Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979.______ 11 Hvemig 1466 laxar geta verið meiri veiði en 3132 'Stangar- Veiddir Fjöldi laxa Meðalþ. dagar laxar pr. dag á laxi á stöng 1. Vatnsdalsá 425 1466 3,449 10,0 2. Hofsá, Vopnaf. 434 1336 3,078 10,5 3. Miðfjarðará 772 2337 3,027 8,6 4. Haffjarðará 355 950 2,676 7,7 5. Þverá 1196 3132 2,619 6,9 6. Grímsá + Tunguá 755 1952 2,585 5,6 7. Víðidalsá + Fitjaá • ' 736 1851 2,515 8,7 8. Straumfjarðará 272 648 2,382 7,2 9. Langá 1104 2405 2,178 5,8 10. Laxá í Þingeyjars. 1462 3063 2,095 9,5 11. Laxá í Leirársveit 630 1252 1,987 5,9 12. Norðurá 1104 2089 1,892 6,3 13. Laxá i Kjós 920 1648 1,791 6,4 14. Hítará i 483 649 1,344 7,4 15. Deildará, Hölkná, Hafralónsá1) 720 763 1,060 9,4 16. Laxá í Dalasýslu 640 533 0,833 7,9 17. Stóra-Laxá 800 571 0,714 9,5 18. Sogið 935 620 0,663 7,6 ') Hér dregnar saman til að falla að dagalista L.G. Ég hef lengi verið gramur yfir upp- lýsingum Veiðimálastofnunarinnar um laxveiði liðins tímabils hverju sinni. Mér hefur þótt þar slegið fram fullyrðingum án viðmiðunar og grunað að þær væru rangar. Þessi gremja mín hefur þó ekki enst mér til að fara og afla mér þeirra upplýsinga sem á vantaði til þess að ég gæti sann- áð grun minn; ég hef látið nægja að vera með svartagallsraus þar sem stangveiðisinnaðir menn hafa verið nærstaddir. En DB bar mér óvænt í hendur þetta sem mig vantaði. Lúðvík Gizurarson skrifaði fyrir skömmu kjallaragrein, sem hann kallaði Óstjóm laxaræktarmála. Og þar færði hann mér fjölda stangardaga í 18 valinkunnum sæmdarám — eða vatnasvæðum væri kannski réttar að segja — þar sem í sumum tilfellum fleiri en einni á er dengt saman undir einn hatt. Það er einmitt þessi við- miðun við stangardagana (ein stöng leyfð í einn dag = einn stangardagur) sem gerir það að verkum að upphróp- anir Veiðimálastofnunarinnar um „metveiðiár” eru nánast prumpið eitt. í fréttatilkynningu sem út gekk frá Veiðimálastofnuninni, dagsett 8.12. 1978, segir svo: „Laxveiði á stöng var nær alls staðar góð og víða fékkst af- bragðs veiði, eins og í Þverá í Borgar- firði, er gaf að þessu sinni 3.240 laxa, og Laxá í Aðaldal, en þar komu á land rúmlega þrjú þúsund laxar. Er veiðin í Þverá landsmet. Skipa þessar tvær ár fyrstu sæti, síðan kemur Blöndusvæðið í Húnavatnssýslu með 2.446 laxa, fjórða besta áin er Langá á Mýrum með 2.411 laxa, Mið- fjarðará, 2.343 laxar, en í sjötta sæti er Norðurá í Borgarfirði, þar veidd- ust tæplega 2.100 laxar, og í Grímsá og Tunguá fengust um tvö þúsund laxar.” Á þessu er síðan hnykkt i fréttatilkynningu sem dagsett er 21.3. á þessu ári og dreift með yfirliti um laxveiði á stöng á síðasta ári, fjölda laxa úr hverju vatnasvæði, meðal- þyngd og samanburði á laxafjölda við árin þrjú þar áður — hin ítarleg- asta skýrsla og ágæt ef betri viðmið- unarhefði gætt. Því það segir okkur næstum ekki neitt að Þverá í Borgarfirði hafi gefið 3132 laxa (eins og reyndist vera samkvæmt fullnaðarskýrslunni) eða 3063 laxar hafi reist upp úr Laxá í Aðaldal. Það er svona svipað og ef því væri haldið fram að ég væri kraftlyftingameistari íslands — hefði lyft einu og hálfu tonni — en þess ekki getið að ég hefði látið mér duga að lyfta 10 kílóum í einu. Því að: Hversu margar stengur voru um það að draga þessa fiska úr vatni og hve mikill fjöldi laxa kom á hverja stöng dag hvem? Því miður vantar mikið á að stangardagalisti Lúðvíks Gizurar- sonar sé neitt í nánd við það jafn- tæmandi og vatnalisti Veiðimála- stofnunar, þótt ekki sé þar nefnd hver spræna sem lax villist upp í og er veiddur á. lögleyfða stöng. Þar er aðeins rætt um 18 vatnasvæði enda er listi Lúðvíks settur upp i allt öðrum tilgangi en hér er um rætt. En með viðmiðun af stangardögum kemur i ljós að þótt Þverá sé góðra gjalda verð og Laxá í Þingeyjarsýslu sömu- leiðis eru þær langt frá númer eitt og tvö — og líklega engar metár — nema hvað þær settu „persónulegt” met á síðasta ári. Sé míðað við stangardaga kemur í ljós að Þverá er aðeins í 5. sæti hvað laxafjölda á stöng snertir og Laxá í Þingeyjarsýslu í 10. sæti. Og sé meðalþyngd á veiddum laxi tekin með í reikninginn kemur enn- fremur í ljós að þær eru ekki heldur metár hvað laxþunga snertir heldur eru það þær ár sem gefa flesta laxa pr. stangardag, Vatnsdalsá og Hofsá í Vopnafirði. Ég læt hér fylgja listann eins og ég tel að ætti að setja hann upp fyrir allar ár og birta eftir hvert veiðitimabil — og minni enn á að ég held mig við upplýsingar Lúðvíks um fjölda veiðidaga í hverju veiðivatni: 18 íslenskar laxveiðiár settar upp í röð eftir fjölda laxa á stöng pr. stangardag veiðitímabilið 1978: Dýr matur Með svona uppsemingu er komin einhver viðmiðun, eitthvað raunhæft fy/ir þá að fara eftir sem hafa efni á að fara í laxveiðar á annað borð. Mér sýnist ekki áhorfsmál að álitlegast væri að öðru jöfnu að leitast fremur við að fara í Vatnsdalsá, sem sýnir sig að gefa nærri þrjá og hálfan tíu punda fisk á dagsleyfið, heldur en til dæmis tittnefnda Þverá sem gefur aðeins rúmlega tvo og hálfan á dag, og það tæpra sjö punda. Ef Þverá ætlar að mæla sig við Vatnsdalsá þarf hún að gefa 4.125 laxa á sínar 1196 stengur og uggir mig að auð- veldara væri að fá Vatnsdalsá niður í 1114 laxa sem þýddi sama fjölda laxa á stöng pr. dag og Þverá gaf á síðasta ári. Og þá er ekki litið á þyngdina. Því það er nú svo að þótt gaman sé að geta státað af þeim stóra er — þegar öllu er á botninn hvolft — meira varið í að hafa þá fleiri þótt þeir verði ögn minni. Þar að auki var það oftar en einu sinni reynsla mín, þann tima sem ég var veiðivörður, að laxar sem ég hafði, af eigin viðmiðun og þeirra sem ég vissi samviskusama ogglögga, áætlað svo sem 5—7 pund, þegar ég sá þá hjá veiðimönnunum, voru allt í einu orðnir 9—12 punda í veiðibók- inni þegar eigendur þeirra voru farnir í bæinn. Þess vegna tek ég þessar vigtartölur mjög með fyrirvara þótt þær séu örugglega rétt fram settar af hálfu Veiðimálastofnunarinnar Kjallarinn Sigurður Hreiðar miðað við þær upplýsingar sem hún hefur. Á sama hátt tek ég lítið mark á veiðiskýrslum einstakra áa þar sem veiðimenn skrásetja sjálfir veiði- staðina þar sem þeir fá laxana. Bæði er að þeir þekkja ekki hvar þau veiði- staðaheiti eru sem þeir eru að skrá og eins hitt að þeir vita ekki hvað sá staður hét er þeir fengu fiskinn og skrásetja þá bara eitthvert staðarheiti sem þeir hafa heyrt. En hitt stendur eftir: Veiðimála- stofnunin veit hve margir laxar koma upp úr hverju veiðivatni og á hve marga stangardaga. Það er einfaldur og fljótlegur reikningur með nútíma- tækni (sem hlýtur að vera til á Veiði- málastofnuninni) að komast að fjölda laxa pr. stöng pr. dag, og sú á sem hefur það hlutfallið hagstæðast hlýtur að vera metáin það árið. Líka mætti reikna út meðalverð á veiði- leyfum í hverri á eftir tímabilið og hafa það með í skýrslunni svo þeir sem nenna geti reiknað út laxverðið eins og það verður að meðaltali með þessum aflabrögðum. Mig uggir að þá þætti mörgum þetta dýrmatur. á þessu ári hafa laun enn hækkað — eða rúmar 700 þúsund krónur á mán- uði. Og af 100 launahæstu mönnum ríkisins 1978 voru yfir 30 flugum- ferðarstjórar. Voru þeir þar fjöl- mennastur starfshópur ásamt yfir- læknum. Meðallaun farmanna, miðuð við 12 mánaða tímabil 1978 en fram- reiknuð til marzmánaðar sl., þar sem unnið er á sjó 8 máítuði en verið 4 mánuði í orlofi í landi, eru frá 500.000 til rúmlega 600.000 króna á mánuði. Verkfallsrétturinn stuðlar þannig að miklu launamisrétti og eflir harð- svíraðar forréttindastéttir innan laun- þegasamtakanna. í þjóðfélagi, þar sem komizt hefur á sérhæfð verkaskipting, er hér um að ræða stórfellt vandamál sem verkalýðshreyfingin leiðir hjá sér að takastá við. Verkfallsrétturinn umturnar stjórn- skipaninni Verkfallsrétturinn veldur því að hugtakið frjálsir samningar verður merkingar- og marklaust. Með beit- ingu hans er stofpað i hættu ómæld- um verðmætum sem eru ekki í neinu hlutfalli við þá hagsmuni sem verk- fallsmenn hafa af framgangi krafna sinna. Samningar sem eru gerðir við aðstæður, sem jafna má til fjárkúg- unar, eru sjaldnast haldnir — enda oftast ógerlegt — og rof þeirra naum- ast talið siðferðilega ámælisvert. Má bezt marka þetta af því að allar ríkis- stjórnir — hvort sem þær eru auð- kenndar með orðunum vinstri eða hægri — hafa gengið á gerða samn- inga eða raskað þeim með einhverj- um hætti. öll verkföll valda ómældum usla i atvinnulífi. Samningar þeir sem þvingaðir eru fram geta skipt sköpum í öUu efnahagslífi þjóðarinnar. Þetta knýr ríkisstjórnir til afskipta af gerð kjarasamninga og afleiðingin verður sú að þær bera ábyrgð á þeim í stað hinna formlegu samningsaðilja. — Þeir semja án j>ess að bera ábyrgð. Þetta leiðir svo aftur tU þess að veiga- miklar ráðstafanir í þjóðfélagsmálum eru tengdar við gerð kjarasamninga, svo sem í húsnæðismálum, skatta- málum, lifeyrismálum, dagvistunar- málum, vaxta- og verðlagsmálum, svo að eitthvað sé nefnt. Afleiðingin verður sú að stjórn- skipan landsins er stórlega raskað. Stjórnmálin eru með þessu flutt frá Alþingi og öðrum löglegum handhöfum þjóðfélagsvalds til hags- munaaðUja vinnumarkaðarins. — Og til hvers er þá verið að kjósa til Al- þingis og mynda ríkisstjómir úr þvi að aðUjar vinnumarkaðarins ráða hinum veigamestu þáttum stjórnmál- anna tU lykta? — Og það án þess að bera neina ábyrgð og án þess að nokkur trygging sé fyrir tilhlýðilegri málsmeðferð, svo sem því að ákvarð- anir séu teknar lýðræðislega. VerkfaUsrétturinn, eins og honum er beitt, brýtur niður skipulega stjómarhætti og býður heim geð- þóttastjóm. í skjóli verkfalls- réttarins dafnar frumstætt forystu- lið VerkföU eru átök þar sem afU er beitt en ekki vitsmunum. Sá sem álítur sig ráða yfir nægilegum styrk telur sig ekki þurfa að standa neinum reikningsskap gerða sinna eða bera neina ábyrgð, enda slíks ekki krafizt. Með slíkan bakhjarl verður til plagg eins og ályktun kjaramálaráð- stefhu ASÍ sem haldin var 24.—25. febrúar 1977. Þar voru bornar fram víðtækar kröfur um verulega lækkun skatta og ýmissa annarra álaga en þess jafnframt krafizt að hvergi væri slakað á opinberri þjónustu né dregið úr framlögum til félagsmála, auk þess sem niðurgreiðslur á búvörum yrðu auknar. — Sem sé: ekkert yrði hróflað við helztu útgjaldaliðum en þó krafizt einhvers óskilgreinds sparnaðar. Með bakhjarl í verkfallsréttinum Kjallarinn Sigurður Lfndal helzt þeim stjómmálamönnum, sem telja sig tala fyrir munn verkalýðs- hreyfmgarinnar, uppi að krefjast hvors tveggja: launajöfnunar og samninganna í gildi. — Þetta er ósamrýmanlegt og þá er þess jafn- framt krafizt að sumir samningar verði skertir með vísitöluþaki en aðrir standi óhaggaðir. Þeim helzt uppi að krefjast hagræðingar í fyrirtækjum og halda þvi fram að þau séu illa rek- in og jafnframt að styðja þá afstöðu launþegasamtaka að standa í móti hagræðingu, en næg dæmi eru um það. Þeim helzt uppi að segja í öðru orðinu að laun skipti litlu máli um út- gjöld atvinnurekstrarins og skuli þess vegna vera friðhelg — það fær að vísu ekki staðizt — og því segja þeir óátalið í hinu orðinu að sum laun beri að skerða með lagaboði. Með verkfallsréttinn að bakhjarli geta menn blygðunarlaust gefið rangar upplýsingar um kjör sín, meðal annars með þvi að nefna grunnlaun ein. Var sjómannadagur- inn jafnvel notaður til slíkrar iðju. Allir vita að það segir fátt sem í launatöxtum stendur. Má sem dæmi nefna að starfsmenn fríhafnar Kefla- víkurflugvallar geta í reynd haft allt að fjórföldum launum sem launa- flokkur þeirra segir til um. f frumskógi kjarasamninganna er vandalítið að leika slíkan skollaleik. Flóttinn frá raunveruleikanum Ef verkfallsstjórarnir brjóta nú odd af oflæti sínu og reyna að út- skýra og réttlæta afstöðu — sem reyndar er engin heil brú í — er flúið yfir í merkingarlaust vígorðasafn úr- eltrar og afbakaðrar þjóðfélagsrýni frá 19. öld: Hrópað er um stéttaþjóð- félag og mótsagnaeðli þess, auðstétt, eignastétt, ráðandi stétt, borgarastétt — fjandmannastétt verkalýðsstéttar- innar — allt án nokkurrar útlistunar eða heimfærslu upp á raunverulegar aðstæður — en fyrirheit gefin um stéttlaust og átakalaust þjóðfélag þar sem fólkið á allt og ræður öllu en hvergi er þó til nema sem heilaspuni draumóramanna. Með slikt vegarnesti ofbeldis- hneigðar, þekkingarleysis og draum- óra eru menn að sjálfsögðu alófærir til að takast á við nokkurn vanda. Og undir forystu manna með siíkt vegar- nesti verða lífskjör aldrei bætt. Allir menn, að undanskildum nokkrum ofsafengnum en áhrifa- miklum forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar, sjá að lífskjör verða ekki bætt með því að stöðva atvinnu- lífið og eyðileggja skipulega stjórn landsins, enda fer þá svo að lokum að ekkert verður eftir til að skipta. Ef launþegar vilja bæta lífskjör sín verða þeir að byrja á að krefja eigin forystumenn reikningsskapar gerða sinna. Sigurður Lindal prófessor. ^ „En gegn hverjum beinast verkföll? Bein- ast þau í reynd gegn atvinnurekendum?” dgjj) „Verkfallsrétturinn veldur þvi, að hug- takið frjálsir samningar verður merk- ingar- og marklaust.” ^ „Verkfallsrétturinn, eins og honum er beitt, brýtur niður skipulega stjórnar- hætti og býður heim geðþóttastjórn.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.