Dagblaðið - 22.06.1979, Síða 3

Dagblaðið - 22.06.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979. 3 Lesandi hríngdi: Mér datt í hug brandari í tilefni af SALT-viðræðum risaveldaforingj- anna Carters og Brésnefs: Carter og Brésnef þrefuðu fund eftir fund um afvopnun og spennu- slökun í heiminum. Loksins á SALT- fundi nr. 485 sagði Brésnef við Carter: „Allt i lagi vinur, ég strika út hamarinn og sigðina cf þú strikar út „In God We trust”.” Og það va^ eins og við manninn mælt, Carter sló til og samkomulagið var full- komnað. Blóm i búntatali. DB-mynd Ragnar Th. Ráð við kreppu útvarps Halldór Sigurðsson skrifar: Maður heyrir að útvarp og sjón- varp séu i miklu fjársvelti og allt sé þar á heljarþröm. Samt hafa afnota- gjöld hækkað allverulega, en ekkert dugar. Ekki heyrist orð um hvernig spara mætti og vil ég því hjálpa yfir- mönnum stofnunarinnar, sem eru að sjálfsögðu störfum hlaðnir við störf í þágu hennar og félaga sem þeir tilheyra. Ég legg þetta tU: 1. Að jafndýr útvarpsmaður og Andrés útvarpsstjóri hætti að sjá um þætti í desember, um bækur sem koma út. Þulur eða útgef- endur geta valið og kynnt bækurnar. 2. Að morgunleikfími sé einu sinni á dag, ekki tvisvar. Þetta á að fella niður nú þegar. 3. Að fréttaþulir sjónvarps séu ckki fleiri en 1—2 á vakt, 3 að lesa upp í 20 mínútur er fráleitt. 4. 4 menn við þátt eins og í viku- lokin er óþarfi, einnig er óþarfi að hringja til útlanda. 5. Notið þuli og annað starfslið sem er i vinnutíma til að sinna almennum störfum, kaupið ekki fólk úti í bæ. ✓ Hvernig lízt þér á þá hug- mynd að hingað væri boðið fimmtíu víetnömskum fíótta- mönnum til búsetu á ís- landi? Hallgrimur Þorsteinsson, lögg. endur- skoðandi. Ég sé ekki neitt þvi til fyrir- stöðu. Helgi Friðjónsson myndlislarmaður. Mér lízt ágætlega á það. Dýrblómá Egilsstöðum Kona á Egilsstöðum hringdi: Ég ætlaði út áðan til að kaupa sumarblómin og fannst þau svo grun- samlega dýr að ég kannaði málið betur. Búntið kostaði kr. 1100, eða kr. 275 stykkið. Þar af skilst mér að flutningsgjald fyrir hvert búnt til Egilsstaða sé kr. 60—80. Ég hrindgi i blómabúðir í Reykja- vík og á Akureyri og fékk uppgefið að hliðstæð blómabúnt kostuðu á báðum stöðum kr. 550, eða kr. 138 stykkið. Eins og á þessu sést munar hér hvorki meira né minna en helmingi á verði og það verður engan veginn skýrt með flutningsgjaldi. Raddir lesenda Að gefnu tilefni skal þeim sem senda Dagblaðinu les- endabréf bent á að þau eru ekki birt nema nafn og heimilisfang ásamt nafn- númeri sendanda fylgi með. Peningaplokk á sveitaballi Þ. J. hringdi: Ég sá í DB bréf frá lesanda sem þótti nóg um fjárausturinn í HLH- flokkinn 17. júní. Ég fór á ball hjá hljómsveitinni fyrir nokkru austur í sveitum. Miðaverð var „aðeins” kr. 6.000, sem mér þótti vægast sagt ríflegt. Auk þess var prentuð auglýsing frá Kóka kóla á aðgöngu- miðann og trúi ég ekki öðru en pilt- arnir fái eitthvað fyrir þann snúð. Ég hef leitað til nokkurra aðila um verð- lagningu á sveitaböllum og hef komizt að því að hún er frjáls. Hins vegar er þetta siðleysi að plokka peninga í stórum stíl út úr unglingun- um. Og aðeins í lokin ætla ég að minna á að í Reykjavík er hægt að fara í veitingahús sem býður upp á 2 hljóm- sveitir og diskótek að auki. Þar þarf aðeins að greiða rúllugjald en á eina hljómsveit úti í sveit þarf að borga kr. 6.000! A PASSI0N PLAY Hljóðfæraleikari á Akureyri skrifar: Ég vil styðja hugmynd Keflvíking- anna sem skrifuðu í Dagblaðið 15. júní um að sjónvarpið taki til sýningar Jethro Tull-kvikmyndina svokölluðu. Hefði ég vitað um sýningar á henni í Óðali á sínum tíma hefði ég tekið mér far til Reykjavíkur eingöngu til að sjá hana. Ég, sem tónlistarlærður maður, gleðst yfir að einhverjir aðrir en ég geta metið listaverk Ian Andersons. En hann er að mínum dómi mesti laga- og ljóðahöfundur sem uppi hefur verið á þessari öld. Og nafn hans á efdr að lifa í sögunni, líkt og nöfn gömlu meistaranna. Sem dæmi um hans helztu listaverk vU ég nefna A Passion Play og Thick as a Brick. rSkallinn, -það er staöurinn Guðmundur Samúelsson verzlunar- maður. Ég er á móti því að við flytjum hingað útlendinga nema þá frá hinum Norðurlöndunum. Hitt er annað mál, að þessu fólki þarf að hjálpa, hvort sem við fslendingar gerum það eða einhverjir aðrir. shake og banana-split. Mjólkurís meö súkkulaói og hn< Ummm.... Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf. Þórólfur Agústsson kaupmaður. Er ekki alveg nægilegt landrými á Islandi? Hcrdís Guðnadóttir gjaldkeri. Satt að segja þá lizt mér ckki meira cn svo á þá hugmynd. En vissulega cr lika ómannúðlegt að neita þvi að veita þessu bágstadda fólkiaðstoð. Örn Þorláksson verzlunarmaður. Ég cr hlynntur þeirri hugmynd og mér finnst sjálfsagt að við íslendingar tökum þátt i að aðstoða flóttafólk i heiminum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.