Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979. Dvalarheimili í sjálfheldu? „Byggt meira af hug- sjón en raunveruleika” — segirJón Ingimarsson, skrifstofustjóri íheilbrigðis- ráðuneytinu „Aðalvandi Fellsenda er sá að hann er byggður meira af hugsjón er raunveruleika,” sagði Jón Ingimars- son, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er DB hafði samband við hann vegna fréttar í blaðinu um málefni dvalarhcimilisins Fellsenda í Mið-Dölum. „Okkur hefur verið það ljóst,” sagði Jón, ,,að það væri mjög líklegt að þessi rekstrareining væri af þeirri stærð að hún gæfi ekki möguleika til hagkvæms reksturs eða að viðkomandi vistmönnum væri veitt mikil sérhæfð aðstoð eða umfram það sem tiðkast á venjulegum dvalarheimilum aldaðra.” Meira vildi Jón ekki láta hafa eftir. sér um þetta mál en eftir því sem DB kemst næst munu þeir geðsjúklingar sem þarna dveljast vera haldnir slíkum geðsjúkdómi að hann hefur verið metinn algjörlega ólæknandi. Að öðru .leyti mun fólkið hafa verið þannig á sig komið að mati Kleppsspítalans að það þyrfti ekki á hjúkrun að halda og gæti því ekki tekið upp ,,acut” rúm. Klepps- spítalinn mun vera með útibú fyrir slika sjúklinga nokkuð víða, t.d. að Bjargi á Seltjarnarnesi og Úlfarsá í Mosfells- sveit. Heimilið að Fellsenda er uppbyggt skv. erfðaskrá sem ekki er hægt að breyta. Jörðin og húsið eru gefin í þessum ákveðna tilgangi en þeg- ar sýnt var, að aldaðir Dalamenn höfðu ekki áhuga á að dvelja þarna þá var Kleppsspítalanum gefinn kostur á að nýta nokkur rúmanna fyrir sjúklinga sem ekki hafa verið metnir hjúkrunar- sjúklingar. Þannig hefur orðið sambland af geðsjúklingum og andlega heilbrigðum gamalmennum á þessu heimili. En eftir stendur sú fullyrðing Sigurbjörns Sveinssonar, heilsu- gæzlulæknis í Búðardal, að þarna séu sjúklingar sem þurfa á hjúkrun að halda en ekkert hjúkrunarfólk til að veita þá hjúkrun. Stjórn þessarar stofnunar telur málið í sjálfheldu og telur það ekki á sínu valdi að leggja heimilið niður. Annað komi þó varla til greina nema þangað fáist sérhæfð þjónusta. Sú þjónusta fæst ekki m.a. vegna þess að heimilið ei ekki talið af þeirri stærð að það geti borið hanaGAJ- voma tyr'» NAUÐLENTIÁ BFÐÐABAKKA Eftir að hafa eygt fyrsta auða blettinn í Vestmannaeyjum, sem reyndist Breiðabakkatún, rcnndi bandarískur flugmaður eins hreyfils Cessna áburðarflugvél sinni niður um gat i skýjaþykkninu og lenti þar heilu og höldnu á þriðjudagskvöld. Hann var á leið frá Reykjavík til Evrópu þegar rafkerfi vélarinnar bilaði skammt frá Eyjum og tók hann enga frekari áhættu eftir að hafa séð túnskækilinn. -GS/DB-mynd. Falast eftir olíu Norðmenn, Nígeríumenn og írakar eru þær þjóðir sem nú er helzt rætt um að kaupa af olíu þessa dagana. Ef af viðskiptunum viö Nigeríumenn og íraka gæti orðið myndu íslendingar líkast til kaupa oliuna af þeim óhrcinsaða en sjá siðan siálfir lil þess að hún yrði hreinsuð annars staðar, likast til I Portúgal. Portúgalskar oliuhreinsun- arstöðvar cru heldur verkefnalitlar um þessar mundir eins og reyndar flestar aðrar olíuhreinsunarstöðvar i Evrópu. Ef óhreinsuð olia yrði keypt frá Nígeríu myndi það hjálpa lil við að jafna hallann af skreiðarkaupum Nigeriumanna hér á landi. Með því að fá oliuna síðan hrcinsaða i Portú- gal rnyndi það þá hjálpa til við að jafna viðskiptahalla íslendinga og Portúgala, en Portúgalir kaupa af ís- lendingum mikinn saitfisk. íslending- ar hafa aftur á móti keypt tiltölulega lítið af Portúgölum, sem valdið hefur halla i viðskiptum þjóðanna. Þriðji oliukaupamöguleikinn sem helz.t er ræddur um þessar mundir er að kaupa oliuna af Norðmönnum. Hefur þess verið farið á leit við þá á flestum fundum sem islenzkir ráðamenn hafa átt með norskum undanfarið. Taka Norðmenn vel i oliusöluna, en íslendingar eru ekki þeir einu sem eru á eftir olíunni þeirra og hætt er við aö þcir muni a.m.k. ekki næstu árin verða aflögufærir mcð að selja íslendingum oliu. -BH. f Hundrað milljón kr. trygging vegna lögbanns í Kef lavík Bæjarráð Keflavikur ákvað á þriðjudag að veita Rafveitu Keflavíkur heimild fyrir 100 milljón kr. ábyrgð Út- vegsbankans, sem lögð var fram sem trygging vegna lögbanns gegn Jóni Þór Guðmundssyni rafverktaka i Hafnar- firði. Jón Þór er undirverktaki við nýbyggingu sjúkrahúss Keflavíkur og átti lægsta tilboð í raflögn hússins, eða rúmar 19 milljónir kr. Hann hefur hins vegar ekki löggildingu í Keflavik og má því ekki vinna þar. Heildarkostnaður við nýbygginguna nemur rúmum 200 milljónum kr. „Ég hef ekki skýringu á hinni háu tryggingu, sem bæjarfógeti fer fram á,” sagði Jóhann Einvarðsson bæjar- stjóri í Keflavík. ,,Það hlýtur þó að mega ætla að hún sé svo há vegna þess að ætla megi að stöðvunin geti skaðað aðra verktaka. Það liggur ekki ljóst fyrir hvort lög- bannið tefur framkvæmdir. Málið snýst um það hvort virða skuli þær leikreglur sem i gildi eru um heimild til starfa á ákveðnum svæðum. Menn geta síðan rætt um það hvort þær leikreglur eru skynsamlegar eða ekki. Jón Þór fór fram á löggildingu en var synjað. Ég hef trú á því að hann gæti fengið löggildingu, ef hann hefur áhuga á og leggur fram þau gögn sem nauðsynleg eru.” ,,Ég vona að málið leysist fljót- lega,” sagði Jóhann. En þetta er merkilcgt prófmál fyrir önnur sveitar- félög, því slík mál eru í gangi hjá öðrum sveitarfélögum en okkur. Fari svo að manninum verði synjað um verkið lit ég svo á, að aðalverktaki verði að sjá um þennan þátt,” sagði Jóhann. -JH. Magnús dægilegur Litla en sérstæða sýningu er að finna i Bernhöftshúsi á þeirri marg- frægu Torfu þessa dagana, eða til 26. júní. Magnús Tómasson SÚMari, sem þekktur er fyrir flugur sínar», risastórar niðursuðudósir og ljóðræn tilbrigði um flugið, hefur hirt úr hirslum gamlar myndir eftir sig og stillt upp. Þetta eru olíukrítarmyndir og málverk frá árunum 1962—63 er Magnús var 19 ára og vann verk sín í Landlæknishúsinu við Amtmannsstíg og eiga margar þeirra rætur sínar að rekja til húsanpa á Torfunni og ann- arra gamalla húsáí miftbætium/Þessi æskuverk sýnir Magnús á þessum stað til að vekja enn frekari athygli á þýðingu Torfunnar í bæjarfélaginu. Sterkt og einfalt Þetta eru reyndar furðanlega þroskuð verk af svo ungum lista- manni að vera og sterk í byggingu. Myndefnið er tekið föstum tökum, einfaldað og magnað upp með lita- samspili. Litir eru vel samstilltir — mikið er um brúna liti og okkurtóna gegnt gráum og silfurhvítum litum. Danir mundu kalla þetta dægiieg verk. Ekki er auðhlaupið að sjá í þessum myndum hvaða myndlistarmenn ís- lenskir hafa höfðað til Magnúsar á þessum tima. Einföld formsköpun og notkun spaða minnir ögn á Nínu — annað ber keim af verkum Einars Baldvinssonar og jafnvel Snorra Arinbjarnar en hvergi eru áhrif ann- arra yfirmáta sterk sem er til marks um einurð Magnúsar nítján ára. Ekki eru heldur bein tengsl milli þessara verka og þess sem fylgdi í kjölfarið — poppverkanna skemmtilegu nema hvað hvor tveggja eru af raunsæjum toga og hið ljóðræna og stillilega í þessum gömlu myndum skýtur aftur Myndlisi upp kollinum I myndverkum Magnúsar hin síðari ár. Afneitun En þessari myndhefð afneitaði hann síðan eftir nám í Danmörku og hófst handa við að finna myndlist sinni annan og nýlegri grundvöll. En þarna eru gömlu myndirnar sem sagt samankomnar og er Bernhöftshúsið opið daglega frá 16—22. Magnús Tómasson — Málverk, 1963. AÐALSTEINN INGÓLFSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.