Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 4
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR22. JÚNÍ1979. DB á neytendamarkaði I Dóra Stefánsdóttir c Núeródýrtaðkaupa Nú er orðið óhætt að leyfa sér þann munað að snæða gúrkur og tóraata í hvert mál og um að gera að kaupa mikið af þessum ágætu ávöxtum núna og sulta til vetrarins. Verðið hefur lækkað um helming frá því síðast er við skrifuðum um tómata hér á síðunni og á að vera svona lágt á meðan framleiðslan er mest. Er það gert til þess að sagan frá í fyrra um tómatana sem henda varð á haugana cndurtaki sig ekki. ) tomata og gúrkur I heildsölu kosta nú tómatar 600 krónur séu þeir í 1. verðflokki en 400 krónur séu þeir í 2. flokki. Þetta þýðir að þeir kosta svona 800 til 850 krónur út úr búð, eftir því hversu mikið er á þá lagt. Agúrkur kosta 400 krónur séu þær í 1. verðflokki og ekki nema 300 krónur í 2. flokki. Ódýrara er varla hægt að fá neitt. Grænmetismarkaður er í Hveragerði um helgar og á þar að vera hægt að f á enn ódýrara grænmeti. 'í fyrra fór Ysanseldofdýrt Meðan beðið er eftir nýju fiskverði Vcrð á fiski út úr búð er mjðg á reikl meðan beðið er akvöröunar ríkisstjórnar- iunar. Karl Þórðarson hringdi: Þegar mér var boðin ný ýsa upp úr sjó á dögunum hringdi ég að gamni minu i nokkrar fiskverzlanir og spurðist fyrir um það hvað ýsa kostaði. Mér til mikillar furðu reyndist verðið vera mjög misjafnt, frá 375 krónum kílóið og upp í 450 krónur kilóið. Ég hringdj þvi á skrif- stofu verðlagsstjóra og spurðist fyrir þar um hvað ýsa mætti kosta. Og mér til enn meiri furðu var sagt að þar til beðið væri eftir nýju fiskverði væri ekkert hámarksverð akveðið. Getur þetta verið? DB hafði samband við verðlagsskrif- stofuna og var sagt þar að á þriðju- daginn hefði verðlagsnefnd sam- þykkt hækkun á fiskverði. En ríkis- stjórnin ætti eftir að samþykkja hana og þar til hún gerði það væri ekki um hækkun að ræða. Þar til yrði í gildi gamla fiskverðið sem skammtaðif kaupmönnum 2% krónur fyrir kíóið af heilli ýsu. Þegar spurt var hvort óopinberlega væri leyft að selja fisk- inn fyrir meira var sagt að kvartanir um sUkt yrðu athugaðar hverju sinni. Von er á fiskverði á næstu dögum og er búizt við um 24% hækkun. -DS. ' Síðasti maí-sedillinn N ú er orðið skammt eftir af þessum mánuði og því fara að verða sfðustu forvðð að senda Neytendasiðunni seðil tíl samanburðar á heimiliskostnaði. Þetta er siðasti seðilUnn sem birtist i þessari umferð og er fólk hvatt tíl þess að senda fljíitt inn svar. Sumarfriin eru greinilega farin að hafa sitt að segja þvi bæði berast seðlar nú seinna en áður frá okkar fðstu innsendurum og eins bitt að fólk sendir orðið greinargerðir með seðlunum þar sem tekið er fram að svo og svo mikill tími hafi farið f sumarfrf og se þvf ekki alveg að marka kostnaðinn við heimilishaldið. Þetta verður auðvitað haft f huga þegar kostnaðurinn er reiknaður út. Ein af þeim sem sendi seðla sagðist hvorki vera áskrifandi að Dagblaðinu né Vik- unni heldur kcypti hún alltaf blððin i lausasðlu og spurði hvort hún mætti samt ekki vera með. Auðvitað má hQn það og hverjum þeim ððrum sem kemst yfir auglýsingaseðil er velkomið að senda hann og vera með. DS. tómataverðið lægst í 550 krónur út úr búð og miðað við núverandi verð- bólgu hafa þeir lítið sem ekkert hækkað í verði mUU ára. Hægt er að frysta tömata til vetrarins en um að gera að borða nóg af þeim hráum' núna og fá i sig vitamin. DB-mynd Hðrður. Því er um að gera að kaupa nóg magn núna og sulta og sjóða niður. Fyrir þá sem búnir eru að gleyma uppskriftinni góðu af sultuðum agúrkum er hún rifjuð upp hér með: 15 agúrkur, meðalstórar 1 litri edik 1/2 lítri vatn 5 laukar (já, þeir eru það dýrasta i dæminu) 1 pakki asíukrydd (pikkleskrydd ef það er ekki tU) 750 grömm sykur 1 hnefi gróft salt Agúrkurnar eru afhýddar og skofhar í bita langsum. Saltinu cr stráð yfjr og geymt yfir nótt. Lögurinn e» búinn til úr vatni, ediki og sykri og gurkurnar og laukurinn látin í. Þetta eHátið standa í 7 sólar- hringa og hrært i af og til. Þar á eftir er þetta aUt hitað aS suðu en gæta verður þess að ekki sjóðValveg. Þetta er sett í krukkur og þeim IHkað strax. Þetta kostar í kringum 7 þúsund krónur. Bæði tómata og agúrkur má frysta til vetrarins. Tómatarnir verða að visu ekki góðir séu þeir frystir heUir en séu þeir marðir og látnir i krukku eða þess hattar er hægt að nota þá í ýmsan mat. Gæta verður þess að ef þeir eru frystir i krukku má ekki fylla hana alveg. Gúrkur er hins vegar hægt að frysta hraar i sneiðum og þiða þær síðan í edikslegi og borða með kjöti þegar við á. -DS. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarscðil. Þánnig eruð þér orðinn virkur þátttakandi f upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimUiskostnaðar fjölskyldu af sðmu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von f að fá fria mánaðarúttckt fyrir fjðlskyldu yðar. Kostnaður í maí-mánuði 1979 Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. W VIKM Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.