Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979. r Hvaðkostar maturáfínu veitinga- stöðunum? AÐALRÉTTUR FRÁ 2 TIL10 ÞÚSUND Jr #p -Xrt. pív,7; | 11 Náttfatamarkaðurinn { Ingólfsstræti 6 V, 8|| A^/flr vörurdaglega \ Sólfatnaðurinn kominn aftur. Ungl- ingafrotténáttfótin kr. 3.900,- \ Ó ;4//r ó fld seljast. — Búðin hœttir. wmm w mw m Tuhpanmn Ingólfsstræti 6 PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR LAGNING AR BLASTRAR LITANIR GERUM GÖTI EYRU OÍnm OACQC ragnhildur bjarnadóttir OIIVII 44990 hjördís sturlaugsdóttir CAMDŒQ HREWn-AiJJUHBLlJÍ Munið frímerkjasöfnun Geðverndar á innlendum og erlendum frímerkjum. Gjarna umslögin heil, einnig vélstimpluð umslög. Pósthólf 1308 efla skrrfstofa félagsins Hafnar- «aEOVEnNDWfÉL*0 ÍSUNOSB strœti 5, sími 13468. RAFHLUTIR HF. SÍÐUMÚLA 32 - SÍMI 39080 Verð aðeins kr. 37.600.- m. söluskatti ★ ★ ★ * ★ * Rafsuðusett Eins árs ábyrgð I.étt og fvrirferðarlftið. Power 100 amper. Tilvalið til blla- og boddivið- gerða. Ilægt að nota við 13—15 ampera ftryggi. Tilvalið tæki fyrir þann sem vill framkvæma sinar viðgerðir sjálfur. Það er gaman að borða góðan mat undir hugljúfri tónlist og dreypa á góðu vfni með. En það þýðir varla nema að hafa meðferðis töluvert af seðlum. Hjónin eiga brúðkaupsafmæli. Og af því tilefni langar þau að hvíla sig ögn á trosinu og fara á virkilega fínan stað og borða góðan mat. Ekki ein- hvern hamborgarastað þar sem há- vaðinn er eins og í erlendri flughöfn. Nei, á fínan stað sem krefst spari- klæðnaðar og ljúf tónlist er það eina sem spillir kyrrðinni. Þar sem hægt er að sitja í marga klukkutíma yfir matnum og njóta hvers bita. En hvert fara þau þá og hvað kostar það? Reykjavík er víst eini staðurinn á landinu sem býr að svona fihum veitingahúsum. í fljótu bragði munum við eftir 6 slíkum, Naustinu, Grillinu á Hótel Sögu, Blómasal á Hótel Loftleiðum, Hótel Borg, Þórs- café og svo Hótel Holti. Svo er auð- vitað Skíðaskálinn í Hveradölum sem nýtur mikillar rómantíkur í hugum margra. Hann selur glerfinan mat en hefur þá sérstöðu gagnvart hinum stöðunum sem nefndir voru að hann selur ekki vín með matnum. En nánar um þessa staði. Skfðaskálinn SkíðaskáUnn býður kalt borð á sunnudögum en heitan mat aðra daga. Vissara er fyrir fólk að hringja áður en það fer til þess að athuga hvort opið er því mikið er um einka- samkvæmi. (Siminn er 99-4414). Kalda borðið á sunnudögum kostar 4.100 krónur fyrir manninn. Heitur matur kostar aftur á móti á milli 2.500 og 4.500 eftir því hvað er á borðum. Með fylgir súpa og kaffi. Naustið I Naustinu er hægt að fá kjöt og fisk að eigin vali, forrétti og eftirrétti með en auk þess eru á föstudögum, laugardögum og sunnudögum sam- valdir matseðlar sem eru töluvert ódýrari. Þannig kostar þá súpa, steik og eftirréttur um 7 þúsund krónur. Ef menn hins vegar koma virka daga eða vilja ekki þennan rétt dagsins lítur dæmið út eftir því hvað þeir velja. Forréttirnir kosta frá 1800 krónum og upp í 3.400. Súpumar eru hins vegar ódýrari, kosta á milli 860 og 1.290 krónur. Dýrasti forrétturinn er reyktur lax en sá ódýrasti er snittur. Einnig er hægt að fá t.d. rækjukokk- teil á 2.000 og graflax á 3.200 kr. Aðalrétturinn getur annaðhvort verið fiskur, sem er á verðbilinu 2.100 krónur og upp i nærri því 8 þúsund, eða þá kjöt. Nautakjötið kostar á milli 6.600 og 8.100 krónur á mann, kindakjötið á milli 3.800 og — 4.500 á mann og svinakjöt á milli 4 og 7 þúsund krónur á manninn. Einnig er hægt að fá kjúklinga sem þá em á verðbilinu 3.700 krónur og upp’í tæp 5 þúsund. Verð á eftirrétti er á bilinu 790 krónur og upp í rúm 2 þúsund. Flaska af meðalgóðu víni með matnum kostar svo um 3 þúsund krónur. Vissara er að panta mat i Naustinu með einum 5 daga fyrirvara, sérlega ef borða á um helgar. En þar sem ekki mæta alltaf allir sem láta taka frá fyrir sig borð iðka margir það að fara á barinn uppi og bíða eftir því að borð losni. Hótel Holt Verð á mat á Hótel Holti er um margt svipað því sem það er á Naust- inu. Forréttir kosta á milli 1.625 og 3.675 og súpur kosta á milli 795 og 1.435. Nautakjöt kostar 6.725 það ódýr- asta og-8.325 það dýrasta. Kindakjöt kostar á milli 4.275 og 5.125. Svína- kjöt er á 4.725 til 5.125. Kjúklingar kosta 5.275 kr., aðeins er til ein gerð. Fiskur er svo á 2.575 og upp í 3.215. Ótalinn er ennþá skelfiskur. Þannig er dýrasti réttur hússins humar í skel og kostar hann 10.175 kr. Blandaðir sjávarréttir kosta 6.755 kr. Eftirréttir kosta frá 675 krónum og upp í 2.155 krónur. Hvítvin og rauðvín af millisætri gerð og fremur ódýrt kostar 3.675 krónur flaskan. Ef menn ætla að borða á Holti er vissara að panta með allt að viku fyrirvara ef borða á um helgi en minni fyrirvari er nægilegur virka daga. Blómasalur Verðið á mat i Blómasal Hótels Loftleiða er einnig mjög svipað og á þessum tveim stöðum. Þannig kosta forréttir frá 1.620 og upp i 3.190 krónur. Súpur kosta 840 til 950. Kalt borð kostar 4.760 kr. Nautakjöt er á 6—9 þúsund krónur, kindakjöt á 4 þúsund krónur til 5.210. Kjúklingar kosta á milli 3.860 og 5.910. Fiskur er svo á 2.900 til 9.850 kr. Eftirréttir kosta á milli 780 og 2.800. Meðalgott vín er svo á svona 3 þúsund tií 3.800 kr. Ef menn ætla að borða í Blómasal um helgar eða vilja sérstök borð á virkum dögum er vissara að panta með nokkurra daga fyrirvara. Grillið Á Grillinu á Hótel Sögu eru jafn- framt framreiddir matseðlar dagsins. Kostar þá aðalréttur og súpa ýmist 5.215 eða 5.930. Geta menn þá valið um kjöt eða fisk sem aðalrétt. Ef menn hins vegar vilja meira sjálfstæði kosta forréttir frá 2.335 til 4.800, súpurfrá 875 til 1.380. Kjöt er á verðbilinu 3.310 til 9.250 en fiskur kostar frá 2.575 til 5.800. Humarréttir eru hins vegar dýrari, kosta allt upp í 9.400 kr. Vín með mat eru á verðbilinu 2.840 og upp úr en meðalgott vín kostar svona 3.800 krónur. Vissara er að panta með nokkurra daga fyrirvara ef menn hyggjast borða í Grillinu um helgar og að hringja áður en þeir fara virka daga til þess að gæta að hvort til eru laus borð. Hótel Borg Hótel Borg býður upp á tvenns konar afslætti þegar um er að ræða kvöldverð. Annars vegar er það sem kallað er réttur dagsins og hins vegar einhver ákveðinn réttur sem yfirmat- sveinninn mælir með þann daginn. Réttur dagsins samanstendur af súpu, steik og eftirrétti og kostar 5.900. Það sem yfirmatreiðslumeist- arinn mælir með er hins vegar finni matur sem kostar 7.500 (bara aðal- réttur). Súpurnar á Borginni kosta á milli 900 og 1.400 krónur. Forréttir eru á bilinu 2.500 og 4.500 krónur. Nautakjöt er á bilinu 5.500 til 8 þúsund, kindakjöt kostar á milli 4.500 og 6000, svínakjöt kostar 5.500 og kjúklingar 5000 krónur. Eftirréttir kosta á milli 900 og 3.000 krónur og vínið er frá 2.840 og upp í 5.095 kr. Vissara er að panta borð á Borg- inni með að minnsta kosti dags fyrir- vara og meiri um helgar. Þórscafé Matseðill dagsins, aspassúpa, ham- borgarhryggur og eftirréttur, kostar 7.200 krónur í Þórscafé. Súpur eru þar á 920 krónur og for- réttir á bilinu 2.100 til 2.750 krónur. Kjötið er ódýrast á 4.465 og dýrast á 7.200 krónur. Eftirréttir kosta 980 krónur. Flaska af meðalgóðu víni kostar svoum 3.300 krónur. Matur er aðeins framreiddur í Þórscafé föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Vissara er að panta borð með 3—4 daga fyrirvara. . DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.