Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 21. JUNÍ1979 - 138. TBL. RITSTJÓRNSÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAROG AKGRKIOSI.A ÞVF.RHOLTM l.-ADAI SÍWI 27022. H Handtekinnlangtutangiröingar: j Bannad að vera ísjónmáli við Rockville? - sjá bis. 5 Þessidimmi, drungalegi dagur Lengsti dagur ársins Sá dimmi og drungalegi dagur sem blasti við landsmönnum í morgun þegar þeir vöknuðu er lengsti dagur ársins. Sumarsólstöður eru í dag. Veðrið var hins vegar þannig að birtan fékk hvergi notið sín nema á smákafla á Suðausturlandi. Annars staðar var rigning. Og þvi sama er spáð áfram. Þykir mörgum orðið líklegt að héðan af rigni fram í september úr því sumar- rigningar eru á annað borð hafnar. En þó veðráttan leiki okkur grátt núna er ekki þar meðsagtaðslíkt sénýlunda. Þegar Jörundur Jörundsson, oft nefndur konungur hundadaga, kom hingað fyrir nákvæmlega 170 árum var veðrið heldur ekki mjög kræsilegt. Má sjá það af viðurnefni hans en hunda- dagar eru eins og menn vita 40 og segir sagan að rigni hinn fyrsta þeirra rigni þá alla. En við verðum að vona að slíkt sé orðið úrelt með nútíma veður- fræði. -DS „Steypustöðin ber ekki ábyrgð á skemmdunum" -**.9 ísland og f lóttamenn - sjá baksiau 1BIADWSNARFARI —sjá bls. 8 SJÚ RALL 79* Nýjustufréttiraf flugráninu: Þotan er lent á Kennedy- flugvelli sjá erl. f réttir bls. 6-7 STRÆTISVAGN FRA LANDLEIÐ; UM ók á Ijósastaur rétt sunnan við Kópavogslæk um kl. 7 í morgun. Stáurinn brotnaði, kastaðist yl'ir bilinn og lenti í þaki hans. Billinn hélt áfram og hafnaði utan vegar. Bílstjórinn var einn i bílnum og sakaði hann ekki. Hann sagði DB að billinn hefði tekið að rása á veginum, en i morgun var ekki hægt að sjá hvort bilun hefði orðið, þarsem bíllinn sat fastur. Eins og sjá má á litlu myndunum er bifreiðin talsvert skemmd, efri myndin sýnir gat í lofti , hin þarfnast ekki skýr- inga. , DB-mynd Arni Páll. -JH. Rainbow Warrior: FARBANNIÐ GILDIR ÞAR TIL LÖGBANNSÚRSKURDUR FELLUR ogekkivilja alíirselja Greenpeace- mönnum olíu „Það hefur engin breyting átt sér stað og farbannsúrskurðurinn gildir áfram," sagði Þorsteinn Thoraren- sen borgarfógeti í samtali við DB þegar hann var inntur eftir gangi lög- bannsmálsins yfir Greenpeace-mönn- um sem Hvalur hf. krafðist fyrr í þessari viku. Fór Hörður Ólafsson, lögmaður Greenpeace-samtakanna, fram á viku frest til að búa sig undir lögbannsmálið sem verður tekið fyrir í næstu viku. Fari svo að kveðið verði upp lög- bann á truflunaraðgerðir Green- peace-manna um borð í Rainbow Warrior, mun Landhelgisgæzlunni væntanlega verða falið að framfylgja þeim lögbannsúrskurði. Olíufélagið hf. (Esso) neitaði Rain- bow Warrior um að fá olíu keypta, þar sem það kærði sig ekki um að selja Greenpeace-mönnum olíu vegna ólöglegra athafna þeirra. Þess í stað sneru Greenpeace-menn sér að Skelj- ungi (Shell) og leituðu eftir olíukaup- um þar. Hefur Skeljungur afgreitt olíu til þeirra eftir að hafa haft sam- band við þau yfirvöld sem málið er skylt, að sögn Árna Ólafs Lárussonar hjá Skeljungi hf. -BH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.