Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979. SKYNDIMYMDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 HARGREIÐSLUSTOFAN OSP MIKLUBRAUT PERMANENT - KLIPPINGAR - BARNAKLIPPINGAR LAGNINGAR - BLÁSTRAR - LITANIR - GERUM GÖT Í EYRU OÍHMI OilCaC RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR OlIVII Z4D9D HJÖRDÍSSTURLAUGSDÓTTIR Lokanir verzlana á laugardögum ísumar Samkvæmt kjarasamningum milli Kaupmannasamtaka íslands og Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur skulu verzlanir hafa lokað 10 laugardaga yfir sumarmánuðina frá 20. júní til ágúst- loka. Afgreiðslufólki er því óheimilt að vinna í verzlunum á laugardögum á framan- greindum tíma. Verzlunarmannaf élag Reykjavíkur Borgfirðingar! Ferðafólk! fíinn 1 JONSMESSU- DANSLEIKUR verður haldinn laugardaginn 23. júní í HREÐAVATNSSKALA Hin vinsœla hljómsveit Þorsteins I KN^ I leikur Núfara allir til Jónsmessu. HREÐAVATNSSKÁLI 3500 hænur í fjósid í staðinn fyrír 30 beljur — „0g afkoman er betri," segir gamli böndinn íMiðhúsum i'Garði „Fæturnir eru búnir og ég lét' síðustu kýrnar fara í haust," sagði Torfi Sigurjónsson, 73 ára gamall bóndi í Garðinum, sem nú á gamals aldri tekur þátt í nýjum atvinnurekstri i Garðinum með því að koma upp myndarlegu eggjaframleiðslubúi. Hann er búinn að búa í Miðhúsum í Garði i 39 ár hinn 5. júlí nk. en þangað kom hann úr Árnessýslu. Fjósinu hefur verið breytt í hænsnabú og þar eru nú 3500 gaggandi hænur. Um tvö þusund þeirra eru komnar í varp en um miðjan júlí verða þær allar verpandi. Þrjár stórar lengjur hænsnabúra fylia fjósið og þegar komið er í nánd við fjósið má heyra hverjir íbúarnir eru. Hænsnabúið eiga þeir að jöfnu Torfi, Jóhannes Guðmundsson og Sig- urður Rafnsson. Einn piltur starfar við búið, „tinir egg, þvær, gefur og mokar út," eins og Torfi orðaði það er hann sýndi DB-mönnum búið. „Afraksturinn er núna hátt ,í 2000 egg á dag og markaðurinn er góður. Mest af framleiðslunni fer í Hagkaup og Vörumarkaðinn í Reykjavík en einnig i smábúðir í Garðinum. Ef markaðurinn heldur áfram að batna þá stækkum við," sagði Torfi. „Þá þarf að byggja því fleira verður ekki sett í gamla fjósið." Torfi sagði að framleiðendur fengju nú hartnær 1000 kr. fyrir eggjakílóið en framleiðslukostnaður væri allmikill því allt byggðist á erlendu fóðri. Kemur tankbíll með korn með stuttu millibili að Miðhúsum með nokkur tonn fóðurs „Þetta er allt öðru vísi en áður, bú- skapurinn hér," sagði Torfi. ,,Ég hafði áður mest 30 mjólkandi í fjósi og annáðeinsaf geldneyti. Nú hef égbara um 50 kindur og 9 hesta sem notaðir eru til reiðar og einnig aldir til átu," sagði Torfi. Lengi hefur Torfi heyjaðá mörgum jörðum og gerir enn, m.a. á Útskála- jörðinni. Hann selur nokkurt magn af heyi, ,,en það fer minnkandi því ég ber minnaáenáður." „Það er betri afkoma af hænsnunum en beljunum áður fyrr," sagði Torfi. „Það eru náttúrlega af- föll af öllu og talsvert mikil hjá hænunumensamt erþetta betra." -ASt. Þar sem áður bcljubaul fyllti loftið eru nú 3500 gaggandi hænur. Þær sjá aldrei dags- ins ljós og hafa aldrei hana augum litíð hvað þá heldur ineir. Hér er Torfi gamli milli tveggja búrasamstæðna. Hænurnar ætluðu vitlausar að verða þegar Ragnar Th. Sig- urðsson ljósmy ndari smellti af og flash-ljósið gaf nieiri birtu en augu þeirra þoldu. „Hvað er nú þetta? Eru ekki DB-menn komnir i heimsókn?" hugsuðu þær og störðu einu auga á Ragnar I jósmy ndara. Sjórall '79: HAFSTEINN TVÖFALDA 0G RUN0LFUR VÉLAR0RKUNA — verða með tvo 175 hestaf la utanborðsmótora á Hafrótinu „Framleiðendurnir hafa bætt ýms- um aukabúnaði til styrktar á mótprana og við eigum jafnframt von á sér- stökum skrúfum fyrir rallið. Þeir munu fylgjast náið með frammistöðu véla sinna," sögðu Hafsteinn Sveinsson og Runólfur Guðjónsson í gær er þeir voru að sækja mótorana. Hér er um að ræða tvo Mariner V— 6 utanborðsmótora og er hvor um sig 175 hestafla. Snúningshraðinn er allt að sex þúsund snúningar. Þeir ætla aftur á Hafrótinu sem þeir sigruðu á í fyrra með einni 200 hestafla vél. Nú hafa þeir sem sagt bætt við sig 150 hestöflum auk þess sem mótorarnir eru léttari til samans en vélin í fyrra. Ásgeir Long flytur inn þessa bandarísku mótora. Óljóst er enn hversu miklum hraða Hafrótið kann að ná með mótorunum en hiklaust má nefna 50 sjómílur. Hafrótið, sem er 22 feta, framleitt af Flugfiski, hefur þegar sannað ótvirætt nægilegan styrkleika sinn eftir krappan dans í stórsjó í sjórallinu í fyrra. -GS. 1* „Ekki minna en fimmtiu milur" gæti Runólfur Guðjónsson veríð að segja þar sem hann stendur við annan nýja 175 hestafia mótorinn sinn ásamt félaga sfn- um Hafsteini Sveinssyni. DB-mynd Arni Páll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.