Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 22. jUNÍ 1979. Washington: Kanar krefj- astafsagnar sjálfs Somoza Bandaríkjastjóm hefur nú að lok- um snúið baki við Somoza fjölskyld- unni í Nicaragua. í gær krafðist Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þess að Somoza ein- ræðisherra yrði settur frá völdum og í stað þess kæmi bráðabirgðaríkis- stjórn, sem studd yrði af alþjóðlegum friðarsveitum, sem komið yrði á fót í þessu tilefni. Krafa Bandarikja- stjórnar kom nokkuð á óvart og hefur henni verið tekið misjafnlega. Somoza fjölskyldan hefur verið við völd í Nicaragua síðan árið 1934, þegar Bandarikjamenn settu föður núverandi einræðisherra með sama nafni í embætti um leið og hersveitir þeirra fóru frá landinu. Svo virðist að ekki hafi þurft meira en morðið á bandaríska blaðamanninum í fyrra- dag til að Bandaríkjamenn tækju á sig rögg. Til skamms tíma fullyrtu bandarískir embættismenn að öll hugsanleg afskipti Bandaríkjamanna af bardögunum i Nicaragua kæmu ekki til greina. Slíkt teldist afskipti af innanríkismálum sjálfstæðs rikis. Hingað til hefur Nicaragua verið eitt sauðtryggasta stuðriingsríki Banda- rikjanna i Mið-Ameríku þar sem þeir hafa löngum ráðið því sem þeir hafa viljaðráða. Fregnir frá Managua, höfuðborg Nicaragua, herma, að þjóðvarðliði Somoza vegni nú heldur betur í bar- dögum við skæruliða sandinista. Annars staðar í landinu er ekki vitað hvernig staðan er en ljóst að skæru- líðar halda sínum lilui. Ráða til dæmis algjörlega yfir næststærstu borglandsinsLeon. Frá Höfuðborginni berast þær fregnir að hersveitir Somoza berjist nú af miklum krafti og reyni að ráða niðurlögum skæruliða sem eru í fá- tækrahverfu'm borgarinnar. Eru þeir sagðir vel vopnum búnir og vel þjálf- aðir. Fregnir hafa borizt af því, að skæruliðar hafi lagt undir sig helztu hafnarborg landsins, Puerto de Corinto. Einnig er að sögn ekki langt í það, að þeir leggi algjörlega undir sig norðurhluta landsins en þar eru bæði höfuðstöðvar iðnaðar landsins og helztu landbúnaðarsvæðin. London: Tafir á flug- völlum vegna verkfalla Flugvellir í Bretlandi verða að öllum líkindum að mestu lokaðir í dag vegna verkfalls flugumsjónar- manna og veðurfræðinga. Að sögn flugmálayfirvalda brezkra er til dæmis að nefna að nær allt flug um Heathrowflugvöll við London mun falla niður eða verða verulega frestað. Verkfallið hófst á miðnætti siðastliðnu og átti að standa í einn sólarh'ring. Talsmaður flugumsjónar- mannanna sagði að þeir mundu fylgja eftir kröfum sínum með enn frekari aðgerðum. Eru allir flugum- sjónarmennimir, um það bil fimmtán hundruð, í verkfallinu. Aðrir flug- vellir við London eins og Gatwick og Stansted munu einnig verða lokaðir aðmestu. Veðurfræðingar þeir sem sjá um gerð veðurspáa fyrir flugvélar eru einnig í verkfalli. Vegna þessa verða verulegar tafir á fluginu auk þess sem engar veðurspár verða sýndar eða fluttar í útvarpi eða sjónvarpi í Bret- landií dag. Verkföll flugumferðarstjómr- manna eru partur í verkfalli opin- berra starfsmanna, en um það bil hundrað þúsund þeirra eru nú í verk- falli og vilja hærri laun. Má meðal annars nefna, að starfsmenn mynt- sláttu hennar hátignar Elísabetar annarrar eru í verkfalli. Kröfur verkfallsmanna eru 47% launahækkun til nærri fjörutíu þúsund tæknimanna og 33% fyrir aðra starfsmenn útvarps og sjón- varps. Ríkisstjórnin hefur tjáð sig fúsa til að fallast á kröfur nokkurs hluta verkfallsmanna en ekki allra. Spánn: Hjónaskilnaður áframbannaður Miðflokkurinn á Spáni kom í gær í veg fyrir samþykkt tillagna kommún- ista um að hjónaskilnaður skyldi lög- leyfður á Spáni. 135 þingmenn neðri deildar þingsins greiddu atkvæði gegn tillögum um hjónaskilnað en 125 voru þeim fylgjandi! Tillögurnar gerðu ráð fyrir að leyfa hjónaskilnað ef báðir aðilar færu fram a hann. Ríkisstjórnarflokkurinn, Miðflokka- sambandið, hefur á prjónunum að leggja fram eigin tillögur um hjóna- skilnaðarmálið í október. Hjónaskilnaður er enn ólöglegur á Spáni. Ríkisstjórnarflokkurinn vinnur að tillögum að nýjum lögum sem varða fjölskyldumál. Rdm: Skipulögðólæti hægrísinna Ungir þjóðernissinnar í Róm kveiktu i gærkvöldi í bílum í Vescovio-hverfinu til að mótmæla dauða félaga síns, Francesco Cecchin. Lögreglan segir að um 30 unglingar hafi velt bílum, kveikt í að minnsta kosti þremur, og flúið áður en verðir laganna komu á vettvang. Skömmu síðar tvístraði lögreglan öðrum hóp hægri sinna, sem hópazt höfðu saman fyrir framan skrifstofubyggingu Kommúnistaflokks ítalíu í hverfinu. Francesco Cecchin, 18 ára að aldri, lézt í síðustu viku eftir að hafa fallið á vegg. Félagar hans segja að vinstri sinn- ar hafi valdið dauða hans. Vín: Svaka smellur var þetta, maöur Vínarfundur þeirra Jimmy Carters Bandaríkjaforseta og Leoníds Brésnefs forseta Sovél- ríkjanna þótti heldur tíðindalaus. Aö vísu undirrituðu þeir félagar hið svonefnda Salt II samkomu- lag, s'em fjallar um takmörkun kjamorkuvígbúnaðarkapphlaupsins. Að öðru leyti verður þessi fund- ur þeirra forsetanna litt til tíoitnln í framtiðinni. Helzt voru það kossalæti foringjanna, sem vöktu forvitni Ijósmyndara ef frá er talið atvikið þegar Brésnef hras- aði á tröppum sovézka sendiráðs- ins í Vínarborg, þegar hann var að fylgja Carter úr kvöldverðar- veizlu. Greip Carter þá í hönd ¦Hrésncfs honum (il stuðnings. Sá síðarnefndi er sagður sjúkur maður og eiga í mesta lagi eitt ár eftir af valdatíma sínum. En það voru kossalætin. Þau sjást hér til hliðar og siðan er engu líkara en þjóðhöfðingjarnir klappi sjálfum sér sigri hrósandi lof í lófa eins og sést á' neðstu myndinni. ENN TVEIR FOR- SETAR í UGANDA Tveir menn gera nú kröfu til for- setaembættis í Uganda. Annars vegar er það Yusufu Lule, sem tók við þegar einræðisstjórn Idi Amins var kollvarpað, og hins vegar Godfrey Binaisa. Útvarpið í Kampala sagði í gær að Binaisa væri löglegur forseti landsins. Yfirlýsing Lule hefði við engin rök aðstyðjast. Binaisa nýtur einnig stuðnings frá Tanzaniu, sem hefur um 40 þúsund hermenn í Uganda. ! kjölfar valdabaráttu forsetanna hafa fylgt óeirðir í Kampala. Að minnsta kosti tveir létust og fimmtíu særðust í gær þegar þúsundir stuðn- ingsmanna Yusufu Lule gengu um götur borgarinnar og lýstu yfir stuðn- ingi viðhann. Sendifulltrúar erlendra ríkja hafa skýrt frá því að hópur manna af Baganda-ættflokknum í Mið-Uganda hafi þyrpzt út á götur til stuðnings Lule forseta af því að fólkið óttist að í kjölfar valdatöku Binaisa komist Milton Obote, fyrrum forseti Uganda, á ný til valda. Hann hefur dvalið í útlegð frá því Amin gerði byltingufyriráttaárum. Síðustu fréttir herma að Lule sé í stofufangelsi í Entebbe og kyrrð hafi færzt yfir Kampala eftir að hermenn Tanzaníu og Uganda hafi í samein- ingu bælt óspektir niður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.