Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 22
22 Mjög vel með farinn Subam 1600 ðrg. '78 til sölu, ekinn 21 þús. km f Reykjavík, fjörhjóladrifinn, vín- rauöur. Bfll sem hefur reynzt vel viö erfiöar aö- stæöur. BjLAKAU.P MAL ^IIL!^ -i W I li^l i; m 11 Ul; I H i l^! 11 rniiii m li i I iUiThln I . SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 KÆLIB0Xf 25 LÍTRA VERÐ KR. 7500.- Glæsibæ—Sími 30350 Sumarkjólar Fóðraðir Verðkr. 19.900L- Elízubúðin Skiphotti 5 Verö aöeins kr. 37.600.- m. söluskatti RAFHLUTIR HF. SÍÐUMÚLA 32 - SÍMI 39080 Tilvalið tæki fyrir þann sem vill framkvæma sínar virtgerrtir sjálfur. * ★ ★ ★ ★ ★ Rafsuðusett Eins árs ábyrgð Létt og fvrirferðarlltið. Power 100 amper. Tilvalið til bíla- og hoddívið- gerða. Hægt að nota við 13—15 ampera öryggi. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. ' " " ' ' I Hæfileikakeppni DB og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar: j „LÁTIÐ ÞETTA TÆKI- FÆRIYKKIIR EKKI ÚR GREIPUM GANGA” segir Birgir Gunniaugsson setn átti hugmyndina aðkeppninni BIRGIR GUNNLAUGSSON: - Utsetjarinn, Reynir Sigurðsson, segír að það megi heyra að ég ha6 einhvern tima kunnað að meðhöndla gftar! DB-mynd Ragnar Th. „Hugmyndin er orðin einna sex ára gömul. Ég hef bara aldrei haft tíma til að hleypa af stokkunum hæfileikakeppni sem þessari og hef raunar tæpast tíma núna,” sagði Birgir Gunnlaugsson hljómsveitar- stjóri í samtali við Dagblaðiö. Hann gengst ásamt Dagblaðinu fyrir hæfi- leikakeppni þeirri sem fram fer á hverju sunnudagskvöldi á Hótel Sögu í sumar. „Við, sem stöndum í dansleikja- spilamennskunni, verðum átakanlega varir við það hversu lítið úrval er af skemmtikröftum hér á landi," segir Birgir. „Þetta eru sömu andlitin ár eftir ár og nýtt fólk fær sjaldan eða aldrei tækifæri til að koma sér á framfæri. Sú staðreynd er kveikjan að því að mér datt í hug að hleypa af stokkunum hæfileikakeppni. Sjálf- sagt hefði ekkert orðið af því i ár, frekar en fyrri árin, ef dyggileg að- stoð og hvatning Konráðs Guð- mundssonar, hótelstjóra á Sögu, hefði ekki komið til, auk þess sem Dagblaðið tók vel í að kynna væntan- lega keppendur og vera með i þessum leik.” Fjölbreytt og ódýr skemmtun . Birgir Gunniaugsson sagði að allt frá því er hugmyndin að hæfileika- keppninni tók að mótast í huga hans hafi hann haft i huga fjölbreytta skemmtun og um leið ódýra. „Það sýndi sig, þegar diskódans- keppnirnar í vetur voru í fullum gangi, að sunnujdagskvöld henta vel fyrir hvers kyns keppni á skemmti- stöðunum. Hins vegar þótti mér ráð- legra að fá gestum hússins dómara- valdið í hendur fremur en að treysta á litlar dómnefndir. Helzt þyrfti að fá viðurkennda dómara erlendis frá, ef mark ætti að vera takandi á fámenn- um dómnefndum, svo að mér þótti það lýðræðislegast og skynsamlegast að láta áhorfendur og áheyrendur keppninnar skera úr um hver sé beztur á hverju kvöldi. Til að hafa fjölbreytnina sem mesta hef ég fengið Dansflokk JSB til að skemmta á hverju sunnudags- kvöldi með nýtt atriði í hvert skipi. Þá hef ég í hyggju að fá fagfólk til að sýna nýjustu hárgreiðsluna og klipp- ingamar og ef Hótel Saga fær erlenda skemmtikrafta til landsins í sumar þá skemmta þeir að sjálfsögðu á sunnudagskvöldum. Þetta skemmtiatriðaprógramm ætti að taka svo sem tvær klukku- stundir i flutningi en með stuttúm danshléum á milli fyrir gesti. Það verður ekki framreiddur matur í Súlnasalnum á sunnudagskvöldum til að gera kvöldin ekki of dýr fyrir fólk sem hefur áhuga á að fylgjast með keppninni frá upphafi til enda. — Fólk þarf aðeins að greiða venjulegt rúllugjald við innganginn.” ganginn.” Fyrsta sporið hjá Ragga Bjarna Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar hefur verið starfrækt síðan árið 1975. „Ég var reyndar byrjaður í hljóm- sveitastússinu löngu fyrr,” segir Birgir. „Ég söng fyrst með hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar á æfingu. Tildrögin að því voru þau að móðir mín bað Ragnar að athuga hvort það væri nokkurt vit í að styrkja mig til kaupa á söngkerfi. Ragnar var að sjálfsögðu jákvæður eins og venju- lega en benti á að strákurinn þyrfti að læra meira. Af því varð þó ekki því að á þessum árum vissi maður allt bezt sjálfur. Frá 1969 til ’75 lék ég síðan með ýmsum hljómsveitum, meira að segja með Bítlunum. Bítlar þessir komu þó ekki frá Liverpool heldur voru þetta gamlir kunningjar mínir, alíslenzkir. Bítlarnir störfuðu heilan vetur í Tjarnarbúð.” Hljómsveit Birgis hefur að lang- mestu leyti haldið sig við veitingahús- in í Reykjavík og nágrenni allt frá stofnun. Hún byrjaði sem tríó í Skip- hóli í Hafnarfirði. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur á staði eins og Sigtún, Þórscafé og loks á Hótel Sögu. All- an þennan tíma hefur hljómsveitin farið stækkandi. Nú starfa í henni sjö manns, þeir Gunnar Ormslev, Alfreð Alfreðsson, Reynir Sigurðsson, Gunnar Bernburg, Vilborg Reynis- dóttir, nýráðin trompetleikari, og Birgir Gunnlaugsson sem syngur og leikur á gitar — að eigin mati eins og hann komst að orði í viðtalinu við DB. „Ég lærði á gítar fyrir löngu en lagði hann svo á hilluna um sjö ára skeið. Ég byrjaði síðan aftur að gutla á hann síðastliðið haust. Útsetjari hljómsveitarinnar, Reynir Sigurðs- son, segir að það megi heyra að ég hafi einhvern tima kunnað að með- höndlagítar,” segir Birgir og hlær. Hann var að lokum spurður að því hvort hann vildi gefa væntanlegum þátttakendum í hæfileikakeppninni einhverjar ráðleggingar. „Ja, ekki nema það að þeir sem á annað borð telja sig hafa eitthvað fram að færa láti sér þetta tækifæri ekki úr greipum ganga. Nú, og síðan að þátttakendurnir taki keppnina al- varlega og mæti vel æfðir,” sagði Birgir að lokum. BÓFAHASAR Þaö erJames Bond, njósnarinn ósigrandi, sem erá dagskrá þessa dagana íTónabíói Heiti: The Spy Who Loved Me Leikstjóri: Lewis Gilbort Handrit: Christopher Wood / Richard Maibaum Kvikmyndun: Claude Renoir KHpping: John Glen Tónlist: Marvin Hamlish og Monthy Norman Gerð (Bretíandi 1977 Sýningarstaöur: TónabkS Aðalhkitverk: Roger Mooro Barbara Bach Curt JUrgens Richard Kiel James Bond ætti að vera orðinn nokkuð vel þekktur meðal íslenskra kvikmyndahúsagesta. Þessi hugar- smíði breska rithöfundarins Ian Fleming hefur verið vinsælt kvik- myndaefni sl. tvo áratugi. Flestar bækur hans hafa verið aðlagaðar hvíta tjaldinu. Segja má að Sean Connery hafi gert Bond ódauðlegan en hann lék 007 í fyrstu myndunum. Framleiðendurnir spöruðu ekkert í tilkostnaði og vöfðu efnisþráðinn inn i íburðarmikla umgjörð. Þannig fengu Bond-myndirnar á sig ákveð- inn gæðastimpil, þær voru fyrsta flokks. Loks kom að því að Connery vildi losna úr 007 hlutverkinu enda var hann orðinn Bond í augum almenn- ings. t hans stað var ráðinn tiltölú- lega óþekktur leikari, George Lazenby að nafni. En eftir fyrstu mynd sína í hlutverki Bond fékk hann þá grillu að hann væri jafnoki hans og fór að slá um sig utan hvíta tjaldsins. Framleiðendurnir losuðu sig því við hann í skyndi og fengu Roger Moore til að leika Bond. Hver verður næsti Bond? Roger Moore virðist kunna vel við sig sem 007 enda á hann 3 Bond-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.