Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. 13 Verð ótrú/ega hagstætt húsið Jón Loftsson hf., Hringbraut 121 Sími 28601. T^Star [ Ný sending | veggeiningar Dick Higgins les af próförk nýjustu bókar sinnar vid opnun i Suðurgötu 7. (Mynd Árni Páll). tal við Higgins. En fleira skal sagt um Fluxus. Fyrst: Starfsemin hófst í lok sjötta áratugíins og er enn viðhaldið — með uppákomum, ljóðalestri, tón- listarviðburðum — og tengslum við leikhús og alþýðlegar skemmtanir. Fluxus skaut upp kollinum hér fyrir al- vöru er Atli Heimir Sveinsson stóð fyrir því að þau skötuhjú Nam June Paik og Charlotte Moorman tróðu upp á veg- um Musica Nova árið 1%5. Þar varð sá skandall að Paik sneri berum afturenda í áhorfendur og fleira óvenjulegt gerðist. Hlaut Atli Heimir miklar kárínur fyrir vikið en Musica Nova var uppnefnt Bossa Nova. Áhrifa Fluxus gætti einnig í verkum Súmara en milli- göngumaður var Diter Rot sem var í tengslum við ýmsa Fluxusmenn er- lendis. Altmúligmaður Dick Higgins á að baki furðu fjöl- breyttan feril, m.a. tónlistarnám hjá John Cage og tónsmíðar, bókmennta- nám og ritstörf (30 bækur) og útgáfu- starfsemi, auk þess sem hann hefur fengist við gerð kvikmynda. Bandaríski rithöfundurinn Richard Kostelanetz kallar Higgins „poly- artist” eða fjöllistamann í likingu við Moholy-Nagy og van Doesburg og segir ennfremur að þótt . listsköpun hans sé óvenju margþætt þá megi finna ákveðin grundvallarviðhorf í nær öll- um verkum hans, m.a. notkun hans á sérstökum andstæðum og tilviljunum. Grafíksería hans, „7.7.73”, saman- stendur t.d. af 899 myndum sem Hígg- ins setti saman með ógnarhraða, til þess að hafa ekki tíma til að ,,kompó- sem tautaði og raulaði. Hjá honum var ég svo næsta árið. Síðar tók ég til við að kompónera með orðum og fann þá að ég þurfti á einhvers konar mynd- rænni hugsun að halda. Upp úr því varð myndlist einnig snar þáttur af því sem ég geri. Að staðna ekki Allar götur síðan hef ég haft brenn- andi áhuga á samtafli hljóða, orða og myndrænna þátta. Framleiðsla mín virðist margskipt og ósamstæð en hún er stórum heillegri en menn hafa gert sér grein fyrir.” A.I.: „Hafðirðu aldrei áhyggjur af þessari fjölhæfní — að hún gæti endað í eintómri leikmennsku?” D.H.: ,,Jú, þegarég varyngri. Ennú læt ég áhugann leiða mig hvert sem hann vill. Ég sé t.d. fram á meiri tón- smíðar á næstu árum en undanfarin ár. Það er um að gera að vera opinn og staðna ekki og lofa hlutunum að hafa sinn gang. Einhvers staðar skrifaði ég , ,Við verðum að gæta þess vandlega að hafa ekki áhrif á okkur sjálf”.” A.I.: „Segðu mér frá Fluxus.” D.H.: „Fluxus var frá byrjun með alþjóðlegu sniði, m.a. vegna þess að sumir forsvarsmenn hreyfingarinnar voru sannir heimsborgarar. George Maciunas, sem er nýlátinn, var Litháenbúi að uppruna en fluttist til Bandarikjanna. Á mínu heimili ríkti ávallt alþjóðlegt andrúmsloft, m.a. var amma mín þýsk. Enginn páfi Mönnum fannst því ósköp eðlilegt . Aðgæta siff á siálfum sér „Obirt” viðtal við DickHiggins Þegar loks kemur að því að menn setjast niður og leggja drög að sögu lista í hinum vestræna heimi síðustu tvo áratugi þá komast þeir ekki hjá því að taka meira tillit til áhrifa Fluxus hreyf- ingarinnar en gert hefur verið hingað til. Hvað var (og er) svo Fluxus? Orðið sjálft er komið úr latínu og merkir flæði, eða samruni, og á að túlka sam- vinnu listamanna frá mörgum ólíkum löndum. Einn af forkólfum hreyfingar- innar, George Maciunas, sagði um hana árið 1964: „Það væri ekki fráleitt að halda þvi fram að Fluxus sé á móti hefðbundinni og alvörugefinni list, list- stofnunum og menningarfyrirbærum. Hún andæfir einnig allri fagmennsku í listum . . . og er á móti allri þeirri list sem miðar að því að upphefja sjálfið.” Fluxus ÍSÚM Meðlimir voru allra þjóða kvikindi og meðal þeirra voru m.a. George Brecht, Maciunas, Ben Vautier, Emmett Williams, La Monte Young og Dick Higgins en sá síðastnefndi var hér staddur í síðustu viku og heldur sýn- ingu á grafíkmyndum sínum í Gallerí- inu við Suðurgötu 7. Hér á eftir fer við- nera” eðahugsaum „smekklega” upp- röðun. Higgins er stór maður og lura- legur og enginn sundurgerðarmaður í klæðaburði. Það er aðeins hárið, bundið í hnút að aftan, sem gefur til kynna sérstæðan persónuleika. Higgins talar hægt en ákveðið og við mynda- töku setur hann sig í formlegar stelling- ar. Óhemju forvitni A.I.: „Hvað cr það sem rekur þig áfram?” Dick Higgins: „Óhemjuleg forvitni um allt og alla.” A.I.: „Hvernig hefur þin listsköpun þróast?” D.H.: „Ég byrjaði eiginlega í tón- smíðum. Ég ólst upp á afar menningar- legu heimili þar sem litið var á allar listir sem sjálfsagðan hlut. Við hlust- uðum mikið á nútimatónlist, þ.e. Schoenberg, Stravinsky, Berg o.fl., og þegar ég ákvað að helga mig tónlist þá þurfti ég að finna einhverjar aðrar og ólíkar leiðir til að tjá mig. Það var ekki fyrr en á hinum fræga konsert John Cage árið 1958 að ég fékk hugljómun — hjá Cage varð ég að stúdera hvað „Forvitnin rekur mig áfram.” að flakka um heiminn og standa fyrir ýmiss konar viðburðum. Tilgangur Fluxus var sá m.a. að örva hversdags- lega en samt ástríðufulla sköpun og uppákoman varð afar hentugur miðill til þess arna. En Fluxus var afar laust í sniðum og svipar kannski svolítið til súrrealisma, nema hvað við höfðum engan páfa eins og Breton. Allir voru og eru jafnréttháir. Við hittumst nefni- lega ennþá og setjum upp uppákomur hver fyrir annan.” A.I.: „Eruð þið þá ekki lítil og hálf- dauð klika?” (Hér ygglir Higgins sig um stund en bráðnarskjótt). D.H.: „Nei, alls ekki. Menn eru enn að ganga í hópinn. Og Fluxus getur ekki dáið því hreyfingin byggist á ákveðnu hugarfari en ekki reglum. Við hittumst síðast í fyrra til að halda upp á útför Maciunas.” A.I.: „Er Fluxus pólitísk hreyfing?” D.H.: „Hún var það ekki í fyrstu en síðar hófu Beuys og aðrir að fram- kvæma pólitískar uppákomur. Mestar taugar til heimspeki Beuys stofnaði stjómmálaflokk, eins og þú veist. Svo tókum við flestallir virkan þátt í andófinu gegn Víetnam- stríðinu.” A.I.: „Hvar stendur þú sem rithöf- „Mfn bókmenntahefð er bæði alþýðleg og dyntótt...” undur? í amerískri bókmenntahefð?” D.H.: „Ég held ekki, — ekki sér- staklega. Eini ameríski rithöfundurinn sem ég finn til samkenndar með er Ger- trude Stein. Nei, ég held að ég tilheyri annarri og ennþá eldri hefð ljóðlistar sem á upptök sín löngu fýrir Krists burð. Sú hefð er bæði alþýðleg og dyntótt og fer út í orðaleiki og fantasíu. Goethe höfðar til mín, svo og þýska skáldið Morgenstern. Annars hef ég mun sterkari taugar til ýmissa heim- spekinga heldur en myndlistarmanna eða ljóðskálda. Spinoza er í uppáhaldi hjá mér, svo og Giordano Bruno, sem er hreint stórkostlegur persónuleiki. Ég er alveg hugfanginn af hugmyndum hans og er reyndar að þýða verk eftir hann af latínu.” A.I.: „Þú kannt að meta eldri mynd- list?" D.H.: „Já, biddu fyrir þér. Hvemig gæti ég afneitað henni? Þó laðast ég fremur að barokklist en öðru — fyrir það að þar koma tilfinningar lista- mannanna greinilegar í ljós. Að taka áhættu Barokkbókmenntir les ég einnig mikið, eins og þú hefur eflaust tekið eftir á upplestrinum hjá mér.” A.I.: „Hvaða nútímalistamenn hafa haft mest áhrif á þig?” D.H. (hugsar sig um): „Tvímæla- laust John Cage og svo Diter Rot. Ég dáist að því hvernig Cage hefur tekist „Stalfnismi, það er það versta að gefa öllu því sem hann gerir ákveðið svipmót. Og Diter dái ég fyrir hið sama — og fyrir það hvað hann er viljugur að taka alls kyns áhættu.” A.I.: „En hvað með Duchamp?” D.H.: „Nei, ég held ekki. Hann þurfti nefnilega að gera allt lifið að list- rænni upplifun og það er ekki fyrir mig.” A.I.: „Hvað er svo framundan hjá þér?” D.H.: „Meiri skrif og svo bókaút- gáfa. Ég hef ánægju af því sem ég geri þótt mér takist ekki að hafa ofan af fyrir mér með því. Lifibrauð hef ég af útlitshönnun bóka.” Yndisleg hús A.I.: „Hvað hræðistu helst?” D.H.: (kemur flatt upp á hann) „Ja, — ætli það sé ekki stalínismi í öllum myndum — sívaxandi tilhneiging stjórnvalda að setja menningu skorður og setja menn á bása.” A.I.: „Hvernig leggst ísland í þig?” D.H.: „Vel — þótt rignt hafi á mig allan tímann. Mér finnast litlu húsin héma yndisleg og litadýrðin kom mér á óvart. En þennan alþjóðlega arkitektúr ætti að banna (bendir á háskólabygg- ingarnar), — þær eru svo drungalegar að menn hljóta að sökkva í enn dýpri 'þunglyndi en ellaum vetur.” Mcð það látum við okkur síga niður af barnum á Hótel Sögu og höldum niður í SuðurRötu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.