Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ1979. Spáð er suðvestlægri átt í dag vostan til, rigningu öðru hverju á i Suður- og Vosturiandi en þurru að mestu loyti norðanlands. Klukkan sex í morgun var hitinn ( Reykjavflc 10 stig og rigning, Gufu-| skálar 11 stig og súld, Gattarviti 10 stig og rigning, Akureyri 7 stig og skýjað, Raufarhöfn 4 stig alskýjað, Dalatangi 4 stíg þoka, Höfn 6 stíg al- skýjað, Vestmannaeyjar 7 stíg rign- ing. Kaupmannahöfn 15 stíg lóttskýjað, Osló 15 stíg skýjað, Stokkhólmur 13 léttskýjað, London 15 alskýjað, Ham- borg 12 alskýjað, París 11 skýjað, Madrid 13 heiðskirt, Mallorka 12 lótt- skýjað, Lissabon 19 heiðskirt, New York 19 þokumóða. «/ V > Helgi Sigurður Pálsson, lögregluþjónn á Húsavik lézt 27. maí. Hann var l'æddur I3. febrúar I934 á Svalbarðs- eyri, sonur hjónanna Sófusar Páls Helgasonar og Ingibjargar Sigurrósar Sigurðardóttur. Hann kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Halldóru Hólmgrims- dóttur, 25. des. I956 og eignuðust þau sjö börn og eru sex cnn i foreldra- húsum. Helgi gerðist lögregluþjónn um tvitugt, og gegndi því starfi síðan nær samlleytt, en þrátt fyrir að hann ynni þvi starfi vel átti sjórinn alltaf eilítið í hjarta hans og stundaði hann sjómennsku þegar færi gafst. Guðmundur Guðmundsson, Olafs- firði, var fæddur 8. desember I959. Hann stundaði nám i Menntaskólanum á Akureyri og var búinn með þrjá velur. Hann lézt af slysförum ásamt föður sínum 9. júni I979. Sigurður Óla frá Þrúðvangi í Vest- mannaeyjum lézt 6. júni. Hann var fæddur 25. ágúst árið 1900 að Syðri- Bakka i Kelduhverfi, sonur hjónanna Hólmfríðar Þórarinsdóttur og Óla Jóns Kristjánssonar. Hann var yngstur sex systkina, sem nú eru öll látin og var Árni Óla blaðamaður bróðir hans, en hann lézt tæpum sólarhring á undan Sigurði. Hann fluttist árið 1920 til Vestmannaeyja og hóf störf hjá Helga Benediktssyni og siðar við skrifstofu- störf hjá Bjarma og forstjóri hjá Neta- gerð Vestmannaeyja, Stakk hf. og Fisksölusamlaginu. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Jónsdóttur frá Brautarholti, I935 og eignuðust þau 3 börn, en misstu eitt ungt að árum. Hann varð stjúpfaðir tveggja sona Ragnheiðar frá fyrra hjónabandi, og einnig ólu þau upp elztu dótturdóttur Sigurðar. Jarðarför Sigurðar var gerð frá Landakirkju á laugardag. Bjarnveig Guðjónsdóttir Seljabrckku, Mosfellssveit, lézt 14. júní. Hún verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 19. júni. Otto Jörgcnscn, fv. póst- og símastjóri, var fæddur á Seyðisfirði 13. janúar I896, sonur hjónanna Karolíne Lane Johanne Jörgensen og Anders Jörgensen bakarameistara. Otto lauk símritaprófi árið 1941. Að loknum þeim áfanga fór hann til frekara náms i fagi sínu. Hann hóf kennslu i símritun í' Reykjavík 1919. Árið I92I var hann skipaður simstjóri á Siglufirði og I925 var hann jafnframt skipaður um- dæmisstjóri Póst og síma í Siglu- fjarðarumdæmi. Otto Jörgensen kvæntist Þórunni Þórðardóttur 15. október I92l og eignuðust þau tvö börn sem bæði eru látin. Ottó lézt 9. júní og verður hann jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 1.30. Jakob Kinarsson, húsgagnabólstrari, Hátúni 8, er látinn. Hann var fæddur á Finnastöðum i Axarfirði 1894 og voru foreldrar hans Einar Þorvaldsson og Sólveig Jónsdóttir. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum, Hólmfríði Einars- dóttur frá Yztuvik á Svalbarðsströnd og Jónasi Jónssyni, en Jónas dó er Jakob var enn barn að aldri. Árið 1922 kvæntist Jakob eftirlifandi konu sinni Þórunni Elisabetu Sveinsdóttur frá Þingeyri við Dýrafjörð. Á þvi sama ári bjargaðist hann ásamt 3 félögum sín- um af þilskipinu Talisman, eftir miklar mannraunir. Hann var rúmliggjandi heilt ár eftir þennan atburð. Á Akureyri lærði Jakob húsgagna- bólstrun og vann þar við iðn sína, en llutti síðar til Hafnarfjarðar og enn síðar til Siglufjarðar. Hann var einnig um tima í Keflavík unz þau fluttu til Reykjavikur. Jakob og Þórunn eign- uðust 3 börn og eitt fósturbarn. Bjarni Bjarnason, bóndi lézt 5. júní. Hann var fæddur á Hurðarbaki í Reyk- holtsdal 30. september 1884. Foreldrar hans voru Bjarni Þorsteinsson bóndi þar og kona hans Vilborg Þórðardóttir. Bjarni kvæntist 3. október 1908 Helgu Hannesdóttur frá Deildartungu. Vorið eftir hófu þau búskap á Skáney i Reykholtsdal. Fertugur að aldri hlaut Bjarni heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. fyrir miklar og lofsverðar búnaðarframkvæmdir. Konu sína missti Bjarni 1948, en þau eignuðust 4 börn. Bjarni lærði ungur orgelleik og var organleikari við Reyk- holtskirkju í samfellt 70 ár. Hann lék á- fram á orgel í Síðumúla- ogGilsbakka- kirkjum allt fram undir nírætt og láta mun nærri að hann hafi verið kirkju- organisti í þrjá aldarfjórðunga. Gunnar Oddsteinsson lézt 3. júní. Hann var fæddur 14. júlí 1932. Hann var kvæntur Ernu Einarsdóttur, sem lifir mann sinn, og áttu þau fimm börn. Ásthildur Sæmundsdóttir, frá Gufu- skálum andaðist á Landakotsspítala 15. júní. Dagmar Friðriksdóttir, Hjallabraut 3 Hafnarftrði lézt í Vifilsstaðaspítala 11. júní. Jarðarförin verður gerð frá Foss- vogskirkju mánudaginn 25. júní kl. 15. Una Þorsteinsdóttir, sem andaðist hinn 7. júní, verður jarðsungin mánu- daginn 18. júni kl. 3 frá Fossvogs- kirkju. Hannes Ólafsson frá Söðulsholti sem andáðist 10. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. júni kl. 3 e.h. Þorgils Guðmundsson, fyrrverandi bakarameistari, Lindargötu 54, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 1.30e.h. Guðrún Ólafsdóttir og Frímann Þórðarson, Selvogsgötu 18 Hafnar- firði, verða jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 18. júni kl. kl. 1.30. Friðrikka Jónsdóttir, Selvogsgrunni 26, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 13.30. Félagsstarf Sjálfstæðisflokksins — Norðurland vestra Alþingismcnnirnir Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Siglufjörður mánudaginn 18. júni kl. 9 e.h. i Sjálf stæðishúsinu. Hofsós þriðjudaginn 19. júni kl. 9 c.h. i félagsheimil inu. Sauðárkrókur miðvikudaginn 20. júni kl. 9 e.h. i Sæborg. Blönduós fimmtudaginn 21. júni kl. 9 e.h. i félágs- heimilinu. Skagaströnd föstudaginn 22. júni kl. 9 e.h. i félags heimilinu. Hvammstangi laugardaginn 23. júni kl. 2 e.h. i félags heimilinu. öllum heimill aðgangur. Kristniboðsfélag karla Fundur verður i Kristnitxjðshúsinu Betania. Laufás- vegi 13. i kvðld. mánudag 18. júni. kl. 20.30. Baldvin Steindórsson sér um efnið. Ailir karlmcnn velkomnir. Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. Liftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafé lags Samvinnutrygginga h.f., veröa haldnir að Hótel Sögu i Reykjavik, þriðjud. 19. júni nk. og hefjast kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá verður samkvæmt sanv þykktum félaganna. Knattspyrna Mánudagur 18. juni LALGARDALSVÖLLUR Þróttur—IBK 1. deild kl. 20. AKRANESVÖLLUR , lA—KA 2. flokkur A kl. 2'o. VESTMANNAEYJAVÖLLUR IBV—Stjarnan 2. flokkur A kl. 20. KAPLAKRIKAVÖLLUR FH.Valur 2. flokkur A kl. 20. Kappreiðar hestamanna- félagsis Harðar i Kjósarsýslu verða á skeiðvelli félagsins við Arnar hamar á Kjalarnesi laugardaginn 23. júní og hefjast meðgæðingakeppni kl. 14.00. Keppt verður i: 1. Gæðingakeppni A og B. 2. Unglingakeppni 10—12 ára og 13—15 ára. 3. Unghrossakeppni. 4. Kappreiðar: 250 m skeið, 250 m stökk, 300 m stökk og 400 m stökk. Tilkynna þarf þátttöku til Péturs Hjálnissonar. s. 66164 og 19200, Hreins ólafssonar, s. 66242. Péturs Lárussonar, Káraneskoti, eða einhvers í stjórn félags ins fyrir þriðjudag 19. júni. Farfuglar 1 kvöld, mánudag 18. júni. veröur farin aukagróður setningarfcrð i Valaból. Upplýsingar á skrifstofunni Laufásvegi 41, simi 24950. Ferðafélag íslands 22. —25.júní Drangey — Skagafjarðardalir. Gist i húsi á Hofsósi. Fariö á bát til Drangeyjar. Skoðunarferð um héraðið komið m.a. við i Glaumbæ, Víðimýri, Þorgautsstöðum, Hólum og Mælifelli. Fararstjóri Sigurður Kristinsson. Um næstu helgi. Útilega i Marardal, Eiríksjökull, flugferð til Grímseyj- ar, skoðunarferö um suðurhliðar Eyjafjalla. Frá Snæfellingaf élaginu Félag Snæfellinga og Hnappdæla i Reykjavik gengst fyrir hópfcrðá bændahátíö Snæfellinga að Breiðabliki 23. júni nk. Þeir sem óska að taka þátt í ferðalaginu tilkynni þátttöku sina Þorgilsi í síma 19276 eða stjórn félagsins fyrir 17. júní nk. Háskólabíó mánudagsmynd Háskólabió býður að þessu sinni upp á nýja mynd frá Vestur-Þýzkalandi sem mánudagsmynd. Hún ber heitið Endurreisn Christu Klages (Das Zweite Erwachen der Christa Klages) og er tæplega árs gömul. Leikstjórinn er Margaretha von Trotta en hún á.að baki sér langan feril innan kvikmyndaiönaðarins þótt þetta sé frumraun hennar sem leikstjóra. Á ýngri árum sinum lék hún m.a. í fjölda mynda Fassbinders en siðan hóf hún gerð kvikmyndahandrita fyrir eigin mann sinn Volker Schloendorff sem er mjög þekktur leikstjóri i Þýzkalandi. Þá var hún aðstoðarleikstjóri og handritahöfundur að myndinni Ærumissir Katrínar Blum eftir samnefndri sögu Böll sem sýnd var í Háskólabió fyrir nokkru. Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík Þeir sem eiga eftir að tilkynna þátttöku sína í sumar- ferðinni um næstu helgi, þurfa að gera það i síðasta lagi á morgun þriðjudaginn 19. júni. Stjórn og skemmtinefnd. St. Restrup-nemendur Nemendur frá St. Restrup-lýöháskóla, Sönderholm, athugið að St. Restrup-kvöld verður haldið föstudag inn 29. júni næstkomandi að Hótel Loftleiöum og heíst kJ. 7.30 með borðhaldi. Gestir kvöldsins verða hjónin Bergljót og Svend Haugaard. Þátttaka tilkynn- ist i eftirtöldum simum: 50185 Ebba, 15802 Katla. 75307 Herdisog 52532 Inga. Bridge — TBK Sumarspilamennska TBK heldur áfram að fullum krafti. Spilað er hvert fimmtudagskvöld í Domus Medica og byrjað kl. 7.30. Glæsileg heildarverðlaun verða veitt fyrir hæstu stigagjöf i lok sumars. Verða' veitt þrenn verðlaun að upphæð samtals 200.000 kr. Sl. fimmtudag mættu 36 pör til leiks. Spilað var i 3 riðlum. Hæðstu skor hlutu: A-riðill, 16para, meðalskor210 l. Guðm. Aronsson-Jóhann Jóelsson 274 2. Sig. Ámundason-Bragi Bjarnas. 236 3.4. Sveinn Harðars.-ólafur Tryggvas. 230 3.-4. Katrin-Guðbjörg 230 B-riðill, 10-para, meðalskor 108 l. Guðlaugur Nielssen-Gisli Tryggvas. I35 2. Guðm. Hermanns.-Valur Sigurðs. 126 3. Ingólfur Böðvarss.-Guðjón Ottósson 123 C-riðill, 10-para, meðalskor 108 l. Bragi Jónsson-Dagbj. Grimsson 124 2.-3. Sveinbjörn Guðm.-Viðar Jónsson 123 2.-3. Albert Þorsteinsson-Sig. Emilsson ' 123 Hæstu menn i stigagjöf eftir 3 skipti: Guðlaugur Nielssen 9 stig Gisli Tryggvason 9 stig Valur Sigurðsson 8 stig Guðmundur Hermannsson 7 stig Samkór Selfoss „sló í gegn" í Noregi Samkór Selfoss „sló heldur betur i gegn”, ef svo má orða það, á kóramóti i Sarpsburg, skammt frá Osló, fyrr i mánuöinum. Alls söng þar 31 kór með um 800 söngvurum og þótti Samkór Selfoss, undir stjórn Björgvins Valdi- marssonar, vinsælastur. Skv. frásögnum staðarblaðs, Sarpsborg Arbeider- blad, þótti kórinn bera af fyrir hreinlegan, nákvæman og sterkan flutning á háu plani hvað tónlistarflutning áhrærir. Þá er rómaður einsöngur Sigurðar P. Bragasonar með kórnum auk þess scm klæðaburður og framkoma kórsins i útihátiðarhöldum þótti til fyrirmyndar. Umferðarfræðsla Brúðuleikhús og kvikmyndasýning fyrir 5—6 ára börn i Kópavogi. Fræðslan fer fram sem hér segir: 18. júni Kópavogsskóli kl. 09.30 og 11.00 Digranesskóli kl. 14.00 og 16.00 Lögreglan i Kópavogi. Umferðarráð. Félag farstöðvaeigenda FR deild 4 Reykjavik FR 5000 — simi 34200. Skrif stofa félagsins aðSiðumúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00—19.00. aðauki frá kl. 20.00-22.00 á fimmtu dagskvöldum. Bókhlaðan hf. hefur nýlega Outt á Laugaveg 39. Hefur neðri hæð húsnæðisins verið tekin i notkun nú þegar. Allar inn réttingar eru framleiddar innanlands og eru mjög ný- tizkulegar og skemmtilegar. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 109 — 14. júní 1979. gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Saia 1 Bandarikjadollar 341.50 342.30* 375.65 376.53* 1 Storíingapund 718.30 720.00* 790.13 792.00* 1 Kanadadollar 291.25 291.95* 320.38 321.15* 100 Danskar krónur 6197.80 6212.30* 6817.58 6833.53* 100 Norskar krónur 6571.50 6586.90 7228.65 7245.59* 100 Sœnskar krónur 7794.10 7812.40* 8573.51 8593.64* 100 Finnsk mörk 8548.20 8568.20* 9503.02 9425.02* 100 Franskir frankar 7727.60 7745.70* 8500.36 8520.27* 100 Belg.frankar 1113.65 1116.25* 1225.02 1227.88* 100 Svbsn. frankar 19746.70 19793.00* 21721.37 21772.30* 100 GyNini 16312.40 16350.60* 17943.64 17985.66* 100 V-Þýzk mörk 17884.75 17925.65* 19673.23 19719.32* 100 Lirur 40.06 40.16* 44.07 44.18* 100 Austun-. Sch. 2426.30 2432.00* 2668.93 2675.20* 100 Escudos 685.60 687.20* 754.16 755.92* 100 Pesetar 517.25 518.45* 568.98 570.30* 100 Yen 155.14 155.50 170.65 171.05* •Broyting frá sióustu skróningu. Simsvari vegna gengisskráninga 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.