Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 12
12 Skólastjóra- og kennarastöóur DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. við Grunnskóla Vestmannaeyja Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við Grunnskóla Vestmannaeyja: Staða skólastjóra barnaskóla VE. Staða ySrkennara barnaskóla VE. Umsóknarfrestur til 5. júlí 1979. Staða tónmenntakennara Staða handmenntakennara Staða kennara í erlendum málum. Nokkrar stöður almennra kennara. Umsóknarfrestur til 20. júní 1979. Frekari upplýsingar veitir skólafulltrúi Vest- mannaeyja, Hermann Einarsson, sími (98)1955. Skólanefnd Vestmannaeyja Um 4 gerðir er að ræða af TD 300 og TD 400. Góð ábyrgðar-, viðgerða- og varahlutaþjónusta. Ný sending af CREDA tau- þurrkurum er komin. Pant- ana óskast vitjað. Creda tauþurrkari er nauðsynlegt hjálpartæki á nútima heimili. 20 ára farsæl reynsla sannar gæðin. Útsölustaðir: Rafha, Háaleitisbraut 68, sími 84445 Stapafell hf., Keflavík, sími 1730 Kjarni hf., Vestmannaeyjum, sími 1300 Kr. Lundberg, Norðfirði, sími 7179 og hjá okkur á Ægisgötu 7, sími sölumanna 18785. Raftækjaverslun íslands h.f. Ægisgötu 7 — Símar 17975 — 17976. Frœðslan fer fram sem hérsegir: 19. júní: kl. 09.30 og 11.00 Hvassaleitisskóli Álftamýrarskóli 21. júní: Langholtsskóli Laugarnesskóli kl. 14.00 og 15.30 kl. 09.30 og 11.00 kl. 14.00 og 15.30 Lögreglan í Reykjavík Umferðarnefnd Reykjavíkur Umferðarráð KREPPAN Atvinnulegur afturkippur varð 1974—1975 1 iðnríkjum í Vestur- Evrópu og í Norður-Ameríku og einnig í Japan. Úr honum tók að rakna á miðju ári 1975 og varð aftur atvinnuleg framvinda í löndum þess- um 1976 og 1977 þótt mun hægari væri en á sjötta og sjöunda áratugn- um að jafnaði. Mun sú framvinda hafa verið nær að þrotum komin á fyrri hluta árs 1978, nema í Banda- ríkjunum og Japan og ef til vill Ítalíu en úr henni mun hafa tognað síðar á árinu. Atvinnuleysi og vannýting tækja- kosts kom á hæla þessa afturkipps í iðnaðarlöndunum, ásamt minnkandi fjárfestingu í atvinnutækjum. Og þrátt fyrir vaxandi framleiðslu á ný hefur atvinnuleysi síðan farið vax- andi í þeim. í þúsundum talið hefur atvinnulaust fólk í Frakklandi verið eins og hér segir sex undanfarandi ár: 1973 422, 1974 600, 1975 921, 1976 930, 1977 1054 og 1978 1238. Að tiltölu hefur atvinnuleysið verið álíka mikið í öðrum löndum í Vestur- Evrópu á þessum árum, um leið og það hefur einnig orðið að miklu vandamáli í Bandaríkjunum og enn frekaríKanada. Frá þessum áratugi öndverðum hefur þannig verið viðvarandi og vax- andi kreppa í Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku eða með öðrum orðum i kapítalískum iðnaðar- löndum. Bitnar harðast á elztu iðn- greinunum Kreppan hefur bitnað harðast á elztu iðngreinum í Vestur-Evrópu, vefjaiðnaði, stáliðnaði og skipa- smíðum, sem ruddu iðnbyltingunni braut á sínum tíma. Upphaflega áttu þær viðgang sinn að talsverðum hlut að þakka sölu framleiðslu sinnar til annarra heimshluta. Nú aftur á móti verður hnignun þeirra að talsverðum hluta rakin til innflutnings frá öðrum heimshlutum. í þeim hafa þessar iðgreinar verið settar á stofn í einu landinu á eftir öðru, eftir því sem á öldina hefur liðið, víðast þó vefja- iðnaður, og hafa þær undirboðið þessar iðngreinar í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Til þess hafa þær notið lágs kaupgjalds, einkum í vefjaiðnaði, en vinna er enn stór liður í framleiðslukostnaði þeirra. Út- búnaður i þessum iðngreinum nýjum, jafnvel í vanþróuðum löndum svo- nefndum, mun sizt lakari en i gömlu iðnaðarlöndunum yfirleitt. — Og alkunna er að í nýja iðnríkinu mikla í Asíu, Japan, mun tækjakostur yfir- leitt vera nýrri, betri og meiri en i gömlu iðnaðarlöndum Vestur- Evrópu, ekki sízt stáliðnaði og skipasmíðum (iðngreinum sem vinna þarlendis nær einvörðungu úr aðfluttum efnum). Helzta orsök kreppu þessa ára- tugar er þannig tilkoma nýrra iðnsvæða i heiminum og tilfærsla viðskiptaleiða af þeim sökum. Og þar eð sú var ein orsök kreppunnar miklu á fjórða áratugnum, verður hún talin framhald hennar að nokkru leyti. Annað mál er að hún er henni miklu vægari, enda ber hana á annan veg að og viðbrögð stjórnvalda nú önnur en þá. öll kurl eru þó ekki komin til grafar. í nær öllum löndum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku er iðnaður svo skammt á veg komin að hlýða þykir að kalla þau vanþróuð. Framleiða þau nú kringum 7% af iðnvarningi til smásölu í heiminum en að nýlegu mati Rannsóknastofnunar alþjóðlegra efnahagsmála í Stokkhólmi munu þau framleiða um 20% hans í lok aldarinnar. Þá er nú reynsla fyrir að ekki er miklu erfiðara að setja upp margbrotinn nýjan iðnað í vanþróuðum löndum en gömlum iðnaðarlöndum. Af þeirri á- stæðu ugga ýmsar iðngreinar að sér í Vestur-Evrópu aðrar en bílaiðnaður. Vefjaiðnaður Vefjaiðnaður er stærsti iðnaður í Vestur-Evrópu. Beinlínis veitir hann nálega 3 milljónum manna atvinnu. Samt sem áður hefur á síðasta aldar- fjórðungi vaxið hröðum skrefum innflutningur vefjavara, einkum baðmullarvara. Svo var komið 1977 að keyptar baðmullarvörur í Vestur- Haraldur Jóhannsson Evrópu voru að 43 hundraðshlutum frá löndum 1 öðrum heimsálfum, Hong Kong, Suður-Kóreu, Indlandi, Malaysíu, BrasUíu, Kólumbíu, Egyptalandi, Singapore, Tailandi, Sri Lanka og fleirum. Að vefjaiðnaði hefur þess vegna kreppt öðrum fremur. Munu um 3.500 fyrirtæki i iðnaðinum hafa hætt störfum á síðustu 3—4 árum. Óheft viðskipti hafa verið boðorð í alþjóðlegum samþykktum um efna- hagsmál frá lokum stðari heims- styrjaldarinnar svo að stjórnvöld í Vestur-Evrópu hafa verið ófús til að setja skorður við innfiutningi vefja- landi varð halli stálbræðslnanna til þess að þær sUguðust undir skulda- bagga sínum, um 11 mUljörðum doll- ara, svo að ríkið yfirtók þær um sinn að minnsta kosti. Atvinnuleysið í Vestur-Evrópu mun örðugast viðfangs í stáUðnaðar- héruðjrnum, svo sem Charlroi í Belgíu, Saar í Vestur-Þýzkalandi, Suður-Wales og Skotlandi. Hafa stjómvöld ekki haft lag á árangurs- ríkum aðgerðum til endurreisnar stál- iðnaðinum þótt þau hafi veitt hon- um nokkra vemd og mikinn fjár- stuðning. Skipasmíðar Vandi skipasmíðaiðnaðarinser af fleiri en einum toga spunninn en hann veitir beinlínis um 215.000 mönnum atvinnu í Vestur-Evrópu. Fyrst var það að á sjötta og sjöunda áratugnum voru skipasmíðar svo miklar (eða að meðaltali um 4 milljónir lesta árlega) að kaupskipa- stóll heimsins tvövaldaðist að burðarþoli. í upphafi þessa áratugar var þess vegna vænzt samdráttar í iðnaðinum, jafnvel þótt vel áraði. Þá þegar stóð skipasmíðaiðnaðurinn i Vestur-Evrópu höllum fæti í harðnandi samkeppni við nýjar og jafnbetur búnar skipasmíðastöðvar í öðrum löndum, nær og fjær í Japan, Suður-Kóreu, Brasilíu og Póllandi. í þeirri samkeppni hefur iðnaðurinn látið á sjá. Starfsmönnum hans hefur verið fækkað um 20.000 eða um 8,5% á undanförnum 2—3 árum. Og nær iðnaðinum kann að vera gengið. • „Frá þessum áratugi öndverðum hefur þannig veriö viövarandi og vaxandi kreppa í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku eða með öðrum orðum í kapitalískum iðnaðar- löndum.” vara. En í fyrra kváðu þau svo á, eftir að þau höfðu átt viðræður við 20 viðkomandi framleiðslulanda, að innflutningur baðmullardúks og vara úr honum skyldi ekki vaxa umfram 6% nokkur næstu ár. Um svipað leyti náðu 13 stærstu fyrirtækin í Vestur-Evrópu, sem framleiða gerviþræði og vörur úr þeim, sam- komulagi um skiptingu og verndun markaðar síns. Því skammrifi fylgdi sá böggull að starfsfólki i iðngrein- inni yrði fækkað um 35.000 á næstu þremur árum. í vefjaiðnaði öllum ríkir nú bölsýni. Óttazt er að um miðjan næsta áratug hafi starfsfólki í honum fækkað um eina milljón eða þriðjung. Stáliðnaður Af stáliðnaði munu tæplega 700.000 manna hafa beinlínis atvinnu i Vestur-Evrópu. Á undanförnum árum hafa þrengingar hans verið litlu minni en vefjaiðnaðarins. Er ein ástæða þess, en naumast meginá- stæða, að stálbræðslum hefur verið komið upp i ýmsum vanþróuðum löndum, svo sem Brasilíu, Mexíkó, Suður-Kóreu og jafnvel sumum arabísku olíulandanna. Bjóða þær nú hrástál á alþjóðlegum markaði, ósjaldan á lægra verði en stál- bræðslur í gömlum iðnaðarlöndum. Stál mun hafa fallið i verði um 50% frá 1974 til 1977. Síðarnefnda árið mun halli stáliðnaðarins í Vestur-Evrópu hafa numið um 3 milljörðum dollara. Kváðust stál- bræðslumar það ár hafa tapað um 30 dollurum á hverju unnu tonni. Halli iðnaðarins kom þó ójafnt niður á framfærslulöndum. Um helming hans bar stáliðnaðurinn í Bretlandi. Þarlendis mun fæstum starfsmönnum að tiltölu hafa verið sagt upp og auk þessu eru sumar stál- bræðslufnar gamlar. Minnstan halla báru stálbræðslurnar í Vestur-Þýzka- landi en þarlendis mun flestum starfsmönnum að tiltölu hafa verið sagt upp (fram til þessa árs), til dæmis um 35.000 árið 1977. í Frakk- Horfur munu jafnvel á að á næsta áratug verði skipasmíðar í heiminum um helmingi minni en á sjötta og sjöunda áratugnum að jafnaði (eða kringum 2 milljónir lesta á ári). Ef svo fer er óttazt að þriðjungi starfs- manna skipasmíðaiðnaðar sem vefja- iðnaðar verði sagt upp vinnu. Ýmislegt hefur fram komið í ræðu og riti um afturkippinn í atvinnulífi kapítalískra iðnríkja 1974—1975, at- vinnuleysið í þeim síðan og hina hægu efnahagslegu framvindu í Vestur-Evrópu síðustu 3—4 ár. Hækkunin mikla á verði olíu 1973- 1974 var tilefni afturkippsins. Vax- andi atvinnuleysi í Vestur-Evrópu stafar ekki aðeins af hnignun elztu iðngreinanna heldur jafnframt af hægum vexti annarra atvinnuvega. Hraðari atvinnuleg framvinda í Bandaríkjunum er einvörðungu rakin til aukinnar neyzlu. Frá 1973 til 1977 minnkaði þarlendis fjárfesting í framleiðslutækjum og fasteignum, öðrum en íbúðarhúsum, um 3%, en persónuleg neyzla jókst hins vegar um 10,8%. Undir henni stóðu aðal- lega auknar lánveitingar vegna kaupa með afborgunum. í milljörðum dollúra talin nam aukning þeirra lána að meðaltali um 11,1 á ári 1971—1975 en 20,2 árið 1976 og 30,9 árið 1977. Eins víða og kreppan stendur fótum, verður ekki fyrir enda hennar séð. Að öllum líkindum mun út- breiðsla og efling iðnaðar i vanþró- uðum löndum leiða til mikillar jöfnunar lifskjara í heimi öllum áður en lýkur. Mun iðnaði hnigna af þeim sökum og lífskjör manna versna á Vesturiöndum? Eða mun iðnaður á Vesturlöndum eflast og þróast eftir sem áður? Yrði hnignun iðnaðar á Vesturlöndum til framdráttar iðnvæðingu i vanþróuðum löndum? Helzt iðnvæðing í vanþróuðum löndum í hendur við viðgang iðnaðar á Vesturlöndum hvort sem fyrir laissez-faire eða áætlun? Haraldur Jóhannsson hagfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.