Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1979. 20: Spáö er rígningu um alt iandifl l| dag, vindáttin varflur breytilog, vifla norðaustan átt, en gœti orflifl sufl- vestan átt og skúrir sunnanlands . meflkvöidinu. Klukkan sex ( morgun var hKinn í Reykjavlc 7 stig og rigning, Gufuskál- ar 7 stig, rigning og súid, Galtarviti 6 •' stig og rigning, Akureyrí 7 stig og rigning, Raufarhöfn 6 stig, rigning, Dalatangi 5 stig, rigning, Höfn 8 stig og abkýjafl, Vestmannaeyjar 7 stig,1 rigning. Kaupmannahöfn 14 stig, þoka, Stokkhólmur 17, skýjafl, London 13 stíg, skýjafl, Parh 15 stig, heiflskirt, 'Madrid 18, heiðskirt, Mallorka 16 stio. skýiafl, Lissabon 15 stig, heifl Reynir Frímann Másson, Birkihlíð 7 Vestmannaeyjum, er látinn. Ólína Jónsdóttir frá Þingeyri verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 20. júní, kl. 15. Björn H. Björnsson fyrrverandi sund- hallarvörður, sem andaðist 15. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júní kl. 13.30. Ragnar Halldórsson verður jarðsung- inn fimmtudaginn 21. júní kl. 15 frá Fossvogskirkju. Bjarni Þorláksson sem andaðist í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 15. júní verður jarðsunginn frá Hvammstanga- kirkju föstudaginn 22. júní kl. 2. Guðmundur Williamsson, Ölafsfirði, fæddist 18. október 1929. Hann varal-' inn upp á Ólafsfirði. Guðmundur gift- ist Freydísi Bernharðsdóttur og eign- uðust þau fjögur börn. Guðmundur lézt í bílslysi 9. júní síðastliðinn ásamt syni sínum Guðmundi. Sveinn Siguröur Haraldsson fæddist 13. nóvember 1903 að Tandrastöðum í Norðfirði, foreldrar hans voru Mekkín Magnúsdóttir og Haraldur Árnason. Sveinn andaðist 12. júni. Ökukennsla—æfingatimar. Kenni á Cortinu 1600. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðmundur Haraldsson, sími 53651. Ökukennsla—Bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626 ’79. Hringdu og fáðu reynslutíma strax án nokkurra, skuldbindinga af þinni hálfu. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Eiður H. Eiðsson, sími 71501. Ökukennsla — æfingatfmar — bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626, árg. 79. ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Reynslutími án skuldbindinga. Uppl. í síma 14464 og 74974. Lúðvík Eiðsson. Ökukennsla—æfingatímar. Kennslubifreið: Allegro árg. 78. Kennslutímar frá kl. 8 f.h. til kl. 10 e.h. Nemandi greiðir eingöngu tekna tíma. Ökuskóli — prófgögn. Gisli Arnkelsson,. simi 13131. veröur haldinn á vegum AA-samtakanna í Tjarnarbæ í kvöld miðvikudaginn 20. júní 1979 og hefst kl. 21. Tilefni fundarins er heimsókn sister Mary Ann og sister Peggy. Aöalræðu kvöldsins flytur sister Peggy um Bill W og doktor Bob. Landsþjónustunefnd AA- samtakanna. St jórnmálaf und Ir Norðurland vestra Alþingismennirnir Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Sauðárkrókur, miðvikudaginn 20. júni kl. 9 e.h. í Sæborg. Blönduós, fimmtudaginn 21. júní kl. 9 e.h. í félags- heimilinu. Hvammstangi, laugardaginn 23. júní kl. 2 e.h. í félagsheimilinu. öllum heimill aðgangur. Sjálfstæðisflokkurinn. Guðrún Friðrikka Jónsdóttir var fædd í Neskaupstað 28. febrúar 1921. For- eldrar hennar voru Hjálmfríður Hjálm- arsdóttir og Jón Kjerúlf Guðmundsson útgerðarmaður. 5. október 1945 giftist Guðrún Ingólfi Þórðarsyni skipstjóra og kennara við Stýrimannaskólann og eignuðust þau þrjú börn. Guðrún lézt 12. júni. Opinn fundur Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miðvikudag kl. 8. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður í Kristniboðshúsinu Betanía, Laufásvegi 13 í kvöld kl. 20.30. Ástráður Sigursteindórsson skólastjóri talar. Allir velkomnir. Knattspyrna Miövikudagur 20. júni: Bikarkeppni KSl Undankeppni, 3. umferð. Æfingatímar í Hagaskóla frá ÍFR Mánudagur kl. 8: Borðtennis, lyftingar og botshía. Þriðjudagur kl. 8: Lyftingar og botshía. Miðvikudagur kl. 8: Borðtennis, lyftingar, botshía. Fimmtudagur kl. 8: Borðtennis, lyftingar, botshía. Laugardagur kl. 2: Borðtennis, lyftingar, botshía. Otivistarferdir Fimmtud. 21. júní kl. 19—20 og 21: Viðeyjarferð um sólstöður, fjörubál. Leiðsögumenn Sigurður Líndal prófessor og ödygur Hálfdánarson bókaútgefandi. Verð kr. 1200, frítt f. börn m/fullorðnum, annars hálft gjald. Farið frá Hafnar- búðum.við Reykjavíkurhöfn. Föstud. 22. júní: 1. kl. 16: Drangey-Málmey-Þórðarhöfði um Jóns- messuna, ekið um ólafsfjörð til Akureyrar, flogið báðar leiðir. Fararstj. Haraldur Jóhannsson. 2. kl. 20: Eyjafjallajökull-Þórsmörk. Fararstj. Jón 1. Bjarnason. Sumarleyfisferðir. 1. Öræfajökull-Skaftafell 3.-8. júlí. 2. Hornstandir-Hornvfk, 6.-14. og 13.-22. júlí. 3. Lónsöræfi 25. júlí-1. ágúst. Farseðlar og nánari upplýsingar á skrifstofunni, Lækjargötu 6a, sími 14606. Félagsstarf Sjálfstæðisflokksins Landsmálafélagið Vörður. Sumarferð Varðar verður farin sunnudaginn 1. júlí. Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 kl. 8 árdegis. Ferðinni • er heitið á eftirtalda staöi: Grundartanga þaöan ekið aö ökrum á Mýrum, þá að Deildartungu og Geldinga- draga hcim til Reykjavíkur. Verð farmiða er kr. 7000.- fyrir fullorðna og kr. 5000.- fyrir böm. Innifalið í verði er hádegis- og kvöldverður. Miðasala er hafin i Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1. II. hæð. Opið frá 9-12 og 13-17. Til að auðvelda allan undirbúning, vinsamlegast tilkynnið þátttöku i sima 82900 sem fyrst. Aðalleiðsögumaður verður Einar Guðjohnsen og er þvi einstakt tækifæri til að ferðast um þessa staði undir góðri leiðsögn hans. Pantanir teknar i síma 82900. Verið velkomin í sumarferð varöar. Ferða- nefnd. Ferðaf élag íslands Miðvikudagur 20. júni. ’Kl. 20. Gönguferð um Álfsnes, létt kvöldganga. Verð kr. 1500,gr. v. bilinn. Fimmtudagur 21. júni.KI. 20. Gönguferð á Esju (851 m) um sumarsólstöður (næturganga). Verð kr. 2000 gr. v. bílinn. Föstudagur 22. júni.l. kl. 13. Drangey, Málmey, Skagafjaröardalir. Gist í húsi á Hofsósi, þaðan faríö með bát til eyjanna. Ekið um héraðið og komið m.a. að Hólum, Glaumbæ, Þorljótsstöðum, Mælifelli, Víðimýri og víðar. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 2. KI. 20. Þórsmörk, gist i húsi. Kl. 20. Suðurhliöar Eyjafjalla. Komið m.a. í Paradísarhelli, Rútshelli, að Kvemufossi og gengið meðfram Skógaá. Gist í húsi. 4. Kl. 20. Eiríksjökull (1675 m), gist i tjöldum. Farar- stjóri Tryggvi Halldórsson. '5. Kl. 21. Miðnætursólarflug til Grímseyjar. Komið til baka um nóttina. Laugardagur 23. júní: Útilega í Marardal. 27. júni-1. júli: Snæfellsnes — Látrabjarg — Dalir. 29. júní-3. júli: Gönguferð um Fjörðu. iNánari upnlýsingar á skrifstofunni. Farfuglar 22. til 24. júnl ferð í Þórsmörk. Gist í Slippugili. Nánari uppl. á skrifstofunni, Laufásvegi 41, simi 24950. Farfuglar. Félag Austf irskra kvenna fer i hið árlega sumarferðalag sitt dagana 30. júní — 1. júli. Ferðinni er heitið i Flókalund i Vatnsfirði. Nánari upplýsingar gefa Laufey 37055 og Sonja 75625. Handritasýning Stofnun Árna Magnússonar opnaði handritasýn- ingu í Ámagarði þriðjudaginn 5. júni og verður sýn- ingin opin i sumar að venju á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum kl. 2—4. Þar verða til sýnis ýmsir mestu dýrgripri íslenzkra bókmennta og skreyti* listar frá fyrri öldum, meöal annarra Konungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók, Konungsbók Grágásar, sem er nýkomin til lslands og merkasta handrit Islend- ingasagna, Möðruvallabók. Happdrætti Krnbbameinsfélagsins Dregið var í happdrætti Krabbameinsfélagsins 17. júni. Vinningar komu á eftirtalin númer: Mercury Marquis Brougham bifreið nr. 91649 Lada Sport bifreið nr. 97529. Daihatsu Charade bifreið nr. 89792. Philips litsjónvarpstæki nr. 17656,66572 og 97047. Philips hljómflutningstæki nr. 44973, 48106, 125813 og 133443. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í vorhappdrættinu að þessu sinni. Minningakort Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Reykjavík fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavikur Apótek, Austurstræti 16, Garðs Apótek Sogavegi 108, Vesturbæjar Apótek Melhaga 20—22, Bókabúðin Álfheimum 6, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v. Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelii 10, Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60, Kjötborg, Búðagerði 10. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, hjá Valtý Guðmundssyni, Öldugötu 9. Kópavogur: Pósthúsið Kópavogi. Mosfellssveit: Bókabúðin Snerra, Þver- holti. Tamningastöð Tamningastöð verflur á Hvitárbakka í Borgarfirði i sumar. Tamningamenn: Leifur Helgason og Stefán Sturla Sigurjónsson. Upplýsingar á Arnþórsholti i Lundarreykjardal, simi um Skarð. ísland sigrar i Sviss Um þessa helgi lýkur árlegu Evrópuþingi Junior Chamber samtakanna sem að þessu sinni er haldið í Lausanne í Sviss. Þingið hófst hinn 13. þessa mánaðar og lýkur þann 18. Á þinginu er fjallað sérstaklega um málefni JC- hreyfingarinnar í Evrópu, þ.á m. ýmis verkefni i þágu byggðarlagsins og einstaklingsins. Einnig er fjallað sér: staklega um hin ýmsu verkefni JC í sambandi við „ár barnsins”. Á Evrópuþingi Junior Chamber fara fram kosningar um fundarstað Evrópuforsetafundar sem haldinn er árlega í febrúar. Þykir fundur þessi mjög mikilvægur innan hreyfingarinnar og sækjast aðildarfélög eftir þvi að fá fundinn haldinn í heimalandi sínu. Að þessu sinni buðu Holland, ísland og Spánn fram aðstöðu til fundarhalda 1980. Sérstök framboðsnefnd Junior Chamber Reykjavik vann mikið starf vegna íslenzka boðsins og var það kynnt með ýmsum hætti í Lausanne. Úrslit urðu þau að lslendingarnir fóru með sigur af hólmi og verður þvi EPM-fundur Junior Chamber haldinrTað Hótel Loftleiðum dagana 15.-17. febrúar á næsta ári. Forseti JC Reykjavík er Árni Þór Árnason, en for- maður framboðsnefndar EPM er Valgerður Sigurðar- dóttir. UPPLÝSINGARIT ÆSKULÝÐSRÁÐS HAFNARFJARÐAR Frá Æskulýðsréði Hafnarfjarðar Vinnuskóli Hafnarfjarðar hóf starfsemi sina 5. júni sl. og starfar til 25. júlí. 1 vinnuskólann er nú skráðir um! 320 unglingar sem fasddir eru árin 1964, 1965 og 1966. Samkvæmt venju er tekið við öllum hafn-, firzkum unglingum á þessum aldri sem ekki getaj fengið vinnu annars staðar. Unglingarnir í yngri flokk-1 unum vinna hálfan daginn en elzti flokkurinn vinnur 8 tima á dag. Reynt er að hafa verkefni eins fjölbreytt og kostur er, má þar m.a. nefna hreinsunarstörf fi bænum og bæjarlandinu, aðstoð við skógrækt, aðstoð á gæzluvöllum og starfsvöllum, aðstoð við Ieikja- og iþróttanámskeið barna og í siglingaklúbbi, málun ^angstéttarkanta og fleira. Þá munu unglingarnir i, vinnuskólanum aðstoða fólk við að fjarlægja rusl frá lóðum, ef þess er óskaö og má tilkynna um slíkt i sima 52893. Fyrirhugað er að efna til ýmissa félagslegra þátta, svo sem skemmtikvölda sem unglingarnir undirbúa sj^lfir, ýmissa smærri ferða og kynnisferða á vinnustaði. 1 tengslum við vinnuskólann starfa flokkár að fegrun bæjarins með þvi að annast blómareiti víðsvegar um bæinn. Setja þessir blómareitir óneitanlega svip á umhverfi sitt og hvetja til bættrar umgengni. Á vegum vinnuskólans starfa skólagarðar fyrir 9—121 ára börn á tveimur stöðum í bænum. Þar eru nú um 140 börn sem rækta kartöflur, kál, radísur, rófur og fleira sem eflaust verður til búdrýginda á heimilum þeirra seinna í sumar. Nýr starfsvöllur Eins og getið var um í upplýsingariti Æskulýðsráðs, „Sumarið 79,” eru tveir starfsvellir (kofaborgir) í Hafnarfirði. Nú nýlega hafa bæjaryfirvöld Hafnar- fjaröar samþykkt, samkvæmt tillögu Æskulýðsráðs Hafnarfjarðar, að bæta við nýjum starfsvelli og er hann við Öldutúnsskóla. Þar er nú að hefjast starf og er þannig bætt úr brýnni þörf barna i suðurhluta bæjarins. Sendiráð Bandaríkjanna Tilkynning Sendiráð Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, ogMenning- arstofnun Bandaríkjanna, Neshaga 16, tilkynna breyttan opnunartíma frá 7. júní til 31. ágúst. Opið alla virka daga nema laugardaga frá kl. 8 til 12 og 13 til 17. Sumarferð Varðar verður farin sunnudaginn 1. júlí. Nánar auglýst síðar. ÆSKAN 5.-6. tölubl., 80. árg., 56 siður að stærð, er komið út. Meðal efnis má nefna: Grein um Italann Leonardo da Vinci, Búið í sama heimi?, saga í myndum um tvö böm, annað þeirra býr í ríku landi en hitt í fátæku landi, Krían, Kveðjur til Æskunnar 80 ára, Afmælis- kveðja til Æskunnar, Á ári bamsins 1979, eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, Útsölumenn Æskunnar kynntir, Dýrin okkar, Hundurinn, sem varð eftir, sönn frá- sögn, L.M. þýddi og endursagði, Kirkjan á Keldum á Rangárvöllum, Ballett eftir Katrínu Guðjónsdóttur, Framhaldssagan Leynihellirinn, eftir Gísla Þór Gunnarsson, „Ég sé heiminn”, alþjóðleg sýning á bamamyndum, sem helguð er ólympiuleikunum 1980, Heitasta ósk mín, börnin skrifa á barnaári og margt fleira. Ritstjóri er Grímur Engilberts. Aðstoð íslands við þróunarlöndin Nýlega undirrituðu Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra og Joel Wanyoike, sendiherra Kenya á Islandi, samning um þróunaraðstoð Islands við Kenya á sviði fiskveiða. Verkefni þetta er liður i starfsemi Aðstoðar ísland við þróunarlöndin. Islenzkur skipstjóri, Baldvin Gisla- 'son, mun leiðbeina og kenna á vegum Aðstoðar íslands við þróunarlöndin og stjórna tilraunaveiðum í 12 mánuði en í samningnum er ákvæði um að fram- lengja megi þann tima. Ennfremur eru lögð til öll veiðarfæri i skip það sem Baldvin Gíslason hefur til af- nota. Guðjón Illugason skipstjóri fór á árinu 1977 til Kenya í könnunarleiðangur til undirbúnings þróunar- 'aðstoðinni. Samningur þessi er fyrst um sinn gerður til tveggja ára. Minnisvarði um Hausastaðaskóla Fimmtudaginn 14. júní var afhjúpaður minnisvarði um Hausastaðaskóla, en sá skóli starfaði um tuttugu áraskeið frá 1792—1812. Það var Jón Þorkelsson Skálholtsrektor sem gaf eigur sínar til stofnunar skóla fyrir fátæk böm í Kjalames- prófastsdæmi og var honum valinn staöur að Hausa- stöðum á Álftanesi. Minnisvarðann afhjúpaði síðasti ábúandi jarðarinnar, ólafía Eyjólfsdóttir, f. 1890, en hún dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Gunnar Ingvason útvegsbóndi í Breiðholti valdi steina í minnisvarðann úr landi Hausastaða og Hlíðarfjöru en Steinsmiðja S. Helgasonar, Kópavogi, setti á hann letrið. Thorkilliisjóður greiddi kostnað vegna minnisvarðans og útgáfu fyrrnefnds bæklings, en form. sjóðsstjórnar er Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Frumkvæði að byggingu minnisvarðans og umsjón með framkvæmdum og útgáfu bæklingsins um Hausastaðaskóla hafði Vilbergur Júlíusson skóla- stjóri. Félag farstöðvaeigenda FR deild 4 Reykjavík FR 500Ö — simi 34200. Skrif- stofa félagsins að Siðumúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00—19.00, að auki frá kl. 20.00—22.00 á fimmtu- dagskvöldum. Frá Sjálfsbjörg Laugardaginn 23. júní nk. verður kveðjuhóf fyrir norska hópinn sem hingað er kominn á vegum lands- sambandsins og NNHF. Hófið verður í Átthagasal Hótel Sögu og eru félagar hvattir til að koma. Hægt er að fá miða eftir mat og kostar miðinn kr. 2000. Nánari upplýsingar eru til staðar á skrifstofu féiagsins í þessari viku sími 17868 Skemmtinefnd — Félagsmálanefnd. Hlutavelta Haldin-. var hlutavelta að Háaleitisbraut 123 þann 1. -júní til ágóða fyrir dýraspítalann. 11.047 kr. safnaðist. Þau**sem héldu þessa hlutaveltu voru: Kristjana Sigurðardóttir, Harpa Guðmundsdóttir Kristín Edwald, Margrét Sigmundsdóttir, Ester Ágústsdóttir vantará myndina. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 112 — 19. júní 1979 gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 BandarikjadoHar 342,80 343,60* 377,08 377,96* 1 Stariingapund 721,55 723,25* 793,71 795,58* 1 Kanadadollar 291,75 292,45 320,93 321,70 100 Danskar krflnur 8334,70 6349,40* 6968,17 6984,34* 100 Norskar krflnur 6638,90 6654,40* 7302,79 7319,84* 100 Sœnskar krflnur 7900,40 7918,90* 8690,44 8710,79* 100 Fknnsk mörk 8667,50 8687,70* 9534,25 9556,47* 100 Franskir frankar 7858,55 7874,85* 8642,21 8662,34* 100 Belg. frankar 1136,60 1139,30* 1250,26 1253,23* 100 Svbsn. frankar 20189,50 20235,60* 22207,35 22259,16* 100 GyHini 16616,60 16655,40* 18278,26 18320,94* 100 V-Þýzk mörk 18251,50 18294,10* 20076,85 20123,51* 100 Lfrur 40,59 40,69* 44,65 44,78* 100 Austuir. Sch. 2477,80 2483,60* 2725,58 2731,96* 100 Escudos 692,55 694,15* 761,81 763,57* 100 Pesetar 519,20 520,40* 571,12 572,44* LlOOYen 156,28 156,63* 171,89 172,29* •Breyting frá slðustu skrénkigu.j , Sfmsvari vegná gangta.kránkiga 22Í9Ö;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.