Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 8
 DILKASLÖG Seljum næstu daga DILKASLÖG í 3ja, 5 og 10 kg pökkum. Verð kr. 480pr. kg. KJÍWÉSM BORG SÍM111636 LAUGAVEGI 78 Létt göngutjöld 2ja, 3ja og 4ra manna frá mfíi/ .Av rnwi Glæsibæ—Sími 30350 Atvinnuhúsnæði Höfum til leigu 220 ferm gott húsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi. Hentugt sem verzl- unar-, iðnaðar eða skrifstofuhúsnæði. EIGNAUMBOÐIÐ Laugavegi 87 — Sími 13837 og 16688 Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða vanan gröfumann nú þegar. Umsókn með upplýsingum um fyrri störf sendist starfsmannastjóra. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS, Laugavagi118 Reykjavfk. Nýr umboðsmaður Dagblaðsins í Keflavík: Margrét Sigurðardóttir Faxabraut 38 B, sími 92-3053. íl BIAÐIÐ Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna van- skiia á söiuskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í um- dæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir janú- ar, febrúar og mars 1979, og ný-álagðan sölu- skatt frá fyrri tíma stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraembættisins við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík 19. júní 1979. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979. „Þetta er draumabátur minn því ég var á sínum tíma í heilt ár að reyna að útvega mér skrokk af svona bát hjá erlendu framleiðendunum, en þeir vildu ekki selja mér nema fullbúinn bát,” sagði Bjarni Björgvinsson sem á- samt konu sinni, Láru Magnúsdóttur, er að koma sér upp 24 feta bát fyrir Sjórall '79. Það verður sta.'rsti bátur keppninnar nú með sél á þriðja hundrað hestafla Chrysler vél. Fyrirtækið Mótun hf. i Hafnarfirði hefur fengið framleiðsluleyfi á þessum bátum hérlendis og eru a.m.k. 12 slíkir þegaiN pöntun. Áformað var að a.m.k. einn slikur til viðbótar færi í Sjórallið, en vegna hráefnisskorts i kjölfar farmannaverk- fallsins verður ekki af því. svo vænta má mjög góðs árangurs hjá þeim á nýja bátnum. Hann verður sjósettur upp úr helginni og hefjast þá æfingar. -GS. í fyrra kepptu Bjarni og Lára á minnsta bátnum og þeim eina með utanborðsvél. Gekk þeim vel á honum Lára, Bjarni og Björgvin sonur þeirra ásamt starfsmanni Mótunar hf. við báta- smiðina í gær. DB-mynd: Árni Páll. Stærsti bátur Sjóralls 79 að hlaupa af stokkunum: KEPPENDURNIR FÓRU Á MINNSTA BÁTNUM í FYRRA Bjarney Gísladóttir Tálknafirði dró ekki af sér við vorverkin i kartöflugarðinum. DB-mynd JH. Tálknafjöröur: Kartöflumaríjörðina Kartöflurnar þurfa að komast í jörðina, eigi að fást sæmileg uppskera í haust. Það þýðir því ekkert annað en að drífa sig í þvi að stinga upp garðinn og pota kartöflunum niður. Það hefur þó varla viðrað til slikra stórvirkja á Vestfjörðum fyrr en nú er liða tók á júní. Bjarney Gísladóttir hús- móðir á TálknaFirði notaði sólskinsdag sem gafst i síðustu viku til þess að huga að garðinum. Hólmatindur kom á þriðjudag til Eskifjarðar með 88 tonn af ágætuml þorski. Minni bátarnir hafa fiskað sæmilega að undanförnu. Votabergið Kartöflugarðurinn er skammt fyrir utan bæinn, við býlið Sveinseyri. Það er jarðvegur sendinn og góður til kar- töfluræktunar. Bjarney flýtti sér við vorverkin, þvi allt i kringum hana lágu æðarkollur á eggjum sínum og ekki mátti styggja þær um of.frá hreiðrunum, því þá gátu eggin kólnað. er i langri viðgerð eftir árekstur, en skipið rakst á annað skip i þoku úti fyrir Fáskrúðsfirði nýlega. -Regína. Vitni vantar Vitni vantar að tveimur árekstrum, sem urðu í Kópavogi fyrir skömmu. Fyrri áreksturinn varð á mótum Nýbýlavegar og Skeljabrekku 30. marz um kl. 16. Bifreiðarnar sem lentu í árekstrunum voru af tegundunum Cortina og Simca. Vitað er um tvo sjónarvotta að þessum árekstri en ekki hafðist upp á nöfnum þeirra. Þá var ekið á kyrrstæða Citoén-bifreið við Hamraborg 1 þann 15. júní sl., ein- hvern tímann á milli kl. 13 og 13.50. Sjónarvottar eru beðnir að gefa sig fram við lögregluna i Kópavogi. -GAJ- Bflstolið Aðfaranótt mánudags var bif- reiðinni R—21852 stolið frá Sólvalla- götu 14. Bifreiðin er hvít að lit af gerðinni Volkswagen 1274. Þeir er gætu gefið upplýsingar um bifreiðina eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. -GAJ- Núerhægtað fáfrarn- kallaðar svart/hvítar Skyndimyndir, Templarasundi 3, hafa nýlega opnað framköllunarstofu fyrir svarthvítar filmur. Bætir það úr brýnni þörf því ekki hefur verið hægt að fá framkallaðar svarthvitar filmur hér í borg um hálfs árs skeið. Vélakostur ljósmyndastofunnar er amerískur af Pako gerð og eru myndirnar-stækkaðar á Kodak plast- pappir. Hægt er að velja um pappirsáferð matt eða glans og hvort myndirnar eru kantlausar eða með hvítum kanti. Afgreiðslutími eru 2 dagar og styttri ef óskað er. Aðra svart-hvíta vinnu mun stofan einnig annast, svo sem „kontakt kopíur” stækkanir og eftirtökur eftir gömlum myndum. Eftir sem áður annast Skyndimyndir myndatökur fyrir skírteini, vísa, o. fl. á mun lægra verði en aðrir, svo og mót- töku fyrir litframköllun. -JH. Sæmilegur af li á Eskifirði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.