Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ1979. I .... ........ ................^ Athugasemd vegna fréttar um ágang hrossa ígarðlönd Reykvíkinga ^ ' ' Vegna fréttar í Dagblaðinu mánu-’ daginn 11. júní sl. um ágang hrossa minna í „garðlönd Reykvíkinga að Gufunesi” óska ég að koma á fram- færi nokkrum athugasemdum. Bæði er, að í fréttinni er ýmislegt missagt, sem ég vil leiðrétta, og eins langar mig að koma að nokkrum atriðum, sem skýrt gætu mál þetta betur. 1. Fyrst vil ég geta þess, að ég hefi alla jörðina að Gufunesi á leigu frá Reykjavíkurborg. Samkvæmt leigu- samningi hefi ég rétt til þess að stunda hrossabúskap á allri jörðinni. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum voru reist 4 hús innan marka jarðarinnar og standaþauvið svokallaðan Gufunes- veg. Voru hús þessi reist fyrir menn, er unnu að byggingu Áburðarverk- smiðjunnar, en hafa síðan gengið kaupum og sölum til ýmissa aðila. Upphaflegur eigandi að húsinu nr. 4 við Gufunesveg bað mig eitt sinn að lána sér skika af beitilandi, sem ég hcfi og ekki er langt frá húsum þessum, svo að hann gæti ræktað þar kartöflur. Gerði ég það, en setti jafn- framt það skilyrði, að hann girti garðinn vel af, svo að hann yrði ekki fyrir ágangi hrossa minna. Girti hann garðinn og hélt girðingunni vel við. Maður þessi seldi síðan húsið aðilum, sem ég ekki þekki, og hafa þeir, og hugsanlega aðrir húseigendur við Gufunesveg, haldið áfram að nota skika þennan til kartöfluræktar, án þess þó að biðja mig leyfis. Hefi ég látið þetta átölulaust. Af þessu, sem ég hefi hér að framan rakið, er ljóst, að það er ranghermt í fréttinni, að hrossin hafi farið inn í garðlönd Reykvíkinga og valdið þar skemmdum. Garðlönd Reykvíkinga eru að Korpúlfsstöðum rg hvergi nærri margumræddum sartöflugarði í Gufunesi. Alröng staðhæfing 2. Þá vil ég gera athugasemd við þá fullyrðingu í fyrrnefndri frétt, að kartöflugarðurinn hafi allur verið út- traðkaður eftir hrossin. Ég fór á vett- vang og það eina, sem ég sá, voru hófför eftir eitt hross í einu eða tveimur kartöflubeðum. Sést þetta ágætlega, ef myndin, sem fylgdi fréttinni, er skoðuð. Það verður enginn uppskerubrestur í garðinum af þessari ástæðu. 3. í fréttinni var því haldið fram, að ég hefði lofað þvi að þetta kæmi aldrei fyrir aftur. Þetta er alröng staðhæfing. Hið sanna er, að ég sam- þykkti að greiða garðnotendum bætur, en þó með þeim fyrirvara, að frá þeim bótum yrði dregin fjárhæð, sem næmi eigin sök tjónþola. 4. Það er fullyrt i fréttinni, að hross- in hafi sloppið út úr lélegri girðingu hjá mér og af þeim sökum komist inn í kartöflugarðinn. Hið sanna er, að girðingin umhverfis garðinn er ónýt og alls ekki skepnuheld. Á henni eru stór göt, sem a.m.k. trippi og folöld eiga auðvelt með að fara í gegnum. Þá eru strengir girðingarinnar mjög slakir og auðvelt fyrir hross og komast yfir þá. Kartöflugarður þessi liggur meðfram skurði, sem ég lét grafa. Á skurðbakkanum liggur girðingin umhverfis kartöflugarðinn svo til alveg niðri. Vegna þess hve skurðurinn er ”-imnur, eiga hross mjög auðvelt með að fara ofan í hann og komast þannig inn í garðinn. Þegar hrossin fóru inn í garðinn var ekkert hlið í skurðinum. Ég hefi leyfi til þess að vera með hross min hvar sem er á jörðinni og nýta beitiland hennar. Þetta má íbú- um húsanna við Gufunesveg vera fullljóst. Þeir verða því í ljósi þessa réttar míns að girða lóðir sínar og garða vel og tryggilega. Vil lifa ísátt og samlyndi við nágranna 5. Hross mín hafa mjög farið í taugarnar á ibúum við Gufunesveg. Hafa þeir ritað borgaryfirvöldum bréf og kvartað yfir ágangi frá hross- unum og sett fram hótanir um aðgerðir. 1 ljósi þesssa langar mig til þess að koma fram með smáumhugs- unarefni: Kartöflugarður þessi er eins og aðrir kartöflugarðar ekkert annað en moldarflag og þar varla stingandi strá að finna. Fyrir utan garðinn er, eins og ég áður sagði, beitiland, iðja- grænt og vel sprottið. Allir þeir, sem ’eitthvert skynbragð bera á lifnaðar- hætti hrossa, hljóta að velta því mjög alvarlega fyrir sér, hvort það sé hugsanlegt, að hross taki sig af sjálfs- dáðum upp af grænu og vel sprottnu beitarlandi og arki inn i kartöfiugarð, þar sem ekkert annað en mold er að hafa. 6. Sitthvað fieira gæti ég rakið út af fréttinni um handtöku hrossa minna. til dæmis hefi ég haft spurnir af orðræðum vörslumanns borgarlands- ins við húseigendur við Gufunesveg í umrætt sinn og ráðleggingar hans til húseigendanna. Ekki ætla ég að rekja þær ráðleggingar, nema tilefni gefist til frekari orðaskipta út af máli þessu. Að lokum þetta. Ég óska þess eins að fá að lifa í sátt og samlyndi við granna mína. Þess vegna er mér það ljúft að leyfa húseigendum við Gufu- nesveg að nota áfram skika úr jörð- inni, svo að þeir geti ræktað kartöfl- ur. Ekki ætlast ég til neinnar leigu fyrir afnot þessi. Það eina, sem ætlast er til af þeim, er það, að þeir girði nú garðana sína, svo að hrossin mín hætti að angra þá. Vona ég svo, að fyrir liðlegheit mín í þeirra garð hljóti ég þá einu umbun, að þeir fari ekki að mér aftur með rangar full- yrðingar og yfirlýsingar í fjölmiðium. Lifið svo að endingu heilir, íbúar við Gufunesveg, og munið hið forn- kveðna, að garðar eru granna sættir. Virðingarfyllst, Þorgeir Jónsson, Gufunesi. Skammastu þín aö fara svona með kartöflumar ----Nmtt <y Méw hesiurinn á mjndinni. enda fær hann það óþvrgið frá Sigurði >or/lumanni hnrgarinnar. Hrossið fór ásaml nokkrum oðrum hurðum hófum um kartöflugarða Kesktíkinga i Gufuneslandi á laugar- daeinn oe skemmdi þá illa, ál útsirðið i Þnryeir i Gufunesi, þeir sluppu úl úr lélegri girðingu fór svo, að eigendur garðanna lóku nokkra hesía ,,lil fanga" og kolluðu á logreglu. Málalok urðu þau, að Þorgeir hóf siðgerö á hesiagirðlngunni og lofaði að láia þeiia aldrei koma fyrir aflur. -ÓV/DB-mynd: Sv. Þorm. HÆTWMAÐ DREPA HVAUNA 0534-6274 skrifar: Nú er hvalvertíðin byrjuð hjá okkur íslendingum. Éger íslendingur og hefur lengi verið mjög illa við þessar veiðar okkar. Árlega eru Raddir lesenda drepnir um 400 hvalir, langreyðar, búrhvalir og hrefnur. Aðrar tegundir eru friðaðar, auk þess borga veiðar á þeim sig ekki vegna þess hve fáir hvalir eru eftir. Ég tel þetta furðulega auglýsingu fyrir okkur sem oft höfum reynt að kynna okkur vel og viljum efiaust vera öðrum til fyrir- riiyndar. En ekki er það nógu gott þegar við erum farnir að ofbjóða- öðrum svo að þeir leggja út mikið fé til að reyna að draga úr þessum veiðum okkar. Ég tel þetta það mikið mannúðarmál að við ættum að geta séð af þessu eina prósenti þjóðar- tekna. 4 ,,Að brýna hnífa og byssur fægja . . Hvalahólkurinn gerður klár fyrir vertiðina. DB-mynd Hörður Stjómarráðs- starfsmenn: „Til skammar að þiggja vínsopann” S.Á.G. hringdi: í sambandi við ódýr vínkaup manna i stjórnarráðinu, sem þið á Dagblaðinu hafið verið að skrifa um undanfarið, langar mig að koma þvi á framfæri að ég tel það ekki sæma mönnum í opinberum stöðum að taka við slíkum hlunnindum. Opin- berir starfsmenn eiga að hafa svo góð laun að þeir þurfi hvorki að taka við svona hlutum eða þá hlutum eins og fríum síma og sjónvarpi. 4 Bréfritari vill að stjórnarráðsmenn sitji alfarið við sama borð og flestir aðrir hvað varðar brennivínskaup. DB-mynd Ragnar Th. Menntastofnun mörg út blæs Guðmundur Guðni Guðmundsson hringdi: Mér datt i hug vísa eftir að hafa lesið í DB sl. föstudag svar Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra við spurn- ingu lesanda um ráðningu séra Krist-' jáns Róbertssonar í þularstarf. „Séra Kristján Róbertsson var ráðinn að undangengnu prófi og reyndist hæf- astur í starfið,” segir útvarpsstjóri. Menntastofnun mörg út blæs massa af gáfumönnum. Þó finnst enginn alveg læs, eftir’prófum sönnum. Ég er orðinn leiður á þessu hangsi Baldur Sveinsson stýritnaður hringdi: 18. júní er erfiðasti dagur sem ég því hlýt ég að vona að verkfallið hef lifað. Ég er með milli 45 og 50 standi sem lengst þar sem ég hef smiði í vinnu. í rökréttu framhaldi af miklu meiri tekjur í landi en á sjó.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.