Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. Verzlið fyrir gengisbreytingu Þessi gullfallegi Audi 100 GLS ðrg. 1977 var að komá inn. Ekinn 31 þús. km, mest á malbiki. Litaðar rúður. Útvarp og segulband. Mjög snyrtílegur og fallegur. iiiiiiilii ! ! íi m BILAKAllP Í^lfliiiilnHliiiiffmJiiiiliiJ^ifiilWiriTllimiiniimiliffiilfflllliiiiffiiiifiHliÍÍíil SKEIFAN 5 — SlMAR 86010 og 86030 Verz/unareigendur Innkaupastjórar! HÚLA-HOPP- HRINGIR í úrvali, allir litir og stœröir. UppL ísíma 731'87. HÚSTJÖLD Glæsibæ—Sími 30350 Laugavegi 188. Notaðir bílar með sérstaklega hagstæðum kjörum Wagoneer Custom árg. 77, ekinn 50.000 km, 8 cyl., sjálfsk. meöQuadra track. Sunbeam DL Hornet árg. 74, ekinn 53.000 km. árg. 74, ekinn 140.000 km Hunter GL árg. 74, ekinn 67.000 km. Góöur bíll. Escort árg. 73, ekinn 87.000 km. Lancer 1400 GL árg. 78, sjálfsk., ekinn aöeins 6.500 km. Sem nýr. Sunbeam 1600 station árg. 73. Chevrolet Impala árg. 71,8 cyl., sjálfsk., ekinn 112.000 km. Saab 96 árg. 72, ekinn 78.000 km. Willys árg. ’64, meö húsi, 8 cyl., hækkaður. Wagoneer Custom árg. ’7J., ekinn 88.000 km, 8 cyl., sjálfsk., vökvastýri, aflhemlar. Willy's Jeep 4 cyl. árg. ’64, uppgerður. Blæjur. Toppbíll. Volvo 144 árg. 72, sjálfsk., 4ra dyra, góður bíll. Volkswagen 1600 Fastback árg. 73, sjálfsk., ekinn 76.000 km. Washington: Carterhefur baráttu fyrir Saltsamþykkt —aðeins þrjátíu og fimm þingmenn traustir fylgjendur samkomulagsins og þrjátíu algjörlega á máti Aðeins þrettán klukkustundum eftir að Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti fór frá Vín eftir fund sinn með Brésnef forseta Sovétríkjanna ávarp- aði hann fulltrúadeild Bandaríkja- þings. Þar var meginerindið að ítreka nauðsyn þess að þingið fullgilti hið svonefnda Salt II samkomulag. Var það formlega undirritað af stórvelda- leiðtogunum tveim á fundi þeirra í Vín. Jimmy Carter sagðist mundu berj- ast með kjafti og klóm fyrir full- gildingu samkomulagsins og ræða um það við hvern þann landa sinn, sem á hann vildi hlusta. Tveir þriðju hlutar þingmanna öldungadeildar- innar þurfa að samþykkja samkomu- lagið svo það öðlist fullt gildi. Á kjarnorkuöld er það hinn beiski sannleikur að Bandaríkin og Sovét- ríkin verða að lifa í friði en að öðrum kosti tortímast, sagði Bandaríkjafor- seti í ræðu sinni í gær. Ræðu forset- ans var sjónvarpað beint úr fundarsal fulltrúadeildarinnar. Jimmy Carter sagði í ræðu sinni að kannski ætti Salt II samkomulagið eftir að verða einn umdeildasti samn- ingur sem gerður hefði verið um langt skeið. Þess vegna mundi hann, for- setinn, gera allt sem í hans valdi stæði til að sem flestir landar hans kynntust efni hans. Ljóst er talið að Jimmy Carter verði að leggja allt af mörkum til að fá tvo þriðju hluta þingmanna öld- ungadeildarinnar til að samþykkja samkomulagið. Þingmenn þar eru hundrað og samkvæmt könnun, sem gerð hefur verið eru aðeins taldir þar þrjátíu og fimm öruggir stuðnings- menn samningsins, tuttugu og einn til tuttugu og fimm voru frekar hlynntir honum en ekki ákveðnir. Síðan eru tíu öldungadeildarþingmenn sem eru algjörlega óákveðnir í afstöðu sinni og að minnsta kostí eru þrjátíu al- gjörlega andvígir Salt II samkomu- laginu. t kjöllurum og skúmaskotum byggingar þeirrar sem hýsti leynilögreglu Idi Amins fyrrum forseta Uganda var ýmislegt óhugnanlegt að sjá er að var komið að loknum valdadögum hans. t einu horninu fundust mcðal annars tvær fötur, sem reyndust þegar nánar var að gáð fullar af mannablóði. Sviss: DC-l 0 þotunum leyft aö fíjúga í dag gæti verið að fyrstu flugfar- þegarnir færu á loft um borð í DC-10 farþegaþotunum, sem ekki hafa flogið áætíunarflug síðan skömmu eftír að ein þeirra fórst við Chicago í fyrra mánuöi. Sérfræðingar komust í gær að samkomulagi um sérstakt eftirlits- og viðhaldskerfi, sem sviss- nesk yfirvöld féllust samstundis á og afléttu þar með banni á flug DC-10 þotna svissneska flugfélagsins Swiss- air. Meira en tvö hundruð, og sjötíu þotur af gerðinni DC-IO hafa nú verið í flugbanni í nærri tvær vikur. Undir venjulegum kringumstæðum hafa þær flutt rúmlega hundrað þús- und farþega dag hvern á milli staða víðs vegar um heiminn. Talið er líklegt að flugstjórnir ann- arra landa muni fylgja í fótspor Svisslendinga í þessum efnum og leyfa flug með DC-IO þotum. í ■hverju tilviki er ákvörðunarvaldið í höndum hvers einstaks rikis. Að sögn flugyfirvalda i Bandaríkj- unum mun bann við flugi DC-10 þotnanna þar i landi gilda enn um hríð. Segjast þarlendir ætía að kanna málið til fullnustu þar til lokaákvörð- un verði tekin. Þeim DC-10 þotum, sem fá flugheimildir ríkisstjóra við- komandi landa verður heimilað að fljúga yfir Bandaríkin en ekki að lenda þar. Þar af leiðandi gildir flug- leyfi Swissair ekki um flug til Banda- ríkjanna. Hinar nýju eftírlits- og viðhalds- reglur, sem evrópsk flugyfirvöld hafa ákveðið að taka í notkun voru ákveðnar í samráði við framleið- endur þotnanna McDonnel Douglas flugvélaverksmiðjumar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.