Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. DILKASLÖG Seljum nœstu daga DILKASLÖG / 3ja, 5 og 10 kg pökkum. Verö kr. 480pr. kg. SÍM111636 LAUGAVEGI 78 Menntamálaráðuneytið óskar að leigja einbýlishús frá 15. ágúst nk. til afnota fyrir fjöl- skylduheimili. Æskilegur leigutími 2 ár. Tilboð merkt „1908” sendist blaðinu fyrir 22. júní. Sauðárkróksbúar Kosning um hvort opna eigi áfengisút- sölu á Sauðárkróki fer fram sunnudag- inn 24. júní nk. Kjörstaður er í Bókhlöð- unni við Faxatorg og verður hann opinn frákl. 10—22. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla hefst á bæjarskrifstofunni við Faxatorg þriðjudaginn 19. júní og stendur til laugardagsins 23. júní frá kl. 9—5 daglega. Bæjarstjóri Wagoneer árg. '76, sjðlfskiptur með vökvastýri og - bremsum, útvarp og segulband, styrktur, fallega klæddur, einangraður, vindskeið, dráttarkrókur, quadra track. Skipti á fólksbíl möguleg. Aðeins ekinn 49 þús. km. Hver á að friða Bemhöftstorfuna — borgin eða ríkið? Sigurjón gefur boltann til Ragnars „Ég trúi ekki öðru en ríkið hætti að láta eigur sínar grotna niður,” sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgar- stjórnar, í samtali við DB er hann var inntur eftir framtíð Bernhöfts- torfunnar margfrægu. Borgarráð gerði samþykkt nýlega þar sem lýst var yfir stuðningi við samþykkt húsfriðunar- nefndar um að friða torfuna. Eins og fram hefur komið í DB áður geta tveir áðilar tekið ákvörðun um friðun húsa, menntamálaráðuneytið og sveitar- stjórnir. Að sögn Sigurjóns hefur borg- arstjórn einungis samþykkt friðun eigin húsa hingað til en ekki friðað hús annarra, hvorki rikisins né einstak- linga. Ef borgarstjórn ákveður að friða Torfuna, hús sem ekki er í eigu borg- arinnar, heldur ríkisins, þá á hún á hættu að þurfa að greiða eiganda bygginganna skaðabætur. En ef friðunarsjónarmiðið er einnig ofan á í menntamálaráðuneytinu er ekkert þvi til fyrirstöðu að ráðuneytið friði byggingarnar og þar sem það er einhig eigandi húsanna á það ekki á hættu að verða krafið um skaðabætur. Engu er þvi líkara en Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, hafi gefið boltann til flokksbróður síns, Ragnars Arnalds, og nú sé það hans að taka ákvörðun um að friða Bemhöfts- torfuna. Ragnar er erlendis sem stendur og á meðan fær Torfan að grotna niður. -BH. Útgerðarmenn smábáta ánægðir með afkomuna: Tveggja daga Breiðafjarðartúr gaf rúma milljón íaflaverðmæti — 7% olfustyrkur er góð björg í olíuhækkuninni ,,Við erum búnir að vera rúman hálfan mánuð á handfærum og það hefur gengið heldur illa,” sagði Grét- ar Pálsson, sem við fundum um borð í bát hans, Sæljóma, í Sandgerðis- höfn. „Undantekningin er einn túr sem við fórum til Breiðafjarðar. Þá höfðum við 8 tonn á tveimur dögum, helmingurinn stórþorskur og helmingur minna. Fyrir stórþorskinn fást núna 160 þúsund krónur fyrir tonnið. Þessi túr losaði því milljón króna í aflaverðmæti og þrír menn voru í áhöfninni. En þetta tekur tíma, við vorum 14 tima á miðin en þau voru í norðanverðum Breiðafirði þar sem vantaði 16 mílur í Látra- bjarg,” sagði Grétar. Grétar er 42 ára og hefur stundað sjóinn í rúm 20 ár. Sæljómi er annar báturinn hans og hefur reynzt miklu betur en frambyggður 9 tonna stál- bátur sem hann átti áður. Grétar bjó áður og gerði út frá Hafnarfirði en er nýkominn til Sandgerðis þar sem aðstaða er mun betri til línuveiða sem hann stundar hálft árið. „Við vorum á netum áður en við tókum handfærin. Það var stórfint. Á 5 vikum höfðum við 150 tonn, en þá voru fjórir í áhöfn,” sagði Grétar. „Mér lízt ekki illa á útgerð svona báta í framtíðinni. Þegar komin eru þessi 4,5% í viðbót við 2,5 prósentin til olíukaupa, eða 7% í olíustyrk, þá held ég að vel megi við það una.” Á handfærin draga þeir mikinn ufsa og í Sæljóma var rúmt tonn af stórufsa er DB-menn komu um borð. „Ufsinn er óútreiknanlegur, stundum góður afli, stundum lítið eins og nú. Stórufsinn leggur sig á u.þ.b. 1000 krónur. Oft skeður það að á handfærið kemur fiskur á alla önglana sex og fást þá 6000 krónur fyrir rennslið. Þetta gefur því vel i aðra hönd ef við dettum í góðan ufsa,” sagði Grétar. Grétar sagði að fiskurinn væri seinna á ferðinni nú en undanfarin ár, og mætti þar líklega um kenna óvenjulegum kulda í sjónum. ASt. 15 ára sonur skipstjórans FÉKK109 ÞÚSUND Á TVEIMUR DÖGUM í lestaropinu stendur Grétar Pálsson skipstjórí með einn stórufsann og á dekki er 15 ára sonur hans, Haraldur, með annan. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Synodus hefstídag Á Sæljóma með Garðari var sonur hans Haraldur, 15 ára gamall. Þetta er annað sumarið hans á sjónum og kann hann starfinu vel. „Ég fæ 50% af verði þess afla sem ég dreg,” sagði Haraldur. „Þetta gefur mjög misjafnt í aðra hönd. í Breiðafjarðartúrnum góða dró ég fisk fyrir 218 þúsund krónur og fékk því 109 þúsund fyrir túrinn. í þessum síðasta túr dró ég um 200 kg og fæ því ekki nema 12 þúsund krónur fyrir tveggja daga túr. En góðu dagarnir jafna þetta vel upp, svo launin eru bara góð,” sagði Haraldur. -ASt. Eyrarbakki: Þjóðhátíðin flutt í kirkjuna Veðrið skartaði ekki sínu fegursta á Eyrarbakka á þjóðhátíðardaginn en það gerðu Eyrbekkingar aftur á móti. Til stóð að hafa hátíðahöldin úti en þeim var bjargað undan rigningunni inn í Eyrarbakkakirkju og samkomu- húsið. Hátíðin hófst með guðsþjónustu i kirkjunni og að henni lokinni fluttu menn sig yfir í samkomuhúsið þar sem fjallkonan ávarpaði samkomugesti. Dansaðir voru vikivakar og Helgi Sæmundsson flutti hátíðarræðu. Rúsínan í pylsuendanum var svo söngur Karlakórs Selfoss í kirkjunni. Þjóðhátíðinni lauk siðan um kvöldið með dansi en fyrr um daginn var kvik- myndasýning og diskótek fyrir yngstu kynslóðina. GAJ/MKH, Eyrarbakka. Prestastefnan hefst í dag og verður hún haldin á ísafirði. Aðalefni presta- stefnunnar að þessu sinni er: Trúar- iðkun, tilbeiðsla. Um það fjalla fram- sögumennirnir sr. Amgrímur Jónsson og sr. Örn Friðriksson og umræðurhópar sem í er skipað land- .fræðilega eftir búsetu presta. Gestur prestastefnunnar er að þessu sinni danskur fræðimaður, O. Villumsen Krog. Hann hefur ferðazt um allt ísland og gert úttekt á íslenzkum kirkjugripum. Mun hann flytja erindi með litskyggnum um helztu dýrgripina og ræða vörzlu þeirra og varúðar- ráðstafanir í þeim efnum. Stefán Jóhannsson áfengisráðunautur að Vífilsstöðum mun flytja erindi, Áfengismál og drykkjusjúkir. Presta- stefnunni verður slitið í Hólskirkju í Bolungarvík og bjóða Bolvíkingar til veizlu þar. Að venju verða tvö synoduserindi flutt í útvarp: frú Hilda Torfadóttir ræðir efnið: Börnin og kærleikurinn og dr. Gunnar Kristjáns- son fjallar um Leit að nýjum lifsstíl. GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.