Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ1979. I7.júníl7.júníl7. m r r M mv B £ JÞetta er nú meiri bannsetta rigningin, nú er kvöldhárgreiðslan min ónýt. £g er að biða eftir þvi að komast á loft svo ég geti séð skemmtiatriðin. Rigqing og rok setti víða svip á þjóðhátíðahaldið Þátttaka i hátíðahöldum í tilefni þjóðhátíðardags var góð viðast hvar á landinu og sums staðar mikið fjöl menni. Víða setti veðrið svip sinn á hátíðahöldin og á minnsta kosti tveimur stöðum var g[ipið til þess ráðs að flytja hátíðahöldin, sem vera áttu úti við, i hús. Akureyri Á Akureyri var rigningarsuddi en útihátíðahöld fóru samt fram á Ráðhústorgi eins og fyrirhugað hafði verið. Þátttaka var allgóð. í gær- kvöldi átti að dansa á torginu. Selfoss Skrúðgangan á Selfossi var mjög fjölmenn en þar var stanzlaus rign- ing. Var því brugðið á það ráð að flytja hátíðahöldin i nýja íþrótta- húsið. Þar er mikið rými og fjöl- menntu Selfyssingar til hátíðarinnar. Akranes Skrúðganga var farin að íþrótta- húsinu og hátíðahöld, sem vera áttu úti, voru flutt þangað inn. Var gífur- legur fjöldi í göngunni og í húsinu á eftir. Síðan færðist hluti hátíðarinnar á íþróttavöllinn þar sem knattspyrna var leikin. Dansa átti í íþróttahúsinu i gærkvöldi. Hafnarfjörður og Kópavogur Þurrt var bæði í Hafnarfirði og Kópavogi og tók allmikill fjöldi , fólks þátt í hátiðahöldum síðdegis. Allt fór fram með hefðbundnum hætti og tókst vel. Keflavík Meðalþátttaka var í útihátiðahöld- um í Keflavík. Þar stytti upp um hádegi og hélzt þurrt, en jafnframt tók að hvessa. Allt fór vel fram. Vestmannaeyjar Glæsileg skrúðganga fór frá íþróttahúsinu að Stakkagerðistúni i Eyjum. Þátttakendur voru þó í færra lagi, því rigning hékk í loftinu og all- hvasst var. Allt fór fram að hefð- bundnum hætti. í gærkvöldi var ráð- gerður barnadansleikur i iþrótta- húsinu og síðar um kvöldið þjóð- hátíðarball í samkomuhúsinu. -ASt. 1ÁV ■ 96 ■ Samstæða Tölvuklukka meö minni fyrir afspilun Útvarpsmóttakari (Tuner) Kraftmagnari 2 x 50 RMS wött Kontrolmagnari Kassettu segulbandstæki 3FISHER FISHER hljómtæki og myndsegulbönd eru talin þau fullkomnustu og bestu í heimi. Vió bjóöum möguleika fyrir alla í FISHER hljómtækjum. Hátalarar Plötuspilari Kassettu segulbandstæki 50-125 RMS wött Seguldrifinn (Direct Linear) 2og3hausa Magnarar CA-2110 = 2x55 RMS wött CA-2310 = 2x70 RMS wött Utvarpsmagnarar 2 x 40 — 2 x180 RMS wött Myndseguioa Betacord sama kerfi og Sony, Toshiba, Sanyo o.fl. SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.