Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 WBIAÐIB frfálst, oháð dagblað Útgofandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jór\as Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómassop, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Siguröur Svorrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn Þorioifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. LeiðtogarKína: 0PNA DYR FYRIR AUÐMAGNI VESTURLANDA Fall lífskjara íslenzka þjóðin er í vanda stödd í þann mund, sem hún heldur nú þjóðhá- tíð. Olíukreppan hefur sett svip á um- ræðu líðandi stundar, en vandinn ristir miklu dýpra. Þjóðin gæti axlað olíu- vandann án gífurlegra skakkafalla, þótt mikill sé, ef ekkj kæmi til, að stoðir þjóðfélagsbyggingarinnar væru ótraustar. Margir hafa lýst oiíukreppunni stórum orðum og borið saman við útflutningstekjur okkar. Hún kann að valda tólf prósenta rýrnun viðskiptakjara og fjögurra prósenta rýrnun þjóðartekna á þessu ári. Augljóst er, að olíuvandinn er margfaldur vegna viðmiðunarinnar við Rotterdamverð, sem vafalaust á rætur í skammsýni samningamanna okkar. Meðan unnið er að því að losa okkur úr þeim heljargreipum, verður þjóðin öll að bera þetta áfall með réttlátum hætti. Vandamálð er gífurlegt, þegar það hleðst ofan á annan vanda í efnahagslífinu. Jafnvel án tilkomu þessa vanda stefndi ekki í neina aukningu þjóðarteknanna i ár. Enn alvarlegra er, að ríkisstjórnin var búin að missa tökin á verðbólgunni eins og svo margir fyrirrennarar hennar. Áætlunin um að koma verðbólgunni niður í þrjátíu prósent var hrunin, og enn stefndi í yfir fjörutíu prósenta verðbólgu á árinu. Efnahags- og framfara- stofnunin OECD hefur nýlega varað okkur við stóral- varlegum afleiðingum þess, að verðbólgan færi úr böndunum enn eitt árið í röð, þótt hún gæti þess í ldðinni, að furðulegt mætti teljast, hvernig þjóðarbúið hefði borið óðaverðbólgu svo lengi sem raun ber vitni. Ekki verður öðru spáð en áframhaldandi óðaverðbólga hljóti að leiða til hruns atvinnuvega fyrr en varir. í sjávarútvegi, aðalatvinnuvegi okkar, hefur dregizt úr hömlu að gera öflugar ráðstafanir til verndar þorsk- stofninum. Fyrst í ár örlar á aðgerðum af því tagi, en af pólitískum ástæðum ná þær of skammt. í þeim efn- um munu mönnum ekki þykja kostirnir vænir. Annars vegar er áframhaldandi ofveiði, þótt hún yrði eitthvað minni en undanfarin ár, sem leiðir til feikilegrar skerð- ingar á afla eftir nokkur ár og þar af leiðandi skerðing- ar tekna okkar. Hins vegar er stórfelld minnkun þorsk- afla nú þegar og á allra næstu árum, sem skerðir tekjur okkar þau ár, meðan við margvísleg önnur vandamál verður að etja. Með skynsamlegri nýtingu fiskstofna getum við varðveitt lífskjör okkar og bætt á allranæstu árum, en sú ráðstöfun verður skammgóður vermir án annarra aðgerða, sem hafa dregizt langt úr hömlu. Án stórátaks til uppbyggingar iðnaðar og nýtingar innlendrar orku hljóta lífskjörin að hrynja eftir nokkur ár. Hið sama gildir um þetta viðfangsefni og hin fyrr- nefndu, baráttuna við óðaverðbólgu og verndun þorskstofnsins, að hver ríkisstjórnin af annarri verð- skuldar vítur þjóðarinnar fyrir meðferð málsins. Stjórnmálamenn allra flokka hafa um langt árabil stigið á stokk og strengt þess heit að vinna að iðnvæð- ingu, jafnvel hafa sumir þeirra nefnt „iðnbyltingu” á íslandi. Slíkar heitstrengingar hafa verið rofnar jafn- óðum, eins og alþjóð er kunnugt. Vandamálið varð ljóst fyrir mörgum árum, en til- hneiging stjórnmálamanna allra flokka og ríkisstjórna þeirra hefur jafnan verið að dútla við bráðabirgða- „reddingar” frá viku til viku en ýta öðrum vandamál- um á undan sér. Því hefur svo farið, að stefnir í fall lífskjara, án þess að nokkuð marktækt liggi fyrir um stefnubreytingu á elleftu stundu, sem kynni að geta rétt hlut okkar. Kinversk stjórnvöld undirbúa samninga sem koma til með að opna stórfyrirtækjum á Vesturlöndum leið til mikilla fjárfestinga i Kína. Vestur- þýzkir stjómarerindrekar, sem komu heim frá Kína í júníbyrjun, segja að svo virðist sem þetta tákni að leiðtogar Kína hafi breytt um stefnu hvað varðar víðtæka samvinnu við erlend fyrirtæki. Ákvörðunin um að leyfa beinar erlendar fjárfestingar í Kína — sem er kúvending frá opinberri stefnu Kína fram að þessu — var tekin í kjölfar viðræðna Antons Jauman, Maó heldur verndarhendi yfir verkamönnum á leið heim frá vinnu í Wuhan stáliðjuverinu. /* Þrettán óheppi- legar spumingar Að undanförnu hafa nokkrir íslendingar tekið sér fyrir hendur að reyna að réttlæta innrás og hernám Víetnama á grannríkinu Kampútseu. Það sem vekur ef til vill furðu er að allir hafa þessir menn fram að þessu talið sig vera andstæðinga heims- valdastefnu og unnendur þjóðfrelsis. Hlýtur þetta fyrirbrigði að krefjast einhverrar athugunar, a.m.k. fyrir aðra sem telja sig and-heimsvalda- sinna. Afstaða þessara ,,vina Víetnama er því furðulegri að í stað þess að vera einarðir andstæðingar heimsvalda- stefnu þá hafa þeir gerst talsmenn tveggja stærstu heimsveldanna í dag — Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjónkun við bandarísku heims- valdastefnuna Þjónkun þeirra við málstað bandarísku heimsvaldasinnanna birtist i því að þeir hafa tekið undir og eflt þann áróður gegn Kampútseu sem hófst strax eftir að Bandaríkja- leppurinn Lon Nol hrökklaðist frá völdum í apríl 1975. Mikilli prent- svertu og miklum tíma hefur verið varið í það að segja hryllingssögur um stjórnarfarið í Kampútseu árin 1975—79. Enginn verknaður var svo hryllilegur að ekki mætti klína honum upp á Pol Pot og félaga hans. Sumar af þessum sögum um hryðjuverk og þjóðarmorð urðu til vegna frásagna flóttamanna í Thailandi en aðrar sögur voru hrein lygi og tilbúningur óvandaðra biaðamanna og leigupenna. Það er vert að athuga að megnið af þessum flóttamönnum (um 15.000) eru fyrr- verandi fylgjendur Lon Nols og gátu lítið gott sagt um það lið sem hrakti þá úr þægindalífinu í kringum bandarísku hermennina og ráðgjafana sem ráku stríðið gegn bændum og verkalýð i Kampútseu. Hinar upprunalegu frásagnir flóttamannanna fjölluðu um harðæri þeirra sjálfra og einstaka atburði sem flokka má undir dæmigerð hefndaruppgjör sem gerast ætíð að loknu stríði — og beinast harðast að þeim sem hafa stutt erlenda árás gegn eigin þjóð (hver þekkir ekki af- tökurnar í Frakklandi eftir að her- námi Þjóðverja lauk — og minna má á Danmörku þar sem Kamban féll í slíku uppgjöri). En í meðförum vest- rænna fjölmiðla hafa þessar frá- sagnir breyst í skipulög fjöldamorð og þjóðarútrýmingu. Svo oft hefur þessi lygi verið endurtekin að til skamms tíma hefur hún verið gjald- geng sem hin rétta mynd af at- burðum inni í Kampútseu. Engir eða fáir þeirra sem hafa fundið hjá sér hvöt til að koma tugþúsundum eða milljónum Kampútseana í gröfina á prenti hafa borið það við að kynna sér eigin orð og stefnu Pol Pots og stjórnenda landsins. Og lýsingar margra þeirra sem heimsóttu landið á timabilinu 1975—1979 urðu aldrei útbreiddur fjölmiðlamatur. Það sem lá að baki þessum viðsnúningi staðreynda og beinum lygaáróðri var þörf bandarisku heimsvaldasinnanna til að fela fjöldamorð þau sem þeir fram- kvæmdu meö geysilegum Ioftárásum á Kampútseu (talið er að um 800.000 manns hafi fallið) og hins vegar að hefna sín vegna ósigursins 1975. Enn- fremur var það nokkurs virði fyrir þá sem reyna að hindra að hin sjálf- stæða stefna Kampútseumanna — sem hvorki vildi hlýta stefnu úr austri né vestri — gæti orðið fyrirmynd annarra ófrjálsra þjóða. Fylgjendur víetnömsku innrásar- innar á íslandi hafa nú tekið við þessum arfi og aukið hann til muna. Innrásin réttlætt Þjónkun þessara manna við sovésku heimsvaldasinnana er augljós — þvi að án vopnasendinga og stuðnings frá Sovétríkjunum, og Vietnam aldrei getað iagt út í þá herför sem hér um ræðir, sovéska heimsvaldastefnan er því bakhjarl árásanna og henni til framdráttar. „Vinir” Víetnam hérlendis reyndu í upphafi að halda þvi fram að engin innrás hefði verið gerð i Kampútseu — síðan hefur játning Vietnama sjálfra neytt þá til að gangast við herliðinu. En jafnframt hafa þeir þá gripið til þess ráðs að réttlæta innrásina. Og þá hafa þeir á sama hátt og Víetnamar sjálfir, gripið til hinna vestrænu frásagna um hryðjuverk og fjöldamorð Pol Pots og félaga. Lepparnir íPnhom Penh Víetnamska innrásarliðið hefur komið á fót leppstjórn í Kampútseu. Þessi leppstjórn hefur lýst stjómar- tímabili Pol Pots sem einni allsherjar sláturtíð og undanfarið reynt að sýna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.