Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR21. JÚNÍ1979. Morði fréttamanns sjón- varpað um Bandaríkin —var skotinn í höfuðið af þjóðvarðliðum Somoza einræðisherra þar sem hann lá varnarlaus á jörðinni Morði þjóðvarðliða Somoza einræðisherra í Nicaragua á banda- rískum sjónvarpsfréttamanni var sjónvarpað um nærri öll Bandaríkin í gærkvöldi. Á myndinni sést hvernig þjóðvarðliðar umkringja fréttamann- inn þar sem hann liggur á jörðinni en hann síðan skotinn í höfuðið. Gerðist þetta nærri víglínunni á milli herja liðs Somoza einræðisherra og skæru- liða sandinista við höfuðborg Nicara- gua, Managua. Svo virðist sem bifreiðarstjóri sjón- varpsmannanna frá bandarísku ABC stöðinni hafi einnig verið skotinn til bana. Var hann færður á brott en skömmu siðar heyrðist skot að sögn myndatökumannsins frá ABC sem slapp heill á húfi úr höndum þjóðvarðliðanna. Fréttamaðurinn, Bill Stewart, 38 ára að aldri var búinn að vera í Nicaragua síðan 10. júní síðast- liðinn vegna átakanna á milli liðs Somoza einræðisherra og skæruliða sandinista. í gærkvöldi fordæmdi Jimmy Carter Bandaríkjaforseti morðið á fréttamanninum. Sagði hann morðið að vera svívirðilegan verknað, sem allt siðmenntað fólk hlyti að fordæma. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í gærkvöldi, að hann hefði krafizt skýrslu um atburð þennan af sendiherra Bandaríkjanna i Nicaragua og einnig frá utanríkis- ráðherralandsins. Að sögn kvikmyndatökumannsins var Bill Stewart að ganga að varðstöð þjóðvarðliða, þegar hann fékk skipun um að nema staða, rétta hendur upp fyrir höfuð en örskömmu síðar var hann skotinn til bana. Bandarískir ríkisborgarar i Nicaragua hafa nær allir verið fluttir á brott. A myndinni sjást nokkrir þeirra fara um boró i Hercules herflugvél á flugvellinum við Managua. Nicaragua: UK HERSHOFÐINGJA BORH) UM BORGINA —stríðsaðilar reyna að bæta stöðu sína fyrir vopnahlé Flóttamenn frá Leon, næststærstu borg Nicaragua, sögðu frá því í gær- kvöldi að hún væri nú algjörlega á valdi skærul ja sandinista. Loka- bardaginn var að sögn um stjórnstöð þjóðvarðliða en þegar liðsmenn skæru- liða tóku hana féll meðal annarra hátt- settur liðsforingi í her Somoza. einræðisherra. Fögnuðu þeir mjög og var líkami herforingjans hafður til sýnis á götum Leon síðast er til fréttist. í höfuðborg Nicaragua er stöðugt barizt og virðast bæði sandinistar og þjóðvarðliðar Somoza einræðisherra leggja allt kapp á að gera stöðu sína eins góða og kostur er áður en samtök- um Ameríkuríkja tekst að koma á vopnahléi. Svo virðist sem skæruliðar, sem eru sagðir til muna betur vopnaðir heldur en i síðustu skærum í september síðast- liðnum, leggi höfuðkapp á að ná borg- inni Rivas, 35 kílómetrum norður af landamærum Costa Rica. Sjálfir segjast þeir hafa tekið úthverfi borgar- innar en foringi þjóðvarðliðanna sem verja borgina og umhverfi ber á móti og segist hafa stöðvað sókn þeirra rétt við landamærin. Sandinistar hyggjast að eigin sögn setja á fót bráðabirgða- ríkisstjórn í Rivas. Kúbumenn hafa sakað Bandarikja- menn um að vilja setja á fót falska friðarsamninganefnd og síðan koma upp nýrri leppstjórn sinni í Nicaragua. Segja Kúbumenn að með því geti orðið nýtt Vietnam í Mið-Ameríku. FlugráníðíChicago: Ræninginn lagði upp ímorgun, á- fangastadur óviss Júgóslavneskur flugræningi, sem styður þjóðernissinna í Serbíu rændi í gærkvöldi þotu af gerðinni Boeing 727 og neyddi áhöfn hennar til að lenda á O'Hare flugvellinum við Chicago. Fimm klukkustundum síðar var 127 farþegum um borð í vélinni sleppt, ásamt fimm af áhöfninni. Var flugræninginn þá einn eftir ásamt þrem af áhöfninni. Ræninginn er sagður vera 45 ára gamall og hafa verið fundinn sekur um áform um að ráða júgóslavneska sendimenn í Bandaríkjunum af dögum. Kröfur hans eru þær að félaga hans, serbneskum presti, verði sleppt úr fangelsi og flogið verði með þá til Perú í Suður-Ameríku. Um klukkan fimm í morgun fór Boeing 727 þotan frá Chicago. Ekki var kunnugt um áfangastað en að sögn hafði eldsneyti til þriggja og hálfrar klukkustundar flugs verið sett ávélina. Var presturinn, félagi mannsins, þá ekki um borð í þotunni. Aftur á móti var einn lögmanna þeirra félaga sagður hafa verið um borð. DeiltumDC-lOflug Flugyfirvöld í Evrópulöndum með Sviss í fararbroddi telja að bann banda- ¦ rískra flugyfirvalda við því að DC-10 þotur skráðar í öðrum löndum megi lenda í Bandaríkjunum, sé brot á al- þjóðaflugreglum. Bandaríkjamenn telja aftur á móti ákvörðun Evrópuríkja um að heimila DC-10 þotum að fljúga áður en sér- fræðingar vestra telji að fullu gengið úr skugga um hvort gallar leynist mjög vafasama. OLAFUR GEIRSSON Laus staða Staða ritara I hjá Vita- og hafnamálaskrifstof- unni er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 25. júní. Vita- og haf namálaskrif stofan Seljavegi 32. Skrifstof ustarf Verzlunarmannafélag Suðurnesja vill ráða starfskraft til skrifstofustarfa í fullt starf. Umsóknir sendist til Valgarðs Krist- mundssonar, Lyngholti 11 Keflavík, fyrir 1. júní 1979. Stjórnin. MREVnii Sfmi 8 55 22 w% Kennaraháskóli Islands Tilboð óskast í að steypa Upp og fullgera að utan nýbyggingu Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 75.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 10. júlí kl. ll.OOf.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.