Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979. Handtekinn langt utan gróingar umhverfís Rockville: BAMAÐ AÐ VERA ÍSJÓN- MÁU VH) STÖDINA? Hvar liggja mörkin milli þess svæðis sem bandaríski herinn á Miðnesheiði telur sig ráða yfir og þess svæðis sem honum er óviðkomandi? Er svæðið afmarkað með girðingunum, eða nær það út fyrir þær. Þessar spurningar og ýmsar fleiri vakna við að hlýða á frásögn Sigurðar Baldurssonar úr Keflavík, er kom að máli við blaðið. Seint unr kvöld þann 5. júril fór hann ásamt k^onu sinni, Guðrúnu Kristjáns- dóttur, upp á Miðnesheiði í grennd við Rockville-stöðina til að tína egg. Á þessum slóðum er eina kríuvarpið á Suðurnesjum sem almenningur getur náð sér í egg. Staðurinn er utan girðingar umhverfis Rockville- þeir á ný og komu þá að okkur úr tveimur áttum. Annar hermaðurinn var með hríðskotariffil á lofti og þeii spurðu okkur hvað við værum að gera. Við sögðum það en létum jafn- framt i Ijós að þeim kæmi það lítið við, þar sem við værum langt utan við hið afgirta svæði Rockville- stöðvarinnar. Þeir svöruðu því til að svæðið væri samt undir þeirra yfir- ráðum og sögðu að yfirmaður þeirra vildi tala við okkur. Síðan var farið með okkur í einhvers konar varðskýli innan girðingarinnar, þar sem fyrit var yfirmaðurinn og fieiri. Hann sagði okkur að þeir hefðu leyfi til að taka fólk sem kæmi það nálægt stöðinni að hægt væri að sjá það með berum augum. Þetta endurtók Bandarískir hermenn á Keflavíkurflugvelli marséra: ,,'l veir hermenn komu í áttina til okkarog var annar með hríðskotariffil.” stöðina, en i þetta sinn varð litið úr eggjatöku. — Við tókum eftir því þegar við nálg- uðumst varpið, í 3—400 metra fjar- lægð frá girðingunni, að frá stöðinni komu tveir hermenn í átt til okkar. Þeir gengu fyrst samsíða, en hurfu á bak við hæð. Skömmu síðar birtust maðurinn seinna, og þá i viðurvist íslenzkra lögregluþjóna. Njósnarar eða terroristar! Ég heimtaði íslenzka lögreglu á staðinn og hún kom eftir dálitla „Menn geta búizt við þessu” — segir fulltnji vamarmáladeildar — Hliðstæð atvik hafa stundum kom- ið fyrir áður, það er að menn séu teknir utan girðingar og krafðir um skýringar á ferðum sinum, sagði Hannes Guðmundsson i varnarmáladeild utan- rikisráðuneytisins. Hannes var þó þeirrar skoðunar að utan girðing- arinnar væri íslenzk iögsaga. — Maðurinn sem þú talar um hefur væntanlega kært til íslenzku lög- reglunnar og sú skýrsla Iiggur enn ekki fyrir hjá okkur. En við munum á- byggilega kanna málið. Hins vegar geta menn búizt við því að vera krafðir sagna i nágrenni við slíkan stað. -ARH. Svavar Gestson viðskiptaráðherra: Lengi verið falazt eftir norskri olíu „Mér skilst því miður að þeir verði bara ekki aflögufærir fyrr en 1981,” sagði Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra I samtali við DB þegar hann var inntur eftir fyrirhuguðum kaupum á norskri olíu. Hafa möguleikar á olíukaupum verið ræddir við norska ráðamenn á öllum helztu fundum sem íslenzkir ráðamenn hafa átt með norskum undanfarið. Einnig kvaðst hann hafa rætt olíukaupamálin vió sovézka sendiherrann hér á landi en ekkert komið út úr þeim viðræðum er leitt gæti til lækkaðs olíuverðs. „Það er Ijóst að við getum ekki látið Rotter- dammarkaðinn spana upp allt verðlag hér um ókomna tið eins og undanfarið og leita verður eftir ódýrari olíu,” sagði viðskiptaráðherra. Bandarikjamenn hafa komið á hjá sér verðstöðvun á olíu, sem hefur haft m.a. það í för með sér að ekki borgar sig að vinna olíu úr fjölda olíulinda þar svo bandariskir olíuhringar hafa hreinlega lokað þeim. Veldur þetta enn meiri eftirspurn eftir olíunni og hækkun á verðinu i Rotterdam. Síðustu fréttir herma þó að verðlækkun hafi átt sér stað á Rotter- dammarkaði, þó hvergi nærri svo dugi til að hafa afgerandi áhrif. -BH. stund. í millitíðinni heyrði ég á símtal „offísérsins” við einhvern háttsettari og heyrði ég ekki betur en hann krítaði liðugt í símann. Talaði um að hafa tekið okkur í innan við 100 metra frá stöðinni. Hermaður einn, sem ég talaði við úti á eftir, viðurkenndi þó að fjarlægðin hefði verið mun meiri. Um ástæðuna fyrir handtökunni sagði „offísérinn” að við hefðum verið á algeru bannsvæði (top secret) og að við gætum hæglega verið njósnarareða hryðjuverkamenn! Við fengum síðan að fara, eftir að islenzka lögreglan hafði talað við her- mennina. En fróðlegt væri að vita hvort þeir hafa heimild til — og þá hvaðan — að handtaka fólk sem er í „sjónmáli við herstöðina.” Og sömuleiðis er það stóralvarlegt mál að þeir skuli vera að veifa skotvopnum að fólki langt utan girðingar. Mér er sagt að það hafi komið fyrir áður að hcr- mann hafi skipt sér af fólki á ferð utan girðingar. Það væri forvitnilegt að heyra hver hefur gefið þeim slíkt vald,” sagði Sigurður Baldursson. -ARH. Radarstöðin Rockville á Miðnes- heiði: Þar geta menn átt von á að verða „krafðir sagna” um feröir sínar. DB-mynd: Ari. nú bjóðum viö viKuferðir Glæsilegt verðtilboð fyrir ,,skottúr“ í sólarlöndin Spánn - Júgóslavía Eingöngu úrvalsgóðir gististaðir - pantið strax Júgóslavía: Brottför: 24/6,1/7og 8/7 Verö kr. 130.000 — innifalið 1/2 fæði Spann: Brottför29/6 Verð kr. 110.000 Samvinnuferóir-Landsýn Austurstræti 12 - símar 27077 og 28899

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.