Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979. fifákt, áháðtlaghhð Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Iþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassoij, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólofur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálssori. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóðsson. ' ■ Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritatjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, augfýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 150 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og pfötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. SkeHunni 10. Bjóðumþau velkomin Heitar umræður hafa spunnizt manna á meðal vegna tillögu skrifstofu flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna um, að íslendingar taki við fimm- tíu flóttamönnum frá Víetnam. Eðlilegt er, að mönnum sýnist sitt hverjum í því efni, og báðar hliðar deilnanna geta ' borið fram virðingarverð rök máli sínu til stuðnings. Að vandlega athuguðu máli hlýtur sómi okkar að verða sá að veita viðtöku þessu aumkunarverða fólki og bjóða það velkomið. Flóttafólk frá Víetnam í búðum flóttamálafulltrúans er talið vera um 300 þúsund. Af fréttum þekkir al- menningur forsöguna. Kommúnistastjórnin í Víetnam virðist vinna skipulega að því að losna við það, sem hún telur vera „óæskilegt” fólk í Víetnam. Brottför flóttafólksins frá Víetnam virðist að miklu leyti runnin undan rifjum stjórnvalda þar. Þetta minnir á gyðinga- morð þýzku nasistanna á sínum tíma, þegar þeir vildu losna við þá borgara, sem þeir töldu þjóðfélaginu „óæskilega”. Margir flóttamenn frá Víetnam hafa tínt lífinu, þar sem þeir hafa velkzt í lélegum bátkænum á leið til annarra landa. Aðrir búa við umkomuleysi í ríkjum, þar sem þeir eru illa séðir. Fólk hefur veitt athygli fréttum frá einu þeirra ríkja, Malasíu, þar sem stjórnvöld hafa byrjað að senda flóttafólkið á haf út og hafa í hótunum um að skjóta í kaf báta flóttafólks, sem þangað leiti í framtíðinni. Víetnamar hafa verið stríðshrjáð fólk mestalla öld- ina. Fáar þjóðir heims hafa á þessari öld liðið slíka hrakninga. Allt þetta munu menn viðurkenna andstöðulítið, en sú skoðun nýtur greinilega mikils fylgis hér á landi, að vandamál þessa fólks séu okkur óviðkomandi. Við telj- um okkur hafa nóg vandamál við að stríða. Fylgismenn þessarar afstöðu nefna, að við séum lítil þjóð, sem verði að standa dyggan vörð um þjóðerni okkar og tungu. Flestir hafa á undanförnum árum viðurkennt, að okkur beri nokkur skylda til að rétta hjálparhönd til að lina þjáningar meðbræðra okkar, þótt í öðrum heims- hlutum sé. Almenningur hefur tekið vel hjálparstarfi kirkjunnar og annarra. En sannleikurinn er, að fram- lag okkar til vanþróaðra ríkja er miklu minna en að var stefnt og stjórnvöld hér gáfu fyrirheit um fyrir nokkr- um árum. Okkur mundi vafalaust þykja sjálfsagt, að aðrar þjóðir kæmu okkur til hjálpar, ef hér yrði mikill skaði af völdum náttúruhamfara. Við þykjumst byggja þjóðfélag okkar á kristilegum grunni. Þar á náungakærleikur að vera efst á blaði. Af þessum forsendum ætti að vera sjálfsagt mál að við legðum fram að minnsta kosti lítilræði til að bjarga fá- einum Víetnömum frá kvalræði eða dauða. Þjóðemi okkar og tungu stafar ekki hætta af fímm- tíu Víetnömum. Miklu þyngri á metaskálunum eru rök, sem hníga að þvi, að þessu fólki mundi ekki líða nægilega vel á Islandi. Bent er réttilega á, að hér yrði fólkið í býsna framandi umhverfi í öðru loftslagi en það hefur vanizt. Bent er á, að gmnnt er á kynþáttahatri hjá mörgum landanum, og fólkið kynni að verða að líða þess vegna. í samanburði við það, sem bíður þessa fólks annars, ættum við að taka þessa áhættu. Okkur getur ekki verið stætt á að hafna tilmælum frá Sameinuðu þjóð- unum um aðstoð, sem ekki er okkur dýrari en þetta. Við ættum að taka við þessu fólki og reyna að gera því lifið bærilegt. Nicaragua: Langt þar til grær um heilt skiptir þó ekki máli hvorir bera sigur úr býtum, Somoza einræðisherra eða skæruliðar sandinista Um hríð hefur Nicaragua verið hrjáð af stöðugum innanlandsófriði. Ljóst er að hvemig sem lokin verða í þessu Mið-Ameríkuríki þá munu sár- in verða lengi að gróa og langt þangað til mannlíf verður komið aftur í eðlilegt horf. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum þá berj- ast þarna þjóðvarðliðar Somoza ein- ræðisherra og skæruliðar sandinista, sem staðráðnir eru í að ganga milli bols og höfuðs á veldi hans. Somoza hefur fullyrt að hann muni aldrei viðurkenna ósigur sinn og berjast áfram en skæruliðar hafa stöðugt fært sig upp á skaftið síðan þeir réðust inn í landið hinn 29. maí síðastliðinn. Nú eru þeir sagðir ráða algjörlega yfir Leon, næststærstu borg landsins, auk bæjarins Mata- galpa í norðurhluta Nicaragua. Þeir ráða svæði í suðurhluta landsins auk þess sem þeir berjast hatramlega við þjóðvarðliða i sjálfri höfuðborginni Managua. Sandinistar hafa einnig tilkynnt um þá ædan sína að stofna bráða- birgðaríkisstjórn í Nicaragua. Eru þeir sagðir ætla að gera það þegar borgin Rivas, sem er um það bil 35 kílómetra frá landamærum Costa Rica, er komin í hendur þeirra. Þeim tókst að ná nokkurri fótfestu þar í byrjun jiessa mánaðar en voru hraktir til baka nokkrum dögum síðar. Skæruliðar sækja nú þangað aftur en tvennum sögum fer af árangri þeirra. Sjálfir segja sandinistar að ef þeir skipuðu eigin ríkisstjórn í landinu mundu fimmtán ríkisstjórnir ríkja í Mið- og Suður-Ameríku samstundis viðurkenna hana sem löglega stjórn landsins. Ef svo færi er talið líklegt að Somoza einræðisherra yrði að flýja land. Sterkur orðrómur er einnig um að æðstu menn hersins í Nicaragua krefjist þess nú af Somoza, sem er æðsti maður hers landsins, sem nefndur er þjóðvarðliðar, að unninn verði skjótur sigur á skæruliðum sandinista. Ef honum tekst það ekki má hann búast við því samkvæmt heimildum í Mið-Ameríku að honum verði steypt úr stóli. Verulegur þrýst- ingur er nú orðinn á að hann fari frá völdum vegna þeirra óvinsælda sem hann hefur skapað sér bæði í Nicara- gua og erlendis. Somoza og menn hans munu nú mjög leita eftir að kaupa vopn fyrir þjóðvarðliðið. Vopnasölubann það sem Bandaríkjastjórn hefur sett Nicaragua í hefur því valdið þeim verulegum vandræðum. Ríki eins og Kúba hafa þó sakað Sovétríkin um Meira um fram- sóknarstefnuna Fyrir nokkru ritaði ég grein um framsóknarstefnuna í Dagblaðið. Þar leitaðist ég við að skýra í stuttu máli, hver afstaða framsóknarmanna er til ýmissa grundvallaratriða í þjóð- félaginu, s.s. hver skuli eiga fram- leiðslutækin og hvernig þau verði hagkvæmast rekin ásamt afstöðunni til tekju- og eignaskiptingar. Jafn- framt skýrði ég afstöðu framsóknar- manna til ríkisafskipta annars vegar og áhrifa markaðskerfisins hins vegar. Auk þess freistaði ég þess að bera saman grunnatriði hinna þriggja meginstjórnmálastefna íslendinga, þ.e. framsóknarstefnunnar, sósía- lisma og kapitalisma (frjálshyggja eða auðhyggja). Að þessu loknu benti ég á þau atriði sósíalismans og kapitalismans sem framsóknarmenn geta ekki fallist á og telja megingalla þessara kerfa. Ungur laganemi, Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, svaraði þessari grein minni í Dagblaðinu hinn 8. júní sl. með athyglisverðri grein. Gunn- laugur fjallar þar aðallega um þau atriði sem framsóknarmenn telja ókosti auðhyggjunnar. Sumt í grein Gunnlaugs kallar á svar af minni hálfu og væri raunar þörf ítarlegri umfjöllunar en unnt er að koma við í stuttri Dagblaðsgrein. Eins og menn vita, hefur orðið kapitalismi verið þýtt með ýmsum orðum á íslensku s.s. auðhyggja, séreignaskipulag eða fjármagnshyggja. Ég kýs að velja hér orð þeirra sjálfstæðismanna ,,frjáls- hyggja” til þess að valda síður ruglingi. Sérstaða Framsóknar Framsóknarmenn hafa ævinlega bent á þá sérstöðu Framsóknar- flokksins að hann er fyrst og fremst íslenskur flokkur, sprottinn úr íslensku þjóðfélagi og miðar stefnu sína við íslenska menningu, íslenskar aðstæður og sérstöðu. Flokknum hefur oft verið legið á hálsi fyrir að hann styðst ekki við erlent kenninga- kerfi. En framsóknarmenn halda því fram, að líberaliskar kenningar 18. aldar og sósíaliskar kenningar 19. aldar eigi jafnilla við til lausnar þjóð- félagsvanda á íslandi á 20. öld. Um þetta segir Gunnlaugur í grein sinni: „Eins og flestum er kunnugt er samvinnuhugsjónin kjarni fram- sóknarstefnunnar og er hún upp- runnin á Englandi. Þess vegna er stefna Framsóknarflokksins ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri, þótt sér- stök sé á margan hátt.” Hér skjátlast Gunnlaugi og hefði hann þó átt að sjá betur við lestur greinar minnar. Kjarni framsóknarstefnunnar er sam- ofinn af mörgum þáttum. í grein minni um framsóknarstefnuna sagði ég: 1) Framleiðslutæki þjóðfélagsins séu í eigu: einstaklinga, félaga, einkum samvinnufélaga og ríkis. einkar vel að stefnu Framsóknar- flokksins. Af þessu hlýtur að vera ljóst að samvinnuhugsjónin er einn af mörgum þráðum í kjarna fram- sóknarstefnunnar. Sem þjóðlegur umbótaflokkur styður Framsóknar- flokkurinn samvinnuhugsjónina af alhug og hann styður líka frjálsan einkarekstur. Það voru frjálsir, sjálf- stæðir bændur með einkarekstur búa sinna sem hundruðum saman stofnuðu samvinnuhreyfinguna hér á landi. Um uppruna samvinnuhugsjónar- innar er það að segja, að á fimmta áratug siðustu aldar eru byrjuð hér samtök um verslun í mjög svipuðu formi og samvinnufélögin tóku síðar upp, þ.e. um svipað leyti og vefar- arnir í Rochdale byrjuðu baráttu sína. Hvað sem öllu þessu líður um uppruna samvinnuhugsjónarinnar þá A „Athyglisvert er, að þar sem frjálshyggj- ^ an ræður ríkjum í auðugu landi eins og Bandaríkjunum virðist hún geta skaðað mann- gildið.” • „Vel má vera að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðustu árum verið að koma meira og meira inn á miðjuna til Framsóknarflokks- ins.” Ríkið eigi þó framleiðslutækin aðeins í undantekningartilvikum, t.d. þar sem samkeppni er ekki til staðar á markaðnum eða um til- raunarekstur er að ræða. Fram- sóknarmenn vilja þannig að at- vinnureksturinn sé í höndum frjálsra einstaklinga og félaga þeirra. Þátttaka einstaklinganna í atvinnulífinu sé sem víðtækust og atvinnulýðræði eflt. Samvinnu- rekstur, sem er lýðræðislegasta rekstrarform sem til er, fellur stendur sú staðhæfing óhögguð, að framsóknarstefnan er fyrst og fremst íslensk stefna og „sérstök á margan hátt” svo notuð séu orð Gunnlaugs sjálfs. Framsókn og f rjálshyggjan Um grein mina um framsóknar- stefnuna segir Gunnlaugur í sinni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.