Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. Erlendar fréttir ÓLAFUR GEIRSSON I REUTER i Jamaica: Þrjátíuogtveir farastíflóðum Þrjátíu og tveir hafa fundizt drukkn- aðir eftir mestu flóð í sögu Jamaica í Karabiska hafinu. Auk þess er enn nokkurra saknað. Flóðin komu eftir miklar rigningar í síðustu viku en þá misstu þúsundir manna heimili sín. Portúgal: 140 MILUON DOLLr ARA FYRIR HER- STÖD Á AZOREYJUM Bandaríkin og Portúgal gengu í gær frá endurnýjun samkomulags um afnotarétt Bandaríkjamanna á herstöð á Azoreyjum í Atlantshafi. Við kvöldverðarboð, sem Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, var haldið í boði portúgalska utanríkisráðherrans sagði Vance að þessi samningur ríkjanna væri í sama anda og Salt II samkomulag Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Samkvæmt samkomulaginu fá Bandaríkjamenn rétt til að nota her- stöðina fram til ársins 1983. Að endurgjaldi kemur 140 milljón doll- ara framlag. Jafngildir það um það bil fjörutíu og átta milljörðum ís- lenzkra króna. Verður hluta fjárins varið til að styrkja Portúgali á hern- aðarsviðinu en hinn hlutinn verður lagður fram sem efnahagsaðstoð. Herstöðin á Azorereyjum er notuð af bandaríska flughemum til að hafa eftirlit með hreyfingum sovézkra kaf- báta á Atlantshafinu. Einnig milli- lenda flutningaflugvélar á eyjunum á leið sinni með birgðir til bandarískra herja í Evrópu, auk þess sem sjötti flotinn bandaríski fær þar nokkra Iþjónustu. Hann er staðsettur á Mið- jarðarhafinu. Noregur: HOFUMGRÆTT ÁLAUNA-OG VERÐLAGS- TlRLTTl Noregur hefur haft gagn af þeim ráð- stöfunum, sem verið hafa i gildi að undanförnu í þá átt að hafa eftirlit og stjórn á verðlagi og kaupgjaldi, segir Odvar Nordli forsætisráðherra lands- ins. Hafi þessar ráðstafanir gert sitt gagn þrátt fyrir þau áhrif, sem þær hafi á frjálsan markaðsbúskap. Nordli sagði þetta í ræðu sem hann flutti í gær í San Francisco i Kaliforníu en þar er hann í opinberu ferðalagi . Forsætisráðherrann sagði að tekizt hefði að draga úr verðbólgu um nærri því fimm af hundraði á síðustu tólf mánuðum. Þetta hefði tekizt þrátt fyrir þá stefnu norsku stjórnarinnar að tryggja jafnframt fulla atvinnu, sem hefði tekizt. Atvinnuleysið hefði aldrei farið fram úr því að vera á milli einn og tveir af hundraði. Vegna þess að ræða norska forsætis- ráðherrans var haldin í Bandaríkjunum tók hann það sérstaklega fram að Norðmenn stefndu að auknum útflutn- ingi þangað vestur. Bandaríkin væru nú í fjórða sæti þeirra ríkja sem selja vörur til Noregs. Sagði Nordli að ætlunin væri að setja á fót nokkrar norskar söluskrifstofur i Bandaríkjun- um innan skamms. Aðspurður vildi forsætisráðherrann ekki segja nánar um hvenær slíkar skrifstofur yrðu settar á fót. HongKong: FLÓTTAMENN ENDURSENNR Yfirvöld i Hong Kong eru nú búin að fá sig fullsödd á stöðugum straumi flóttamanna frá Kina til borgrikisins. Um það bil þrjú þúsund manns voru gripin við tilraunir til að komast til borgarinnar i síðustu viku en fjörutiu og fjórum þúsundum hefur verið snúið við til Kína það sem af er þessu ári. Yfirvöld i Kína og þá sérstaklega i suður- hluta landsins, hafa nú hafið áróður meðal fólks að hætta þessum flóttatilraunum. Myndin sýnir kínverska flóttamenn, sem verið er að snúa til baka, fá matarbita áður en lagt er í hann. r IjPPja > s&snM 1 ^ aá á ” .. -T . ',mr- m&m fmm Nicaragua: Somozaboöar stórsókn Svo virðist samkvæmt fregnum frá Nicaragua að þjóðvarðlið Somoza einræðisherra sé að undirbúa sókn gegn skæruliðum sandinista i norður- hluta landsins. Þar hörfaði þjóðvarð- liðið á brott um síöustu helgi undan þungri sókn skæruliða. Að sögn tals- ◄ Þessar tvær myndir eru frá Nicara- gua, Mið-Ameríkuríkinu sem er svo hrjáð af bardögum á milli þjóðvarð- liðs Somoza einræðisherra og skæru- liða sandinista. Á þeirri til vinstri sést lítil flóttastúlka en fjöldi óbreyttra borgara, sem flýr bardagasvæðin eykst stöðugt að sögn sjónarvotta. manna stjórnarhersins var undan- haldið gert til að bæta stöðu hersins. Sandinistar hafa því haft á valdi sínu bæði Leon næststærstu borg landsins og Matagalpa, sem sögð er mikilvæg samgöngumiðstöð. Leon hefur^verið að mestu í höndum skæruliða undanfarnar tvær vikur. Þar náðu þeir skriðdrekum úr höndum þjóðvarðliða og beittu þeim gegn fyrri eigendum. Fulltrúar sandinista, sem nefna sig eftir forseta á þriðja áratugnum hafa haldið því fram að Bandaríkin sjái Somoza fyrir vopnum fyrir milli- göngu annarra ríkja í Mið-Ameríku eins og Honduras. Somoza segir sandinista ekki vera annað en fámennan hóp kommúnista sem ekki stefni að öðru en koma upp sams- konar þjóðskipulagi og á Kúbu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.