Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 1
f. * 5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 22. JUNÍ 1979 -139. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Farþegarmisstuaftollihumímorgun: mm /¦ ¦¦# m m m m Fnhofnm lokuQ vegna kiaraaeilu ,Santningar brotnir' segírBSRB ,Ó(ög!egverkfa!lsad gerð' segir iríhafnarstjóri Fríhöfnin í Keflavík er lokuð vegna ágreinings BSRB og fjármálaráðu- neytis um launakjör sumarafleysr ingamanna á staðnum. Óvíst er með öllu hvenær verzlunin verður opnuð áný. ,-,Sú deila sem hér er á feröinni hófst með því að fyrirsvarsmenn frí- hafnarinnar réðu 10 starfsmenn til yinnu með öðrum kjörum en samn- ingar BSRB gera ráð fyrir," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, i samtali við DB i morgun. Kristján var þá staddur í fríhöfninni ásamt fleiri fulltrúumbandalagsins. Kristján kvað deiluna hafa byrjað í maí og þá hefði utanrikisráðherra lýst því yfir að hann vildi hafa samn- inga BSRB í heiðri. Málinu hefði hins vegar i gær verið yísað til fjármála- ráðuneytis, og ráðuneytið hefði þegar hafnað því að leysa deiluna á grund- velli kjarasamninga BSRB. , .Samtökih telja hér vera um brot á lögum um starfskjör iaunþega að ræða, brot á lögum um kjarasamn- inga félagsmanna BSRB og brot á gildandi kjarasamningum BSRB," sagði Kristján Thorlacius. Hann kvað framkomu valdamanna og embættismanna í þessu máli minna á starfsaðferðir atvinnurekenda, inn- lendra sem útlendra, á f yrstu áratug- um þessarar aldar. „Þetta er deila milli fjármáiaráðu- neytis og BSRB," sagði Þórður Magnússon, forstöðumaður fríháfn- arinnar, í samtali við DB í morgun. Kvað hann deiluna snúast um vinnu- tímasumarmanna. „Hér er um ólögmæta verkfallsað- gerð að ræða. Fjármáiaráðuneytið hefur íýst því yfir að henni verði ¦rnætt meö refsifrádrætti launa," sagði Þórður ennfremur. Hann kvaðst ekki vita hvenær frí- höfnin yrði opnuð aftur en viðræð- um yrði væntanlega haldið áfram í dag. -GM I Kvíabryggja: Of knapp- arfjár- veitingar — sjá grein um Kvía- bryggju á bls. 13 „Það er náttúrlega ekki'rétt, að fjárveitingar til heimilisins hafi engar verið að undanförnu. Þær hafa hins vegar verið knappar og of litlar til að nægja fyrir rekstri," sagði Jón Thors, deildarstjóri í dómsráðu- neytinu er DB bar undir hann viðtal er blaðamaður DB átti við forstöðu- mann og einn fanga á Kvíabryggju nýlega. Viðtalið birtist í DB í dag. „Þetta stendur líka til bóta," sagði Jón, ,,og fjármálaráðuneytið hefur nú síðustu daga leyst úr þeim fjár- hagsvandaí bili." Jón var spurður hvað réði þvi að ákveðnir fangar væru sendir á Kvía- bryggju en ekki eitthvað annað. „Við metum það í hverju tilfelli," sagði Jón. „Ferill og fortið getur verið mjög mismunandi hjá mönnum sem hljóta sama dóm og eru aðilar að sama máli. Þannig gæti verið rétt- lætanlegt að hafa einn á Kvíábryggju en ekki annan." Hann staðfesti, aí það væru frekar fangar sem treyst væri er dveldust á Kvíabryggju. Einnig gæti spilað inn í, að stundum væri talið óheppilegt, að fangar sem væru aðilar að sama máli væru vist- aðir á sama staðnum. -GAJ. Olía fæst f rá Noregi Bjartmar Gjerde, olíu- og orku- málaráðherra Noregs, segir í viðtali sem birt er í Morgunblaðinu í dag, að íslendingar geti fengið norska olíu innan tíðar, hugsanlega á verði sem er allt að helmingi lægra en nú tíðkast í olíuviðskiptum íslendinga. Gjerde sagði í samtali við Dag- blaðið í Osló í gær að hann yrði ekki undrandi þótt formleg beiðni kæmi frá Islendingum um kaup á norskri olíu. Ráðherrann tók það fram að ef ísjendingar ætluðu að kaupa olíu.frá öðrum en Sovétmönnum þýddi það breytingar á olíumóttöku á íslandi og slíkar breytingar yrðu ekki fram- kvæmdar á einni nóttu. - GM / SJ, Osló ÞEIR höfðu ástæðu til að fagna um stund, þessir kunnu borgarar, Valsmenn og söngvarar, Agúst Bjarnason og Kristinn Hallsson, á LaugardalsveUinum í gærkvöld. En þeir höfðu ekki ástæðu til þess í lokin — tslandsmeistararnir þeirra lágu fyrir Akurne'singum f eldfjörugum leik. Sjá fþróttir bls. 14 ogl9. Slæm staða Flugleiða: Fjöldauppsagnir skrifstofufólks — 20% skrifstofu- og stjórnunarfólks sagt upp til viðbótar um næstu mánaðarmót Um næstu mánaðamót standa fyrir dyrum mjög auknar uppsagnir starfs- fólks Flugleiða, þ.e. starfsfólks, sem vinnur við skrifstofu- og stjórnunar- störf. Þegar hefur verið sagt upp um 10% starfsfólks, en samkvæmt upplýsingum Dagblaðsins er fyrir- hugað að segja upp 20% til viðbótar, þannig að alls verður 30%skrifstofu- og stjórnúnarfólks Flugleiða sagt upp störfum. DB bar þessa frétt undir Jón Júlíusson framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Flugleiða og staðfesti hann að fyrirhugað væri að segja upp 20% skrifstofu- og stjórnunarfólks um mánaðamótin. Hann kvaðst ekki geta staðfest að hér væri um 150 manns að ræða. Jón sagði málið viðkvæmt, þar sem enn væri ekki búið að ræða vjð starfsfólkið, en það væri fyrirhugað í dag og næstu daga. Að svo stöddu eru ekki fyrirhugað- ir uppsagnir starfsfólks sem vinnur við beina framleiðslu, og flugrekstur, þ.e. flugmenn, starfsfólk tækni- deildar, sölu og fl. Það starfsfólk, sem nú lætur af störfum vinnur bæði hérlendis og ytra. -JH ísland og flóttamennirnir: Flóttamanna- framlag okkarl2 milljónir —aukaf ramlag til um- fjöllunar í ríkisstjórn — sjá fréttir og greinar umíslandogflótta- menn á bls. 7 — leiðari á bls. 10: Bjóðum þau velkomin ísland hefur um langt árabil lagt fram fjármagn til Flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna auk þess sem sérstakt framlag hefur runnið til að- stoðar við flóttamenn í Palestínu. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Egilssonar, deildarstjóra í utanríkis- ráðuneytinu, var framlag íslands til Flóttamannahjálparinnar ellefu þúsund dollarar i fyrra. Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað síðan á miðju ári, að veita aukreitis tíu þúsund dollara til málsins vegna sérstakra tilmæla Danans Poul Hartling, sem þá var nýtekinn við embætti framkvæmda- stjóra Flóttamannahjálparinnar. Heildarframlag fslands varð því í fyrra tuttugu og eitt þúsund dollarar eða jafnvirði 7,2 milljóna íslenzkra króna á núgildandi gengi. í ár er gert ráð fyrir því á fjárlög- um, að lagðir verði fram fimmtán þúsund dollarar til Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Ríkis- stjórnin hefur haft til umfjöllunar ósk um sérstakt aukafjárframlag. Er það vegna sérstakra tilmæla Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem ritaði forsætisráð- herrum aðildarríkja samtakanna bréf eftir að hann kom úr ferð sinni til Asíu í maí síðastliðnum. Telur aðal- ritarinn að neyð flóttafólks sé svo mikil að þörf sé á sérstökum aðgerð- um þess vegna. Framlög islands til Palestínuflótta- manna voru í fyrra fimmtán þúsund dollarar en samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir að það verði sautján þúsund og fimm hundruð dollarar í ár. Er það jafnvirði 5,2 milljóna ís- lenzkrakróna. Er þá það upp talið, samkvæmt upplýsingum Ólafs Egilssonar deildarstjóra, sem lagt er fram af opinberu fé hér á landi til flótta- manna í heiminum. -ÓG

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.