Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 1
w ! i i i i i i i Í i i i i i 5 ! i i i i i fríálst úháð dagblað 5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 18. JUNÍ 1979 — 135. TBL. RITSTJORN SIÐUMULA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVFRHOI.TI 11.—AÐAI.SÍMI 27022. RAÐHERRAR TILBUNIR MED LÖG A FARMENN —en Alþýðuf lokks- og Alþýðubandalagsráðherrar þurfa að ná í umboð —Fer sáttanef nd fram á sólarhrings f rest? Ráðherrar úr öllum flokkunum eru klárir í bátana með lög lil að stöðva farmannaverkfallið. Yrði sáttatillaga þá væntanlega lögfest með einhverj- um breytingum. Ráðherra Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags skortir þó enn umboð frá stofnunum flokka ^sinna, eigi slik lög að verða sett án mikils hvells í þeim flokkum. Gert var ráð fyrir i morgun, að sáttanefnd i farmannadeiiunni bæðt rikissljórnina um frest í cinn sólar- hring enn. Nefndin gengur i dag á fund rikisstjórnar, sem tekur málið til umræðu. Ráðherrar gerðu í morg- un ckki ráð fyrir lagasetningu i dag. Hugsanlegt er, að lög verði sett á farmenn en önnur lagasmíð i kjara- og efnahagsmálum látin biða aðeins. í þeim efnum eru stjórnarflokkarnir ekki sammála eins og fram hefur komið. Þar er um að ræða iögfest- ingu 3°/o grunnkaupshækkunar en deilt um, hvort þá cigi aö frysta kaup eftir það. Deilt er um, hvernig standa eigi að lausn olíuvandans og afla ríkissjóði tekna hans vegna. Fram- sóknarmenn leggja þar áherzlu á óbeina skatta, sem ekki komi inn i kaupvisitölu, svo sem til dæmis við- lagagjald á vöruverðið. Ráðhcrcar sögðu i morgun, að slikur ,,pakki” væri ekki frágenginn. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra sagði í þjóðhátíðarræðu sinni i gær um farmannaverkfallið, að ,,á það verkfal! verður að binda endi og það án tafar”. Hann vitnaði einnig í Þorgeir Ljósvetningagoða um tlauð- syn málamiðlunar og gaukaði þvi að farmönnum að ,,ef vér slitum lögin, þáslítum vcr friðinn". - HH Milljónaviðgerð nauðsynleg —þarsem steypan íjieðri hluta hússins varsvikin — sjá bls. 5 l)B-mynd Hörður Hin f ræga sjónvarps- ræða Sig- urðar Líndal -sjábls. 10-11 Að gæta sín ásjálfumsérj — viðtal við Dick Higgins — sjá bls. 13 Fullir f rysti - klefarað stöðva fisk- vinnsluna — sjá bls. 21 MARGIRVIUA SÝNA HÆFILEIKANA Áhugi fyrir hæfileikakeppni hljómsvcitar Birgis Gunnlaugs- sonar og Dagblaðsins er prýðis- góður. Mikið hefur verið spurzt fyrir um hana og hæfileikafólk víða að af landinu hefur látið skrá sig til kcppni. Vegna formsins á keppninni verður að binda fjölda þátttak- enda við þrjátíu og sex. Birgir Gunnlaugsson hljómsveitarstjóri skráir nýja þátttakendur og veitir nánari upplýsingar um keppnina i kvöld og næstu kvöld i sinta 77616. Sjá nánar bls. 22. Hellirigndi á 17. júní en mannmergð ímiðbæ Reykjavíkur engu að síður — sjá bls.8-9 Mátaði tölvunaí 13 leikjum — sjá bls. 21

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.