Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1979. Erlendar fréttir REUTER Bretland: Kviðdómur fjallar um málThorpe í dag mun kviðdómurinn í réttar- höldunum gegn Jeremy Thorpe, fyrr- um leiðtoga Frjálslynda flokksins i Bretlandi, draga sig í hlé og taka ákvörðun um dómsniðurstöðu. Thorpe er ákærður fyrir að hafa ætlað að láta myrða fyrrum sýningarmann, Scott að nafni, sem segist hafa haft kynferðis- legt samband við hann. Því neitar Thorpe algjörlega. Bandankin: Fleiri ríki taka upp bensín- skömmtun Tilkynnt var í fjórum fylkjum á austurströnd Bandarikjanna, að þar yrði tekin upp bensínskömmtun. Er þetta í Massachusetts, Connecticut, New Jersey og hlutum New York rikis. Verða bifreiðir afgreiddar með bensín annan hvern dag og þá farið eftir núm- erum þeirra, eins og víðar i Bandaríkj- unum. í kjölfar Salt-samkomulags: Milljón Hiroshima- sprengjur tilbúnar —sjátfstortfmingartiætta mannkyns eykst stöðogt, þrátt fyrir alla samninga, vegna stöðugt f ullkomnari og nákvæmarí vopna Upplýsingar unnar af hópi vest- rænna vísindamanna um kjarnorku- vopnabirgðir heimsins benda til þess, að nú séu til birgðir slíkra tækja sem jafngildi að sprengikrafti einni milljón atómsprengja eins og varpað var á Hirosima í Japan við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Aðeins um það bil tveimur sólar- hringum eftir að forsetar risaveld- anna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, undirrita samkomu- lagið um Salt II samninginn er þetta álit birt, en þar segir að hættan á sjálfstortímingu mannkyns aukist stöðugt þrátt fyrir samkomulag um takmörkun á kjarnorkuvopnakappi. Kjarnorkuvopnabirgðir heims mun nú samsvara því að hver jarðarbúi gæti fengið af þeim þrjú þúsund kíló- grömm af mjög virku sprengiefni. Visindamennirnir eru sérlega svart- sýnir um horfur á því að koma megi í veg fyrir kjarnorkustríð vegna þess að stöðugar framfarir verða í smíði alls kyns vopna. Nákvæmnin og áreiðanleikinn eykst stöðugt. Þeir segja að næstu kjarnorkuflugskeyti verði svo nákvæm að ekki muni skeika nema nokkrum metrum í mesta lagi að þau hitti ætlað mark sitt þó þeim verði skotið úr mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Upplýsingar þessar koma fram í •Árbók um vopnabúnað og afvopnun, sem geftn er út af óháðri stofnun um friðarrannsóknir, en hún er í Stokk- hólmi. Þeir brostu fallega og veifuðu til mannfjöldans Jimmy Carter Bandarikjaforseti og brosgretturnar þvi skjótlega stirðnað er Ijósmyndarar voru á bak og burt. Hið eina Leónid Brésnef forseti Sovétrlkjanna áður en þeir gengu til fundarsalanna I Vínar- markverða var undirskrift Salt II samkomulagsins, sem svo ekki er einu sinni vist að borg um síðustu helgi. Þar mun þó fátt eitt skemmtilegt eða ánægjulegt hafa gerzt og fái tilskilinn meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Florida: Tveirfraf- magnsstólinn Ríkisstjórinn í Florida hefur undir- staðar er hann kom að honum við ritað tilskipun um að tveir-fangar, innbrot. Florida er það fylki Banda- sem dæmdir hafa verið til lífláts, ríkjanna þar sem langflestir bíða verði teknir af lífi innan sjö daga. fullnustu dauðadóms eða 132 karlar Eru þetta þeir Charles Proffitt og og ein kona. Hinn 25. fyrra mánaðar Robert Sullivan. Sá fyrrnefndi er 33 var John Spenkelink tekinn þar af ára, dæmdur fyrir að drepa mann lífi. Var það fyrsti maðurinn í Banda- með hnífi við innbröt. Sullivan er 31 ríkjunum sem það var gert við gegn árs, var dæmdur til dauða fyrir sex eigin vilja síðastliðin tólf ár. árum fyrir að drepa starfsmann gisti- Bandaríkin: Fyrir herrétt fyrir að lesa hina heigu bók Talsmenn bandaríska 'flughersins til- kynntu fyrir nokkrum dögum að liðs- maður þar í sveit mundi verða leiddur fyrir herrétt vegna þeirrar áráttu sinnar að lesa stöðugt í hinni helgu bók krist- inna manna Biblíunni á meðan hann gegndi varðþjónustu. Fyrr hafði verið tilkynnt að her- manninum yrði heimilað að hætta störfum en skömmu síðar var tilkynnt um herréttinn þar sem einföld lausn og brottför væri ekki heimU samkvæmt herreglum. * Steve Ristau, sem er tuttugu ára að aldri, verður ákærður fyrir að hafa neitað að skUja Bibliuna eftir í bústað sínum, þegar hann fór á vakt. Yfir- menn Ristau geta ekki sætt sig við þennan óvenjumikla biblíuþorsta hans vegna þess að þau telja að lesturinn geti valdið því að árveknin við skyldustörf- in muni eitthvað slakna. ÞURSABIT Það er óhœtt að segja að Þursaflokkurinn hafi komið á óvart með þessari plötu „Bitið er eitt það besta sem út heýur komið hérlendis” HLJÓMLEIKAR ÞURSA Á AUSTFJÖRÐUM RI YÐARFJORÐI R: FÖSTUDAGSKVÖLI) SKYÐISI ,I()RI)l R: KAl (»ARI)A(, NÁNAR AUGLÝST Á STÖÐUNUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.