Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. 29 Ég fékk bílinn hennar Mínu lánaðan í gærkvöldi og ók á tré. Ég vona að hún komizt ekki að því fyrr en ég er farinn. Mína frænka. Hvað kom fyrir bílinn þinn, hann virðist gersamlega í rúst. Ókukennsla og xfingatfmar. Kenni á Toyotu Cressida. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Þú greiðir aðeins þá tima sem þú ekur. Þorlákur Guðgeirsson ökukennari, símar 83344 og 35180. Ökukennsla — æfingatímar — bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626, árg. 79. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Reynslutími án skuldbindinga. Uppl. i síma 14464 og 74974. Lúðvík Eiðsson. Ökukennsla-æfingatímar. Kenni á Datsun 180B árg. 78, sérstak- lega lipran og þægilegan bil. Útvega öll prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjaðstrax. Greiðslukjör. Sigurður Gislason ökukennari, sími 75224. ökukennsla, æfingatfmar, endurhæGng. Kenni á Datsun 180B árg. 78, lipur og góður kennslubíll gerir námið létt og ánægjulegt. ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Jón Jónsson ökukennari, sími 33481. Ökukennsla-æfingatímar-hæfnisvottorð. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd í ökuskirteini óski nemandi þess. Jóhann G. Guðjónsson. Uppl. í síma 38265, 21098 og 17384. Takið eftir! Takið eftir! Ef þú erl að hugsa um að taka ökjpróf eða endurnýja gamalt þá get ég aftur bætt við nokkrum nemendum íem vilja byrja strax. Kenni á rnjög þægilegan og góðan bíl, Mazda 929. R-306. Góður ökuskóli og öll prófgögn. Einnig getur þú fengið að greiða kennsluna nteð afborgunum ef þú vilt. Nánari uppi. j síma 24158. Kristján Sigur&son öku- kennari. ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓfiU/Tfl Glerísetningar. Setjum í einfalt gler, útvegum allt efni, fljót og góð þjónusta. Uppl. i síma 24388 og heima í síma 24496. Glersalan Brynja. Opiðá laugardögum. Til sölu heimkeyrð mold og grús. Uppl. eftir kl. 6 í símu 24906. Tek að mér almenna málningarvinnu, úti sem inni, tilboð eða mæling. Uppl. í síma 76925 eftir kl. 7. Garðeigendur athugið. Tek að mér slátt og snyrtingu á einbýlis-, fjölbýlis- og fyrirtækjalóðum, geri tilboð ef óskað er, sanngjarnt verð, Guð- mundur sími 37047. Geymið auglýsing- una. j Hreingerningar Vélhreinsunt teppi í heimahúsum og stofnunum. Kraftmikil ryksuga. Uppl. í símum 84395, 28786 og 77587. Hreingerningafélagið Hólmbræður. Hreingerningar og teppahreinsun. Margra ára örugg þjónusta. Tilboð i stærri verk. Simi 51372. Hólmbræður. Hreingerningaþjónusta Stefáns Péturssonar tekur að sér hrein- gerningar á stofnunum og fyrirtækjum, einnig á einkahúsnæði. Menn með margra ára reynslu. Sími 25551. Hreingerningastöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hrein- gerninga. Einnig önnumst við teppa- og húsgagnahreinsun. Pantiði sima 19017. Ólafur Hólm. Önnumst hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnunum. Gerum einnig föst tilboð. Vandvirkt fólk með margra ára reynslu. Sími 71484 og 84017, Gunnar. Ávallt fyrstir. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitækni og sogkrafti. Þessi nýja aðferð nær jafnvel ryði, tjöru, blóði o.s.frv. Nú eins og alltaf áður tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn, sími 20888. Þrif — teppahreinsun — hreingerningar. Tökum að okkur hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum, stofnunum og fl. Einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél, sem tekur upp óhreinindin. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í síma 33049 og 85086. Haukur og Guð- mundur. Hreingerningar og teppahreinsun. Gerum hreinar íbúðir, stigaganga og stofnanir. Gerum föst tilboð ef óskað er. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. i síma 13275 og 19232. Hreingerningar sf. ökukennsla Ökukennsla—æfingatímar. Kenni á Cortinu 1600. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðmundur Haraldsson, sími 53651. Ökukennsla—æfingatímar. Kennslubifreið: Allegro árg. 78. Kennslutímar frá kl. 8 f.h. til kl. 10 e.h. Nemandi greiðir eingöngu tekna tima. Ökuskóli — prófgögn. Gísli Arnkelsson, sími 13131. Ökukennsla—Bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626 79. Hringdu og fáðu reynslutíma strax án nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Eiður H. Eiðsson, simi 71501. Ökukennsla-endurhæfing-hæfnisvottorð. Kenni á lipran og þægilegan bíl, Datsun 180B. Greiðsla aðeins fyrir lágmarks- tima við hæfi nemenda. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Greiöslu- kjör. Halldór Jónsson ökukennari, sími 32943, og hjá auglþj. DB í síma 27022. H—526 Reykt folaldakjöt kr. 990kg. Á'allteitthvað gott í matinn ..Fiskvinnsia á Suðumesjum þolir 2-3 togara til viðbótar” — Utgerð gengur vel og bjartsýni ríkir þrátt fyrir verðbölguna ,,Við aöstandendur ísstöðvarinnar í Garðinum höfum mikinn hug á að fá annan togara til að gera út og afla okkur hráefnis, en fjárhagsgeta og inn- flutningsbann á skipum hefur torveld- að framkvæmd,” sagði Þórarinn Guðbergsson framkvæmdastjóri á bryggjunni í Sandgerði á fimmtudags- morguninn, er hann fylgdist með löndun úr skuttogaranum Erlingi. isstöðin á 80% í togaranum á móti Jóni Erlingssyni í Sandgerði og fá fisk- verkunarstöðvar þessara aðila afla- magnið í sömu hlutföllum til vinnslu. „Fiskvinnslan á Suðumesjum þolir vel tvö til þrjú skip i viðbót. Það er a'ðeins yfir sumartímann meðan helgar- vinnubann er í húsunum, sem nægur fiskur er til vinnslu,” sagði Þórarinn, „en mig hryllir við haustinu þegar allt fólkið er komið úr sumarleyfum. Það hefur aldrei verið eins mikið framboð af fólki til fiskvinnslustarfa og nú”. „Við reyndum mjög til þess að fá togarann Font keyptan af ríkisábyrgða- sjóði, en þá greip fjármálaráðherra á furðulegan hátt inn í sölu þess skips og réð þvi að það var selt til Siglufjarðar. Það var einkennileg rástöfun, þar sem fjórir togarar eru þar fyrir,” sagði Þórarinn. „Ég dreg i efa að helmingur afla siglfirzku togaranna sé unnin á Islandi, svo ekki sé talað um heimahöfnina, Siglufjörð,” sagði Þórarinn. Skuttogarinn Erlingur kom með rúm 100 tonn af góðum þorski úr þess- ari 8 daga veiðiferð sem lauk á fimmtudaginn. Útgerð togarans hefur gengið mjög vel, þó gjörbylting kunni að verða nú með olíuverðshækkuninni. Þórarinn taldi að helmingur hækkunarinnar fengist bættur með þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið. Erlingur er búinn að „afplána” 25 daga af 40 daga þorskveiðibanninu og á svo eftir 30daga þorskveiðibann í júlí eða ágúst. Liðlega helmingur áhafnar hans er af Suðurnesjum en hinir úr Reykjavík og hafa sumir þeirra verið á togaranum síðan hann kom. Erlingur, sem er 299 lestir, er einn sex togara, sem gerðir eru út á Suður- nesjum. Hinir eru Aðalvík og Bergvík sem Hraðfrystistöð Keflavíkur á, Dag- stjarnan og ÓlafurJónsson sem Miðnes og Hf. Keflavík eiga og Framtíðin sem Hraðfrystistöð Ólafs Lárussonar í Keflavík á. Þórarinn kvaðst bjartsýnn á útgerð togarans, afli hefur verið að aukast bæði hvað snertir þorsk og þá ekki síður karfi og ufsaafli fyrir sunnan Reykjanes. Ráðstafanir sem gerðar hafa verið gera karfa- og ufsaveiðar mögulegar og þrátt fyrir verðbólguna er útlitið gott að dómi Þórarins. En þó yel gangi er afli togarans of lítill fyrir bæði vinnsluhúsin. -ASt. Landað úr skuttogaranum Erlingi I Sandgerðishöfn. Togarinn kom með rúm 100 tonn eftir átta daga en betur mætti ef duga ætti fyrir vinnsluhúsin. DB-mynd Ragnar Th. Sig. hHEVFIU. Simi 8 55 22

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.