Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR21. JÚNÍ1979. DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR21. JÚNÍ1979. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Hjeltnes kastaði kringlu 68 m Norski kringlukastarinn KnuC Hjeltnes þeytti kringlunni 68 metra á heimsleikunum í Helsinki í gærkvöld og sigraði eftir harða keppni við Finnann Markku Tuokko, sem kastaði 67.78 metra. Þetta var einn af hápunktum heimsleikanna, sem voru í daufara lagi að þessu sinni. í þriðja sæti í kringiunni varð Juhani Tuomola, Finnlandi, með 63.60 metra. Gunther Lohre, V-Þýzkalandi, sigraði Finnann kunna, Antti Kalli- omaki, í stangarstökki. Stökk 5.50 m en Finninn 5.40 m. Kimmo Pallonen, Finnlandi, varð þriðji með 5.30 m. 1 Rono vann í Nairobi Henry Rono keppti aldrei þessu vant á stórmóti í heimalandi sinu, Kenýa, í gær. Sigraði í 3000 m hindrunarhlaupi en náði slökum tíma 8:34.16 mín. næstum hálfri mínútu frá heimsmeti sínu. Bandarisk ólympiumeistarinn Edwin Moses sigraði í 400 m grindahlaupi á 49.76 sek. og rétt sigraði Daniel Kiiniyo, Kenýa, — samveldismeistar- ann. í 100 m hlaupinu sigraði Steve Williams, USA, á 10.30 sek. rétt á undan landa sinum Jerome Deal. Mest kom á óvart, að Rudy Chapa, USA, sem nýlega sigraðid Rono í 3000 m hlaupi, tapaði á þeirri vegalengd fyrir kenískum hermanni, George Kamau, sem sigraði á 8:00.85 mín. Þunna loftið í Nairobi á þátt í slökum árangri. 10000 m hlaupi var hörkukeppni. Japaninn Seko sigraði á 28:02.6 mín. rétt á undan Artti Vainio, Finnlandi, 28:04.3 mín og reyndist Japaninn sterkastur á endasprettinum. David Black, Bretlandi, varð þriðji á 28:06.9 mín. ogsamatíma fékk Kita, Japan. Sigurvegarar í öðrum greinum urðu • Voker Beck, V-Þýzkalandi, í 400 m grindahlaupi á 49.66 sek. Pirjo Haggman, Finnlandi, í 200 m hlaupi kvenna á 23.79 sek. Hannu Polvi, HALLUR SÍMONARSON, Finnlandi, í sleggjukasti, 72.18 m. 'Markku Taskinen, Finnlandi, í 400 m hlaupi á 47.66 sek. Alejandra Ramos, Chile, í 1500 m hlaupi kvenna á 4:13.8 mín. Mary Stewart, Bretlandi, önnur á 4:14.8 mín. Petar Petrsov, Júgóslavíu, í 100 m hlaupi á 10.53 sek. og Philippe Deroche, Frakklandi, i langstökki 7.60 metra. Rivera hættur Gianni Rivera, eiiin af beztu knatt- spyrnumönnum ítalíu gegnum árin, til- kynnti i gær i Milano að hann hefði lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hann er 35 ára. Lék 60 landsleiki sem innherji. Þrivegis ítalskur meistari og var í sigurliði AC Mílanó, sem sigraði i Evrópubikarnum 1963 og 1968 — og sigraði einnig tvívegis með liðinu í Evrópukeppni bikarhafa. ---------------------------------------------------------------,-------------------- við bjóðum nýja í 1/2 ár á aðeins kr. 577 eintakið Þannig sparar þú þér kr. 3.200 og færð Vik- una senda heim þér að kostnaðarlausu. Vikan flytur efni fyrir alla fjölskylduna: Forsíðuviðtölin frægu, myndasyrpur af mannamótum, smásögur eftir innlenda sem * Sérstakir þættir nú: erlenda höfunda, framhaldssögur, popp- korn.tískufréttir.greinar um fróðlegt efni og furðulegt, myndasögur fyrir börnin, get- raunir, heilabrot, draumaráðningar, póstinn landsfræga, pennavinaþáttinn o.fl. Ævar R. Kvaran ritar um: Undarleg atvik ^rlKlúbbur matreiðslumeistara kennir matreiðslu nýstárlegra rétta.Nákvæmar leiðbein- ir VON Vikan og Neytendasamtökin taka höndum saman í neytendamálum. ingar í máli og-myndum. Allt hráefni fæst i verslunum hérlendis. Og svo er alltaf plakatið góða i miðri Viku Jónas Kristjánsson ritstjóri prófar víntegundirnar í A.T.V.R. og gefur þeimeinkunnir. rvnni r\nmmi vviuys preinnoiST.___________________________.______________________ Börnin og við. Guðfinna Eydal, sálfræðingur, ritar greinaflokk um uppeldismál og camoHnti horna r\r\ it illr\rAir»r»o wfirlöit* samskipti barna og fullorðinna yfirleitt. Tilboð þotta gildir út júnímánuö. Áskriftin gildir fró næstu mánaoamótum og miðast við afl greiðast innan mánoðar. Griptu símunn, hringdu f 27022, fáðu samband við áskrifendaþjónustu Vikunnar og pantaflu nýju áskrrftina. Askrifendasími 27022 _____ Æfir markverði f ramtíðarinnar Markvörðurinn snjalli Þorsteinn Bjarnason, sem leikur með belgiska liöinu La Louviere, situr ekki auð- um höndum, þótt hann sé I frfi heima i Keflavík. Við rákumst á hann á laugardagsmorguninn f suddaveðri úti á velli við að æfa markverði yngri flokkanna úr Keflavíkurfélógunum af miklum krafti. „Ég fann nokkuð fyrir þvi sjálfur, hvað við vorum afskiptir hjá þjálfurunum, sem markið áttum að verja," sagði Þorsteinn, „og þess vegna langar mig til að veita framtiðarstrákunum hérna dálitla tilsögn, eða eins og timi minn leyfir, og vona að það komi þeim að gagni." Við trufluðum ekki meira við æfinguna, þar sem strákamir stukku, hoppuðu, köstuðu sér kylliflötum og voru auðvitað látnir grípa knðttinn i loftköstun- um. — emm Þeir sovézku urðu Evrópumeistarar! Sigruðu ísrael í úrslitaleiknum á EM íkörf uknattleik Sovétrikin unnu auðveldan sigur á ísrael í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins i körfuknatt- leik i Torino á ítaliu í gærkvöld. Lokatölur 98-76 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 47-38 fyrir Bjarni varð í fimmtasæti Bjarni Björnsson, Ægi, komst í úrslit í 200 m skriðsundi á skozka meistaramótinu i Edinborg. Varð þar fimmti á 2:01.93 sek. sem er hans bezti árangur. Bætti árangur sinn um tvær sekúndur. Brynjólfur Björnsson, Á, varð 12. á vegalengd- inni, synti á 2:06.08 mín. í 100 m. flugsundi synti Brynjólfur á 1:04,79 mín. og Ingi Þ. Jónsson, í A, á 1:05.03 mín. Ólöf Sigurðárdóttir, Selfossi, synti 100 m. skriðsund á 1:06.63 mín. en Margrét Sigurðardóttir, UBK, á 1:06.87 mín. í 200 m fjórsundi varð Hugi Harðarson, Selfossi, í 13. sæti á 2:24.83 mín. Ingi synti á 2:27.81 mín. Ingólfur Gissurarson, ÍA, á 2:30.18 mín. og Hafliði Halldórsson, Æ, á 2:37.40 mín. I 400 m fjórsundi kvenna synti Sonja Hreiðursdóttir, 1", á 5:37.3 inín. ogÓlöf á 5:50.96 mín. Þóranna Héðinsdóttir, Æ, synti 200 m baksund á 2:40.99 mín. sovézku risana. í riðlakeppninni unnu Sovétríkin einnig sigur á ísrael, þá með 19 stiga mun fyrir þremurdögum. ísrael kom mjög á óvart í keppninni — enginn hafði reiknað með að ísrael kæmist í úrslit en landið leikur í Evrópukeppninni vegna útilok- unnar í Mið-austur löndum. israelsku leikmenn irnir hafa yfir mikilli leikni að ráða — en urðu í gær að láta í minni pokann á öllum sviðum körfuknattleiksins. Erfiðasti mótherji þeirra í úrslitaleiknum var risinn Thachenko, 2.20 m, hæsti maður í keppn- inni, sem skoraði 29 stig. Sovétmenn höfðu mikla yfirburði hvað hæð snerti i gær. Þeir Belov og Tarakanov komu næstir í stigaskorun- inni með 22 -'ig hvor. Þessir þrir leikmenn skoruðu nær öll stig sovézka liðsins — eða 73. Hin 26 stigin skiptust á níu leikmenn. í liði ísrael bar mest á Bercovich, sem skoraði 16 stig — en Yanai var stigahæstur ísraelsmanna með 18 stig. Silver var með 12 og Menkon 10. Kaplan sex — aðrir færri. Sovézka liðið varð sterkara með hverjum degi á mótinu í Torinó og er nú talið líklegt til að hljóta einnig heims- meistaratitilinn. Breiðablik skoraði átta í þriðju umferd bikarsins! —og komst Í4. umferð ásamt Fylki, ÍBÍ, Þór, Akureyrí og KS Fimm leikir voru háðir í þriðju um- ferð Bikarkeppni KSÍ í gærkvöld víðs vegar um landið — og einn leikur var leikinn úr 2. umferð á Austfjörðum. Eflir leikina í gær verða það Fylkir, Breiðablik, ísafjörður, Knattspyrnu- félag Siglufjarðar, Þór Akureyri, og annaðhvort Þróttur, Neskaupstað, eða Austri, Eskifirði, sem verða í hattinum, þegar dregið verður til fjórðu umferðar keppninnar og liðin úr 1. deild hefja keppni. En lítum nánar á úrslit leikjanna í gær. Austri gegn Þrótti í gærkvöld léku Einherji og Austri leik sinn úr 2. umferð á Vopnafirði á hálum grasvelli, sem engan veginn var í standi til að leika á. Leikurinn var frek- ar jafn en strax á 10. mín. náði Austri forustu með marki Magnúsar eftir hornspyrnuogstaðan í hálfleik var0-l. Á 55. mín. skoraði Sigurbjörn Marinósson annað mark Austra með glæsilegu skoti í bláhornið af 25 metra færi. Á 70. mín. fékk Bjarni Kristjáns- son stungubolta og skoraði þriðja mark Austra. Fimm mínútum síðar skoraði Baldur Kjartansson fyrir Einherja beint úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. Leikurinn var jafn en Austri nýtti betur færi sín og greinilegt að leik- menn Austra eru að násér á strik. Mun betri en fyrst í vor og ekki öll von úti að þeir haldi sæti sinu í 2. deild. Góður dómari var Jón Sigurjónsson. V.S. Breiðablik með átta Efsta liðið í 2. deild, Breiðablik, vann stórsigur á Leikni úr Breiðholtinu á grasvellinum í Kópavogi. Átta sinn- um hafnaði knötturinn i márki Leiknis án þess leikmönnum 3. deildar-liðsins tækist að skora. Þeir fengu þó tæki- færi til þess — vítaspyrna dæmd á Breiðablik en Ólafur Hákonarson varði. Staðan 4-0 í hálfleik. Hákon Gunnarsson, Sigurjón Rannversson, Vignir Baldursson og Sigurður Grétars- son skoruðu, í s.h. skoruðu þeir Heiðar Breiðfjörð, Ólafur Friðriksson, Gunnlaugur Helgason og Sigurjón Rannversson. Fylkir vann Á Laugardalsvelli léku Reykjavíkur- liðin Ármann og Fylkir og Árbæjar- liðið sigraði 3-1. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Fylki. Mörk Fylkis skoruðu Grettir Gíslason tvö og Ómar Egilsson en Smári Jósafatsson mark Ármanns. Sanngjarn sigur Fylkis, sem lék betur á rennblautu grasinu í Laugardalnum. Leikurinn hófst hálftíma of seint. Svo mikið rigndi að línurnar á vellinum máðust burt. Varð því að kríta völlinn á nýauk þess, semstefnunni var breytt. Rétt fyrir leikhléið meiddist einn leik- maður Fylkis, Hörður Antonsson, og var fluttur með sjúkrabíl á slysavarð- stofuna. Þór sterkur á Dalvík Þór, Akureyri, vann öruggan sigur á Svarfdælingum á Dalvík — komst í 3-0 áður en Svarfdælir skoruðu sitt eina mark. Úrslit 3-1 eftir 2-0 í hálfleik fyrir Þór. Þórarinn Jóhannsson, fyrrum leikmaður Fram, skoraði fyrsta mark Þórs. Nói Björnsson annað — og í síð- ari hálfleiknum skoraði Zóphónías Árnason þriðja mark Þórs. Björn Frið- þjófsson skoraði eina mark Svarfdæla — og sigur Þórs var sanngjarn. -St.A. ísafjörður áf ram ísfirðingar unnu Gróttu, litla liðið af Seltjarnarnesinu, 2-0 í Bikarkeppni KSÍ á ísafirði í gærkvöldi, en ekki verður annað sagt en fsfirðingar hafi þurft að hafa rækilega fyrir sigrinum. Leikmenn Gróttu ferðuðust með tveimur flugvélum til ísafjarðar og sú síðari var varla lent þegar leikurinn hófst. Taugaveiklun einkenndi leik beggja <liða í upphafi og framan af var algert jafnræði með liðunum. Á 13. mínútu komst Gunnar Lúðviksson í gegnum vörn ísfirðinga en var brugðið. Víti! hrópuðu leikmenn Gróttu, en ágætur dómari leiksins dæmdi aðeins.auka- spyrnu. Úr aukaspyrnunni skaut Gísli Gíslason góðu skoti innan á stöng og varnarmenn bægðu hættunni frá. Fimm mínútum síðar fékk Grótta aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ísfirðinga. Upp úr aukaspyrnunni náði Sigurður Sverrisson knettinum, en Valur-IA íkvöld Stórleikur verður í 1. deild í kvöld á Laugardalsvellinum. Þá leika Valur og Akranes, sem voru yfirburðalið í íslenzkri knattspyrnu í fyrrnsumar en hefur ekki gengið eins vel i sumar og reiknað var mefl ih.tft im það þá má búast við skemmtilegum og tvísýnum leik í Laugardalnum í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.00. Pálmi skoraði Það var Pálmi Jónsson, sem skoraði fyrra mark FH í 2. deildar-leiknum á ísafirði um síðustu helgi, ekki Óttar Sveinsson eins og skýrt var frá hér i blaðinu. I'álmi er beðinn velvirðingar á því — en markið var tekið af honum í öllum fjölmiðlunum. Hví þessi óheilindi Sérsumbönd og einstök félög innan íþróttahreyfingarinnar efna oft til blaða- mannafunda. Undirritaður hefur ekki kynnzt því fyrr en & tveimur fundum með stjórnarmönnum Frjálsíþróttasambands ís- lands — FRÍ — að vísvitandi blekkingar hafi verið liafðar í frammi. Blaðamönnum bein- linis sagt ósatt um ákveðin atriði, sem þeir spurðu um i sambandi við Landshlaup FRÍ. Óheilindi þeirra Arnar Eiðssonar, formanns FRÍ, og Sigurðar Helgasonar, útbreiðslu- stjóra, voru alveg óþörf. Þeir þurftu ekkert að fela — en því þá að gera sig seka um slíkt? Nú streyma inn mótmæli — mótmæli, sem ekki hefðu til komið ef blaðamenn hefðu fengið tækifæri til að skýra lesendum sínum rétt frá gangi mála í sambandi við lands- hlaupið. Furðulegur feluleikur. í lok blaðamannafundar FRÍ í fyrri viku spurði undirritaður hvað liði blaðaútgáfu FRÍ í sambandi við landshlaupið. Greinilegt að þeir Sigurður og Örn ætluðu ekkert að minnast á það atriði en á fyrri fundinum var skýrt frá ýmsum tekjuleiðum, sem FRÍ mundi efna til, m.a. blaðaútgáfu. Jafnframt var þá skýrt frá að enginn fjölmiðill myndi styrkja FRÍ í sambandi við hlaupið. Örn svaraði spurningu minni á þá leið, að auglýsendur hefðu haft lítinn sem engan áhuga á að auglýsa í FRÍ-blaði og því hefði náðst samkomulag við Morgunblaðið að gefa út sérstakt auglýsingablað FRÍ með Morgunblaðinu — sérútgáfa. Það blað kom út sl. föstudag og var FRÍ til lítils sóma — hrákavinna. í framhaldi af fyrri spurningunni spurði þá undirritaður hvort þar með væri ekki brostin fyrri yfirlýsing um aðenginn fjölmið- ill væri á einhvern hátt viðriðinn hlaupið. Örn endurtók þá fyrri ummæli sín og það á sama tíma og miðar með nafni Morgun- blaðsins voru á leið í pósti til sérsamband- anna — miðar, sem líma átti á hvern hlaup- araí bakog fyrir. Það hafa verið óheilindi í sambandi við þetta hlaup frá byrjun, sem skýrir að nokkru framkomu forráðamanna hlaupsins nú á blaðamannafundum FRÍ. Þegar frjáls- íþróttadeild Breiðabliks efndi til maraþon- boðhlaups í samvinnu við Dagblaðið um mánaðamótin september-október í fyrra, kom Jónas Kristjánsson, ritstjóri DB, fram með þá hugmynd að hlaupið yrði eftir hring- veginum kringum ísland. Þá var orðið áliðið sumars — undirbúningur of skammur — að ekki þótti á það hættandi. Hins vegar var þá fastmælum bundið að efna til sliks hlaups í samvinnu við Ungmennafélag íslands næsta vor og hafði Hafsteinn Jóhannesson, hinn ötuli forustumaður Kópavogsfélagsins, for- göngu í þvi máli við UMFÍ. Þetta komst fljótt i hámæli í Kópavogi. Næst skeður það að FRÍ er allt í einu komið í dæmið með slíkt hringhlaup í sam- vinnu við Vísi. Á fyrri blaðamannafundi FRÍ i vor sagði Sigurður Helgason, sem býr í Kópavogi, að hann hefði gengið með þessa hugmynd um hringhlaup um ísland í magan- um í mörg ár. Ekki hafði þó komið fram — að vitað sé — að Sigurður hafi skýrt nokkr- um manni frá þessari hugmynd sinni fyrr en það var á hvers manns vörum í Kópavogi að UMFI ætlaði að efna til hringhlaups. Hug- mynd Sigurðar að hafa Landshlaup FRÍ í samvinnu við Visi fékk hins vegar skjótan endi. Ýmsum héraðssamböndum úti á landi — innan vébanda UMFÍ — sem fannst spónn tekinn úr sínum aski neituðu að taka þátt í landshta'ipi á vegum FRÍ og Vísis. Þar með var það atriði úr sögunni — en síðar kom Morgunblaðið inn í myndina. Algjör feluleikur FRÍ þó í sambandi við það mál. Landshlaupi FRÍ lýkur á þriðjudag — 26. júní — og við skulum vona að það takist sem bezt þrátt fyrir þann leiðindabrag, sem hlaupið hefur fengið á sig vegna óheilinda forustumanna FRÍ. Fjármál frjálsíþrótta- sambandsins eru í hinni mestu óreiðu — og vonandi kippir landshlaupið þeim lið í lag. Það virðist ekki vanþörf á því að laga einnig aðra liði starfsemi FRÍ — áður en við verðum lakasta frjálsíþróttaþjóð heims. Ísland ber nú þann titil í Evrópu, því miður — varð i síðasta sæti meðal fimm slökustu frjálsíþróttaþjóða Evrópu í keppni í Luxem- borg um síðustu helgi. Sorgleg örlög þjóðar, sem eitt sinn átti stóran hóp frjálsiþrótta- manna, sem voru meðal hinna beztu í Evrópu. - hsím. gróflega var brotið á honum innan víta- teigs og vitaspyrna var dæmd. Gisla Gíslasyni var falið að taka spyrnuna, en markvörður ísfirðinga, Pétur Guð- mundsson, varði skot hans auðveld- lega. Allan fyrri hálfleikinn gat varla heitið að ísfirðingar ættu tækifæri og í leikhléi var jafnt 0-0. Strax i upphafi siðari hálfleiks var augljóst að ísfirðingar ætluðu sér sigur og ekkert annað. Þeir náðu fljótlega undirtökunum og sóknarlotur þeirra buldu á vörn Gróttu, sem lét engan bil- bug á sér finna. Að baki vörninni varði Sverrir Hafsteinsson af snilld. Árni Guðmundsson komst í dauðafæri er um 20 mín. voru af síðari hálfleik, en markvörður ÍBÍ varði vel. Aðeins tveimur mín. síðar skoruðu ísfirðingar fyrra mark sitt. Varnarmanni Gróttu var þó gróflega hrint áður en markið var skorað af Andrési Kristjánssyni. ís- firðingar tóku öll völd eftir þetta og oft bjargaðist mark Gróttu á ótrúlegan hátt. Síðara mark ísfirðinga skoraði siðan Gunnar Guðmundsson þegar 8 mín. voru til leiksloka. Ekki er þó gott að segja hvernig farið hefði ef Grótta hefði náð að skora úr vítaspyrnunni í fyrri hálfleik. -SSv. Spennandi á Sigló KS sigraði Tindastól í hörku- skemmtilegum leik á Siglufirði, þar sem Sauðkræklingar skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum. Staðan reyndar 0-2fyrir Tindastól í hálfleik. Siglfirðingar tóku hins vegar heldur betur við sér í þeim siðari — skoruðu fimm mörk og sigruðu 5-3. Þó varði- markvörður Tindastóls, Ástmar Þorkelsson, vítaspyrnu Siglfirðinga. Mörk KS skoruðu Haraldur Ragnars- son þrjú, Friðfinnur Hauksson og Ólafur Ragnarsson en Örn Ragnars- son, Þórhallur Ásmundsson og Sigurjón Magnússon mörk Tindastóls. St.A. C0SM0S fékk skell Thomas Sjöberg, sænski miðherjinn frægi, sem skoraði gegn Brasiliu á HM í fyrra, lék sinn fyrsta leik í Bandaríkj- iimim á sunnudag og skoraði. Hann leikur með Chicago Stings og skoraði þriðja mark liðsins í 3-1 sigri gegn Philadelphia Fury í Chicago. Derek Spalding og Hollendingurinn Wim van Hanncgan skoruðu hin mörk Chicago- liðsins en Frank Worthington (Bolton) eiiia mark Fury. New York Cosmos fékk skell í Van- couver gegn Whitecaps. Tapaði 4-1 en heldur þó forustu í sinum riðli. Franz Beckenbauer lék ekki með Cosmos vegna meiðsla og fleiri stórstjörnur liðsins eiga einnig við meiðsli að striða. Dallas Tornado sigraði Minnesota Kicks 2-0 en með síðarnefnda liðinu leikur Björn Nordquist, fyrirliði HM- liðs Svía í fyrra, og sá leikmaður í heiminum, sem leikið hefur flesta landsleiki. Þrátt fyrir tapið er Minne- sota efst i síiiiim riðli. hsím.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.