Sundlaug Vesturbæjar. Frá Hlemmtorgi verður gengið um Laugaveg, Bankastræti og Ingólfsstræti á Arnarhól. Lúðrasveitin Svanur leikur, undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. Frá Sundlaug .Vesturbæjar verður gengið um Hofsvallagötu, Túngötu, Garðastræti, Vesturgötu og Hafnarstræti á Arnarhól. Lúðrasveit Réykjavíkur leikur, undir stjórn Þorvaldar Stein- grimssonar. Skátar ganga undir fánum fyrir skrúðgöngunum og stjórna þeim. VII. BARNASKEMMTUN Á ARNARHÓL: Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og Herradsbygd Skola Korps leika. Stjórnendur: Ólafur L. Kristjánsson og Björn Töraasen. Kl. 16.00 Samfclld dagskrá: Stjórnandi: Helga Hjörvar. Textahöfundur: Jón Hjartarson o.fl. Undirleikari: Carl Billich. Þátttakendur: Árni Tryggvason, Randver Þorláksson, Bessi Bjarnason, Sigríður Þorvaldsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Sigurður Sigurjónsson. VIII. LAUGARDALSVÖLLUR 20 ÁRA: Kl. 13.50 Kl. 14.15 Kl. 15.30 „Landshlaup F.R.I. 1979“ hefst. Sigurjón Pétursson, forscti borgarstjórnar flytur ávarp. Hlaupið verður um eftirfarandi götur: Reykjaveg, Borgartún, Snorrabraut, Laugaveg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, Hringbraut og Reykjanesbraut. Knattspyrna: Reykjavík — I.B.K. 3. f.l. Reykjavík —I.A. 4. fl. Rcykjavík —F.H. 5. fl. 17. júní mótið í frjálsum íþróttum, síðari dagur. IX. NAUTHÓLSVIK: Kl. 14.00—18.00 Siglingaklúbbur Æskulýðs,ráðs Reykjavíkur verður opinn og urigum sem öldnum gefinn kostur á að kynna sér siglinga- íþróttina. X. KVÖLDSKEMMTUN: KJ. 21.00 H.L.H.-flokkurinn leikur í Austurstræti. Diskótek á Lækjartorgi. Skemmtuninni lýkur kl. 23.30. O 82655

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.