Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. Slaklegt réttarfar fjölgar glæpum — hugleiöing um dómsmál Hæstiréttur. Bréfritari varpar fram þeirri hugmynd að íslenzkir dómstólar dæmi verstu afbrotamenn til dauða, öðrum til varnaðar. Rúnar Kristjánsson skritar: Það má víst sitthvað segja um ver- aldlegt ástand mála hjá okkur Frón- verjum, frá degi til dags. Það virðist sem Nemesis, hin ógnvekjandi ör- lagagyðja, sé í sterkum hug til þess að draga upp á yfirborðið allt hið spillta og úrkynjaða kerfi sem hefur við- gengizt í undirheimapólitík landsins, hver veit hvað lengi. Svipa réttvísinn- ar hefur aldrei hvinið svo mjög yfir höfðum íslenzkra sakamanna, eftir að innlendir menn tóku við stjórnar- taumunum, og þó að sjálfsagt sé að meðhöndla sakamenn mannúðlega, þá er samt engin ástæða til að skapa þeim aðstöðu til Iúxuslífs í þeim stofnunum hérlendis, sem eiga að heita fangelsi. Það er að minnsta kosti alls ekki réttarfarinu i landinu til framdráttar, að fangelsin séu þannig úr garði gerð, að menn bók- staflega brjótist inn í þau, til að fá að vera þar. Á þessum síðustu og verstu timum i sögu réttarfars lýðveldislimans, er það eins og hnefahögg í andlit hvers' löghlýðins borgara þessa lands að heyra til dæmis yfirlýsingar í fjöl- miðlum, um að refsingar séu þegar nægilega þungar og að sjö ára fang- elsisvist sé langur tími. Það væri ef til vill ekki ástæða til að hugleiða svo fá- fengilegar yfirlýsingar nánar, ef svo vildi ekki til, að slíkar hugmyndir væru framsettar af yfirvaldi dóms- málanna. Það er í fyllsta máta hugg- unarríkt fyrir þá sem sitja í fangels- um þessa lands, fyrir hina og þessa glæpi, að heyra slíkan fagnaðarboð- skap af vörum æðstaráðsins í þessum málum, og það er lítill vafi á því, að á næstu árum munum við ala upp all- efnilega kynslóð afbrotamanna og gangstera, ef fer ..em horfir með þróunina í þessu þjóðfélagslega vandamáli. Dauðarefsing er viðvörun Hver þjóð elur mi> in.dismenn, en sú þjóð sem er svo lánsöm að ala sem fæsta slíka menn, hún kemur til með að lifa og búa við betri skilyrði en aðrar þjóðir. Mönnum ber að refsa fyrir afbrot og dauðarefsing er alls ekki hlutur sem ósamrýmanlegur er nútíma þjóðfélagi, dauðarefsing er viðvörun sem verður að vera fyrir hendi, því annars er armur réttlætis- gyðjunnar máttvana, en hún er og á að vera öðrum þræði refsigyðja lika. Slaklegt réttarfar hlýtur að bjóða heim örari tíðni glæpa. Flestum mönnum er annt um líf sitt, og það á ekki hvað sízt við um glæpamenn, sem yfirleitt eru gagnteknir sjálfs- hyggju. Af því leiðir, að það virkar sterkast á slíka menn að hóta þvi að taka það af þeim sem þeim er kærast, ef þeir halda sig ekki á því plani sem samrýmist lögum og reglu. Það er kaldhæðnisleg staðreynd, að margir sem settir eru til þess að lesa öðrum laganna bókstaf, eru sjálfir blindir á þann stóra staf. Það er ef til vill ekki við öðru að búast í þjóðfélagi sem tekur mið af Washington í stjórnar- fari, Capitol í þingræði og Pentagon í dulbúinni ofbeldisstefnu í skjóli lýð- ræðis. Ef til vill er það svo, að við íslend- ingar höfum það mikið álit á okkur sjálfum, að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við getum verið litlir í augum annarra þjóða, sem fylgjast með framvindu mála hér- lendis. Það er auðvitað skýlaus réttur hverrar þjóðar að ráða málum sínum eftir eigin vilja, í fullu frelsi án allra þvingana, en samt sem áður þarf að taka visst mið af öðrum þjóðum, gera samanburð, taka það til fyrir- myndar sem fyrirmynd er, og stuðla þannig með öllum ráðum að því að heilbrigð viðhorf ráði förinni i þróun samfélagsins. Þrengingar réttarkerfisins Hin neikvæðu öfl verður að kveða niður, því þar sem þau ráða, þar á sér stað öfugþróun sem eitrar út frá sér og sýkir heilbrigða þætti smám saman. Jón skráveifa er enn á ferli í dag og fer víða, en nú virðist enginn pjersónugervingur Grundar-Helgu fyrir hendi til þess að tortíma þý- lyndishætti landans og leiða hann á rétta braut til aukins manngildis. íslenzkt réttarfar hefur gengið í gegnum margs konar þrengingar og oft staðið tæpt að það héldist á grundvelli lýðræðis. Grundvallarsannindi hafa vikið fyrir flóknum vef smáatriða sem hafa fært slíka ringulreið yfir dómsmála- kerfið hvað eftir annað, að þar hefur stundum ekki virzt standa steinn yfir steini. Það virðist þó eðlileg framvinda í refsilöggjöf hverrar þjóðar, að hver einstaklingur sem gerir sig sekan um að svipta annan einstakling lífi, verði: að gjalda fyrir slíkan glæp, annað- hvort með eigin lífi eða algerri frelsis- skerðingu. Það virðist eina raunhæfa viðvörunin frá laganna hendi, til verndar samfélaginu. Sjö ár geta verið löng fyrir sak- borning í fangelsi, en ástvinir sem misst hafa líf úr fjölskyldu sinni af völdum slíks manns fá það ekki bætt, ekki á sjö árum, ekki á sjötíu árum, ekki um eilifð. Því hlýtur það að telj- ast réttlætiskrafa, að fólk sem hefur orðið fyrir slíkum missi, þurfi ekki að eiga það á hættu að mæta þeim sem skapaði því þann missi, sem alfrjáls- um manni á götu eftir nokkur ár. Aftökur höfðu áhrif Löghlýðni almennings hefur ekki alltaf verið mikil hér á landi, síður en svo. Til dæmis má nefna ástandið í þeim efnum hér í Húnavatnssýslu, um það leyti sem aftökurnar í Vatns- dalshólum fóru fram. Þá var við lýði mikið virðingarleysi gagnvart yfir- völdunum, og lög og regla voru hug- tök sem voru almennri hugsun býsna fjarlæg. En aftökurnar höfðu mikil áhrif og bættu sannarlega það ástand sem ríkt hafði. Það hafði líka sitt að segja, að hin seku iðruðust innilega glæps síns og létu það greinilega í ljós. Fólk sá, eftir aftökurnar, að yfir- völdin gátu bitið frá sér, virðing manna fyrir skeleggum starfsháttum hins opinbera óx og skapaði jafn- framt betri og agaðri sjálfsstjórn ein- staklinganna. Svipa réttvisinnar hafði talað. Vestræn þjóðfélög hafa lagt sig í líma við það síðustu áratugi að finna leiðir sem skilað gætu sama ávinningi og refsilöggjöf sem gerir ráð fyrir líflátshegningu. Allir hugsanlegir sérfræðingar hafa verið tilkvaddir og ótaldir eru þeir snillingsheilarnir sem hafa verið lagðir í bleyti til að reyna að finna lausn á hinum réttarfarslegu vanda- málum. Mönnum þykir hart að þurfa að dæma aðra til dauða í nafni samfélagsheildarinnar, en þeim yfir- sést gjarnan sú staðreynd, að þeir V sem vinna til slíks dóms, hafa einmitt tekið sér slíkt dómsvald sjálfir. Mörgum þykir líflátshegning fárán- legt fyrirbrigði nú á tímum og leiðan arf úr fortíðinni sem beri að afnema. „Óhrein öfl að handan” Hún hefur líka viða verið afnumin, en afleiðingin er hröð aukningglæpa. Sumar þjóðir hafa tileinkað sér fast- mótaða aftökutækni og telja allar aðrar aðferðir miklu lakari. Þannig halda Bandaríkjamenn fram kostum rafmagnsstólsins, Frakkar dásama fallöxina og Bretar eiga engin orð yfir ágæti snörunnar. Það má vafalaust endalaust deila um hver aðferðin sé réttust út frá mannúðlegu sjónar- miði, en til grundvallar þarf fyrst og fremst að liggja sú staðreynd, að refs- ing fyrir glæp sem er það alvarlegur að hann krefst aftöku sakbornings- ins, felst í sviptingu lífs hans, en ekki þjáningum hans. Þar af leiðir, að bezta aðferðin er sú skjótvirkasta og þjáningalausasta. í dag er það viðtek- in regla, þegar einhver fremur glæp, hvort sem um er að ræða morð, manndráp, ofbeldisárásir margs konar eða eitthvað í líkingu við slíkar athafnir, að þá er kallaður saman her manna, sálfræðingar, læknar, lög- fræðingar, prestar, erfðafræðingar og jafnvel miðlar, til þess að taka hið heillandi rannsóknarefni fyrir, hinn glænýja glæpamann. Hann er látinn sæta geðrannsókn, síðan þylur hann presti raunasögu sína, sálfræðingur finnur brotalömina í honum, læknir grefur upp sjúkdóm sem þjáir hann og gerir hann annað veifið óábyrgan gerða sinna, erfðafræðingur finnur ástæður fyrir ofbeldishneigð hans með því að rannsaka ætt hans og komast að því að einn forfaðir hans var misindismaður á sextándu öld, miðill komst að því að óhrein öfl að handan eru að gera aumingja mann- inn vitlausan, lögfræðingur sýnir fram á, að slæmar þjóðfélagsað- stæður séu meginorsök glæpsins, og þannig fer að lokum, að framinn glæpur hverfur í hafróti upplýsinga sem allar virðast réttlæta hann. Glæpamaðurinn verður píslarvottur, rétturinn sýknar hann, lögfræðingur hans fær sína þóknun, hinir fá hrós og auknar vegtyllur fyrir skarp- skyggni, síðan gengur hinn hvítþvegni út sem frjáls maður, til móts við næsta glæp. En er það þessi þróun sem við viijum, er samúð okkar svo öfugsnúin að hún beinist að glæpa- manninum en ekki fórnarlambi hans? Nei, við skulum öll gera okkur grein fyrir því, að heilbrigð viðhorf hvers samfélags munu étast upp af sjálfu sér, ef slík þróun á að ráða för- inni. Það er full ástæða til þess að hver og einn hugleiði þessi mál í al- vöru, því að bresti festu réttarkerfis- ins i landinu, þá er fjandinn laus. Því sé það von okkar allra, að framvegis verði unnið markvisst að eflingu lög- reglunnar, að hún starfi nákvæmlega í réttum anda og öðlist þá tiltrú og þá virðingu meðal almennings í land inu, sem henni er lífsnauðsyn, eigi hún að geta gegnt störfum sínum með eðlilegum hætti. Raddir lesenda VIKAN auglýsir: Söluböm vantar i eftirtalin hverfi: HVERFI 24: HVERFI 26: HVERFI 28: Héðinsgata Hraunteigur Kleifarvegur Brekkulækur Lækjarteigur Vesturbrún Rauðilækur Kirkjuteigur Laugarásvegur Bugðu/ækur Hofteigur Laugarás Leiru/ækur Laugateigur Laugalækur Sigtún Dalbraut Gullteigur HVERFI 25: HVERFI 27: HVERFI 29: Kirkjusandur Sporðagrunn Norðurbrún Laugarnesvegur Se/vogsgrunn Austurbrún Otrateigur Jökulgrunn Dragavegur Sundlaugavegur frá Brúnavegur Kambsvegur Lauga/æk að Laugav. D valerheimili a/dr. sjóm. Hólsvegur Hrísateigur Hjallav. að Hó/svegi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.