Dagblaðið - 22.06.1979, Side 11

Dagblaðið - 22.06.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979. I Somoza einræðisherra hefur viðurkennt að svo kunni að fara að her hans beri lægri hlut fyrir skæruliðum sandinista en hann segist sjálfúr ekki munu flýja land heldur berjast áfram. Myndin sýnir Somoza ræða við hermenn sína á vigstöðvum i suðurhluta Nicaragua. að lauma vopnum til fyrri vinar síns en á því hafa ekki fengizt neinar sönnursvo vitaðsé. Sérfræðingar telja að Somoza hafi misst helming flugvéla flughers síns og brynvarðra bifreiða sinna síðan átökin við sandinista hófust í fyrri mánuði. Satt að segja er her hans orðinn heldur óhrjálegur ef heimildir eru réttar. Allt það sem eftir er fyrir utan mannafla eru tveir skriðdrekar ab Sherman gerð, nokkrar Cessna flug- vélar sem breytt hefur verið í hervélar með eldflaugum. Auk þess eru nokkrar Douglas DC-3 flugvélar komnar til ára sinna og litlar æfinga- þotur. Skæruliðar sandinista virðast aug- ljóslega vera mun betur vopnum búnir en þeir voru í september síðast- liðnum, þegar síðasta tilraun þeirra til að steypa Somoza var gerð. Ekki fer heldur á milli mála að lið þeirra er til muna samstæðara og hæfara til hernaðarátaka. Meðal vopna sem þeir ráða yfir má Skæruliðar sandinista hafa reynzt mun betur vopnum búnir og þjálfaðri i hernaði en í síðustu tilraun til að steypa Somoza einræðisherra. Það var í september síðastliðnum. Á myndinni sjást skæruliðar virða fyrir sérdik fallins félaga sins i bænum Chinandega. nefna fallbyssur, hríðskotariffla og hreyfanlegar eldflaugabyssur. Þessa staðreynd hefur Somoza einræðis- herra viðurkennt en hann heldur því aftur á móti fram að andstæðingar hans séu ekkert annað en alþjóðlegir svikarar sem stefni að því að setja á stofn kommúnistaríki i Nicaragua í líkingu við Castro á Kúbu. Nágrannaríkin, Mexico, Costa Rica, Ecuador og Panama hafa slitið öllu sambandi við Somoza stjórnina vegna hegðunar hans í innanlands- málum. Ríki eins og Venezuela, Colombia, Peru, Ecuador og Bólivía hafa meira að segja formlega tilkynnt að þau hafi ákveðið að viðurkenna sandinista sem samningsaðila um framtíð Nicaragua. Suma grunar að þau hugleiði jafnvel að veita þeim nokkurn beinan stuðning. Talið er að um það bil 150 þúsund manns hafi hrakizt frá heimilum sín- um í landinu vegna styrjaldarinnar. Þar af hafa margir hverjir flúið til grannrikjanna eins og Costa Rica. Tölur um fallna og særða eru mjög á reiki en ljóst er að þeir skipta þús- undum. í höfuðborginni er allt at- vinnulíf lamað. Löggæzla er lítil sem engin og verzlanir rændar svo fremi að eitthvað sé eftir til aðslá eign sinni á í hillum þeirra. Erlendir ríkisborgarar, sem bú- settir voru í'Nicaragua, hafa flúið þaðan í stríðum straumum. Hver svo sem úrslitin verða þá er ljósí að Nicaragua verður í rústum um langt skeið. Þetta land, sem til skamms tíma var kannski ofurlítið betur sett efnahagslega en hin fátæku ríki Mið- Ameríku almennt eru, á langt i land með að efnahagur þess verði samur. Auk þess hlýtur slíkt borgarastríð að setja mark sitt á allt þjóðlíf um langa framtíð. grein: ,,í grein þessari leitast Guðmundur við að sýna fram á yfir- burði þess dulda fyrirbæris, sem hann kýs að kalla stefnu Fram- sóknarflokksins, en aðrir myndu heldur kalla stefnuleysi, fram yfir aðrar stefnur, sem setja svip sinn á íslensk stjómmál.” Ég skil að vísu ekki þessa málsgrein almennilega, en hirði ekki um að fara nánar út í það. Svolítið seinna segir Gunnlaugur: „Ekki er mjög mikill munur á þeirri framsóknarstefnu sem Guðmundur setur fram í þremur liðum og frjálshyggju Sjálfstæðis- flokksins.” Samanlagt má skilja þessar tvær tilvitnanir úr grein Gunnlaugs á ýmsa vegu. í fyrsta lagi má skilja þetta svo að skoðun Gunnlaugs sé að Framsóknar- flokkurinn sé stefnulaus og Sjálf- stæðisflokkurinn sé það líka. Ég þykist þó vita að þetta sé ekki það sem hann meinar. Ef til vill hefur Gunnlaugur, sem greinilega er sjálf- stæðismaður, viljað koma nokkru höggi á framsóknarmenn með fyrri málsgreininni, en síðan séð, þegar hann fór að fjalla nánar um fram- sóknarstefnuna, að hún er svo góð að sjálfstæðismenn gætu margir hverjir fallist á hana og því hefur honum orðið á þessi fótaskortur. Ég læt öðrum eftir að velta þessu fyrir sér, enda hefur þetta í sjálfu sér ekki mikið gildi. í þessu sambandi er þó vert að benda á að Framsóknarflokkurinn er miklu eldri en Sjálfstæðisflokkurinn og vel má vera að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi á síðustu árum verið að koma meira og meira inn á miðjuna til Framsóknarflokksins. Gunn- laugur telur þó upp nokkur atriði, sem hann telur sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt í framsóknarstefn- unni. f fyrsta lagi segir hann að sjálf- stæðismenn geti ekki fellt sig við for- réttindi samvinnufélaganna. Ég vil undirstrika það, að þó Framsóknar- flokkurinn styðji samvinnuhugsjón- ina, þá fer hann ekki fram á nein for- réttindi henni til handa. Hins vegar hvíla á samvinnuhreyfingunni ýmsar kvaðir, eins og þær, að samvinnu- fyrirtæki mega ekki flytja fjármagn sitt úr því héraði, sem þau eru stofnuð í. Miklu fremur gerir Fram- sóknarfiokkurinn ýmsar kröfur til samvinnufyrirtækja um að þau séu sérstaklega rekin með hag fólksins fyrir augum. í öðru lagi segir Gunnlaugur að samvinnuhreyfingin hér á landi hafi ekki sýnt í verki fram á þá staðhæf- ingu mína að samvinnurekstur sé lýðræðislegasta rekstrarform sem til er. Þarna hygg ég að Gunnlaugur hafi nokkuð til síns máls, og má vafa- laust bæta. í svo stóru fyrirtæki sem samvinnufyrirtækin eru þarf stöðugt að vinna að því áð auka lýðræðið innan fyrirtækisins. Það verður ekki gert í eitt skipti fyrir öll. Tengsl starfsfólks við stjórnina og þátttöku þess í henni þarf að auka. Eðli sam- vinnuhreyfingarinnar er þó það, að fyrirtæki hennar eiga engir aðrir en þeir sem taka þátt í henni og þeir geta kosið stjórnir hreyfingarinnar á al- mennum fundum. En bæði kemur sjálfsagt til að kerfið er þungt, þegar um svo gífurlega fjölmenna hreyf- ingu er að ræða, og að félagsdeyfð ræður því að fólkið skiptir sér ekki almennt af stjórnun fyrirtækjanna. í þriðja lagi fjallar Gunnlaugur um þann þátt framsóknarstefnunnar að ríkið eigi að beita áhrifum sínum til tekju- og eignajöfnunar með skatt- lagningu. Gunnlaugur telur að hér sé fyrst og fremst átt við tekjuskatt. Það er misskilningur. Ríkið hefur ýmsa möguleika til skattheimtu og getur með því fé sem inn kemur bætt hag þeirra sem minnst mega sín í þjóð- félaginu. Þetta er kjarninn. Hin ýmsu form skattstofna eru síðan sjálf- stæður kapituli, sem of langt mál er að faraútíhér. Einkaréttur á öllum fram- leiðslutækjum í grein minni sagði ég um frjáls- hyggjukerfið: ,,I) Grundvöllur kerfisins er einkaeignaréttur á öllum framleiðslutæk jum. ’ ’ Um þetta segir Gunnlaugur: „Guðmundur heldur þvi fram að grundvöUur markaðskerfisins sé einkaeignaréttur á öllum fram- leiðslutækjum. Þetta er ekki rétt.” Aftast í grein sinni vitnar Gunn- laugur til nokkurra bóka, þar á meðal „Uppreisn frjálshyggjunnar” máli sínu til stuðnings. Nú er það svo, að einmitt í þessari bók er grein um þetta efni. Á bls. 34 segir: „Frá fræðUegu sjónarmiði hefur markaðs- kerfi frjálsrar samkeppni fjögur sér- kenni. 1) EinstakUngar (eða heimUi og fyrirtæki) eiga öll framleiðslu- tækin o.s.frv.” Nú má vel vera að ýmsir frjálshyggjumenn, eins og til dæmis Gunnlaugur, séu annarrar skoðunar, en gott er ætíð að lesa þær bækur sem menn vitna til. Ókostir frjálshyggjunnar í grein minni sagði ég að fram- sóknarmenn teldu höfuðókosti frjáls- hyggjunnar eftirfarandi: 1) Skipting tekna og eigna i þjóð- félaginu getur orðið mjög ójöfn og tækifæri einstakUnga til menntunar og hamingjuríks lífs mjögmismunandi. Kjallarinn GuðmundurG. Þórarinsson 2) Kapitalismi getur hæglega leitt af sér mikið atvinnuleysi. „Hæfi- legt” atvinnuleysi er jafnvel talið kostur. Þau þjóðfélög, sem á þessu hagkerfi byggja, hafa oftast innan sinna vébanda stóra hópa atvinnulauss fólks og stóra hópa sem varla draga fram lífið vegna fátæktar. 3) Óheft samkeppni getur leitt til mjög óskynsamlegrar nýtingar náttúruauðUnda, t.d. fiskimiða, gróðurlendis, orkulinda o.s.frv. Gunnlaugur vill í grein sinni ekki eigna frjálshyggjunni þessa ókosti og telur þessi atriði órökstudd. Varðandi fyrsta og annað atriðið er einfaldast að benda til Bandaríkj- anna. Bandaríkin eru auðugt ríki, þar sem frjálshyggjan er öflug og hefur í ríkum mæli mótað þjóðfélagið. í Bandaríkjunum eru til fátækra- hverfi þar sem fólk vart dregur fram lífið og atvinnuleysi er geigvænlegt. Sum negrahverfin eru dæmi um það lakasta sem menn geta búið við. I New York sjálfri verða þúsundir barna fyrir rottubiti á ári hverju. Bæði í menntamálum og heilbrigðis- málum má sýna fram á áhrif markaðskerfisins í Bandaríkjunum. í menntakerfinu er um að ræða mikla mismunun í uppeldi og fræðslu barna og þannig mætti lengi telja. Framsóknarstefnan sættir sig ekki við ástand sem þetta. Þetta ástand ríkir í auðugu landi, þar sem frjáls- hyggjan ræður mestu um þróun, mála. Ákvæðum framsóknarstefn- unnar um beitingu áhrifa ríkisvalds- ins til tekju- og eignajöfnunar með skattheimtu er ætlað að koma í veg fyrir þessar neikvæðu hliðar í þjóðlíf- inu. Um þriðja atriðið, að frjálshyggja (óheft samkeppni) geti leitt til óskyn- samlegrar nýtingar náttúruauðlinda, eru fjölmörg dæmi. Gunnlaugur gæti t.d. kynnt sér hvernig iðnfyrirtæki markaðskerfisins hafa leikið „stóru vötnin” í Bandaríkjunum, sem nú eru nánast dauð. Ég legg áherslu á að í grein minni segi ég að óheft sam- keppni geti leitt til óskynsamlegrar nýtingar náttúruauðlinda. Sjálfsagt má koma í veg fyrir það, þó þá vakni spumingin, hvort samkeppnin sé lengur óheft. Gunnlaugur telur að sóun náttúruauðlinda stafi af því að markaðskerfi sé ekki til staðar. Sóun náttúruauðlinda hefur átt sér stað þar sem markaðskerfið ræður ríkjum. Kerfið hefur ekki komið í veg fyrir það. Spurningin er þá hvort breyta megi kerfinu til þess að koma í veg fyrir slík óhöpp. Ef til vill, ef til vill ekki. Mikil spurning er hvort markaðs- kerfið tekur tillit til langtimasjónar- miða á sviði náttúruauðlinda. Gunn- laugur telur að á þessu sviði vanti einkaeignarétt. Ef við búum til lang- sótt dæmi til þess að skýra málið, þá gætum við hugsað okkur að íslensku fiskimiðin væru i eigu einstaklings sem væri um sjötugt. Nú er það mat fiskifræðinga að verulega þurfi að draga úr veiðunum til þess að fiski- stofnarnir geti oröið þjóðinni tekju- stofn um ókomna framtíð. Einstakl- ingur sem ætti fiskimiðin gæti freist- ast til að hugsa sem svo: Ég á ef til vill 5 ár ólifuð. Ég ætla að njóta þeirra og mér kemur ekkert við hvað skeður eftir 10 eða 20 ár. Og óskyn- samleg nýting fiskistofnanna gæti síðan orðið þjóðinni háskaleg. í þessu tilviki gæti frjálshyggju- kerfið ekki bjargað. Auðvitað er þetta dæmi fráleitt, en segir þó sitt um galla markaðskerfisins á þessu sviði. Manngildi Kristján Friðriksson kallar fram- sóknarstefnuna manngildisstefnu í bók sinni Farsældarríkið og mann- gildisstefnan. Athyglisvert er að þar sem frjáls- hyggjan ræður ríkjum í auðugu landi cins og Bandaríkjunum virðist nún geta skaðað manngildið. Það er eins og þroski mannsins, hin háleitari markmið mannlífsins, náungakær- feikur og fómfýsi verði undir í kapp- hlaupinu eftir efnislegum gæðum. Þegar rafmagnið fór af New York eina nótt þusti fólkið út á göturnar með ránum og drápum þrátt fyrir allt frelsið og góð lífskjör. Þegar Boeing 727 farþegaþotan hrapaði til jarðar í San Diego sl. haust fórust hátt á annað hundrað manns. Fjöldi fólks hindraði björgunarstarfið og tafði lögregluna. 22 voru handteknir fyrir rán og gripdeildir. Þarna var ekki um að ræða fólk sem hungraði eða svalt. Frelsið var hins vegar og er á villi- götum. Það er fyrst og fremst frelsi til þess að auka efnisleg gæði sín sem fólk á við með frelsi. Andlit manna eru mörkuð áhyggjum vegna hinnar sífelldu baráttu eftir að eignast meira og hafa það betra. Maðurinn sjálfur gleymist. Hinir miklu hugsuðir, John Stuart Mill, John Locke o.fl., sem lögðu ævistarf sitt í að gera mannkyninu grein fyrir gildi frelsisins, hafa vafa- laust ekki séð fyrir þessa þróun. Frelsi mannsins til þess að hugsa og skrifa, lifa og starfa, er að okkar mati fjöregg mannkynsins. Og menn hafa þóst sjá framtíðarheiminn í bjarma frá kyndli frelsisins. Engum vafa er þó undirorpið að almennt hafa menn ekki notað frelsið og frjálst þjóðskipulag sem skyldi til þess að auka þroska sinn og höndla hin háleitari markmið lífsins. Menn leita þess i stað hamingjunnar í meiri efnislegum gæðum og óþol sam- keppninnar og beiskja rígsins setja meira og meira mark sitt á lífið. Áfram, áfram, hraðar, hraðar, til þess að eignast meira og hafa það enn betra. Þegar frelsi mannsandans verður í hugum fólksins fyrst og fremst frelsi til þess að eignast meira og hafa það betra birtist óvæntur skyldleiki frjáls- hyggjunnar og efnishyggju kommúnismans. Háleitari hugsjónir fórnfýsi og kærleika falla í skuggann. Ósjálfrátt koma í hugann orð trésmiðsins frá Nasaret, sem sagði: „Hvað gagnar það manninum þótt hann eignist allan heiminn ef hann bíður tjón ásálu sinni?” Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur y

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.