Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 36
Farmannaverkfallið: r r DEILAN KOMINIHNUT Yfirmenn og vinnuveitendur höfnuðu tillögu sáttanefndar um launaliði Aigjör hnútur virðist nú vera kotninn á viðræður deiluaðiia i far- mannaverkfailinu eftir að yfirmenn og vinnuveitendur höfnuðu launalið tillögu sáttanefndar nú um helgina. „Sáttatillagan fól í sér gruríh- kaupslækkun fyrir meirihlutann,” sagði Páll Hermannsson, biaðafull- trúi farmanna, i samtali við DB í morgun. „Tillagan fól í sér of mikla út- gjaldahækkun,” sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, aftur á móti. Hann kvað vinnuveit- endur hafa því sem næst fullreynt að útilokað virtist að ná samkomulagi í deilunni. Sáttatillagan um helgina kom í kjölfar uppstokkunar á fyrri samningum þarsem m.a. varákveðið launabil á milli starfsstétta yfir- manna. Tillagan fól i sér, samkvæmt heimildum DB, að enginn hópur yfir- manna lækkaði í launum þrátt fyrir kerfisbreytinguna, en við hana munu einnig nokkrir hópar hafa hækkað. Síðar mun hafa verið bætt við 3% launahækkun auk hinnar almennu vísitöluhækkunar, sem kom á öll laun 1. júní sl. Páll Herntannsson kvað stöðuna í farmannadeilunni nú óljósa. Hann taldi að ákvörðun VSÍ að hafna alfarið sáttatillögunni styrkti grun farmanna um að vinnuveitendur hefðu aldrei ætlað að semja. Þorsteinn Pálsson kvaðst skilja ummæli Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra i þjóðhátíðarræðu í gær svo, að farmannadeiian væri k'omin á það stig að ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða. -GM/ÓG. frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 18. JUNl 1979. Einn hirt- ur úr höfninni, annar kleif Krists- kirkju Þjóðhátíðarhöldin í miðbæ Reykja- víkur fóru dável fram að dómi lög- reglumanna og þó ölvun hafi orðið töluverð er líða tók á nóttina, telja lög- reglumenn að greinilega hafi verið minna um slíkt en t.d. í fyrra. Dansi lauk kl. 23.30 en mannfjöldi var í mið- borginni állt fram til klukkan 4 í nótt. Það var ekki fyrr en undir klukkan 2 að ölvunar og óláta tók að gæta að ráði. Miðborgarlögreglumenn tóku 16 manns úr umferð og aðalstöðvarmenn 8. Er það dómur lögreglumanna að betra sé að hafa hátíðahöldin á einum stað en dreifa þeim um borgina. Ekki kom til alvarlegra óhappa eða slysa. Ýmsir höfðu kúnstir í frammi. Einn var hirtur úr höfninni, í þriðja sinn á skömmum tíma, en hann gerir ætíð tilraun til að synda til hafs er draga á hann upp úr. Það var lögreglu- maður sem stakk sér í sjóinn og náði honum. Annar klifraði um 5 metra upp vegg Landakotskirkju, varð þar fóta- skortur og féll niður. Meiðsli urðu ekki alvarleg. Úti um land fóru hátíðarhöldin vel fram en voru víða fásótt vegna veðurs. Drykkja var þar lítil og varla umtals- verð. -ASt. FÍúgíéÍðír leigja Hercules- flugvél Um hádegisbil i dag var væntanleg til Keflavíkurflugvallar stór flutningaflug- vél af Herculesgerð, full af vörum á vegum Flugleiða. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða kemur Hercu- lesvélin frá Kaupmannahöfn með 27 tonn,- en í Kaupmannahöfn hefur safnazt fyrir mikið af vörum og þvi var brugðið á það ráð að leigja burðar- mikla flutningavél. „Við höfum orðið að taka okkar eigin vélar að miklu leyti í farþegaflug eftir að tían stoppaði,” sagði Sveinn,” en þó eru allar lestar vélanna alltaf fullar. Ég veit ekki um framhald þessara leiguflutninga, það fer að miklu leyti eftir þróun verkfallsmála hér innan landssagði Sveinn.” -JH. Brenndist á höndum íbaráttu við eld Klukkan 18.30 á laugardaginn var tilkynnt um eld i kjallaraherbergi að Túngötu 16 i Kefiavík. Talið er ljóst að kviknað hafi i út frá rafmagnsofni sem í sambandi var. Maður er í herberginu bjó gerði tilraunir til að slökkva eldinn og brenndist við það á höndum. Var hann fluttur í sjúkrahús en meiðsli hans eru ekki talin verulega alvarleg. Ekki varð tjón nema í þessu eina her- bergi hússins og eldur þar fljótlega slökktur. Nokkurn reyk lagði upp húsið sem er þrjár hæðir og býr i því fjöldi fólks. -ASt. Ekkiíhálfaog ekki íheila... — voru Rússarnir bara „soldið” ergilegir Engu var líkara en fánavörður sovézka sendiráðsins i Reykjavík hefði verið að koma af þjóðhátíðarballi í gærmorgun, þegar hann dró fána rikis síns að húni í tilefni 17. júní. Fáninn var öfugur á stönginni og oáðist ekki upp í topp. Ekki var hann þó nægiiega neðarlega til að vera í hálfa stöng, svo ekki var verið að syrgja i sovézka sendiráðinu í gær. Þeir hafa kannski verið pínulítið daprir. . . í gærkvöld var búið að snúa fánanum við og draga hann að húni. -ÓV/DB-mynd: Sv. Þorm. Rally Cross Bifreiðaíþróttaklúbbsins: BEYGT A EINU HJOLI Það var barizt hart um fyrsta sætið í Rally Cross keppni BlKR sem haldin var á laugardaginn við Móa á Kjalarnesi. Herbert Hauksson hékk I skottinu á VW Árna Árnasonar alla keppnina og tókst að þröngva sér fram fyrir hann á síðasta hringnum og vinna. DB-mynd: Jóhann Kristjánsson. HÖFUM EKKISTOUÐ UFSAMARKAÐINUM AF ÍSLENDINGUM — segir framkvæmdastjóri Fiskasölunnar íFæreyjum sem vill samvinnu um Spánar- og Grikklandsmarkað Talsmenn færeyskra saliliskseljenda kenna áhugaleysi íslendinga um að ekki hefur tekizt samvinna um sölu á saltfiski til Spánar og Grikklands. Kemur þetta fram í viðtali við Birgi' Danielsen framkvæmdastjóra Fær- eysku Fiskasölunnar. Telur Birgir að þar sé fullkominn grundvöllur fyrir samvinnu en aftur á móti sé um mikla samkeppni að ræða á vestur-þýzka markaðinum en þar selja bæði íslend- ingar og Færeyingar söltuð ufsaflök. Birgir DanielSen sagði það ekki rétt sem færeyska útvarpið hefði sagt frá nýlega að Færeyingum hefði tekizt að ná vestur-þýzka ufsaflakamarkaðnum af íslendingum vegna verkfalls far- manna á íslandi. Hann sagði að ekki hefði verið seldur saltaður ufsi til Vestur-Þýzkalands síðan í byrjun þessa árs. -GS. HRAPAÐIFRANIAF 60 METRA BJARGI0G LÉZT Öllum þjóðhátíðarhöldum á Húsavík af lýst vegna hörmulegs slyss Ellefu ára gamall Húsvíkingur féll fram af Háhöfða á þjóðhátíðardag- inn. Á slysstaðnum, rétt fyrir norðan vitann er höfðinn hvað hæstur og um 50—60 metra fall niður í fjöru. Þar var drengurinn látinn er að var komið, en í fjöruna þangað verður vart komizt nema af sjó. Tveir jafnaldrar voru að leik í Há- höfðanum og talið að þeir hafi verið að huga að hreiðri. Jarðvegssylla gaf sig er drengirnir stigu á hana, annar fór niður með henni en hinn komst upp. Kom hann hlaupandi á lögreglu- stöðina klukkan 15.03 og tilkynnti hvað skeð hafði. Sá er fram af féll sást liggjandi í fjörunni og ekkert lífsmark með hon- um. Bátur var skammt frá i björg- unarskýlinu og er að var komið virtist sem drengurinn hefði látizt sam- stundis. Öllum þjóðhátíðarhöldum á Húsa- vík var aflýst vegna þessa slyss. Nafn drengsins sem lét lifið verður ekki birtaðsvostöddu. Tvívegis áður hafa drengir hrapað í Háhöfða en lifað fallið. Bæði urðu þau slys þar sem bjargið er lægra og i síðara tilfellinu lenti sá er hrapaði i ruslahaug og slapp með skrámur einar. Þá var rætt um girðingu á höfðanum, en úr framkvæmdum hefur ekki orðið enda menn ekki á eitt sáttir um gagnsemi slíkrar fram- kvæmdar. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.