Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.06.1979, Qupperneq 6

Dagblaðið - 21.06.1979, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979. Svo starfa sovézkir öryggisverðir: Slógu landa sinn mður i Stokkhólmi —þegar hann stóð upp undir ræðu sendiherra Moskvuvaldsins með spjaldþarsemstóð „Bjargið fjölskyldu minni” í ræðustólnum stendur Michail Jakolev, sovézki ambassadorinn í Svíþjóð, áður brottrækur frá Zaire og írak fyrir njósnir. Hann talar vin- samlega um samskipti Svíþjóðar og Sovétríkjanna og um öll þjóðarbrotin innan Sovétríkjanna. Skyndilega rís upp maður af áheyr- endabekkjum. Framan á sér ber hann spjald með áletruninni: Bjargið fjöl- skyldu minni. Um leið rjúka til nokkrir menn, kasta sér yfir hann og lumbra rækilega á honum. Atvikið sem hér er lýst átti sér stað á Skansinum í Stokkhólmi á dögun- um. Þar stóð yfir samkoma í tilefni sovézkra menningardaga. Maðurinn, sem varð fyrir árásinni, heitir Valetin Agapov, pólitískur útlagi frá Sovét- ríkjunum. Hann hefur ekki séð fjöl- skyldu sína í fimm ár og er búsettur í Svíþjóð. Kona hans og móðir eru í Sovétríkjunum og fá ekki að koma til hans. Þær sæta stöðugum ofsóknum. Nokkrar mínútur liðu frá því að KGB-liðar tóku að sér að sinna ,,lög- gæzlustörfum” á sænskri grund með því að berja Agapov niður, þar til sænska lögreglan kom á staðinn. Árásarmennirnir neituðu að svara spurningum, en enskumælandi landi þeirra sagði að þeir hefðu aðeins verið að „gæta öryggis barna frá Georgíu, sem ættu að koma fram”! Ljósmyndari sænska blaðsins Gnistan var svo heppinn að verða vitni að árásinni á Agapov og mynd- irnar hans eru mikilvæg sönnunar- gögn við rannsókn málsins. Þá hefur komið í ljós, að skömmu áður en samkoman hófst komu á staðinn tveir bílar, fullsetnir sovézkum öryggisvörðum. Fulltrúi lögreglunn- ari Stokkhólmi hefur lýst yfir, að af og frá sé að eitt eða annað sendiráð geti tekið sér vald til að stofna eigið lögreglulið og grípa inn i sænsk inn- anríkismál. Antonina Agapova handtekin í Moskvu Fáeinum dögum eftir atvikið í Stokkhólmi bárust fréttir um að lög- reglan i Moskvu hefði handtekið Antoninu Agapovu, 70 ára gamla móður Valetins Agapovs. Hún var tekin á Rauða torginu nokkrum sek- úndum eftir að hún hóf á loft spjald með áletruninni: „Herra Brésnef, Ieyfið Agapova-fjölskyldunni að fara”. Sama dag var sonur hennar, Valetin Agapova, handtekinn fyrir utan sovézka sendiráðið í Vín. Þangað var hann kominn frá Svíþjóð og stóð með kröfuspjald um að fjöl- skylda hans fengi brottfararleyfi frá Sovétríkjunum. Á spjaldinu var Brés- nef titlaður böðull. Sendiráðið var sem kunnugt er bústaður sovézka leiðtogans á meðan á SALT-fundun- um með Carter stóð. Antoniná Agapova hefur liðið miklar sálrænar þjáningar í .striði sínu við innanbúðarmenn í Kreml. í fyrra reyndi hún að fremja sjálfs- morð, eftir að hafa fengið afsvar við umsókn um að flytjast úr landi. Tengdadóttir hennar, Ljudmila, hefur einnig tekið virkan þátt í mann- réttindabaráttu í Sovétríkjunum. Hún er einn af stofnendum verka- lýðsfélags, sem opinberlega er lýst ólöglegt. Hún er ötull talsmaður verkalýðs- og mannréttindabaráttu. En slíkt er svo gott sem dauðasynd — í „paradís verkalýðsins”. HAFSKIP H.F. Upplýsingar til vidskiptamanna! Fyrstu ferðir skipa okkar eftir verkfall eru: SKAFTÁ lestar í Hamborg RANGÁ lestar í Hamborg RANGÁ lestar í Antwerpen RANGÁ lestar í Antwerpen SKIP lestar í Ipswich RANGÁ lestar í Ipswich SKIP lestar í Kaupmannahöfn LANGÁ lestar í Kaupmannahöfn SKIP lestar í Kaupmannahöfn SELÁ lestar í Gautaborg SKIP lestar í Gautaborg LANGÁ lestar í Fredrikstad SKIP lestar í Fredrikstad LAXÁ lestar í Gdynia LAXÁ lestar í Helsinki 26, —27. júní/losun Rvík 2. júlí 9. júlí / losun Rvík 17. júlí 25.—26. júní/losun Rvík 2. júlí 11. júlí / losun Rvík 17. júlí 28.—29. júní / losun Rvik 3. júlí 12. júlí / losun Rvík 17. júlí 25. júní/losun Rvík 2. júlí 25,—26. júní / losun Rvík 3. júlí 2. júlí/losun Rvík 9. júlí 25.—26. júní/losun Rvík 2. júlí 3. júlí / losun Rvík 9. júlí 27, —28. júní/losun Rvík 3. júlí 4. júlí/losun Rvík 9. júlí 3. júlí/losun Rvík 16. júli 6,— 9. júlí/losun Rvík 16. júlí Danmörk: Meðallaun lækna 33 milliónir Meðallaun danskra lækna og tann- lækna í fullu starfi eru 509 þúsund danskar krónur eða rétt um 33 milljónir íslenzkra króna á ári, sam- kvæmt upplýsingum, sem fram koma í danska blaðinu Aktuelt. Eru þær hafðar eftir forstöðumanni félags- málastofnunar í Ribe. Svarar þetta þá til rétt um 2,7 milljöna mánaðar- launa. Upplýsingar þessar koma fram vegna efnahagsráðagerða dönsku ríkisstjórnarinnar en þar mun meðal annars vera stefnt að tveggja milljafða danskra króna sparnaði í heilbrigðismálum. Fullyrt er að helmingi þess sparnaðar mætti ná méð skynsamlegri greiðslum til lækna. Forstöðumaðurinn i Ribe segir að samtök lækna fái að vísu mun lægri meðallaun út úr sínum útreikningum en 509 þúsund danskrar krónur á ári. Telji læknar meðallaunin vera 259 þúsund dansk-ar á ári, jafnvirði sautján milljóna íslenzkra króna. Þá eru aftur á móti taldir, að sögn forstöðumanns félagsmálastofnunar- innar, allir þeir læknar sem aðeins eru í hlutastarfi til dæmis vegna aldurs. Séu þar læknar og tann- læknar sem kjósi að halda nokkrum af sjúklingum sínum áfram til að bæta upp eftirlaunin. Launatölur þessar gilda um þá lækna sem stunda einkalækningar. Launamunur mun vera verulegur eða allt frá 70 þúsundum dönskum á ári og upp í 1.2 milljónir danskar krónur og jafnvel meira fyrir suma sér- fræðinga.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.