Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1979. Ct Útvarp 23 I Sjónvarp t----------------------------------------^ VALDADRAUMAR - sjónvarp kl. 21.30: JOSEF 06 VALDA- KLÍKAN FYRIR- HUGA AÐGERDIR (-------------------------- HARÐJAXLAR—sjónvarp kl. 20.35: Þegar Rory loks segir föður sínum frá giftingu sinni tryllist Jósef og heimtar að giftingin verði gerð ólögleg. Myndin er tæplega klukkustundar löng og þýðandi er Kristmann Eiðsson. - ELA Sjöundi og næstsiðasti þáttur Valda- drauma er í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.30. í síðasta þætti gerðist það helzt að Rory Armagh og Marjorie Chis- holm giftu sig án vitundar feðra sinna sem báðir voru því mótfallnir. Jósef er byrjaður að undirbúa fram- boð sonar síns til forsetakjörs og kveður hann til London til að hitta voldugustu bankastjóra i heimi sem einnig eru sagðir mjög valdamiklir. Courtney Wickersham og Anne Marie Armagh hafa ákveðið að giftast þegar þau frétta af skyldleika sínum. í þættinum í kvöld verður greint frá er Rory hittir valdamestu menn heims. Rory stendur stuggur af þessari valda- klíku sem virðist geta stjórnað heimin- um eftir vild. Hann hefur ákveðið að segja föður sínum frá giftingu sinni en brestur kjark er faðir hans talar um fyrirhugað brúðkaup við írsk-kaþólska stúlku. Rory les í blöðum um að bandarísku herskipi hafi verið sökkt af Spánverj- um en hann er viss um að þar hafi valdaklíkan verið að verki. ELÍN ALBERTS- DÓTTIR Jósef Armagh og eiginkona hans, Bernadetta. Hjólreiðakeppnin (iifi Frakkland Harðjaxlar nefnist mynd sem sjón- varpið sýnir í kvöld kl. 20.35. Hún fjallar um einhverja erfiðustu þolraun sem íþróttamenn þekkja. Það er hjól- reiðakeppnin um Frakkland (Tour de France). Keppnin fer fram á hverju ári og varir samfellt í þrjár vikur. Myndin, sem er brezk, sýnir undir- búning hjólreiðakappanna, bæði hvernig hjólin eru útbúin fyrir hvern og einn og eins hvernig kapparnir sjálf- ir undirbúa sig. Síðan er fylgzt með keppninni sjálfri dag frá degi þangað til sigurvegarinn kemur i mark. Myndin er tæplega klukkustundar löng og þýðandi og þulurer Kristmann Eiðsson. ELA Við eigum Uka okkar ágætu hjólreiðakappa eins og Frakkar. En ennþá hefur ekki verið haldin hér hjólreiðakeppni kringum landið. Kannski við eigum það eftir. Hver veit? BRJÓSTKRABBI - sjónvarp kl. 22.20: Algengasta banamein kanadískra kvenna Sjónvarpið sýnir kl. 22.20 kanadíska heimildarmynd um brjóstkrabba kvenna en í Kanada er krabbamein í brjósti algengasta banamein þeirra kvenna sem deyja fyrir aldur fram. Um sextíu þúsund konur í Kanada hafa nú krabba í brjósti og er talið að hehningur þessara kvenna verði látinn innan tíu ára. Myndin fjallar um fjórar kanadískar konur sem hafa fengið brjóstkrabba og segja þær frá lífsreynslu sinni. Jón O. Edwald er þýðandi myndar- innar sem er tæplega klukkustundar löng. -ELA Þessar fjórar konur segja frá Ufsreynslu sinni i myndinni um brjóstkrabba en þær hafa allar fengið krabbamein.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.