Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979. Fíkn í sætindi er slæmur ávani 1821—7538 skrifan Vafalaust eru þeirTnargir sem eiga í vitund sinni óskemmtilegar minn- ingar og reynslu af skemmdum tönn- um, þvi svo óguriega pinu eða aðeins langvarandi óþægindi getur sú mann- eskja þurft að þola, sé hún með. skemmda tönn. Þetta þekkja þeir sem reynt hafa og án efa er enginn sem sækist eftir slíku ástandi. En sú ástæða fyrir því að ég set þessa hug- leiðingu á blað er að flestöU tann- pinutilfellin sköpum við okkur sjálf með mataræði okkar. í auðvaldsþjóðfélagi eins og segja má að ísland sé i dag, þó ekki í sinni alverstu mynd, líður ekki langur tími frá fæðingu eirtstaktings þangað til byrjað er á því að ala hann upp á ým- iss konar sætmeti. Það er ekki nóg að ýmiss konar matréttir og drykkir séu vel sykraðir, heldur er framleitt í miklum mæli alls kyns ofursætmeti sem við neyzlu leggst á tennurnar eins og glorsoltið óargadýr, sem rífur í sig fórnar- lambið og uppétur það á skömmum tima. Ofneyzla sykurs hef ur skaðleg áhrif Eins og við vitum hve sætmeti uppétur tennurnar er ekki óhugsandi að slik ofurneyzla sykurs hafi skaðleg áhrif á aðra vefi tikamans, þó hóflega neyttur hafi hann ómissandi hlut- verki að gegna í likamanum sem kol- vetni. En kolvetnin má fá inn í líkam- ann á annan hátt, sem er miklu náttúrlegri, og það er t.d. með neyzlu, grænmetis og ýmiss konar fæðu eins og náttúran leggur hana á borð fyrir okkur. . . Þó tannskemmdir hafi sennilega 'alltaf fyrirfundizt í einhverjum mæli, eftir að maðurinn fór að breyta mat- aræði sínu i þá átt sem það er í dag, hafa tannskemmdir aukizt verulega á hundrað árum. En það sem áreiðanlega aftrar fólki frá að breyta mataræði sínu og minnka þetta óhemju sykurát eru tannlæknarnir. Að hugsa sér að heil stétt manna, sem fjölgar dag frá degi, hafi að atvinnu að gera við tennur fólks sem það „vitanlega" hefur skemmt. Slæmur ávani og eigingirni Ég er viss um að fjöldi manns erl mér sammála um að ekki er eftir- sóknarvert að fara til tannlæknis meðan á aðgerð stendur, en vissulega er það þakkarverð hjálp þegar numin er á brott gjörónýt tönn eða fyrir- byggt er að kvalafull tannpína eða rótarbólga gjósi upp. AHt^Jjería umstang í kringum skemmdar tenn- ur, tannpina, taugaskrekkur er' margir þjást af sem þurfa að láta gera við tennur og þessi ógnarháu pen- ingaútlát, aUt þetta myndi hverfa sem dögg fyrir sólu ef við aðeins hugsuðum betur um hvaða afleið- ingar sætmetið hefur á líkamann, en fíkn mannsins i sætindi er lítið annað en slæmur ávani og eigingirni. Maðkatfnslumaður á veidum. DB-mynd Ragnar Th. Frekja maðkatínslumanna ÍIiúi við Fjólugötu hringdi: Yfirgangur' maðkatínslumanna er löngu orðinn óþolandi. Alltaf þegar rignir koma menn á nóttunni og traðka niður blóm og annan gróður. Þetta er bæði fjárhagslegur skaði og óþolandi frekja ókunnugra manna. HÚSNÆÐI ÓSKAST TIL LEIGU Áhugamannafélag í Reykja,vík óskar eftir aö taka á leigu jarðhæð ca 100 ferm með einni innaksturshurð, má vera hvort heldur sem er í Reykjavík eða Kópavogi. Tilboð óskast lögð inn hjá Dagblaðinu fyrir 1. júlí 1979 merkt „Húsnæði 99". GERID GOÐ KAUP Cortina 1600 L érg. '78, afleins okinn 17 þús. km, til sÖhi. Tveir dekkjagangar, útvarp og sagulband. Einstaklega fallega rauflur. Skipti á ca 1 millj. kr. bil möguleg. !i! i:i ! !! ii !! BÍLAKAUP i ^'iiiMiiiiiMiniiISíy. SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 Er ekki tími til kominn að viðkom- andi hugsi ráð sitt og hætti að haga sér svona? Enga Víet- hingað F. Kr. hringdi: Ég hef samband út af fréttunum af flóttafólkinu frá Víetnam sem sagt er að eigi að koma hingað. Ég er alger- lega á móti þessu og tel að með þessu séum við að bjóða hættunni heim. Þetta fólk fellur ekki inn í umhverfið hérna, eins og komið hefur í ljós í löndunum i kringum okkur. Mér finnst nóg komið af lituðu fólki hingað. Vinstri hægri Guðjón Andrésson hringdi: Ég tel gatnamálayfirvöld í Reykja- vík bera ábyrgð á þriðjungi tjóna á bílum sem lenda í árekstrum á götum borgarinnar. Enn er látið viðgangast að skipulag gatna miðist við vinstri umferð, þrátt fyrir að hægri umferð hafi byrjað fyrir mörgum árum. Víða á gatnamótum gilda 3 reglur um beygjur, vegna þess að vinstri akreinar eru enn til staðar. Og svo eru menn hissa a því að árekstrar á gatnamótum séu algengir! Spumingartil Byggung Húsbyggjandi hjá Byggung í Kópa- vogi skrifar: Eg vil biðja blaðið fyrir spurningar til Byggung í Kópavogi, sem ég vænti að svarað verði i blaðinu sem allra fyrst. 1. Byggingarkrani. Þegar byggingar- krani var seldur, greiddu byggj- endur hluta af flutningskostnaði, auk afskrifta af þeim 10—12 milljónum sem þeir höfðu lagt fram. Hvar eru verðbæturnar okkar? 2. Hvers vegna var haldið leyndum fyrir byggjendum stórum hluta af hækkuðum byggingarkostnaði (45—50 milljónum) vorið 1978 og byggjendum taUn trú um að þeir væru búnir að gera samning um afganginn, og fengju jafnvel greitt til baka? Hvers vegna var það dregið t'ram að jólum að gefa byggjendum upplýsingar um sUk- an viðbótarkostnað? 3. Byggjendur fengu kröfu um greiðslu vegna lóðarframkvæmda. Lóð skyldi fullgerð í október eða nóvember 1978, eUa fengju verk- takar dagsektir. Byggjendur urðu við þessum kröfum, en lóðarfram- kvæmdum er ekki lokið ennþá og byggjendum er sagt að verktakar fái engar dagsektir, heldur greidd- ar verðbætur á verkið. Furðar nokkurn að fólk haldi í fé sitt eða hvað? 4. Geymslur, póstkassa og dyrasíma var hægt að setja upp strax eftir nýár og byggjendum tjáð að allar framkvæmdir yrðu búnar fyrir 17. júní. Hvað tefur orminn langa? Hvers vegna er þessu ekki lokið? 5. I bréfi stjómar félagsins (sjá með- fylgjandi) eru byggjendur krafðir um greiðslu. Stjórn félagsins til- greinir ákvæði í byggingarsamn- ingi, en slíkt einhUða vald stjórnar er ekki tU í byggingarsamningi. Og því er spurt: Hvað á svona hótun að þýða? 6. Framkvæmdum átti að ljúka í desember 1977. Hvenær skyldi „þeim eiginlega ljúka til fulls? Sam- kvæmt samningi eiga byggjendur að fígreinargott yfirUt yfir stöðu byggingaráfangans á þriggja mánaða fresti. Hvar er fram- kvæmdin á þvi?- Byggjendur eru orðnir langþreyttir á stjórnlist félagsins og margra mánaða drætti framkyæmda, því þeim þykir peningar sínir verða heldur ódrjúgir vegna óstjómar í félaginu. Byggjendur vilja áreiðanlega greiða skuld sina, en til þess að af því verði þarf stjórnin að senda þeim endanlegan reikning fyrir skuldinni. Er tU of mikUs mælzt? ©!|t|06jog - Kópavogi ív/ggingafé!ag ungs fólks •-¦ : . KÓPAVOGUR - SÍMI 44906 - NAFNNR. 1108—7051 Kópavogi. H juní 1979 Hér með tilkynnist yður að stjám Bsf Byggung "ópavogi hofur samþykki, að frá og með 18 jiíni n.k. mun félagið reikna 4% dráttavexti af öllum vanskilagreiðslum, sem ógreiddar verða . Einnig mun nu verða reiknaðlr vex-fcir af vanskilum frá 4 degi eftJr gjalddaga og reiknast þá 1 dagafjö'lda til næstu mánaðarmóta en þar eftir £ minnst 1 mánuð. . tar sem öll vanskil félagsmanna hafa i för með sér veruleg óþsegindi fyrir atjörn félagsins er hér með skorað á yður að gœta þessa að ljdka öllum greiðslum yðar samkvatnt sankoaulagi yðar við félagið og ákvörðunum stjórnarinnar. Stjóm félagsins vill énfremur mynna á að samkvamt álai'iaðum í B ggingarsamningi valda fdBekuð vanskil því s.ú stjórnin hefur heimild til að afturkalla úthlutun ihúíarimiar án frekari fyrirvara. CR '&n n cr<y, <?/} & &—, Raddir lesenda !f f* n ~\i Atii Rúnar t^ i l Halldórsson kí:----------------------

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.