Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979. 23 BÆJARINS Píztu Stutt kynning á því athyglis verðasta sem kvikmyndahús borgarinnarsýna Alltáfullu Lalkatjóri: Ted Kotchaff, gorfl I Bandarikjunum 1978. Sýnkigarataður: StjömubkS. Hér er á ferðinni þokkaleg gamanmynd með dálitlum ádeilubroddi. Myndin fjallar um millistéttarhjón sem skyndilega þurfa að horfa fram á atvinnuleysi og eignarmissi. Eins og sönnum smáborgurum sæmir reyna þau að krafsa í bakkann til þess að halda fengnum hlut :n allt kemur fyrir ekki. Leiðin út úr þessum ógöngum reynist vera sú að afla sér peninga með vopnuðum ránum. Oft má sjá skemmti- lega útfærð atriði, til dæmis er fyrsta ránsferð þeirra hjóna bráð- smellin. Leikur þeirra Jane Fonda og George Segal er með ágætum oft á tíðum en myndin í heild nær ekki að gera þessu ágæta efni nægileg skil, sem þaðbýður óneitanlega uppá. Einvígiskapparnir Leikitjóri: Ridlay Scott, gerð ( Brenandi 1977. Sýnlngarataður: Háakótabtt. Þetta er fyrsta mynd Ieikstjórans Ridley Scott og er hún byggð á bókinni The Duel, sem Joseph Conrad skrifaði. Myndin fjallar um. tvo liðsforingja í her Napoleons (1800—1815) og innbyrðis stríð þeirra sem nær y fir 15 ára tímabil og endar með lokauppgjöri. Með hlutverk liðsforingjanna fara leikararnir Keith Carradine og Harvey Keitel og ferst þeim það vel úr hendi. Myndin er mjög falleg fyrir augað auk þess sem einvígi þeirra félaga eru mjög vel útfærð. Þessi mynd Ridley Scott hlaut verðlaun í Cannes 1977 sem besta frumraun leikstjóra en áður hafði Ridley Scott unnið töluvert fyrir sjónvarp. Þess má geta að nýlega var frumsýnd önnur myrid leik- stjórans sem ber heitið Alien. Er það „science fiction" mynd og jhefur hún hlotið góða dóma. ÍNIjósnarinn sem elskaðí mig Le*»tJori: Lawb) Gabert, garð I Braoandl 1977. Sýnlngarsteöur: Tónabio. Tónabíó býður nú upp á James Bond í fullu fjðri. Það sem Bond myndir hafa fram yfir myndir um sama efni er hnyttnari texti og ótrúlega vel útfærð glæfraatriði. Raunar hafa Bond myndirnar yfir sér ákveðinn lúxus stimpil. Það er engu til sparað enda sjást á hvíta tjaldinu útfærðar ótrúlegustu hugdettur. Efnisþráðurinn er mjög ótrúlegur og óraunverulegur enda fær áhorfandinn á tilfinninguna að framleiðendur myndarinnar séu beint eða óbeint að gera góðlát- .legt grin að þessu ofurmenni kvikmyndanna. í stuttu máli sagt á- Jgætis afþreying ef efnið er ekki tekið of alvarlega. Endurreisn Christa Klages Leikitjóri: Margaratna von Trotta, gerfl I V-Þýakalandi 1978. Sýnkigarataflur: Háakólabfei - Mánudagamynd Mánudagsmyndin að þessu sinni er þýsk, ættuð frá árinu 1978,' 'þannig að hún er ekki nema um árs gömul. Leikstjórinn er ung kona, Margaretha von Trotta, sem hefur getið sér gott orð seml handritahöfundur og aðstoðarleikstjóri m.a. í myndinni Ærumissir Katrínar Blum, sem sýnd var í Háskólabíói. Eiginmaður hennar er 'leikstjórinn Volker Schloendorff sem hlaut m.a. gullpálmann í maí 'sl. í Cannes fyrir mynd sína Die Blechtrommel eftir samnefndri söguGunterGrass. ENDURREISN CHRISTA KLAGES fjallar um unga móður er fremur bankarán til að tryggja fé til áframhaldandi reksturs barna- heimilis sem hún hafði m.a. tekið þátt í að byggja upp. En sam- ¦starfsfólk hennar vill ekki taka við peningunum og viðurkennir ekki þetta einstaklingsframtak hennar. Þannig lendir Christa Klages á Ihálfgerðum flækingi og verður utangátta í þjóðfélaginu. 'Kvikmyndaþættinum hefur borist fyrirspurn ofan úr Breiðholti 'varðandi myndina Pumping Iron. Er beðið um upplýsingar um myndina og spurt hvort von sé á henni til landsins. !SVAR: Pumping Iron var gerð árið 1976 í Bandarikjunum og var !leikstýrð af^þeim félögum George Butíer og Robert Fiore. Hér er 'um að ræða hálfgerða heimildarmynd um líkamsrækt og er myndin 'byggð kringum Amold Schwarzenegger, sem er margfaldur sigur- jvegari í þeirri grein og hefur m.a. hlotið sex sinnum titilinn Mr. Olympia. Einnig koma fram menn eins og Mike Katz og Lou jFerrigno sem var handhafi titilsins Mr. America og Mr. Universe. jskemmtileg framkoma Schwarzenegger og gott skopskyn hans gefa myndinni létt yfirbragð. Pumping Iron hefur víðast hvar verið tekið vel og þó sérlega í Danmörku þar sem hún var sýnd lengi í einu af minni kvikmyndahúsum Kaupmannahafnar. Kvikmyndaþættinum er ekki kunnugt um að myndin hafi verið keypt til landsins, en Pumping Iron er einmitt tilvalin fyrir litla sali eins og t.d. í Regn- boganum. Utvarp Sjónvarp Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaöinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagbíaðiö, Síðumúla 12, Rvk. Nýtt og mai£t gott — ísjónvarpi eftir sumarf rí, að sögn Björns Baidurssonar Eftir liðlega viku hefst sumarfrí sjón- varpsins og eru sennilega einhverjir sem hugsa til þess með skelfingu en aftur aðrir með tilhlökkun. Margir hafa rætt um útþynnta dag- skrá þennan mánuðinn en eftir frí er okkur lofað betra efni. í ágústmánuði byrjar nýr myndaflokkur hjá sjón- varpinu á sunnudagskvöldum og nefnist hann „Edward and Mrs. Simpson". Fjallar hann um Játvarð 8. Englandskonung og ástarævintýri hans með frú Simpson. Játvarður 8. sagði af, sér eftir miklar sögusagnir um hann og var honum þá gefin nafnbótinn hertog- innaf Windsor. Á þriðjudagskvöldum hefst annar nýr myndaflokkur og er hann framhald af dýrlingnum sem sjónvarpið sýndi okkur í gamla daga. Þó er Roger Moore ekki með í leiknum. ELÍN ALBERTS DÖTTIR. t--------------. LEIKRITVIKUNNAR — útvarpkl. 20.10: Spurninga- keppni frekar en leikrit Leikrit fimmtudagsins heitir að þessu sinni Vogun vinnur og er eftir Sylviu Hoffman í þýðingu Torfeyjar Steins- dóttur. Leikstjóri er Friðrik Stefánsson og með aðalhlutverk fara: Jónas Jónas- son, Sigurður Grétar Guðmundsson, Sigurveig Jónsdóttir, Marinó Þor- steinsson og Helga Harðardóttir. Vogun vinnur gæti fremur kallazt spurningakeppni en leikrit. Þarna keppa tvær fjölskyldur, önnur norð- lenzk og hin sunnlenzk, undir rögg- samri handleiðslu Jónasar stjórnanda. Þetta er stigakeppni, og fólk verður að gæta vel að orðum sínum, því að sigur- vegarinn fær hálfa milljón í verðlaun. Höfundurinn, Sylvía Hoffman, er fædd í Berlín árið 1938. Móðir hennar var söngvari og faðir hennar hljóm- sveitarstjóri. Hún ólst upp í Austur- Þýzkalandi þar til hún var 17 ára. Þá fluttist hún vestur á bóginn ogvann ýmiss konar störf þar eð hún hafði ekki efni á framhaldsnámi. Árið 1958 gifti hún sig bandarískum blaðamanni en skildi við hann 1969 og býr nú með þremur dætrum sínum í Frankfurt. Fyrsta útvarpsleikrit hennar var flutt árið 1961, en alls hefur hún skrifað 20 leikrit fyrir útvarp og nokkur fyrir sjónvarp. Vogun vinnur var frumflutt árið 1976 en það heitir á frummáli AchtungChance. Flutningur leiksins tekur um fimm stundarfjórðunga. -ELA. t--------------\ Fréttaþular- starfið vinsælt Fréttaþularstarfið er nær því jafn- 'vinsælt og flugfreyjustarfið ef dæma 'má af umsóknum þeim er bárust um starfið. Yfir áttatíu manns sóttu um starfið og eru tveir af þeim sem koma til greina. Gert verður út um það í vik- unni hvor þeirra fær starfið eða hvort það verða báðir. Væntanlega hugsar fólk sér til Alþingis er fréttaþularstarf- inu er náð. -ELA. \________t Að sögn Björns Baldurssonar blaða- fulltrúa sjónvarpsins eigum við von á mörgu nýju og mörgu góðu eftir sumarleyfi sjónvarpsmanna. Og má segja aðekkiséseinna vænna. -ELA. Hér eru hertogahjönin af Windsor en nýr myndaflokkur i sjónvarpinu mun einmitt fjalla um þau. á Skalla frískar alla 'altegundir af ís. ís meö súkkulaöi, imm.... anana split Skalli Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.