Dagblaðið - 21.06.1979, Side 11

Dagblaðið - 21.06.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979. 11 'gera sér vonir um að hófsamari öfl innan sandinistahreyfingarinnar nái þar völdum ef til valdatöku þeirra kemur. Bandaríkjastjórn hefur verið sökuð um a'ð hafa stutt of lengi við bakið á Somoza einræðisherra. Síð- ustu daga hafa þeir verið sakaðir um að selja vopn til Somoza stjórnarinn- ar í gegnum vinveittar ríkisstjórnir nágrannaríkjanna, sem sannarlega eru litlu betri en einræðisstjórn Somoza. Má þar nefna Honduras, Guatemala og E1 Salvador. Frá hinu síðastnefnda ríkinu bárust þær fregnir í gær að hermenn hefðu fallið fyrir leyniskyttum vinstri sinnaðra skæruliða. Somoza einræðisherra í Nicaragua telur sig hins vegar ekki vera í neinum vafa um við hverja hann er að berj- ast. í yfirlýsingum hans kemur fram að hann telur fámennar sveitir Kúbu- kommúnista standa fyrir allri barátt- unni gegn sér. Að sögn sjónarvotta er þetta heldur ólíkleg kenning hjá Somoza, þó Kúbusinnar séu þar á meðal. í nýliðnu allsherjarverkfalli og einnig í bardögum að undanförnu virðist stuðningur við skæruliða sandinista verulegur. Skemmst er einnig að minnast sigurfarar sandin- ista í fyrra, þegar sveitir þeirra tóku þinghöll landsins í Managua herskildi og létu hana og gisla þar ekki af hendi fyrr en stjórnin hafði gengið að afarkostum og greitt mikið fé. Kjallarinn ✓ N Erling Garðar Jónasson Og hendur við aukið orkumagn öryggi í orkumálum. Nei, nú er mál að linni því órétti sem stór hluti þjóðarinnar er beittur í orkuverði og haldið verði í jafnréttis- átt. Við verðum að treysta því að ríkisstjórn, sem vill tileinka sér sósíal- isma og kalla sig vinstri stjórn með megingrundvöll í jafnréttis- og frelsishugsjónum, hafi pólitískt þor og kjark til að brjóta á bak aftur alla klafa ójöfnunar milli landsins barna og tileinki sér hreina og ómengaða jafnréttis- og verðjöfnunarstefnu. Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri, Egilsstöðum Gerðar- dóms- lögin Ég slóst fyrir því á fundi þing- flokks og framkvæmdastjórnar Al- þýðuflokksins á mánudagskvöld að enn um sinn yrðu ekki sett gerðar- dómslög vegna svokallaðrar far- mannadeilu. Ég álít að það séu að svo komnu máli heimskuleg lög, sem valdi tjóni, og láti ekki gott af sér leiða. Ég vil gera grein fyrir þessari afstöðu minni, meðal annars vegna þess að þar sem þing situr ekki er ekki annar vettvangur til slíks en i blaðagrein. Þetta reyndist vera minnihluta- sjónarmið. Það ber að harma. Sýnd var svohljóðandi tillaga: „Þingflokkur Alþýðuflokksins telur að lagasetning í kjaradeilum sé ævinlega fullkomið neyðarúrræði. Lagasetning, hvort sem það er með vísun í gerðardóm eða lögfestingu sáttatillögu, þýðir í raun að ríkisvald- ið, þ.e. skattgreiðendur í landinu, þurfa fyrr en síðar að greiða fyrir lausnina dýru verði, í þessu tilfelli til dæmis í formi hækkaðra aðflutn- ingsgjalda til landsins. Þess vegna telur þingflokkur Al- þýðuflokksins það ekki aðeins óæski- legt, heldur , einnig efnahagslegt ábyrgðarleysi að skipa þessari kjara- deilu með lögum og telur að enn um sinn skuli þess freistað að leysa þessa deilu með frjálsum samningum deilu- aðila. Þingfiokkur Alþýðufiokksins treystir því að deiluaðilar sýni þá þjóðfélagslegu ábyrgð, sem hlýtur ævinlega að vera forsenda frjálsra kjarasamninga.” Það var ljóst á þessum fundi að það var ekki meirihluti til staðar til þess að samþykkja þessa tillögu. Hún var því ekki látin ganga til atkvæða. Vilmundur Gylfason Ekki frumstætt verkalýðsdekur Þjóðin hefur of lengi verið alin við það óbærilega ófremdarástand, að aðilar á vinnumarkaði heyja gersam- lega ábyrgðarlausar kjaradeilur, þar sem þeir talast við eins og tveir þoku- lúðrar á hafsauga. Þar getur borið á milli himinháar upphæðir um það eitt, hvað þeir eru að tala um. Síðan heyja þeir verkföll og nú síðast verk- bönn. En báðir aðilar virðast treysta á það eitt að ríkið grípi fyrr eða siðar inn í deiluna — fyrir hönd vinnuveit- enda til þess að hækka verðið á þjón- ustunni, og fyrir hönd launþeganna til þess að velta gervilaunahækkun- um með einum eða öðrum hætti út í verðlagið. Á endanum verða það því hefðbundin fórnarlömb verðbólgu, ellilífeyrisþegar, láglaunafólk, spari- fjáreigendur, sem borga lausnina dýru verði. Þetta ástand er auðvitað gersamlega óþolandi. Menn muna, að í stóru kjarasamn- ingunum 1974 og 1977 var altalað og um ritað, að ráðherrar og aðrir slíkir voru sifellt að flækjast á Loftleiðum, þar sem kjarasamningar fóru fram. Hvað halda menn að þeir hafi verið að gera þar? Fara í gufubað? Ekki al- deilis. Auðvitað þóttust þeir vera að liðka fyrir lausninni — með því að lofa fyrir hönd skattgreiðenda eða annarra greiðenda þjónustu að borga bakreikninga. Þetta kerfi ábyrgðarleysis er fyrir löngu sprungið. Semjendur, hvort sem það eru vinnuveitendur eða launatakendur, hafa fyrir löngu van- izt þvi að geta og mega hegða sér GERDGRBN FYRIR ATKVÆÐI ábyrgðarlaust. Ríkið kemur og heggur á hnútinn, greiðir fyrir lausn- ina. Og það eru alltaf til nógu vitlaus- ir stjórnmálamenn tii þess að vera fáanlegir til þess að fremja þá kvið- ristu fyrir framan fólkið í landinu sem vinnuveitendur og verkalýðsleið- togar treystast ekki til — kannske af skiljanlegum ástæðum. Fólk var um það bil að fara að skilja það að hugmyndir um frjálsa samninga voru ekki aðgerðaleysi og linkind. Þetta var þvert á móti sú harka ríkisvaldsins, sem fyrir löngu var orðin tímabær. Það hefði átt að láta deiluaðila, enn um langa hríð, gera sín mál upp sjálfir — á sína eigin ábyrgð. Hugmyndir um frjálsa kjara- samningaáárinu 1979eruekki þriðja fiokks verkalýðsdekur af gamla skól- anum. Það skal fúslega viðurkennt, að sú staða getur komið upp að laga- setning er óhjákvæmileg. Það skal einnig viðurkennt að um tvennt var farmannadeilan orðin mjög sérstæð. Báðir aðilar viðurkenndu að það virt- ist ekki vera nokkur fiötur til samn- inga. í annan stað, þegar slíkt fer saman við það, að fólk, sem ekki á i neinum kjaradeilum fer að missa at- vinnu sína, þá verður málið vissulega mjög erfitt. Það furðulega er, að ég hygg að fullyrða megi, að svo var komið að báðir aðilar vildu lagasetningu, þó svo báðir aðilar muni væntanlega mótmæla henni hástöfum. Öðruvísi var t.d. ekki hægt að skilja Pál Her- mannsson, talsmann farmanna, i sjónvarpsfréttum á sunnudagskvöld. Og það sem meira er, ótrúlega viða heyrðist fólk krefjast þess að ríkis- valdið gripi í taumana, „sýndi hörku” eins og það er kallað. Margt fólk virðist vera einarðlega þessarar skoðunar — þangað til því er sýnt fram á að það þarf sjálft að borga brúsann fyrir þessa svokölluðu lausn. Þá er stundum eins og það komi ann- að hljóð í strokkinn. Ábyrgðarleysi Því verður víst ekki neitað að kjánalegir ráðherrar hafa stórspillt fyrir í þessari vinnudeilu, og þaðgerir aftur stundum ruglingslega afstöðu deiluaðila skiljanlegri. Magnús H. Magnússon og Steingrímur Her- mannsson hafa sífellt verið að gjamma um lagasetningu, raunar í meira en mánuð áður en nokkur lög komu. Ráðherrar, sem gjamma um gengisfellingar áður en til slikra óyndisúrræða er gripið, hafa aldrei þótt sérlegir spekingar. Magnús hefur raunar haldið lögþvingunarhug- myndum á lofti, þrátt fyrir markaða stefnu þingflokks Alþýðuflokksins, sem gengu í þveröfuga átt. Hótanir þessara heiðursmanna hafa minnt um misnota. Það má samt ekki fara á taugum þó okkur finnist einhverjir samborgarar okkar misnota það frelsi, sem þeim hefur verið trúað fyr- ir. Það á að reyna að predika, það á að reyna að sannfæra. En það á ekki að beita lögþvingunum eða öðru valdi fyrr en í lengstu lög. Verkfalls- rétturinn er auðvitað mikið vopn. Hann er kúgunartæki fyrir launafólk (eins og verkbönn eru fyrir vinnuveit- endur). Beiti einhverjir aðilar þessum kúgunartækjum ósæmilega, megum við samt ekki fara á taugum. Það er neyðarúrræði að fara á taugum. Það1 er fullkomið neyðarúrræði að setja lög. Þjóðin hefur verið vanin við ábyrgðarleysi i vinnudeilum um ára- tuga skeið. Þeir sem heyja verkföll og verkbönn sýna efalaust ábyrgðar- leysi. Ennþá meira ábyrgðarleysi sýn- ir þó ríkisvald, sem grípur inn í deil- una og veltir síðan dýrum bakreikn- ingum á þá, sem minnst mega sín. En • „Hugmyndir um frjálsa samninga voru ekki aögeröaleysi og linkind.” • „Þeir fá líka dýra bakreikninga í formi hækkaðrar þjónustu og aukinnar verð- bólgu.” margt á Ketil nokkurn í þekktu leik- riti eftir Matthías Jochumsson. Og þegar mjólkurfræðingarnir sömdu: Sástu hvernig ég tók hann, Sveinki! Kjarni málsins er sá, að lagasetn- ingar eru ævinlega hættulegar, þó það skuli endurtekið og undirstrikað að þær kunna í undantekningartil- fellum að vera nauðsynlegar. Hvað ber að gera, þegar næsti þrýstihópur hugsar sér til hreifings? Á að banna þau verkföll með lögum? Kannske öll verkföll? Og hvað ef blöð eins og Þjóðviljinn og Morgunblaðið, tvö ábyrgustu blöð á íslandi, hvetja eftir sem áður til verkfalla? Á ekki að setja á þau ritskoðun, banna útkomu þeirra? Þessar afleiddu spurningar eru ekki svo mikið út í hött sem virzt gæti við fyrstu sýn. Frelsi til orðs og æðis verður ævin- lega að byggjast á gagnkvæmu trún- aðartrausti. Frelsi má auðveldlega mest ábyrgðarleysi sýna þó líkast til þeir, sem standa afsíðis, hrópa á ríkisvaldið að setja lög vegna þess að þeir vilja ekki leggja á sig þrer lág- marksbyrðar, sem auðvitað verður að gera ti! þess að tryggja öðrum verkfallsrétt svo og önnur mannrétt- indi. Hefði átt að standa lengur Þetta verkfall hefði átt að standa lengur. Þjóðin hefði þurft að sjá, að það er eitthvað meira en lítið gallað við þetta kerfi okkar, bæði vinnulög- gjöf og jafnvel forustu bæði vinnu- veitenda og launþegahreyfingar. Með frelsinu hefði fólk kannske lært þá lexíu, sem það lærir aldrei með lög- þvingunum, með þvi að ábyrgðinni sé stöðugt velt yfir á ríkisvaldið. En vit- lausir pólitíkusar komu í veg fyrir það eina ferðina enn. Stundum verður þjóð að leggja á sig. En óþægindi af völdum verk- falla, sem vissulega geta verið mikil, virðast fæstir tilbúnir til þess að leggja á sig. Það gerist einhvern veg- inn þannig, að kjósandi einhvers staðar að hringir í þingmanninn sinn og hvæsir að það sé komið neyðar- ástand og heimtar síðan að þing- maðurinn setji lög á farmenn og stöðvi þetta „brjálæðislega verk- fall”. Þegar þingmenn eru litlir kallar fara þeir á taugum vegna svona sím- hringinga; þeir gætu verið að tapa at- kvæðum. Neyðarástandið er svo iðu- lega ekki annað en að það vantar niðursoðinn ananas í kaupfélagið. En þjóð, sem ekkert nennir að leggja á sig, hún fær auðvitað þá hringavit- leysusemhúnáskilið. Þeir borgarar, sem ekki áttu í þessu verkfalli, en kröfðust samt inngripa ríkisvaldsins, voru að biðja um ann- að en þeir fá samkvæmt hefðum is- lenzkrar hagsögu. Þeir fá það að verkfallið verði stöðvað — gott og vel. En þeir fá líka dýra bakrcikn- inga, í formi hækkaðrar þjónustu og í formi aukinnar verðbólgu. Til krata Það hryggir mig að félagar minir í Alþýðufiokknum skulu, of margir hverjir, standa að svona vitlausum lögum á svona vitlausum tíma. Með þessu er ekki verið að dekra við far- menn — enda vilja þeir ekkert láta við sig dekra. Það verða auðvitað all- ir vondir þegar gerðardómurinn kemur — og svo storma báðir aðilar á rikisvaldið og heimta greiðslu fyrir! Heila málið er það, að slík lög eru, þrátt fyrir allt, efnahagslega ábyrgð- arlaus. Það hefur verið valin auð- vJdari leiðin — í bráð. Það hefur aldrei þótt mikill garpskapur. Hitt finnst mér aðalatriði, að einn ótti er öðrum verri í pólitík: Það er að vera hræddur við sjálfan sig. Slæmar niðurstöður í skoðanakönnunum undanfarið eru auðvitað vísbending, en ekkert meir. Slíkar aðstæður mega ekki þvinga menn til verka, sem menn þó vita að eru vond og ábyrgð- arlaus. Landinu verður ekki til lengd- ar stjórnað með þeirri reisn, sem þó nauðsyn krefur, ef menn bíta sig fasta í borðröndina og vilja ekki huga að hreyfingu, hvað sem á baki manns dynur. Það kann að vera verjandi í bráð — en afleitt til lengdar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.