Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 21
21 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. Fjölmiðlar í keppni viö skáktölvur: Mátaði tölvuna Skákmótið íPortoroz: Larsen efstur VIKAN auglýsir: Söluböm vantar i eftirtalin hverfí: HVERFI 24: HVERFI 26: HVERFI 28: Héðinsgata Hraunteigur Kleifarvegur Brekkulækur Lækjarteigur Vesturbrún Rauðiiækur Kirkjuteigur Laugarásvegur Bugðulækur Hofteigur Laugarás Leirulækur Laugateigur Laugalækur Sigtún Dalbraut Gullteigur HVERFI 25: HVERFI 27: HVERFI 29: Kirkjusandur Sporðagrunn Norðurbrún Laugarnesvegur Selvogsgrunn Austurbrún Otrateigur Jökulgrunn Dragavegur Sundlaugavegur frá Brúnavegur Kambsvegur Laugalæk að Laugav. Dvalerheimili aldr. sjóm. Hólsvegur Hrísateigur Hjaiiav. að Hólsvegi í 13 leikjum í aðeins þrettán leikjum varð banda- ríska skáktölvan mát fyrir keppanda Dagblaðsins, Hauki Helgasyni rit- stjórnarfulltrúa, þegar fulltrúar fjöl- miðlanna háðu keppni við tölvur á Hótel Loftleiðum á laugardag. Aðrar skákir tóku lengri tíma, og viða veittu tölvurnar harðvítuga keppni. Að lokum tókst þó fulltrúum allra fjölmiðlanna, nema Þjóðviljans að sigra tölvurnar. Einar Karl Haralds- son, ritstjóri Þjóðviljans tapaði fyrir tölvunni í um 30 leikjum. Baldur Hermannsson, Sjónvarpinu, vann einnig fljótt, í 15 leikjum svo og Hermann Gunnarsson, Útvarpinu, í 19 leikjum. Björn Vignir Sigurpálsson tefldi fyrir Alþýðublaðið og vann i um 40 leikjum, eftir mjög tvísýna skák. Eiríkur Eiríksson, Tímanum, átti í harðri baráttu og vann í 41 leik. Halldór Blöndal, Morgunblaðinu, fékk verri stöðu í byrjun. Skák hans varð löng og vann hann í 61 leik. Visir mætti ekki til keppni. Þeir keppendur, sem unnu, gátu gefið eina skáktölvu hver til einhvers fjögurra sjúkrahúsa, Borgarspítalans, Kleppsspítalans, Landakots eða Land- spítalans, og var dregið um, hvert tölvurnar færu hverju sinni. Þarna er um að ræða tölvur, sem kosta yfir 170 þúsund krónur, og sem verða vafalaust kærkomnar þeim mörgu skákáhuga- mönnum, er verða að gista sjúkrahús. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skák, var mótstjóri og sagðí, að i Bandaríkjunum væri styrkur talvanna, eins og þær voru stilltar i keppninni, gefinn upp sem 2000 ELO- stig. Þetta er stigagjöf, sem alþjóða- sambandið FIDE notar, og mundi jafn- gilda meistaraflokki. Jóhann sagði, að þessi stigaútreikningur allur væri mjög umdeildur. Miðað við stig, sem notuð eru hér heima, teldi hann þessa nýjustu Úrslit í 11. umferð alþjóðaskák- mótsins í Portoroz í Júgóslavíu urðu þessi: Istok Jelen (Júgóslaviu) vann Gi Jungxuan (Kína), Bruno Parma (Júgóslavíu) og landi hans Janez Barle gerðu jafntefli, Júgóslavarnir Slavoljub Marjanovic og Dragutin Sahovic gerðu jafntefli, Jan Timman (Holland) vann Gligoric (Júgóslavía), Miles (England) vann Kuzmin (Sovét- ríkin), Bent Larsen (Danmörk) vann Miguel Angel Quinteros (Argentína), Cheskovski (Sovétríkjunum) vann Bora lvkok (Júgóslavíu), skák Riblis (Ungverjalandi) og Marangunic (Júgóslavíu) var frestað. Staðan í mótinu er þessi: 1. Larsen 8.5. 2. Timman 8. 3. Ribli 7 (hefur aðeins teflt 10 skákir). 4. -5. Guinteros og Cheskovski 7. 6.-7. Kuzmin og Miles 6.5. 8.-10. Ivkov, Gligoric.og Marjan- ovic 5.5. 11.-12. ParmaogJelen5. 13. Sahovic 3. 14. Marangunic 2.5 (hefur teflt 10 skákir). 15. Barle 2.5 16. GÍ2. Þad er aðeins við dyrnar sem pláss er i frystigeymslu Isstöðvarinnar. Þarna biða tæplega 400 tonn þess að komast á Bandarikjamarkaðinn. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Alvarlegt ástand að skapast í Garðinum: Fullir frysti- klefar að stöðva fiskvinnsluna *► Haukur Helgason ritstjórnarfulltrúi Dagbiaðsins reyndist ofjari tölvunnar og lá hún eftir aðeins 13 leiki. DB-mynd Hörður. gerð af tölvu hafa 1400—1500 stig, sem jafngilti styrkleika í 1. eða 2. flokki á skákmótum hér á landi. Nescö, sem flytur inn tölvur þessar, af gerðinni Fidelity Challenger „10”, stóð fyrir mótinu á Loftleiðum. Hvernig teflir svona tölva? Sem dæmi og til gamans er birt hér skák Hauks Helgasonar og Challenger- tölvunnar. Tölvan hefur svart. 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6. 3. Rc3, Rf6 4. Bc4, Bc5 5. d3, d6. 6. h3, 0—0. 7. Bg5, Re7. 8. Bxf6, gxf6. 9. Dd2, Rc6. 10. Rd5, f5. 11. Dh6, fxe4. 12. Rf6 skák, Kh8. (Tölvan sér, að skákin er töpuð og lætur vera að fórna drottningunni). 13. Dxh7 mát. -JH. „Við getum unnið út þessa viku, en þá erum við stopp nema úr rætist með brottflutning unninnar vöru héðan,” sögðu forráðamenn ísstöðvarinnar í Gerðum i Garði er DB-menn voru þar á ferð. Er litið var inn í nýbyggðan frystiklefann var ekki smugu að sjá nema rétt fram við dyrnar. Staflað var upp undir loft meðfram veggjum og þetta litla rými sem eftir var mun fyllast í vikunni. í klefanum voru 15.000 kassar, sem hver geymir 25 kgaf fiski tilbúnum á Bandaríkjamarkað, allshátt Í400'tonn. ..Ástandið sem er að skapast vegna farmannaverkfallsins er mjög alvar- legt,” sagði Þórarinn Guðbergsson framkvæmdastjóri „og nú er orðið of seint að-fá leiguskip til að grynnka hér á áður en til stöðvunar vinnslu kemur.” Fiskvinnsluhúsin fá birgðalán, sem nemur rúmlega 70% af andvirði unninnar vöru . Afgangurinn fæst ekki fyrr en varan er komin i skip sem flytur fiskinn vestur um haf. _________________________________-ASl., „Sumargleðin” byrjar 22. júní Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, Þuríður Sigurðardóttir, Ómar Ragnarsson og Bessi Bjarnason eru um það bil að leggja af stað í ferðalag um landið þvert og endilangt með dagskrá sem þau kalla „Sumargleði”. Að þessu sinni verða heimsóttir um 30 staðir og verður byrjað í Vestmannaeyjum föstu- daginn 22. júni og endað í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 12. ágúst. -GM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.