Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR21. JÚNÍ1979. Retra er að huka heima en selja slúdursögur 7095—7051 á Borgarfirði eystra hringdi: Fimmtudaginn 14. júní birtist viðtal við íbúa á Borgarfirði eystri, sem ekki vill láta nafns síns getið, um hið ömurlega atvinnuástand. Þar heldur þessi íbúi fram hinum fjar- stæðukenndustu staðhæfingum. Veit þessi íbúi ekki, að það þarf að skila unnum 6 mánuðum til að komast á atvinnuleysisskrá? Á einum stað í viðtalinu segir: „Margir bændur vinna í sláturhúsinu að hausti til að komast síðan áatvinnuleysisbætur". En vinna kringum sláturtíð stendur í mesta lagi yfir í sex vikur. Þessi íbúi heldur því einnig fram, að menn geti fengið lánaða tíma hjá öðrum, sem aflögufærir eru með vinnutíma. Hvað kallar þessi íbúi að vera „aflögufær með vinnutíma?" Maður sem virinur í 5 mánuði eða meira getur ekki lánað hvorki eirtum né neinum vinnutíma sinn. Þetta er fjarstæða. Einnig vil ég geta þess, að ekki er hægt að fá inngöngu í verka- lýðsfélagið með einkasímtali við ein- hvern stjómarmanna. Getur þessi íbúi bent á eitt slíkt dæmi? Hins veg- ar samþykkti stjórn verkalýðs- félagsins að nóg væri að sækja um inngöngu í félagið skriflega og nóg að skila umsókn til stjórnarinnar. Þar er nokkur munur á. Að síðustu skora ég á þennan ibúa að nefna mér dæmi um að bóndi hafi skrifað upp á tíma hjá syni sínum, án þess að greiða honum kaup, til að koma honum á atvinnuleysisstyrk. Hins vegar skal þó segja, að atvinnu- málin á Borgarfirði eru ekki eins og menn gætu kosið sér að væru. En þetta byggðarlag hefur getað leyst sin vandamál án þess að hlaupa með það í fjölmiðla. En eitt má ,,íbúi" vara sig á: Næst þegar hann klagar í þjóðina. Það er, að hafa sínar upplýsingar réttar, frekar en að vera að auglýsa slúðursögur, sem oft myndast vegna illgirni og öfundar. 1g§*M| --f*^W-# HlMkl*" "%S'i ' ¦ *•*¦¦'*¦¦ '"'-> "':: Frá Borgarfirði eystrí. Spurning dagsins BORÐAR ÞÚ HVALKJÖT? Tómas Tómasson: Nei, mér finnst það vont. Égsmakkaði þaðeinusinni. AFMÆUSTILI j FRA Núerututtuguárliöinfráþvíaö sony, framleiddifyrstamyndsegulbandidí heiminum. ítilefniafmælisinsfáíslenzkirkaupendureftirfaranditilbod: TRINITRON-PLUS Enginn geturkeppt við Trinitron myndlampann— Hanngefurbetrilitogskarpariogbjartarimynd : i BETAMAXSL- Öruggasta ogmestselda myndsegulband áheimsmarkaði Varkr. 669.900 NÚ kr. 489.800 Staðgreiðsluverð Kr. 515.600 Afborgunarskilmálar Varkr. 1.199.000 NÚkr. 869.900 Staðgreiðsluverð Kr. 916.900 Afborgunarskilmálar EF BÆÐITÆKIN ERU KEYPTISETTI KR. 499.900 + 899.900= SAMTALS KR. 1.399.800 —5 ára ábyrgð á myndlampa — Eigum fyrirliggjandimikid efniafáteknum Video-spólum JRPI5 Lœkjargiihi 2 Box 396 Símar 27192 27133 Herdís Heiðdal: Já, og mér finnst það alvegágætt. Ásta Meyvantsdóttir: Já, þegar ég fæ það gott, er það það bezta sem ég fæ. Japanirnir fábara alltaf það bezta. Vilhjálmur Arngrímsson: Hrefnukjöt helzt, hvalkjöt finnst mér ekki gott. Birna Kristbjórnsdóttir: Já, ég borða hvalkjöt, mér finnst það ekkert sér- staklegagott enþaðmáborðaþað. Guðjón Guðmundsson: Já, já, það geri ég og mér finnst það ágætt og það'á að leyfaveiðaráhvölum. DB-myndir Árni Páll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.