Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. 15 Leiklist Frá vinstrí Elisabet Þórísdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Guðný Helgadóttir, Krístfn Knstjánsdóttir og Edda Björgvinsdóttir. hús ungra og framfarasinnaðra leik- húsmanna. Þar er ieikhópur sem um- fram allt vill og þarf að koma fólki við og koma við fólk. Manneskjur, skoðanir Það held ég líka að Blómarósir sé metnaðargjarnasta verkefni Alþýðu- leikhússins í vetur — og ef til vill er það einmitt metnaður höfundar, verks, leikhóps sem ríður sýningu þess á slig. Það er eins og eigi að gera svo fjarska margt i senn. Ólafur Haukur Símonar- son hefur áður sýnt sig leikinn og hag- orðan höfund í ljóðum sínum, söngvís- um og söguþáttum. Og í skáldsögu sinni í vetur, sem er hans veigamesta verk, reyndist hann hafa gott vald á frásagn- arformi sem kenna má við „borgara- legt raunsæi”: Vatn á myllu kölska er umfram allt hefðbundin sálfræðileg skáldsaga og ááeiluefni hennar af sið- ferðilegu tagi. Það er annars einkenni- legt hvað svonefnt „nýtt raunsæi”, sem verið hefur að ryðja sér til rúms að undanförnu í skáldsögum og leikritum, er í eðli sínu og grundvallaratriðum gamaldags, ekki bara viðhorf og skoð- anir sem verk þessi lýsa heldur líka efniviður og aðferðir þeirra. Blómarósir er verk þar sem ægir saman margvíslegum efnum, hráum og óunnum — eins og þegar kemur fram af því hvað sýningin er löng, frumsýn- ingin stóð á fjórða tima, fjarska mis- tæk og misvíg, atriði fyrir atriði og hlutverk fyrir hlutverk, full meðendur- tekningar, stagl og jag. Það er eins og Iáðst hafi að marka stefnu, skilvisa að- ferð að efnivið eða áhugaefnum leiks og sýningar, og satt að segja óskiljan- legt að Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri og hinn samvirki leikhópur skyldu láta sér lynda svo ófullnaðan leiktexta í orðræðu, byggingu, hug- myndum. Ef Alþýðuleikhúsið ætlar Blómarósum í alvöru framtíð á leikför um landið og leiksviði í Reykjavík held ég að brýnt sé að hefjast nú þegar handa um það sem auðvitað átti að vera búið að gera á æfingatímanum: skera textann miskunnarlaust niður, vinsa burt markleysu, mistök og hé- góma, en aga og fága til hlítar það sem eftir kann að standa, ef þá kynni að koma á daginn nýtilegt leikrit. Það held ég að vel geti skeð: það vantar ekki að í Blómarósum er hinum og þessum frásagnar- og leikefnum fyrir að fara. Það er nú reyndar álita- efnisatriðum, einkum ýmsum ádeilu- efnum, og með ljóðrænum innskotum og innlögðum söngvísum, stöku fárán- legum leikspildum og orðsprettum; og fleira í þeim dúr. Af þessari stílblöndu leiðir auðvitað óttalega ringulreið, sýn- ingin er löng og frásögnin margbrotin, og þótt leikmynd Þorbjargar Höskuldsdóttur sé haganlegt verk verður óneitanlega leiðigjarnt hvað oft þarf að forfæra hana vegna óhjá- kvæmilegra sviðskipta. Stytta, stytta! Hitt er þó verra hvað sýningin sjálf er misjöfn og misvíg, leikstjórnin jafn- reikul í ráði sinu og leiktextinn. Mörg atriðin eru nánast eintómur fyrirgangur og hávaði, flest þau t.d. sem gerast í verksmiðjunni þar sem kvensur eru sí- fellt að lúskra grey verkstjóranum, og raunar líka sum alvörugefin atriði sem reyna til við tilfinningalýsingu. En inn á milli koma svo skínandi vel gerð leikatriði, þar sem efni textans allt í einu fær verklega kjölfestu, sjónræna merkingu á sviðinu. Ég nefni til dæmis farsaatriði með Gísla Rúnari Jónssyni: Má forstjóra og Haraldi hagfræðing: Evert Ingólfssyni á skrifstofu og í sjón- varpi, og alveg dásamlega menn með Gísla og Eddu Hólm sem lýsa gömlum jagsömum hjónum: helviti hefðbund- ins fjölskyldulífs svo að samkvæmt eðli og innræti leiksins sjálfs sé gripið til hins allra tiltækilegasta frasa um efnið. En það eru sem sé þessi og önnur því- lík leikatriði, stöku heillega mótaðar manngervingar i einstökum hlutverk- um leiksins, sem áhorfandinn einkum ber úr býtum eftir sína löngu ströngu setu í Lindarbæ. Og þeirra vegna ör- vænti maður ekki með öllu um leikinn þrátt fyrir öll hans mistök og vanstjórn á efninu. Eins og endranær á sýningum ungra leikara er skipaður efnisfólki sem fengið hefur umtalsverða starfs- þjálfun. Það er t.a.m. eftirtektarvert hvað sex ungar leikkonur úr leiklistar- skólanum nýja komast allt á litið langt með að lýsa og persónugera verkakon- urnar sex sem leikurinn snýst um. Ég( nefni til dæmis lýsingu Guðnýjar Helgadóttur á roskinni íhaldskerlu í hópnum, Málfríði, og Kristínar Krist- jánsdóttur á Rósu stóru plastskvísu. Taka má eftir hvað miklu minna vald leikkona af ögn eldri árgerð, Sólveig Hauksdóttir, hafði á sínu efni. En víst er þung byrði á Sólveigu lögð í gervi Mörtu: það var engu líkara en allar hennar gjallandi skoðanir, hina algeng- ustu innantómu baráttufrasa, ætti i fúl- ustu alvöru að taka fyrir góða og gilda vöru. Og það er ekki alveg nógu s'nið- hygg ég að sé ljóst að í Gæfusmiðum er haldið fram raunhæfum röksemdum og skoðunum í umræðu sem fram fer utan leiksins sjálfs, höfðað til veruleika sem hver og einn áheyrandi leiksins þekkir til eða getur sannreynt. Gæfu- smiðir verður svo sem hvorki betra né verra leikrit fyrir bragðið. En aðferð þess hæfir efninu, stefnir því í snið raunhlítrar ádeilu. Efnið í Gæfusmiðum, það praktíska vandamál sem leikurinn snýst um í orði kveðnu, er í sjálfu sér ofur-einfalt og væri sjálfsagt hægt að setja það upp í reikningsdæmi og sýna með tölum. Geta tvær fráskildar húsmæður, án viðurkenndrar starfshæfni eða mennt- unar, haldið saman heimili, framfært sjálfar sig og börn sín saman, þannig að börnin fái líka nauðsynlega umönn- un á heimilinu? Leikurinn svarar þessu neitandi, og þar er ekki heldur kostur á neinni aðfenginni þjónustu sem leysi vanda þessara kvenna og barna þeirra. Það er ekki hægt að gera hvortveggja, vinna úti og vera heima. Svo einfalt er það. Engu að síður þarf að gera það. Það er óleystur vandi þeirra kvenna að leikslokum — þó hitt sé raunar vitað að þær muni leysa hann. Því að reikningsdæmið um fram- færsluna og heimilishaldið er engan veginn efni leiksins, öllu heldur aðferð hans að efni sínu. Það snýst um kon- urnar tvær í leiknum, tvær kvengerðir öllu heldur, þá ljósu og þá dökku, draumlyndu og tilfinningasömu, skyn- sömu og úrræðagóðu, og með þeim eiginmennina tvo að baki þeirra, tvenns konar hjúskaparháttu sem hvortveggja er með sínu móti dæmigerður. Báðar hafa þær beðið skipbrot. Og efnið í leiknum er eðli og ástæður þess sam- eiginlega skipbrots, sú von um mann- sæmandi líf sem þær þrátt fyrir allt bera úr býtum og hefðu ekki hreppt ellegar. „Staða konunnar” með öðrum orðum sagt: gagnrýni og ádeila á hið hefðbundna arftekna hlutverk eigin- konu, Éúsfreyju, móður sem brugðist hefur konunum í leiknum. Augljósi gallinn á ieikriti Ásu Sól- veigar er vitanlega hversu annt henni er um að reifa og rökræða vandamál, lýsa dæmigerðum kringumstæðum, orða raunhæfa skoðun. Annað efni verður í þetta sinn að lúta þessari þörf. Gísli Halldórsson leikstjóri og leikkonurnar i hlutverkunum, Steinunn Jóhannes- dóttir og Saga Jónsdóttir, heyrðist mér ekki að reyndu neitt til að andæfa þess- ari aðferð, þvert á móti lögðu þær dramatískan hita og alvöruþunga í mannlýsingarnar þar með hina alvöru- gefnu skoðun og boðun í leiknum. Fyrir vikið tókst hér lika, aldrei slíku vant, fjarska áheyrilegt útvarpsleikrit, leikur sem heldur eftirtekt og áhuga manns frá upphafi til enda og leggur skynsamleg rök til umræðu sem halda mááfram þegar leiknum er lokið. Af Ásu Sólveigu á maður að vísu annars einnig að vænta, að hún lýsi og segi frá fólki, láti tendrast og kvikna tilfinningar, verða atburði í milli þess. Lýsi Iifandi lifi. Þar er það sem vanda- málin ske. En Ása Sólveig hefur sannarlega sýnt það að aðferðir hefð- bundins raunsæis má nýta til að fjalla um viðfangsefni og veruleik sjálfra okkar, líðandi stundar — það sýna Gæfusmiðir með öðrum ritum hennar. 25stk-naíMe«r, -«vne. * t. BARNABLEIUR ÞÆGILEGAR Hvað vill barnið annað? HANDHÆGAR Hvað vill móðirin annað? Júlíus Sveinbjömsson Laugavegi 26 - Sími 20480 Blómarásir og gæfusmiðir Alþýfluleikhúsifl: BLÓMARÓSIR eftir ólaf Hauk Sbnonarson. Leikstjóri: Þórhildur Þorieifsdóttir. Leikmynd: Þorbjörg Höekuldsdóttir. Búningar: Valgerflur Bergsdóttir. Nú er tíð fyrir ádeilu — það ber að minnsta kosti róttækum rithöfundum í Þjóðviljanum og ungu og áhugasömu leikhúsfólki saman um þegar rætt er um „vanda leikhúsanna” um þessar mundir. Er það ekki að verða viðtekin skýring á hinum hraklegu örlögum Prinsessunnar í Þjóðleikhúsinu á dög- unum að sú aumingja sýning hafi „eng- um komið við”, og það hafi leikhús- gestir, aldrei slíku vant, undir eins séð og fundið? Og nú ætti að vera tíð fyrir Alþýðu- leikhúsið, hið pólitíska og róttæka leik- mál hversu vænleg sé uppistaða efnis- sins eða kjarni máls í leiknum. Mér virðist að það sé einföld melódramatísk frásögn í einhvers konar raunsæissniði af auðvaldi og verkalýð, arðráni og kúgun — annarsvegar vondum, heimskum, fullum burgeis og leppum hans og þýjum, hins vegar góðum, þjáðum, þjökuðum verkakonum sem eiga svo voða bágt. Þær ná auðvitað saman um síðir og sýnist líklegt að þær megni að rísa gegn kúgara sínum og mun þá brátt styttast í hans illa valdi. Um að gera að standa saman. Með þeim vonarorðum lýkur leik og giöðum heilbrigðum alþýðuhlátri. Upp á þetta efni er svo puntað með hreinum og beinum farsaatriðum og farsatöktum á öðrum og alvörugefnari ugt. Ef þessi sýning á að verða að leik þarf að gá að því að leikrit fjalla um fólk, efnið er manneskjur, og mann- eskju þarf dl að hafa og halda fram skoðun með raunhæfu móti. Veruleiki, líf Samtímis Blómarósum var á fimmtu- dagskvöld annað leikrit frumflutt: Gæfusmiðir eftir Ásu Sólveigu í út- varpinu. AUt þarf að bera upp á sömu stundina. Til að missa nú ekki af neinu fékk ég að hlusta á leikritið utan send- ingartíma. í Gæfusmiðum er reynt að fjalla með raunsæislegu móti um raunverulegt vandamál, kjör og hagi ógiftra údvinn- andi mæðra. Án neins frekari saman- burðar við Blómarósir Ólafs Hauks Frá vinstri Guðrún Gisladóttir og Sigríður Björnsdóttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.