Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979. Gísli Kjartansson, tormaOur Golfklúbbs Borgarness, á golfvelli klúbbsins. DB-mynd Árni Páll. Borgames: GOSENLAND GOLF- ÁHUGAMANNA? Félagar í Golfklúbbi Borgarness vinna nú ötullega að því að byggja upp glæsilega framtíðaraðstöðu golf- iðkenda þar á staðnum. Hefur klúbburinn fengið afnot af hluta jarðarinnar Hamars sem er skammt fyrir utan bæinn. Klúbburinn hefur einnig fengið til umráða húseign þá sem var fyrir á jörðinni en hún er í eigu bæjarins. Húsið sem er tvílyft steinhús var talsvert illa farið en er nú sem óðast að taka á sig mjög glæsilega mynd enda eru fjölmargir trésmiðir í klúbbnum. Hefur bæjarfélagið lagt til efnið en félagar í klúbbnum hafa unnið allar innréttingar í sjálfboðavinnu. Gera þeir sér vonir um að í nánustu framtíð geti orðið þarna gistiaðstaða fyrir golfá- hugamenn, t.d. úr Reykjavík, sem gætu dvalir þarna yfir helgi og iðkað íþrótt sína við fullkomnar aðstæður, sannkallað Gósenland. Á Hamri er níu holu völlur sem að sögn Gísla Kjartans- sonar formanhs Golfklúbbs Borgar- ness þykir talsvert erfiður yfirferðar og af þeim sökum spennandi viðureignar. í Golfklúbbi Borgarness eru nú milli 40 og 50 félagar og hefur þeim farið ört fjölgandi upp á síðkastið. -GAJ- Meðhjálparar undirbúa félagsstofnun Liðlega 30 meðhjálparar og kirkjuverðir sátu ráðstefnu um málefni sín dagana 24. og 25. maí sl. Ráðstefna þessi var haldin fyrir kirkjustarfsmenn í Kjalarnes- og Reykjavíkurprófasts- dæmum og var hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi.- Hún hófst í safnaðarheimili Bústaðakirkju en fluttist siðari daginn að Hlégarði i Mos- fellssveit. Framsöguerindi voru þrjú: Vígslubiskup, séra Sigurður Pálsson, ræddi um helgihald kirkjunnar og umgjörð þess. Helgi Angantýsson, Dómkirkjunni, flutti erindi um kirkjuna og meðhjálparann. Kristján Einarsson, Langholtskirkju, talaði um þjónustu við einstakar athafnir. Miklar umræður urðu um þessi málefni og samþykkti ráðstefnan ályktun um nauðsyn þess að kirkjan haldi uppi fræðslu um þennan þátt kirkjustarfsins. í lok ráðstefnunnar var kosin fimm manna undirbúningsnefnd til að undir- búa stofnun félags meðhjálpara og kirkjuvarða. Undirmenn styðja yff irvinnubannið: Vinna ekki nema ábyrgur yf irmaður sé til staðar „Vegna ákvörðunar yfirmanna um að neita að vinna yfirvinnu á heima- hafnarsvæði lýsir stjóm Sjómanna- félags Reykjavíkur því yfir að félags- menn þess munu ekki vinna þennan tíma og á þessu svæði við skipsstörf nema ábyrgur yfirmaður skipsins sé til staðar við vinnustjórn," segir í sam- þykkt frá félaginu sem DB hefur borizt. í samþykkt sjómanna er bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar harðlega mótmælt. Lýst er furðu á einróma stuðningi ríkisstjórnar- flokkanna við þessa aðgerð „þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar og baráttumál, er þeir komust í þá aðstöðu að geta sett slik lög," eins og segir orðrétt. Loks lýsa sjómenn því yfir að þeir muni hlíta bráðabirgðalögunum þótt þeir séu þeim andvígir. -GM. 70 atvinnulausir á Akureyrí 70 manns eru nú á atvinnuleysisskrá á Akureyri en voru um 45 um síðustu mánaðamót. Um mánaðamótin maí- júní í fyrra voru 10 manns á at- vinnuleysisskrá. Þessar upplýsingar fékk DB hjá Heiðreki Guðmundssyni á Vinnu- miðlunarskrifstofu Akureyrar á dögun- um. Heiðrekur sagði að fjölmennasti. hópurinn á skránni nú væri starfsfólk Efnaverksmiðjunnar Sjafnar sem stöðvazt hefur vegna farmannaverk- - fallsins. -GM íslenzka brenni- vínið sérpantað til Melbourne rætt við nýsjálenzka stúlku sem unnið hefur tvo vetur á Patreksf irði og verður þar í sex vikur Hún hefur ekki hugsað sér að koma hingað aftur til starfa, því nú ætlar hún að leita Ástralskar stúlkur hafa mjög sett svip sinn á Patreksfjörð i vetur, þótt þeim hafi fækkað nú er komið er fram á sumar. Enn er í minnum haft mikið ball og skemmtun er stúlkurnar frá Ástralíu og Nýja Sjálandi slógu upp síðla vetrar. Er DB var á ferð á Patreksfirði fyrir skemmstu þótti tilhlýðilegt að heimsækja eina stúlknanna, Barböru Hickey, en hún er frá Nýja-Sjálandi. Barbara býr ásamt stöllu sinni í Stúkuhúsinu svonefnda á Patreks- firði, en þrátt fyrir heilbrigt líferni stúlknanna þarf ekki að vera að þar hafi stúkulíf verið í hávegum haft. Barbara kom til Patreksfjarðar í september sl. en ekki var hún þá :alveg ókunnug, því hún dvaldi einnig vetrarlangt hér veturinn þar á undan. Það bendir því til þess að ekki líki henni vistin illa. „Ég kom hingað frá Bretlandi í fyrsta skipti til þess að ná mér í peninga," sagði Barbara. „Mér /annst það gaman að ég kom aftur. Það var auðvelt þvi nú þekkti ég fólkið. Fólkið hér hefur verið mjög gott við okkur, en ég vinn í fyrstihúsinu Skildi. Þar unnu 15 stelpur og einn strákur frá Astralíu og Nýja-Sjálandi í vetur, auk þeirra sem unnuhjáöðrum. ísrael næst á dagskrá Það hafa ekki verið vandamál vegna tungumálsins. Ungt fólk hér hefur gott vald á ensku, en okkur hefur gengið aðeins erfiðar við hina eldri. Ég hef lært tiltölulega lítið í íslenzku. Þó skil ég svolítið, ef hún er töluðhægt. Barbara Hickey frá Nýja Sjálandi. DB-myndJH. Hér í Stúkuhúsinu þurfum víð ekki að borga húsaleigu. Fyrirtækið á húsið og við njótum góðs af. Líklega er þetta gert til þess að ná í vinnu- kraftinn. Við komum í gegnum skrif- stofu í London og ferðir eru borgaðar fyrir okkur. Áður en ég kom hingað hafði ég aldrei áður unnið við verksmiðjustörf en miðað við slík störf held ég að starfið i frystihúsinuséágætt." Barbara fer héðan af landi brott í byrjun ágúst, en þá ætlar hún heim fyrir sér i einhverju sólríkara landi, t.d. ísrael. Ekki bjóst Barbara við því aðtaka með sér einhvern Frónbúann, er hún ,fer, en slíkt hefur þó komið fyrir hjá öðrum stöllum hennar. Hún er þó á- kveðin að koma aftur til íslands i heimsókn. Þess má og geta að þeir Ástralíumenn og Nýsjálendingar sem verið hafa á Patreksfirði hafa á- kveðið að koma saman i Melbourne árið 1981 til þess að minnast liðinna sæludaga.Þá hefur verið ákveðið að panta til fagnaðarins tvo kassa af íslenzku brennivíni beint frá Fróni. Ef að likum lætur ættu guðaveig- ^arnar að hjálpa til við upprifjunina. Bjórinn í lögguna Lögreglan á Patreksfirði vill, svo sem vænta má, halda uppi skikki á staðnum. Hún réðst því til inngöngu í Stúkuhúsið eitt sinn í vetur og fjar- lægði nýlagaðan afbragðs bjór frá stúlkunum. Til þess að fylgja innrasinni eftir var sett útgöngubann á stúlkurnar og enginn mátti heimsækja þær sem var undir 21 árs aldri. Útgöngubannið var síðan fellt niður en ekki fékkst bjórinn góði til baka. Stúlkunum þótti þetta örlitið skrítin meðferð, því ekki hafa borizt fregnir um að brugg hafi verið tekið af innfæddum á Patreksfirði. En kannski brugga Patreksfirðingar ekki? Hverveit. -JH. VIKAN auglýsir: Sölubörn vantar íeftirtalin hverfi: HVERF11: Seltjarnarnes Lindarbraut Vallarbraut Míðbraut Melabraut að Bakkav. Skólabrautað Bakkav. Bakkavör ásamt bæjunum íkring HVERFI2: Látraströnd Fornaströnd Barðaströnd Selströnd Skólabraut Melabraut Suðurbraut ásamt bæjunum íkring HVERFI3: Sævarbraut Selbraut Skerjabraut Tjarnarból Tjarnarstígur ásamt bæjunum íkring HVERFI4: Frostaskjól Granaskjól Sórlaskjól Faxaskjól HVERFI6: Kvisthagi Hjarðarhagi Fornhagi Fjallhagi Dunhagi Ægissíða Tómasarhagi að Dunhaga HVERFI7: Víðimelur Reynimelur Elliheimilið Furumelur Grenimelur Hagamelur Melhagi Espimelur Birkimelur Vikan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.